Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Gösta Ekman í hlutverki Gösta Berlings í Sænska leikhúsinu 1923 Þótt aðsókn sé mikil að MSr- backa á sumrin, er hún þó hvergi nærri eins mikil og að fæðingar- stað skáldsins í Stratford-upon- Avon og leikhúsi hans þar. Ýmsir gestir skoða safn Selmu til þess eins að sjá lauslega eitthvað markvert, sem Vermlendingar hafa í veltunni fyrir ferðalanga, aðrir þaulskoða það til að öðl- ast innilegri skilning á ritum hennar. Þegar japanski þýðand- inn hennar, Tetsuzo Kagawa pró- fessor, sá MSrbacka tilsýndar í sumar er leið, tók hann ofan — eins og pílagrímur, sem auðnast að komast á leiðarenda. Mjög gætir íburðar og skrauts í hýbýlum Selmu — líkt og i stílnum í einhverri snjöllustu shkáldsögu hennar, Gösta Berl- ings sögu, er segja má að sé rituð í hrifningarstíl, — en af íslenzk- um þjóskáldum mætti segja, að Matthías Jochumsson hafi ritað þann stíl. En gagnstæðan stíl skrifar meðal annars landi Selmu, Vilhelm Moberg. — Bækur Selmu þrjár, er fjalla um ævi hennar til 15 ára aldurs, lýsa meir um- hverfi og öðrum mönnum en henni sjálfri, enda virðist hún hafa verið fremur dul. Eigi að síður koma þær upp um lyndis- einkunn hennar. Þeir eiginleikar, sem menn veita helzt athygli, eru átthagatryggðin, viljaþrekið og hinn eftirtektarverði hæfileiki að skynja og geyma áhrif. Heim- ilið mótaði hið samræmda tilfinn ingalíf, sm verk hennar bera vitni um. Það hefur hún endurgoldið með því að láta ást sína á fjöl- skyldu, óðali og ætt og hinni vermlenzku gróðrarmold verða uppistöðu margra skáldrita sinna. M&rbacka var skáldkonunni slík- ur aflgjafi, að á útlegðarárunum gat hún stundum alls ekki hafizt handa um að rita skáldsögu nema takast ferð á hendur heim í átt- hagana til þess að öðlast þá anda gift, sem þurfti. Því næst gekk ég með kunn- ingja mínum um landareignina þvera, yfir Fryksdalinn, og var það aðeins 15 mínútna gangur. Brú — eigi tillíka svo forn sem elztu brýr í Vermalandi, — er þar yfir Ámton, sem skáldkonan talar um í endurminningum sín- um, en föður hennar skorti fé til þess að halda ánni í skefjum í farvegi sínum í leysingum, enda tókst honum eigi að fá bændurna í dalnum í félag með sér til þess. Þá er Selma hafði eignazt jörð- ina, var bætt úr því með ríku- legu framlagi hennar, tólf þúsund krónum (sænskum), auk fram- lags annarra búenda í dalnum. Márbacka er allstór jörð Og vel setin, þar eru um 75 ha af ak- urlendi, en um 100 ha af skógi. Nú er rekið þar stórt kúabú. Þar blettaði eigi akur, en tún eða bit- hagar voru iðgrænir eftir rign- ingarnar, óslegnir smárablettir hér og þar — kannske til þess að safna í þeim fræi. Randaflug- ur flögruðu um suðandi í leit að býjurtum. Og þegar sólskinið steyptist yfir þaulræktaðan dal- inn og skógi vaxna ásana, flaug mér í hug, það sem sagt hefur verið um Vatnsdalinn, að hann væri eins og stássstofa. Engin furða er, þótt skáldkonunni léku landmunir til Márbacka á útlegð- arárunum. Jafnvel hálfgert ill- gresi í skurðunum, svo sem brun- skara (bidens tripartita), lagði sinn skerf til þess að litka og prýða. Einungis jarðarberin í skógarjaðrinum virtust hafa feng ið helzti mikið af regninu, 'voru tekin að grotna. Hindberin stóðu sig sýnu betur. Ég veit eigi, hvort æskilegt væri, að stórt fljót eins og Klarelfin félli um Fryksdal- inn. Má vera, að laxakarlar æsktu þess. En mér finnst ein- mitt Ámton með friðsæld og lækjarnið hæfa landslagi þar bezt. Leiti menn hins vegar veldis og hörku óstjórnlega stórvirkra náttúruafla, verða þeir að ferð- ast annað en í Fryksdal. Síðan tókst okkur að finna Vilarstenen, sem skáldkonan tal- ar um í Márbaca, í endurminn- ingum sínum. Hann stendur við veginn skammt fyrir sunnan bæ- inn og gæti verið grettistak frá ísöld Svíþjóðar. Selma ætlar, að hann dragi nafn af því, að í grárri forneskju hafi hirðingjar, sem reikuðu um dalinn, áð þar eða kastað af sér mæðinni. Daginn eftir komum við til Eystri-Ámtervíkur, sem M&r- backa hefur átt kirkjusókn til að fornu og nýju. Kirkjan nefnist Svartsjökyrka (Dimmavatns- kirkja) í skáldsögum Selmu. Kirkjan stendur allhátt, og út- sýni er þar gott yfir Mið-Fryken og ósa Ámton. Það er einkenni- legt við kirkjuna, að hún snýr frá norðri til suðurs eins og leiði Jóns hraks, en mér tókst ekki að grafa upp ástæðuna til þess. Hið innra er þetta skjannahvíta must- eri líka fremur nakið, enda munu mótmælendur háfa rúið það öllu skrauti. Þar hefur skáldkonan staðfært einkennilega sögu, Leir- dýrlingana, þótt munnmælin séu í raun og veru um allt aðra kirkju. Kirkjan stóð opin, þótt ekkert væri um að vera þenna dag. í Grasmarkkirkju í Fryks- dal eru ýmsar minjar frá miðöld- um, en þama eru engar forn- minjar, þó að perlumóðurkista Eberharðs heimspekings standi þar að vísu. f henni átti að vera varðveitt hið mikla handrit hans. Það átti ekki að koma fyrir manna sjónir fyrr en 19. öldin var runnin. Tvennum sögum fer um, hvort Það hafi fundizt. Lagerlöfar hvíla þarna í kirkju- garðinum í steinhvelfingum þrem, skáldkonan og foreldrar hennar í einni þeirra. Síðust var jarðsungin þar yngri systir skáld konunnar, Gerða, er lézt árið 1952. Þar hvílir og maður henn- ar. Þegar ég gekk um garðinn, flaug mér í hug smásaga eftir Selmu, Bræðurnir, meistaralega gerð saga um jarðarför þarna — með eilífðina að baktjaldi. Mér fannst undrum sæta að sjá þarna undir berum himni mann- hæðarhátt tré, araucaria excelsa, er ég hafði eigi áður séð nema í jurtapottum inni í stofum í Sví - þjóðu, (stofugreni). Slíkt bendir til grósku í Vermalandi. Tráteg- und þessi vex í Ástralíu og víðar á suðurhveli jarðar. Kirkjubátar í Vermalandi heyra nú orðið skáldskap tii, í safni í Arvika má sjá síðasta kirkjubátinn, sem róið var á yftr Vármeln. Fólk fer nú orðið í bif- reiðum til kirkju einvörðungu að kalla, nema á vetrum í fádæma snjókyngi. Síðasta haustið, sem Selma Lagerlöf lifði, ók hún eitt sinn að kirkjugarðinum þama, gekk að leiði foreldra sinna, baðst fyrir, — óskaði að fá að vita í draumi, hvemig hún ætti að ráðstafa elgum sínum. Hún fann sem sé, að kraftamir voru á þrot- um. Mér er ekki kunnugt um, hvort hún fékk draumsvar, en viturlega hefur hún raðstafað eig- um sínum, þær hafa ekki orðið útörfum að bitbeini, ættargrip- irnir ekki komizt á víð og dreif, en átthagaskuldin margfalt gold- in. Vermlendingar telja, að frú Lovísa, móðir Selmu, hafi verið ófresk, ófreski og listamanns- hæfileikar hafi verið allríkir í móðurættinni, og er slíkt rakið allar götur til Nils Rudbeckius biskups, sem var uppi í Verma landi á 17. öld. Frú Lovísa sá til dæmis það, sem Vermlendingar nefna feigðarljós í gluggum hý- býla feigra manna. Sjálf hafði Selma mikinn áhuga á hinu yfir- skilvitlega. Hún segir, að Eman- uel Swedenborg hafi lifað ýmis skeið, er hún þekkti svipuð sjálf af eigin reynslu, (sjá bók Har- alds Schillers: Tomma hövdinga- hus). Það er alveg ómælt, hver áhrif slíkt hefur haft á persónu- leik hennar, hreinsun hugans, list sköpunina. f kapítulanum Líknstöfum dauðans í Gösta Berlings sögu, er sagt frá ljósi, sem boðaði feigð ungs manns. Fryksdæjingar telja, að þar sé Selma að lýsa atviki, er borið hafi fyrir m'óður henn- ar sjálfrar, einungis víki hún nöfnum að mestu við. Fyrir um öld var frú Lovísa sem sé eitt sinn á heimleið frá Sunne til Már- backa ásamt vinkonu sinni. Litlu áður en bregða tók birtu lá leiðin fram hjá Angersby, gamla liðsforingjasetrinu, þar sem einkasonurinn, Ferdinand, lá veikur. Frú Lovísa hafði þá orð á því, að hún sæi feigðarljós í öll- um gluggum á Angersby. En vin- kona hennar og ekillinn töldu, að hún sæi ofsjónir. Frú Lovisa iét þá aka heim í hlað til kunningja- fólks síns og fékk þær fréttir, að Ferdínand væri nýskilinn við. Hins vegar var Selma ekki i vandræðum með að gera sögu úr efni, þar sem kveikirnir virtust mjóir, meðan elli sótti eigi á hana, hún hafð geysiríka fabulerings- gáva, eins og Fredrik Böök orð- ar það. En á síðari árum var hug- myndaflug Selmu mjög þorrið, enda var heilsu hennar þá brugð- ið. Hafði hún þá líka unnið með mikilli elju við ritsörf í rúm 40 Frh. á bls. 20. og vekur svo mikla hrifningu að þær, sem yngri eru, mættu sannarlega taka hana til fyrir- myndar. Hér sést hún fyrir framan hljóðnemann, þar sem hún syngur og skemmtir, töfr- andi, full af lífi og gáska. — Segja Frakkar, að hún sé ó- venjuleg og mjög sjaldgæf kona. Marlene Dietrich John Barrymore yngri og Georgia Moll voru fyrir skemmstu að leika í kvikmynd, sem tekin var í Mostar í Júgóslavíu, og er kvikmyndatökunni var lokið, settu þau upp hringana. Þau segja, að ástæðan til þess að þau kynntust eins vel og raun ber vitni, sé sú, að á hótelinu, þar sem þau höfðu aðsetur. var ekkert baðherbergi, og þar af ieiðandi urðu þau að taka sér bað í ánni Narenta, dag- lega, sem rennur þar skemmt frá. Og kalda vatnið í ánni gat ekki kælt ást þeirra, og áður en yfir lauk ákváðu þau að ganga í heil- agt hjónaband i janúar á næsta ári. Veruleikinn endar stundum vel, engu síður en kvikmynd- ir. — Sjaldgæf kona . . . Marlene Dietrich skemmtir um þess- ar mundir í Etoile- leikhúsinu í París Dökk og skuggaleg . .. Það er ekki hið vonzkulega útlit, sem hefur gert Sophiu Loren fræga, en hún getur vitaskuld stundum orðið reið, eins og venjulegt fólk. Og þeg ar henni gengur svona erfið- lega að skipta um filmu í litlu myndavélinni sinni, er ekki nema von að hún verði vond — þó það sé nú filman sem hún á að þakka allan frama sinn. En Sophia gerði auðvitað ekki ráð fyrir, að auga hvíldi á henni við þetta tækifæri — þá hefði svipurinn kannske breytzt. Sophia Loren Rifrildi . . . Upptöku kvikmyndarinnar „Milljónamæringurinn", með Marilyn Monroe í aðalhlut- verki, hefur nú seinkað tölú- vert vegna harðrar baráttu milli hennar og mótleikara hennar í kvikmyndinni, Greg- orys Pecks. Bæði krefjast þau þess að fá stærri hlutverk í myndinni. Það gekk svo langt, að Greg- ory Peck þaut út úr kvik- myndaveri 20th Century Fox og skellti á eftir sér hurðun- um, til þess að mótmæla því að hlutverk Marilyns yrði " stækkað á hans kostnað. Kvikmyndafélagið neitar því eindregið, að Peck hafi lagt niður vinnu við myndina, en hefur ekki borið á móti því, að bæði hann og Marilyn hafi með framkomu sinni auk- ið gráu hárin í höfðum fram- leiðandans, stjórnandans og ljósameistarans. Marilyn varð æf, óðar og hún leit á handrit sitt, og heimtaði að það yrði umskrif- að og hennar hlutverk stækk- að. Allir beygðu sig fyrir kvik myndadísinni, en í ljós kom að það yrði aðeins stækkað á kostnað Gregorys, og þá fór allt í bál og brand. Sem stendur eru handrita- sérfræðingar kvikmyndafélags ins önnum kafnir við að um- skrifa handritið þannig, að óskir beggja verði uppfylltar og allt falli í ljúfa löð. En um það hvernig til tekst, er ekki hægt að segja neitt að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.