Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUNnr, jfíin Sunnudagur 13. des. 1959 Bessastaðakökur og fleira hnossgæti með jólakaffinu í DAG eru aðeins 11 dagar til jóla og því tímabært fyrir hús mæður að hefja jólabakstur- inn, ef þær eru ekki þá þegar byrjaðar. Við hringdum í nokkrar húsmæður hér í bæ og spurðum þær, hvort þær væru byrjaðar á jólabakstrin- um, flestar kváðu já við, þær væru eitthvað farnar að dunda við undirbúninginn. Og þá báðum við þær að gefa okkur uppskriftir af beztu kökunum sem þær ætluðu að baka fyrir jólin og var það auðfcngið. — Húsmóðir í Austurbænum sagði: Það mesta sæigæti, sem ég fæ eru Bessastaðakökur, en þær eru líka dálítið dýrar. Þær eru bakaðar þannig: 250 gr. smjör (íslenzkt), ‘ 250 gr. flórsykur, 250 gr. hveiti. Smjörið er brætt og látið storkna, vatninu hellt undan því. Flórsykrinum og hveilinu hnoðað vel saman við. Flatt úr frekar þykkt og mótað í litlar, kringlóttar kökur. Eggjarauðu er roðið í miðjuna og saxaðar möndlur stráð yfir. Bakað við 250 gráðu hita í hálftíma. Og svo er það Döðlubrauð í það fer: 1 bolli púðursykur, 1% bolli hveiti, 1 matsk. brætt smjörlíki, 2 bollar saxaðar döðlur, y2 bolli hnetukjarnar eða möndlur, 1 bolli sjóðandi vatn, 1 tsk. sódaduft (natron), 2 egg. Allt sett saman í skál og hrært í hrærivél ca. 3—5 mín. Bakað í jólakökuformi við 375 gr. hita í ca. 40 mín. Skorið niður og smurt með smjöri. Eggjahvítuterta 4 stífþeyttar eggjahvítur 1 bolli púðursykur. Þetta er sett í tvö form með lausum botnum, eða form, sem eru útbúin með hníf, 100 gr. saxaðar möndlur stráð yfir bæði formin, og bakað við 150—200 gr. hita í ca. 20 mín. Borið fram með þéyttum rjóma, og rjómi settur á milli. Sírópskökur 1 kg. hveiti , y2 kg. síróp, y4 kg. púðursykur y4 kg. smjörlíki, % bréf negull, y2 bréf kanill, 200 gr. pottaska (fæst í apótekum). Smjörlíkið, sírópið og púð- ursykurinn látið í pott og $oð- ið saman. Látið kólna. Pottask an er leyst upp í sjóðandi vatni og sett út í. Því næst hveitið og kryddið hrært vel saman. Þetta er mjög þykkt og gott deig. Flatt út og mótaðar kringlóttar kökur, ein mandla sett í miðjuna. Úr þessu deigi má einnig skera út sykurbrauðsdrengi, stjörnur, dýr og alls konar myndir, baka þær og mála á eftir með lituðum glassúr. — Mjög skemmtilegar kökur á jólunum. ★ Húsmóðir í Sólheimum sagði: — Ég skal gefa ykkur eina uppskrift, sem ég veit að mjög fáir eiga. Það eru Eplahorn, eða eplatöskur, eins og sum- ir kalla það. Þau eru búin til þannig: D e i g : 300 gr. hveiti, 3 tsk. ger, 150 gr. sykur, 125 gr. smjörlíki, 1 eggjahvíta, %eggjarauða og 2 tsk. 1 matsk. vatn, salt og vanilla. F y 1 1 i n g : 500 gr. epli, 75 gr. sykur, Mý bók! Mý bók! Frásógn kínversku sjóræningja- konunnar Fu af ævintýralegu Lfi sinu á árunum 1938-1945 Bók þessi er æsispennandi frásögn kínversku stúlkunnar Fu af ævitýranlegu lífi sem sjóræningi í Austurlöndum. Á unga aldri var hún seld mansali fyrir 30 silfursent og var þá gefið nafnið Ferskjublóm, og flutt til sjóræn- ingjaþorpsins Tamsui á milli Hong Kong og Kanton. Sautján ára að aldri dróst hún inn í ringulreið styrjaldar- innar milli Kínverja og Japana og var tíðum þar, sem mest var um að vera. Hún sinnti engu fornum erfðavenj- um, heldur ákvað að berjast einarðlega fyrir lífi sínu, og hið fagra Ferskjublóm breyttist í tígrisdýrið Fu. í bóte inni segir frá þessu ósigrandi ævintýrakvendi, lífi hennar og löstum. Lesandinn fær að fylgjast með atburðunum við Perlufljót á árunum 1938—1945: Brunanum mikla í Kanton — Falll milljónaborgarinnar Hong Kong — Njósna- og lastabælinu Macao — Kjarnorkuárásinni á Hiroshima og fleiri skelf- ingum þessarar umbrotatíma. Alls staðar kemur tígrisdýrið Fu við sögu — í blíðu og * stríðu — í ást og hatri — í manndrápum og mannkáer- leika. í þessari spennandi bók er fléttað saman örlögum hins gula og hvíta kynstofns í margslungnum ævintýrum og æsandi atburðum. Spennandi lesefni fyrir konur sent karla unga og gamla Údýr Údýr Hentug fólagjöf 300 blaðsíður Kaflafyrirsagnir sem gefa hugmynd um spennandi efni bókarinnar: — 1. Flóttinn í... .vanton — 2. Sjóræningjaþorpið Tamsun — 3. Kldribróðir Xams____4. Þrír svartir djunkar — 5. Brosandi sigur — 6. 1 Macao — 7.Flugmenn gegn sjóræningjum — 8. Undir sólfána Japans — 9. „Háttvirta höfuðsmannsfrú“ — 19. Hong Kong fellur — 11. Kventígrisdýrið leitar sér maka — 12. Neyðaróp frá Lamaey — 13. Bölvaðar kvensniftir — 14. Lýst eftir fjórum — 15. „Stríðsglæpamenn“ — 16. Hríseynni — 17. I ópíumshúsinu — 18. Hiroshima — 19. „Hju Fu“. íltgefandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.