Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. des. 1959 MORGfllSm,AT>1Ð 3 Ein fegursta bdkin sem ut hefur komið a siðari árum Ferðabok Dr. Helga Pjeturss í bók þessarl eru saman komnir yfir 50 ferðaþættir, sem hinn frábæri ritsnillingur og ágæti náttúrufræðingur ritaði á langri ævi sinni. Ritið skiptist í þrjá höfuð kafla: Grænlandsförin 1897, sem hefur að geyma sérstæða ferðarsögu höfundar til Grænlands I vísinda erindum. Þar er að finna mjög skemmtilegar lýsingar á lifnaðarháttum Eskimóanna fyrir aldamót, er þeir enn lifðu sínu frumstæða lífi. Annar þátturinn ber heitið. Það líkist eng- um löndum og segir þar frá ferðum Dr. Helga um ísland, óbyggðir, örævi og sögu- lega staði. Er þarna brugðið upp fjölmörg- um heillandi fögrum ná,ttúrulýsingum auk þess sem í þessum köflum felst mikill fróð- leikur um náttúru landsins. Þriðji hluti bókarinnar ber nafnið Suður i lönd, og eru þar ferðapistlar frá dvöl höf- undar í Englandi, Norðurlöndum, Þýzka- landi, Sviss og Ítalíu. Inn í þessar ferða- sögur er ofið mörgum skemmtilegum frá- sögnum af frægum mönnum svo sem Cæsar, , Goethe, Napoleon og Brandes jafnframt því, sem dregnar eru upp eftirminnilegar myndir af ýmsum stórborgum Evrópu, svo sem Vín, Berlín, Munchen, London, París og Milano, eins og þær voru fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina. Halldór Pétursson hefur skreytt bókina fagurlega fjölda pennateikninga. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáíua, valdi efnið og ritaði formála. Ferðabók Dr. Helga Pjeturss er öndvegisrit og kjörgripur, sem hvert menningarheim ili þarf að eignast Skemmtileg ferðabók Rituð af mikilli stílsnilld á kjarnmiklu máli Lifandi sagnfræði um hugnæmt efni Bokfellsutgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.