Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 23
Föstudagur 20. nóv. 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 23 Fyrirlestur Branners fjölsóttur Þjóðverjarnir ósigraðir síðara kvöldið Júlíus Björgvinsson, Ak. 39,1 Sigurður Ingólfsson A 39,5 en árangur var góður í ýmsum greinum Sundfólk Akureyrar vekur sérstaka athygli DANSKA skáldið H. C. Branner hélt fyrirlestur í Háskólanum í gærkvöldi. Var upphaflega gert ráð fyrir að hann talaði í fyrstu kennslustofu Háskólans, en vegna fjölmennis varð það úr, að hann talaði í hátíðasalnum. — Skáldið fjallaði um efnið „Digtning og virkelighed" og ræddi einkum hlutverk skáld- skaparins í nútímanum. Benti hann á, að öll list væri tilraun til að gera það sem ómögulegt væri, og enginn list væri lífvæn- leg, ef hún hyrfi frá þessu marki. Hann sagði að fásinna væri að tala um þróun í listum. Þær lytu ekki sömu lögmálum og vísind- in. List elztu forfeðra okkar væri í engu síðri en list nútímans, og við ættum t. d. engin skáld á þessari öld, sem kæmust í hálf- kvisti við Shakespeare. Þá benti Branner á þá hættu, sem öllum skáldum væri búin, þegar þau gengju á hönd pólitískum eða trúarlegum stefnum. Skáldskap- ur krefðist óskoraðs frelsis, og því aðeins gæti hann orðið mannkyninu lyftistöng og bætt ástandið í heiminum, að hann væri ekki bundinn öðru en sín- um eigin lögmálum. — Áttræd Framh. af bls. 6. um er í minni. Þau hjónin eign- uðust fjóra syni og þrjár dætur, á meðan þau bjuggu á Stokks- eyri, en þau misstu eina dæcr- anna, Ástríði. Árið 1926 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Sjóróðrarnir í þeirri mynd, sem þeir höfðu ver- ið um langt skeið, voru að leggj- ast niður, einmitt sá þátturinn í atvinnu húsbóndans, sem alltaf hafði verið honum mest að skapi, en hafði auk þess fært þeim hjón- um drýgsta björg í búið. Og börn- in voru komin á þann aldur, að tímabært var, að þau öfluðu sér staðgóðrar, faglegrar menntun- ar. f Reykjavík gerðist Bjarni fiskimatsmaður. Fjölskyldan reisti sér hús á Barónsstíg 59. Börnin ruddu sér braut til vegs og velsældar. Þau eru: Grímur framkvæmdastjóri, Dagbjartur stýrimaður, kvæntur Aðalheiði Tryggvadóttur, Haraldur fram- kvæmdastjóri, Hróbjartur stór- kaupmaður, kvaéntur Evelyn, fæddri Hobbs, Sigríður, gift Er- lendi Ahrens húsasmíðameistara og Elín, gift Eyjólfi Thoroddsen loftskeytamanni. Árið 1944 missti Jóhanna mann sinn eftir fjörutiu og þriggja ára sambúð. Bjarni yar hagsýnn atorkumaður og harður í hverri raun, þó var hann hvers manns hugljúfi, og öllum harmdauði, sem til hans höfðu þekkt. Nokkrum árum eftir .át manns síns fluttist Jóhanna að Reynimel 28 hér í bæ, þar sem hún býr með tveimur sonum sínum. Fyrir skömmu var ég staddur heima hjá Jóhönnu, talið barzt að að fornum slóðum. „Hvort er betra að eiga heima í Reykjvík eða fyrir austaii?“ spyr ég hana. Hún segir: „Hreppnum gleymi ég aldrei né æskuárum mínum þar. Ég fer austur í Hrepp á hverju sumri, „lundum til lengri dvalar. Búskaparár okkar á St>kkseyri voru mikil hamingjuár. f Reykja- vík voru viðbrigði mikil í fyrstu, en hér hef ég átt heima í þrjátíu og þrjú ár og hef ekki hugsað mér að breyta til“. Síðan Jóhanna fór úr foreldra- húsum, hafa miklar breytingar orðið á högum manna og háttum hér á landi, en hafaldan syngur sama lag við strönd hinna vösku brimformanna, þar sem hún hóf búskap sinn, og sjálf er hún sama sæmdarkonan. Ég óska henni og fjölskyldunni abra heilla. Grimur Þorkelsson. f þessu sambandi ræddi hann um sósíalrealismann og marx- ismann, og sagði að því færi fjarri að hin svonefnda „list fyr- ir fólkið“, sem yrði til eftir póli- tískum forskriftum, þjónaði fólkinu. Hún væri þvert á móti lífvana og ósönn, því listamað- urinn gæti ekki lotið öðrum sannleik en sínum eigin per- sónulega sannleik. Þess vegna væri stöðugt þörf endurnýjunar og tilrauna með listformin; öll stöðnun væri dauðamark. Áður en Branner tók til máls, ávarpaði Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor skáldið og áheyrendur fyrir hönd háskóla- rektors. Kynnti dr. Steingrímur í stuttu máli ævi og verk Brann- ers og bauð hann velkominn til íslands og til Háskólans. Gerður var mjög góður rómur að erindi Branners, sem tók um þrjá stundarfjórðunga. — Bók Valtýs Framh. af bls. 1. inni eru alls 50 þættir og gefa fyrirsagnir þeirra nokkra hug- mynd um efni bókarinnar, eins og t. d.: „Landvarnar- og Sjálf- stæðismaður,“ Benedikt Sveins- son sjötugur, „Úr sögu Reykja- víkurapoteks," „Frá Möðruvöll- um í Hörgárdal“, endurminning- ar og sögubrot frá „brunabæl- inu“, „50 ára prentari og 46 ára leikari", Friðfinnur Guðjónsson segir ofurlítið frá ævi sinni, „Fór að vinna fyrir sér 6 ára gamall“, Carl Olsen sextugur, „Hann fékk þau prófverkefni, sem hann dreymdi um,“ draumur Hannes- ar Jónssonar dýralæknis, „Emil Thoroddsen tónskáld“, „Við vor- um síðastir niður stigann“, Sig- hvatur Brynjólfsson, tollþjónn, 65 ára, „Hann málaði hafísinn grænan“, Jóhannes S. Kjarval sextugur, „Bækurnar hafa alltaf verið góðir kunningjar rnínir", Finnur Sigmundsson, bókavörð- ur sextugur, „Ég leynist við hlið þér sem Hulda“, minningar um Ólaf Davíðson o. s. frv. Hentugt form f formála fyrir bókinni gerir Valtýr Stefánsson ráð fyrir þvi, að þetta verði síðasta bindið af samtölum hans. Síðan segir hann m. a. í formálanum: „Menn og minningar er frá- brugðin hinum fyrri bókum mín- um í þessu safni, að því leyti, að hér eru auk samtalanna nekkrar greinar um samtímaviðburði, sem ég upplifði sjálfur, eins og grein- arnar um fráfall Ólafs Davíðs- sonar og 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, og eru þetta eins konar samtöl við sjálfan mig, ef menn vilja hafa það svo. Enn- fremur eru tvær minningargrein- ar í bókinni um frú Ásthildi Thorsteinsson og Emil Thorodd- sen tónskáld og tók ég þessar greinar með til fróðleiks fyrir þá, sem áhuga hafa á þeirri grein blaðamennskunnar, sem kölluð er „minningarorð". Ég gerði mér fljótt grein fyrir því, þegar ég tók við Morgunblaðinu, að minn- ingarorðin voru eitt vinsælasta lestrarefni blaðsins og átti stund- um í stælum við framkvæmda- stjórann um það, hvort nyti meiri hylli meðal lesenda blaðs- ins, minningarorðin eða auglýs- ingarnar. Um samtölin í heild er lítið að segja. Mér fannst samtalsformið í upphafi vera mér hentugt og lagði rækt við það, enda er það tvímælalaust einhver allra skemmtilegasta grein blaða- mennskunnar og býður upp á ótal tækifæri. Að lokum get ég ekki orða bundizt að þakka lesendum fyrir þær góðu móttökur, sem þeir hafa veitt þessum bókum mínum, en eins og allir vita, hefur blaða- maðurinn fyrst og fremst eitt tak- mark: að vera lesinn". SÍEARI dagur sundmóts Ár- manns gaf hinum fyrri nokkuð eftir hvað snerti jafna keppni miili hinna austur þýzku garpa og sundfólksins íslenzka sem hefur flykkst til þessa móts frá svo mörgum stöðum á landinu og gefið mótinu svo ánægjulegan svip. Þjóðverjarnir fóru nú með sigur í öllum þeim greinum er þeir kepptu í, en jöfn var keppn- in í sumum greinanna. Sem fyrri daginn gaf einvígi Ágústu við Giselu Weiss mótinu sterkastan svip. Vitað var að hin þýzka er nokkru sprett- harðari en Ágústa og svo fór og nú að hin þýzka hlaut sig- ur en aðeins skildu 6/10 úr sek- úndu og skorti Ágústu aðeins 1/10 úr sekúndu á met sitt. Glæsi legt sund og skemmtilegt. Bringusund karla vann Kon- rud Enke auðveldlega — næstum 4 metra á undan næsta manni. Einar Kristinsson kom næstur á undan Sigurði Sigurðssyni og Valgarð Egilssyni Þingeying sem voru hnífjafnir og var hlutkesti látið ráða um koparpeninginn. Ungur Akureyringur Baldur Bjarnason setti Akru-eyrarmet 1:22,0 mín. Má mikils af honum vænta lagi hann nokkra galla á sundi sínu. í skriðsundi karla vann Wie- gand með nokkrum yfirburðum og Guðmundur var langt frá meti sínu. Virðist hann vart kom inn í þá þjálfun sem hann hafði í vor og sumar, enda nýbyrjaður æfingar . í boðsundi karla áttust við landssveit íslands — Guðmundur Gíslason, Einar Kristjánsson og Pétur Kristjánsson, og kepptu gegn sveit Þjóðverjanna. Hinir þýzku sigruðu en landssveitin setti glæsilegt met 3:29,6 mín. 1 stað 3:36,2. 200 m bringusund kvenna varð lítil keppni. Hin unga hafn- firzka stúlka Sigrún Sigurðar- dóttir vann yfirburðasigur og náði prýðistíma og vann íslands- methafann Hranfnhildi Guð- mundsdóttur með rúmum 9 sek- úndum. Þorsteinn Ingólfsson kornung- ur piltur í ÍR vakti mikla athygli. Hann sigraði í báðum drengja- sundunum vann 100 m skriðsund á sérlega góðum tíma miðað við aldur sinn, 1:05,9 mín. — eftir mjög harða keppni við hinn efni lega sundmann Akureyringa Björn Þórisson sem var 1/10 sek. á eftir. Þorsteinn vann og 50 m bringusund á góðum tíma drengja 38,0. Ársþing FRÍ ÁRSÞING Frjálsíþróttasambands íslands hefst á laugardag í húsa- kynnum íþróttasambands íslands við Grundarstíg. Þingið hefst kl. 4 síðdegis. Þing Landssam- bands hestamanna ÁRSÞING Landssambands hesta- manna verður sett kl. 10 f.h. í dag í Skátaheimilinu við Snorra- braut. Þingið munu sitja fulltrú- ar víðs vegar að af landinu. Ákveðið hafði verið að þingið færi fram um sl. helgi, en sakir óveðurs þess, sem gerði á Norð- urlandi, var því frestað til dags- ins í dag. Frammistaða hins unga sund- fólks frá Akureyri hefur vakið mikla athygli og virðist svo sem þar sé upp að rísa hópur sem á eftir að láta að sér kveða á sund- mótum framtíðarinnar. Nú fá þeir hina þýzku gesti Ármanns til Akureyrar og verður það áreiðanlega lyftistöng sundíþrótt inni þar. Úrslit: 400 m skriðsund Wiegand, Austur-lÞýzkal. 4.45,6 Guðmundur Gíslason IR 4,54,4 50 m bringusund drengja Þorsteinn Ingólfsson IR 38,0 200 m bringusund kvenna Sigrún Sigurðardóttir SH 3.07.8 Hrafnh. Guðmundsd. IR 3.17,0 100 m bringusund karla Konrad Enke, A.-Þýzkal. 1.15,t Einar Kristinsson A 1.17,5 Sigurður Sigurðsson IA 1.17,5 Valgarð Egilsson HSÞ 1.18,2 p 100 m skriðsund drengja Þorsteinn Ingólfsson IR 1.05,9 Björn Þórisson Ak. 1.06,0 (Akureyrar-met). Bjöm Arason, Ak. 1.08,9 50 m baksund karla Ditze, Austur-Þýzkal. 31,9 Guðmundur Gíslason IR 32,6 Vilhjálmur Grímsson KR 34,1 100 m skriðsund kvenna Weiss, Austur-Þýzkal. 1.05,9 Agústa Þorsteinsdóttir A 1.06,5 Erla Hólmsteinsdóttir, Ak 1,173 50 m bringusund telpna Hrafnhildur Guðmundsd. IR 40,9 Sigrún Sigurðardóttir SH 423 Helga Haraldsdóttir Ak 42,7 3x100 m þrísund karla Austur-Þjóðverjar 3.24,8 Landssveit 3.29,6 B-landssveit 3.47,8 Öllum þeim vinum mínum og vandamönnum, er auð- sýndu mér vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli mínu 14. nóv. færi ég mínar hjartanlegustu þakkir. Guð blessi ykkur. Jóhanna Magnúsdóttir, Núpum. Hugheilar þakkir til vina minna og vandamanna, sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu 26. okt. sl. með heim- sóknum, góðum gjöfum, skeytum og blómum og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Drottinn blessi ykkur öll. Guðni Gíslason, Krossi Eldri kona óskast til að sjá um lítið heimili frá kl. 9—5,30, þar sem konan vinur úti. Upplýsingar í kvöld og næstu kvöld kl. 5,30—7 að Laugavegi 65 in. hæð. GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR Eyjum í Kjós sem andaðist að Elliheimilinu Grund, 13. þ.m. verður jörðuð að Saurbæ á Kjalarnesi n.k. mánudag kl. 13,30. Aðstandendur Alúðar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför BJARGEYJAR MAGNÚSDÓTTUR Fyrir hönd ættingja og vina. > Margrét Sigurðardóttir Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför dóttur okkar, MATTHILDAR Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunar- liði Landsspítalans fyrir alla hjádp í langri og erfiðri sjúkdómslegu. Ennfremur Jóni Tómassyni og starfsfólki Landssímastöðvar Keflavíkur. Guð blessi ykkur öll. Helga og Jóhannes, Gauksstöðum Hjartanlegt þakklæti vottuð við öllum er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR, bílstjóra. Sérstaklega viljum við þakka Iækni og starfsfólki Kristneshælis fyrir góða umhyggju þess. Lísbet Friðriksdóttir, Bjöm Ævar Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaugur Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.