Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1959 “ Frá hjaríanu H IN N frægi hljómsveitar- stjóri, Henry Swoboda, hefur dvalizt hér um þriggja vikna skeið, æft mikið með sinfóníu- hljómsveitinni' okkar og stjórnað tvennum hljómleik- um hennar, sem þóttu takast mjög vel. — Swoboda er að líkindum víðkunnastur þeirra hljómsveitarstjóra, sem hald- ið hafa á tónsprota fyrir hina ungu hljómsveit okkar — e. t. v. að dr. Thor Johnson ein- um undanskildum. — Hann fór flugleiðis til Kaup- mannahafnar fyrir tæpri viku, en næstu mánuði mun hann koma fram víðs vegar um Evrópu með ýms- um beztu hljómsveitum álf- unnar. Blaðamaður Mbl. hitti Swoboda sem snöggvast fyrir skömmu og átti við hann stutt rabb. Hann er Tékki að uppruna, en er nú banda rískur ríkisborgari. — Ég fór frá Tékkóslóvakíu rétt í tæka tíð, segir hann. — f>að var árið 1938. Swoboda virðist sérkennilegur persónuleiki við fyrstu kynni og er sýnilega mikill ákafa- og til- finningamaður. Oft er honum mikið niðri fyrir — en gengar ekki alltaf vel að koma orðum að því, sem hann vill segja. Þá baðar hann út höndunum milli slitr- óttra setninga, lýtur áfram, potar í mann með vísifingri eða gpfur olnbogaskot og segir snöggt, með ákafa í augunum: — Skiljið þér? — vitið þér hvað ég á við? Ef það hefir ekki skilizt, reynir hann á ný: slitróttar setningar — einstök áherzluorð — handapat. — Og þá rennur oftast upp ljós. spurði blaðamaðurinn fyrst, hvernig honum hefði líkað að starfa með Sinfóníuhljómsveit- inni. — Swoboda spratt úr sæti sínu og sló saman höndunum: — Hljómsveitin? — Ágæt — ég er mjög ánægður! Það er andinn. sagði hann með áherzlu — andinn og músíkgleðin — viljinn, að leggja sig fram til þess að ná því bezta, jafnvel þótt það takist ekki alltaf. Það er þetta, sem mér finnst aðalsmerki hljómsveitar- innar. Auðvitað er hún ekki full- komin — mörgu ábótavant, sem sízt er að undra, svo ung sem hún er. En þið eruð á réttri leið — vissulega — og nú er að halda í horfinu og sækja fram. — Þegar ég hugsa um það, hélt Swoboda áfram .... 70 þúsund • Það er andinn ... Til þess að byrja á einhverju H/%LL Clefsur úr spjalli við tékknesk- bandaríska hljóm- sveitarstjórann, Henry Swoboda manna borg með sinfóníuhljóm- sveit .... Hann yppti öxlum og fórnaði höndum til merkis um, að hann ætti engin orð — en svo kom það: Furðulegt! — Ég hefi veitt því athygli, að fólki finnst hljómsveitin ómissandi — næst- um því tilheyra daglegum nauðsynjum. Framtíð hennar ætti því að vera tryggð. Og þó — ég efast um, að fjárhagsgrund- völlurinn sé nógu traustur. Fólk- ið, sem ekki vill missa hljóm- sveitina, verður að gera sér ljóst, að slíkt „fyrirtæki" má ekki berj- ast í bökkum, sjáið þér til. • Ómælanleg fortíð Svo var Swoboda skyndilega kominn út í aðra sálma. — Ég er svo sár yfir því að hafa ekki heldur komið hér að sumri til, þegar náttúran er í blóma. Ég hefi aðeins séð íslenzka sumarið á kvikmynd og venjulegum ljós- myndum — en, ó .... hann lok- aðiaugunum og dró djúpt andann eins og hann fyndi ilm sumar- blómanna .... mikil er sú fegurð — litirnir, tærir og tindrandi. Mig skal ekki furða, þótt þið eigið góða málara — og skáld .... ís- land! — sagði hann svo skyndi- lega í upphrópunartón og leit hvasst á blaðamanninn — en það öfugmæli! Það er svellþykk ullar peysa þarna niðri í töskunni minni — ég hefi aldrei þurft að taka hana upp. Nei, ísland — það gengur bara ekki. Hann gretti sig. — Swoboda varð hugsi um stund — gekk um gólf. — Það er annars undarlegt. — Þögn. — Áhrifin, sem maður verður fyrir af landinu — eða fólkinu — ég veit ekki hvort heldur er. Mér skilst, að þjóðin hafi ekki búið hér nema rúm þúsund ár, en samt er eins og maður finni alls staðar — ja, hvernig á ég að segja það — finni áhrifin af einhverri ómæl- anlegri fortíð. Kannski það sé náttúran sjálf. Mér virðist hún hafa varðveitt uppruna sinn í rík ara mæli og með einhverjum öðr- um hætti hér en ég þekki annars staðar. Skiljið þér? — — Sjáið þér- til — það er ekki hægt að segja það með orðum — þetta er tilfinning. — — Talið barst nú aftur að tónlist. Blaðamaðurinn ympraði á því, hvort það Væru ekki mikil við- brigði að koma frá hinum stóru, langþjálfuðu hljómsveitum til þess að stjórna „nýgræðingi“ eins og Sinfóníuhljómsveit íslands. • Óvelkominn gestur — Auðvitað er að ýmsu leyti mikill munur þar á, — við skul- tttnttV SWOBODA: — Við stöndum á þröskuldi einhvers, sem við vitum ekki hvað er .„ ... ... þjálfuðu hljómsveitum — skiljið þér, hvað ég meina? Sko, mikil leikni — að gjörþekkja hlutina og þurfa lítið sem ekkert fyrir þeim að hafa, það leiðir menn gjarna í farveg vanans — andinn bregð- ur vöku sinni, og áhuginn dofn- ar. Við megum vara okkur á til heilans um segja „Filharmoníu" í Lon- don og hljómsveitinni hér. Lund- únahljómsveitin er að mínum dómi einhver sú bezta, sem um getur — en samt verður saman- burðurinn ekki að öllu óhagstæð- ur ykkaT litlu hljómsveit. — Ég á við — maður rekur sig stund- um á eins konar andegan slapp- leika hjá hinum stóru og þraut- Qólavörur TERYLENE SKYRTUR — BOUBLE T W O — FÖT — FRAKKAR STAKAR BUXUR MINERVA- ESTRELLA- N O V I A - SKYRTUR SÍMI: 1-2-3-4-5 fullkomnuninni — sjáið þér. Full- komin leikni á einhverju sviði er í ætt við vélamennskuna, og hún er óvelkominn gestur á heimili listarinnar — að mínum dómi. Hið vélræna drepur bamslega gleði listamannsins yfir því að gefa — leggja sig fram og gefa allt, sem hann á til. Skiljið þér nú, hvað ég átti við, þegar ég var að tala um andann í litlu hljómsveitinni ykkar? — ýr — Loks spurði blaðamaðurinn Swoboda, hvað hann vildi segja um nýjustu „stefnur“ í tónlist — og tæpti víst m. a. á orðum, sem hann hafði einhvem tíma heyrt, þótt hann hefði aðeins óljósa hugmynd um merkingu þeirra — „elektrónisk tónlist“. • Abstraksjón __ Hm — stefnur .... Swo- boda yppti sér í sætinu, nuddaði hökuna og varð hugsi — stóð snöggt á fætur og gekk um gólf. — Ja, sjáið þér til — við skulum þá t. d. halda okkur við elektrón- músíkina. Hún er ónáttúrleg — skiljið þér — notar ekki aðeins náttúrlega tóna, líka „tilbúna“. — Þetta er hliðstæða þess, sem er að gerast í öðrum listgreinum. Abstraksjón — sjáið þér til — höfða til skynsemi frekar en til- finninga. — Nútíminn stefnir frá hjartanu til heilans. — Mín skoð- un? Ja, ég veit ekki — þetta er byrjun á einhverju. Það er eitt- hvað, sem við, þér og ég, munum ekki sjá fyrir endann á. Við get- um ekki leyft okkur að segja: Þetta er vont — eða þetta er gott. Þetta bara er — hvað svo sem við segjum. • Tónlistin 6 ára gömul! — En, ég skal segja yður ann- að. Ég er dálítið hræddur við suma ungu mennina — ekki músíkina þeirra, heldur þá sjálfa. Mér virðast þeir of vissir í sinni sök — eins og þeir trúi því, sumir hverjir, að þeir einir hafi höndlað allt, sem nokkurs er vert — og öll sú tónlist, sem aðrir hafa stritað við að semja um aldir, sé ekki annað en hjóm og hégómi. — Ég get sagt yður dæmi. Það var í Kaupmanna- höfn á árunum — ég hlýddi á tal ungs manns, sem þá þegar var kominn í hóp þekktustu nú- tímatónskálda. Hvað haldið þér að hann hafi sagt — ha? — Tón- listin er ekki nema 6 ára gömul! — og sagði það með postullegum alvörusvip! Það voru svei mér fréttir — hvað finnst yður? — Swoboda gaf blaðamanninum hraustlegt olnbogaskot og hló hrossahlátri. — Mér ofbauð svo, að ég gekk steinþegjandi burtu. — Hvenær hann byrjaði tímatal sitt? Ég veit ekki — mætti segja mér, að hann hefði miðað við eigin verk — að tónlistarsagan byrjaði með honum sjálfum! — Smákarlar eins og Bach og Beet- hoven og aðrir slíkir — uss, bara slá striki yfir þá eins og þeir hefðu aldrei verið til! • Hrokinn — Það er þetta, sem ég er hræddur við —■ hrokinn. Sumir hinna ungu eru fullir af hroka. Ég get ekki boðið þá menn vel- k;omna í heim listarinnar, sem hafa klofbússur hroka og sjálfs- þótta að andlegum fótabúnaði. Listin krefst auðmýktar og ein- lægni af þjónum sínum — maður verður að nálgast hana á sokka- leistunum, ef svo mætti segja. Ha — vitið þér, hvað ég á við? ýr — En — samt. — Ef til vill verður það þannig, að Bach og Beethoven hætti í raun og veru að vera til, þótt okkur gangi illa að sætta okkur við slika tilhugs- un? — Kannski þjónar tónlist allt öðru hlutverki í mannlífinu í framtíðinni en nú — ha? — Henry Swoboda stanzaði á miðju gólfi, gróf hendurnar í buxnavös- unum og starði hugsi á blaða- manninn. Sagði svo: — Við stöndum á þröskuldi einhvers — einhvers sem við vit- um ekki hvað er. En einhver gróður á eftir að vaxa upp af öllum umbrotunum. H. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.