Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUNBTAÐIÐ
Sunnudagur 13. des. 1959
/
Gölfklúbhur Reykja
víkur 25 ára
Á MORGUN, 14. desember, verð-
ur Golfklúbbur Reykjavikur 25
ára. A ð þessu tilefni kallaði
stjórn klúbbsins blaðamenn á
sinn fund og skýrði þeim frá
starfsemi klúbbsins umliðinn
aldarfjórðung.
ir íþrótt allra
Formaður, Helgi H. Eiríksson,
hafði orð fyrir stjórnarmönnum.
Benti hann á ágæti þeirrar íþrótt-
ar, er klúbburinn hefði verið
stofnaður um. Sagði hann að golf
gætu stundað jafnt ungir sem
Ilelgi H. Eiríksson,
núverandi form. G. R.
gamlir. Hægt væri í þeirri íþrótt
að keppa einn síns liðs. Varla
væri nokkur önnur íþrótt nema
e. t. v. sund, sem veitti jafn al-
hliða þjálfun og golfið. Ekki væri
hún hvað sízt til andlegrar þjálf-
unar, þar sem fyrsta skilyrði, til
þess að ná þar árangri, væri að
temja skap sitt. í>á ræddi formað-
ur um stærsta verkefni klúbbs-
ins í dag, sem er bygging nýs
golfvallar við Grafarvog. Völlur-
inn er um 60 ha. að stærð og
verða á honum 18 holur. Búið
er að ryðja ailmargar brautir
vallarins og munu þær búnar
til sáningar í vor. Hins vegar er
ekki gert ráð fyrir, að hægt verði
að hefja leiki á vellinum fyrr en
Óskabækur barnanna
Nú eru þær komnar bækurnar sem öll börn vilja fá í jólagjöf!
Doddi í Rugguhestalandi
og '
Doddi fer upp í sveit
Þessar skemmtilegu barnabækur hafa notið mikilla vinsælda
hjá börnunum. Nú eru út komin ný hefti falleg og skemmtileg.
Dodda-bækurnar í jólapakkann
Dodda-bækurnar eru óskabækur barnanna
Verð aðeins kr. 7,50 Myndabókaútgáfan
árið 1962. Mannvirki þetta mun
kosta stórfé, enda verður að
byggja þar golfskála, en gamla
golfskála klúbbsins mun bærinn
kaupa fyrir 600 þús. kr.
ic Saga golfklúbbsins
Saga Golfklúbbs Reykjavíkur
hefst með því að 11 Reykvík-
ingar komu saman á Hótel Borg
hinn 30. nóvember 1934. Var
verkefnið að undirbúa stofnfund
Golfklúbbsins. Hinn eiginlegi
stofnfundur var svo haldinn 14.
desember sama ár og voru stofn-
endur alls 57. í fyrstu stjórn voru
kjörnir Gunnlaugur Einarsson
formaður, Helgi H. Eiríksson,
varaformaður, Gunnar Guðjóns-
son ritari, Gottfred Berhöft
gjaldkeri, Valtýr Albertsson,
Eyjólfur Jóhannsson og Guð-
mundur Hlíðdal í hópi stofnenda
voru margir þekktir menn, m. a.
Sveinn Björnsson, þá sendiherra,
síðar forseti íslands, og einnig
núverandi forseti, herra Ásgeir
Ásgeirsson. Klúbburinn hefur átt
því láni að fagna, að eiga innan
vébanda sinna marga ágæta
menn, sem ekki hafa talið eftir
sér sporin í þágu hans.
Margir erfiðleikar steðjuðu að
hinum nýstofnaða félagsskap,
m. a. vantaði land til þess að
leika íþróttina á. Fyrsti golf-
völlurinn var svonefnt Austur-
hlíðarland inn við Sundlaugar.
Þar var útbúinn bráðabirgðavöll-
og var völlurinn tekinn í notk-
unn 1937. Hefur hann síðan jafn-
an verið notaður með ýmsum
breytingum.
Árið 1937 var samþykkt að
heimila stjórninni að byggja
Golfskálann. Klúbburinn stóð þá
í stórframkvæmdum við völlinn,
en húsbyggingin á þessum tíma
var mikið happ og sýnir stór-
hug þann, er ríkti í klúbbnum
á þessum árum. Nú síðast hefur,
eins og fyrr segir, verið valið
vallarstæði við Grafarvog og er
bygging hans stóráfangi í sögu
klúbbsins.
Frá upphafi hefur klúbburinn
jafnan haft á að skipa ýmsum
færum kennurum í golfleik, enda
þekking og bjálfun í íþróttinni
grundvöllur að starfi hans.
Klúbburinn gaf út blað, sem
kom reglulega út frá 1935—43,
er Golfsambandið tók við blað-
inu og stóð sú útgáfa í 8 ár.
Heiðursfélagar Golfklúbbsins
hafa verið kjörnir Sveinn Björns-
son, forseti, Halldór Hansen og
Valtýr Albertsson.
Kappleikir eru jafnan vikulega
allt sumarið og til er að einstakir
leikmenn stundi íþróttina allan
ársins hring.
Eitt af athyglisverðustu atrið-
um í keppnisstarfsemi golfsam-
taka, er hið svonefna forgjafa-
fyrirkomulag. Stuðlar það að því,
að jafnt hinn óreyndi leikmaður
sem hinn þrautreyndi standi sem
Kylfingur reiðir til höggs
ur og leikið á honum frá því í
maí 1935 og fram í júní 1937.
Stjórn G. R. gerði sér ljóst, að
hún varð að fá land til frambúð-
ar undir golfvöll. Fékkst það,
þar sem núverandi golfvöllur er
jafnast að vígi til sigurs. 1 G. R.
eru kylfingar á öllum aldri, en
þó skortir þar fyrst og fremst
unga menn.
í flestum öðrum íþróttagrein-
um en golfi, er keppnistímabilið
tiltölulega stutt. Það kemur alltaf
af því, að yngri íþróttamenn slá
þá eldri út og þá gerist sá eldri
áhorfandi að sinni gömlu íþrótt.
I golfi er þetta öðru vísi. Þar er
alltaf hægt að verða virkur þátt-
takandi. Félagar í G. R. eru nú
um 250 talsins.
Fyrsta firmakeppni G. R. fór
fram sumarið 1945. Síðan hefur
þessi keppni farið fram árlega,
vanalega í byrjun júní. Firma-
keppnin hefur veitt klúbbnum
mikla fjárhagslega aðstoð. Pen-
ingarnir sem unnizt hafa við
keppni þessa hafa farið til við-
halds golfvellinum og til end-
urbóta á Golfskálanum.
Núverandi stjórn skipa: Helgi
H. Eiríksson, formaður, Guð-
laugur Guðjónsson varaformað-
ur, Ólafur Ág. Ólafsson ritari,
Jóhann Eyjólfsson gjaldkeri, Jón
Thorlacius, Sigurjón Hallbjörns-
son, Guðmundur Halldórsson.
Stjórnin mun í dag, sunnudag,
hafa opið hús í Golfskálanum frá
kl. 3—5 síðd. fyrir vini og vel-
unnara klúbbsins.
ISÍýar — gullfallegir
SVEFNSÓFAR
til sölu í dag sunnudag og næstu daga meðan birgðir
endast, með 1000 kr. afslætti frá kr. 2400 sófinn
Svampgúmmí — fjarðir. — Fyrsta flokks efni og
vinna — Tízku-áklæði. Notið þetta einstaka tækifæri.
VERKSTÆÐIÐ GRETTISGÖTU 69
Opið kl. 2—9.
PILTAR =2=
EFÞlÐ EIGI0 UNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA /
p&/'tíM
/ftfcr/sfrðet/ S \