Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. des. 1959 MORCVlSfíLAÐlÐ 5 í bókinni. Þar segir hann (á bls. 68): „Sá heimspekingur sam- (tímans sem einna ótrauðast hef- ur haldið á loft merki sannleik- ans er án efa Bertrand Russell". Óg á næstu bls.: „Rökhyggja Riussells á að sjálfsögðu rætur sin ar í stærðfræði-iðkunum hans, en við þær hefur hann lagt ríka æækt“. (Leturbr. mín). 1 kaflanum um íslenzka ljóð- list gerist Sigurður skeleggur og ail-andheitur málsvari yngri ljóð skáldanna í landinu, án þess þó að vera forstokkaður. Skrif hans sýna, að hann hefur velt fyrir eér vandamálum skáldskaparins, en ekki kemur hann samt fram með óvæntar athuganir, en brýn ir að nýju sum af vopnum yngri manna gegn eldri kynslóðinni. í jkaflanum er mestur fengur að tfyrirlestrinum Ljóð íslenzkra ungskálda, þar sem hann tekur sér fyrir hendur að rekja einn þátt nýrri ljóðagerðar, mynd- Sköpunina. Er málflutningur Sig- urðar skýr og hleypidómalaus, og hann gerir sér vel ljóst, hvar skórinn kreppir að um allar siík- ar útlistanir. Hann segir: „Það er hægt að greina ákveðið Ijóð í ýmsa þætti og rannsaka þá hvern tfyrir sig, en slík rannsókn gefur aldrei svar við spurningunni. 'Hvað er ljóð? Ljóð er ekki ein- ■ungis summan af öllum sínum pörtum, heldur eitthvað annað cg meira sem við fáum aldrei hönd á fest“. Fimmti kaflinn, Bækur, er sehnilega oeztur. Sigurður legg- ur hlutlægt mat á þau verk, sem hann ritar um, annarlegum sjón- arrmðum, svo sem pólitík, stugg- ar hann frá sér. Hér kemur vel í Ijós analýtískur hæfileiki hans, og jafnframt þvi, sem hann rýn- ir verkin sjálf, fer hann allvítt tyfir í skírskotunum til annarra Verka og höfunda, sem ein- hverju ljósi varpa á þann skáld- Bkap, sem hann er að skýra. Er það Sigurði mikill styrkur, að hann hefur góða bókmennta- Bögulega yfirsýn. Erlendu greinarnar reka lest- ina. Greinin Religion and Mo- (rality stendur hinum allmiklu tframar, og sé ég ekki, hvaða er- Sndi hún á fremur við enskumæl andi menn en almenna íslenzka tfesendur. Bókmenntagreinarnar bera það með sér, að þær eru Eamdar fyrir útlendinga, og sumt er kannski hæpin útflutn- ingsvara, eins og þetta um Jónas Kvafár (á bls. 269): „He.. deals •with the burning questions of the •day“. Bók Sigurðar er vel úr garði gerð, textinn svo til villulaus; hiýtur hún að teljast til betri greinasafna um bókmenntir og tflytur sjónarmið, sem þeir ættu Bð kynna sér, sem um skáldskap hugsa. Hannes Fétursson. Allt bendir til að fyrir |ól muni. Hafið því samband við næsta S U N B E A M umboðsmann, sem fyrst: REYKJAVÍK: Hekla h.f., Austurstræti Júlíus Björnsson, Austurstræti Luktin, Snorrabraut Raforka, Vesturgötu Rafröst, Þingholtsstræti Véla- & Raftækjaverzlunin Hafnarfjörður, Rafveitubúðin Hveragerði, Verzl. Reykjafoss Selfoss, Verzl. Rafgeislinn Akranes, Verzl. Staðarfell Borgarnes, Verzlunarfélagið Borg Ólafsvík, Verzl. Hvammur Stykkishólmur, Sigurður Ágústs- son. Patreksfjörður, Verzl. Ó. Jó- hannesson Bíldudalur, Verzl. Jóns S. Bjarnasonar. Bolungarvík, Verzl. Björns Eiríkssonar ísafjörður, Verzl. Jóns Ö. Báðarsonar Suðureyri, Verzl. Friðberts Guðmundssonar Búðardalur, Elis Þorsteinsson Hvammstangi, Verzl. Sigurðar Pálmasonar Blönduós, Verzl. Valur Skagaströnd, Verzl. Sigurðar Sölvasonar Sauðárkrókur, Verzl. Vökull Siglufjörður, Verzl. Péturs Björnssonar c/o Jóhann Jó- hannesson Rafvirkjam. Ólafsfjörður, Verzl. Brynjólfs Sveinssonar Akureyri, Verzl. Vísir Húsavík, Verzl. St. Guðjónsen Seyðisfjörður, Verzl. Jóns G. Jónassonar, Norðfjörður, Fa. Björn Björns- son h.f. Eskifjörður, Pöntunarfélag Eskfirðinga Reyðarfjörður, Verzl. Kristins Magnússonar Fáskrúðsfjörður, Marteinn Þorsteinsson & Co. Stöðvafjörður, Verzl. Stefáns Carlsson Hornaf jörður, Verzl. Steingrímur Sigurðsson Vík i Mýrdal, Verzlunarfélag V. Skaftfellinga. Vestmannaeyjar, Haraldur Eiríksson h.f. Þykkvibær, Friðrik Friðriksson Hella, Kaupfélagið Þór Eyrarbakki, Verzl. Guðlaugur Pálsson Grindavík, Verzl. Ólafs Árna- sonar Sandgerði, Verzl. Nonna & Bubba Keflavík, Verzl. Sölvi Ólafsson Verzl. Stapafell Vatnsgeymir byggður í Eyjum I mjög bágt með neyzsluvatn úr I að leysa þennan vanda með bor- VESTMANNAEYJUM, 11. des. — jörðu í Eyjum. Hefur margoft á un eftir vatni. Svo sem alþjóð er kunnugt er I undanförnum árum verið reynt | Stærsta átakið í þessu efni var gert fyrir þrem árum, er menn frá jarðborunardeild Rafmagns- veitu ríkisins dvöldu sumarlangt í Eyjum og boruðu á allmörgum stöðum eftir vatni, en án nokkurs verulegs árangurs. Þótt almenn- ingur í Eyjum hafi nægilegt neyzluvatn, sem safnað er af hús- þökum í brunna, sem byggðir eru við hvert hús og vatnsþörf bát- anna hafi verið fullnægt fram til þessa með vatni úr vatnsbólum í Herjólfsdal, er sagan ekki nema hálfsögð, þar sem hinn ört vax- andi fiskiðnaður og aukinn báta- floti krefst í sívaxandi mæli meira vatns. Bæjarstjórnin, sem hefur ver- ið á undanförnum árum mjög vakandi í vatnsmálum Eyjanna, hóf því fyrir skömmu athugun á því hvort ekki væri hægt að ná jarðvatni því sem rennur úr Hánni. Lét hún grafa djúpan brunn við rætur Háarinnar. Rennsli vatns í þennan brunn í Hánni reyndist það mikið að í sólarhring var hægt að dæla sem svarar 600—650 tonnum vatns úr brunni þessum. Svo að vatn þetta komi að sem beztum notum, var í haust hafizt handa um að byggja vatnsgeymi neðarlega í hlíðum Háarinnar. Er smíði á vatnsgeymi þessum nýlega lokið. Tekur geymirinn 450 tonn af vatni og liggur það hátt að vatnið rennur sjálfkrafa niður að skipa- Ibryggjunni og fyrirhugað er að leiða það í fiskiðjuverin. Þótt þessum árangri hafi verið náð er stöðugt haldið áfram með athuganir á að fullnægja vatns- þörf Eyjarinnar, og hefur meðal annars verið til athugunar að leiða vatn í plastpípum frá meg- inlandinu. — Bj. Guðm. Ekki stendur steinn yfir steini PARÍS, 9. des. — I dag var til- kynnt, að 340 lík hefðu fundizt í rústum Frejus — og enn var unnið að uppgreftri. Talið er að þó nokkrir dagar líði þar til ljóst verður hve margir hafa látið líf- ið í flóðinu, sem jafnaði um 100 hús við jörðu svo að þar stendur nú vart steinn yfir steini. — Úr- felli olli flóðum víða í Frakk- landi, bæði í París og S-Frakk- Iandi og víða horfði til hreinna vandræða þess vegna. Sums stað- ar ferðaðist fólk í bátum eftir götum. — Kuldabylgja gengur yfir austanverða Evrópu. í Var- sjá var t. d. snjókoma í dag og þykir ískyggilega horfa með vatnsbirgðir borgarinnar, sena eru mun minni en venja er, þeg- ar vetur gengur i garð. Ströng vatnsskömmtun var því tekin upp í borginni i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.