Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 20
20 r MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1959 Jósep 5. Húnfjörð skáld „Hníga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum, fjölgar þjóðar föllum enn, íækkar góðum drengjum". 4% (Hjálmar frá Hofi). Mér er bæði Ijúft og skyít að Stinga niður penna um Jósep Húnfjörð, sem er nýlátinn, hart- nær 84 ára að .aldri. Náin kynni hafði ég þó ekki af Húnfjörð, fyrr en árið 1944, en það ár gerð- ist ég félagi í Kvæðamannafé- laginu Iðunni og var þar í réttan áratug. Jósep Húnfjörð var lífið og sálin í Kvæðamannafélaginu. — Kvöldvökur Iðunnar fyrir félaga og gesti voru hálfsmánaðarlega á vetrum og voru þær haldnar alla jafna í Baðstofu Iðnaðar- manna, en hún er sem kunnugt er utskorin af Ríkarði Jónssyni inum oddhaga. Félagar Iðunnar lögðu til efni hverju sinni, en það var einkum svo sem að líkum lætur kveð- skapur margs konar, stundum úr gömlum rímum, eða lausavísna samtíningur eftir ýmis skáld, einkum þó eldri. Margir fluttu frumsamið efni á stundum og einn af þeim stofnandi og fv. formaður félagsins, Jósep Hún- fjör ávallt, enda hafði hann af nógu að taka, svo frjósamur vísna smiður sem hann var. Frá þessum kvöldvökum á ég margar ógleymanlegar endur- minningar, um góða félaga og slynga hagyrðinga í Braga túni, en einna kærust er mér minning- in um Jósep Húnfjörð, og veld- ur því fleira en eitt. Maðurinn var sérstæður persónuleiki og vakti athygli hvar sem hann fór. Afburða hagyrðingur og varð aldrei orðfall á skáldaþingi, snerrinn í orrahríðum, en manna sáttfúsastur, enda átti hann við- kvæmt hjarta, þótt stór væri í lund, og ókunnugum gæti virzt skelin nokkuð hörð. Jósep S. Húnfjörð gaf út í bók- arformi nokkur smákver eftir sig í bundnu máli, sem nú eru löngu ófáanleg. Sleppi ég að telja þau upp, því slíkt varðar svo fáa, skal aðeins nefna hans höfuðverk, ljóðabókina Hlíðin mín, sem kom út árið 1944. Mér er persónulega kunnugt um að Húnfjörð átti efni MÁLFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. í handriti í fleiri bækur, og hefði verið auðvelt að velja góðan skáldskap í eina meðalbók, og á því vissi ég að hann hafði hug, en úr því varð þó ekki, og verð- ur sennilega aldrei, því nú á stakan í vök að verjast og er það að vonum á þeirri öld sem „atóm- rugl“ og „abstrakt" hjóm er lof- sungið, þótt það minni óþægilega á „Nýju fötin keisarans". Þetta átti ekki að vera langt mál um skáldið Jósep Húnfjörð, því er svb varið að ég nú sem fyrr skrifa undan prentaranum, og verð því að slá botninn í þetta riss mítt. Eitt með því síðasta, sem Húnfjörð sagði við mig, var eitthvað á þessa leið: „Þú yrkir um mig, þegar ég er látinn, viltu gera það?“ Ég gerði hvorki að lofa né neita, mér er ærinn vandi á hönd- um, að gera slíkum manni verð- ug skil í stuttu máli er allt annað en auðvelt, aðeins lítil tilraun til þess, er í eftirfarandi vísum, eink um þó síðari hluti þeirra. Svo kveð ég vin minn Jósep S. Húnfjörð og þakka honum fyrir órofa tryggð og fölskvalausa vin- áttu og bið honum blessunar á strönd eilífs lífs. Ástvinum, eftirlifandi eigin- konu, syni og barnabörnum, votta ég samúð mína. Reykjavík, 10. desember 1959. Stefán Rafn. Hafði Iðunn hæstu völd. Hvergi var þá spurt um gjöld. Þegar Húnfjörð kvað um kvöld kappaljóð á vorri öld. Leiftruðu augu Ijós og kvik, líka stigu brúnavik, aldrei fum og ekkert hik, áfram hélztu þráðbeint strik. Steyptust áfram stuðla-föll stigu dvergar fram á völl. Baðstofan að hárri höll hún var meiri en veröld öll. Vart er sagan ennþá öll eftir gengin kvæða-sköll. Þú varst mesta tryggða-tröll, traustur eins og gömul fjölL Fannst ei hjá þér fals né tál, fólksins gata er þó hál. Kotungur með konungssál. Kunnir skrumlaust íslenzkt mái. Óðs með sanni áttir þor. Ýttir loks frá kaldri skor. Áttir ljúfast andlegt vor eftir hinztu gengin spor. St. R. „MOORES“ HATTAR nýkomið fallegt og vandað úrval, uppbrettir og niðurbrettir — margir litir Fallegir — Vinsælir — Þægilegir. Klæða alla. GEYSIR H.F. Fatadeildin. ilrval í jdlamatinn (ítd í qÍl CýlLlCýCýOLVlCb Matardeildin Hafnarstræti 5 Minning HINN 1. f. m. andaðist að heimili sínu í Charlottenlund í Kaup- mannahöfn Heinrich Robert Haut, fyrrverandi fulltrúi hjá danska olíufélaginu Dansk Esso, A/S, í Kaupmannahöfn. Heinrich Haut var fæddur í Kaupmannahöfn 15. marz 1889, en hingað til lands fluttist hann árið 1913. Haut kom hingað til Reykja- víkur til þess að taka að sér störf aðalbókara fyrir „Hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag", sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1914 og gengdi því starfi þar til einka- sala á olíum og benzíni var sett á í landinu 1. jan. 1924. Árið 1921 kVæntist Haut Al- dísi Helgadóttur, fósturdóttur Sigurðar heitins Kristjánssonar, bókaútgefanda en frú Aldís var ein af stofnendum Hjúkrunar- kvennafélags Islands og starfaði um margra ára skeið að líknar- störfum hér í bæ. Margir hinna eldri Reykvíkinga munu minn- ast þessarar hæglátu, elskulegu hjóna, sem hvort á sínu sviði, unnu sín störf af alúð og sam- vizkusemi. Árið 1924 fluttust þau hjónin til Kaupmannahafnar og hafa búið þar síðan. Á þeirra yndis- lega heimili hafa margir íslend- ingar komið og notið velvildar og gestrisni. Þau hjónin eign- uðust þrjú mannvænleg börn, tvær dætur og einn son. Hópur ættingja og vina hugsar hlýtt og með innilegri hluttekn- ingu til eftirlifandi ekkju og bama, vegna fráfalls ástríks eig- inmanns og föður. Magnús Guðbrandsson. Dagur á Marbakka Framh. at bls. 13. ár. í síðasta skáldriti hennar, þríþáttungnum um Löwensköld- ættina, sem hún lauk við um sjö- tugsaldur, hefur hún sums staðar ritað á spássíu handritsins: „Ó, góði Guð, hjálpaðu mér! Blástu mér í brjóst, hvað ég á skrifa!“ Síðar reit hún Bonniersforlagi og kvaðst vera byrjuð að semja framhald, fjórða þáttinn, en hann varð aldrei nema stutt uppkast, 17 blaðsíður, kraftarnir voru þrotnir, og má geta nærri, hvílík raun henni hefur þótt að vera svipt sköpunargáfunni. Eftir það fékkst Selma einungis víð smælki; en reisn sina missti hún ekki, rausn staðarins hélt hún uppi til hinztu stundar á borð við Auði djúpúðgu. Sagt hefur verið að miklir listamenn ættu aldrei að deyja; með þeim fari svo margt. í gömlum sögnum íslenzkum er talað um menn, sem dóu í fjöll; í orðsins beztu merkingu gæti 1 ég hugsað mér svipað um Selmu, andi hennar vaki enn í dag yfir I Fryksdalnum. Einar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.