Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 4
4 MORCU NBLAÐÍB Sunnudagur 13. des. 1959 Nýju fötin keisarans Sigurður A. Magnússon: — Nýju fötin keisarans. Greinar og fyrirlestrar; 290 bls. Bókarforlag Odds Björnssona.-, Akureyri ’59. ÓHÆTT mun að fullyrða, að hækkað hafi risið á bókmennta- gagnrýni Morgunbláðsins, þegar Sigurður A. Magnússon tok að láta þar að sér kveða, enda voru þau mál þá komin í óefni hjá blaðinu, umsagnir ekki annað en stuttar kvittanir gagnrýnandans til forlaga fyrir mótteknar bóka- sendingar. Hvað sem annars má um bók- menntagagnrýni segja, nauðsyn hennar og gildi, þá er ekkert áhorfsmál, að sé hún iðkuð á annað borð, >á verður það að vera með alvöru. Þetta hefur Sigurður gert sér ljóst og auð- sjáanlega lagt sig fram um að gera veg Morgunblaðsins í þess- um efnum meiri en verið hafði, og hefur það tekizt. Einkum kveður þar við annan tón en áð- ur, þegar rætt er um bækur yngrL höfunda, og efast ég um, að nokkurt dagblað bæjarins hafi tekið verk þeirra eins alvarlega síðustiu tvö árin og Morgunblað- ið. Sigurður hefur reynzt mjög afkastamikill bókmenntagagnrýn andi. Þegar hann tók saman efn- ið í bók sína, hafði hann skritf- að um 60 ritdóma í blað sitt. — Nokkrum af þessum ritdómum, ásamt öðrum greinum og fy.ir- lestrum, hefur hann nú safnað í bók og gefið út undir nafninu Nýju fötin keisarans. Um bókina kemst hann sjálfur svo að orði: „Greinarnar sem hér er safnað saman á einn stað eru tilkomn- ar af ólíkum tilefnum og undir ýmsum kringumstæðum. Að sjálfsögðu spegla þær ekki allar sömu viðhorf, enda taka þær yf- ir tæpan áratug á umbrotatím- um. Hinsvegar finnst rnér sjón- armiðin sem fram koma vera í fullu gildi“. Langflestar af greinum bókar innar fjalla um bókmenntir, eink um ljóðlist, erlenda og innlenda nútímaljóðagerð. Með þessum greinum sínum segist höfundur í formála stefna að því „að skýra frá nokkru af því sem mesta at- hygli hefur vakið í skáldskap og öðrum listum útí heimi“ og von- ast til að geta glætt „áihuga eða skilning einhverra á því sem ungir menn á íslandi eru að leit ast við að gera og segja“. Greinum bókarinnar er skii't í fimm meginkafla. Sá fyrsti, Snilldarmenn, flytur 14 greinar | um ýmsa erlenda höfunda, sem efst eru á baugi nú. Annar kafl- I inn heitir Á víðavangi, þar eru 7 blaðagreinar af ýmsu tæi. Um íslenzka ljóðagerð heitir sá 1 þriðji og hefur að geyma 4 j greinar um nýrri skáldskap. — Síðan koma 11 bókadómar, vald- | ir úr um það bil 60, sem Sigurð- ur ritaði í Morgunhlaðið á tíma- bilinu 1957—’58. Lestina reka Fjórar erlendar greinar (á dönsku og ensku) um bókmennt- ir, trú og siðfræði. Af þessu yfirliti sést, að lang- mestur hluti greinanna fjallar um bókmenntir, eins og áðan segir, erlendar og innlendar. Að vísu eru það mestmegnis stuttar blaðagreinar, en ekki ýtarlegar bókmenntaritgerðir, sem kostað hafa rannsókn og yfirlegu, en þær eru allar um skáldskap og höfunda, sem nú eru á dagskrá, og eiga því erindi til þeirra, sem eitthvað fylgjast með í bók- menntum. Reyndar má um það deila, hvort ástæða hafi verið til að safna þeim nú þegar í bók, þar sem flestar birtust í víðlesn- ,asta blaði landsins fyrir tveimur til þremur árum. Hvað um það, hér er komið á einn stað allt það helzta sem Sigurður hefur látið frá sér fara í lausu máli, annað en „Grískir reisudagar“ (1953), og hlýtur bókin því að sýna vel, hvað honum býr í hug, jafnframt því sém hún ber vitni um stíl hans og alla hæfni til að túlka sitt mál. Áður en ég vík stuttlega að hverjum kafla fyrir sig, vil ég benda á helztu einkenni Sigurð- ar sem greinarhöfundar. Mér virðist hann gera sér far um að komast að kjarna þess, sem hann ræðir um, skilgreina, analýsera, og hefur til þess ótvíræða hæfi- leika. Greinarnar verða því ekki málalengingar um aukaatriði. Hann er skeleggur, en hyllist oft til að rita í dálitlum úppfræðslu- tón, einkum þegar nýrri skáld- skap ber á góma. Skoðanir hans eru ákveðnar og skýrar, og hann er ósmeykur við að segja það sem honum býr í brjósti. En stíllinn, tungutakið er yfirleitt ekki blæbrigðaríikt, að vísu til- gerðarlaust, en ekki nógu snjallt; bókadómarnir eru bezt ritaðir. 1 fyrsta kafla bókarinnar er mestur veigur í greininni um T. S. Eliot. Þar ræðir Sigurður eink um um The Waste Land og gerir nokkra grein fyrir táknmáli verksins og byggingu. Kemur hér fram sá kostur Sigurðar, sem Sigurður A. Magnússon. minnzt var á áðan, að hann gerir jafnan skarpan greinarmun á að- alatriðum og aukaatriðum; tekst honum því oft í stuttum grein- um að koma að furðu mörgu, sem máli skiptir, t. d. þræðinum í lífsskoðun skáldanna og ein- kennum verka þeirra. Hins veg- ar fannst mér stundum, meðán ég las þennan kafla bókarinnar, að hér væri ekki allt, sem til er tekið, nægilega grundvallað á eig in athugun Sigurðar, heldur byggt á rökstuðningi, fengnum í erlendum bókum. Vitaskuld verð ur ekki ritað svo um erlenda höf- unda og verk þeirra, að ekki sé stuðzt við rannsóknir þeirra manna, sem bezt hafa um efnin fjallað. En þá finnst mér rétt, að ihelztu heimilda sé getið. í kaflanum er tekið skrítilega til orða á stöku stað, t. d. „á aft- anverðri síðustu öld“ (bl§. 10), og einkennileg er þessi spurning á bls 23: „Hvað væru hljómkvið- ur Beethovens án þagnanna?" — En ýmsar athuganir eru skarp- legar. Á bls. 31: „Stíll hvers höf- undar er sprottinn úr sýn hans á lífinu og umhverfinu, innsæi hans og skilningi á mannlegri tilveru. Þessvegna verður það ekkert nema klúður að apa eftir öðrum, því engir tveir einstakl- ingar hafa sömu sjón eða sama viðhorf til lífsins". Annar kaflinn flytur frásagn- ir og hugleiðingar af ýmsu tæi, m. a. um réttarhöldin yfir Art- hur Miller, um fólksfjölgunina í heiminum, um „glímuna við orð- ið“ (skýringar Sigurðar við eitt af ljóðum sínum). Þá er þar grein, sem ég er hissa á, að Sig- urður skyldi halda hlífiskildi yfir, heitir hún Rökleysur. Þar gerir hann harða hríð að rök- ihyggiuimi. telur hana uppsprettu flestra meina, og segir undir lok greinarinnar: „Rök eru einsog peningar, gervihugtak sem nað- urinn hefur fundið upp sjálfum sér til mikils miska. Þau eiga enga stoð í náttúrunni og eru ’ þarafleiðandi lífsfjandsamleg". I Þessi furðulega skoðun springur náttúrlega í loft upp í höndum ihöfundarins, t. d. í grein framar Munið ú kaupa jólaskúna hjá okkur Fyrír karl.menn nýkomnir eru skórnir sem alla karlmenn hefur lengi langað til að eignast. Fyrir kvenfólk nýjasta tízka — margar mismunandi gerðir — eini útsölustaðurinn er Skóbúð Reykjavíkur h.f. Fyrir börnin kaupið jólaskóna á börnin meðan úrvalið er mest og birgðir endast. Skóbúð Reykjavíkur hf. Aðalstræti 8, — Sími 18514 Laugavegi 20 — Sími 18515 Snorrabraut 38 — 18517. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.