Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 14
14 MORCUNBL4Ð1Ð Sunnudagur 13. des. 1959 Krisfmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Fornólfskver. Eftir Dr. Jón Þorkelsson. Bókfellsútgáfan. Fornólfskver kom út árið 1923, smekklega útgefin lítil bók, með teikningum Björns Björnssonar; hún er nú uppseld fyrir mörg- um árum og hefur þótt erfitt að ná í hana. En sextánda apríl þetta ár var aldarafmæli Jóns Þorkels- sonar, og í tilefni af því kom út ný og mjög vönduð útgáfa af Fornólfskveri. Dr. Þorkell Jó- hannesson ritar formálsorð þar sem gerð er grein fyrir bók- inni og útgáfu hennar, sagt frá aldri kvæðanna og ýmsu öðru þeim viðvíkjandi. Auk þess fer hann nokkrum orðum um dr. Jón sjálfan. Formálinn er stuttur, en skírt ritaður, svo sem vænta mátti. Þá er í bókinni stutt minn- ingaágrip dr. Jóns Þorkelssonar, ritað af sjálfum honum, en því miður aðeins frá fyrstu sex árum ævi hans. Þær munu hafa verið prentaðar í Blöndu, fimmta bindi. Þetta er ekki viðburðarík saga, en skemmtilega skrifuð. Þá kemur ævisaga dr. Jóns, eftir Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörð. Hannes var samstarfsmað- ur Jóns um langa hríð og kunn- ugur honum vel, starfi hans og lífi. Þetta er merkur þáttur og mjög mikið á honum að græða, enda vel ritaður og skýr. Loks er ritgerð eftir Pál Sveinsson menntaskólakennara sem nefn- ist: Vísnakver Fornólfs og dr. Jón Þorkelsson. Páll Sveinsson var einnig góðkunningi doktors- ins og ritgerð hans hin merkasta í alla staði. — Af þessu öllu sam- anlögðu kemur skýrt fram fyrir lesandanum persónuleiki Jóns, líf hans og starf. En Jón var, eins og eldri menn muna, mikyi per- sónuleiki og sérkennilegur og sópaði af honum, hvar sem hann var séður. Þá er ný útgáfa af Vísnakveri Fornólfs, eins og bókin hét í fyrri útgáfu; er þar um að ræða endurprentun þessarar ljóðabók- ar, en eins og segir í formála: „Hliðsjón höfð af handriti höf., en stafsetningu hnikrað til fyllra samræmis í stöku stað“. Að síð- ustu eru í viðbæti birt nokkurt safn kvæða og vísna, sem eftir urðu, þegar Vísnakverið var út gefið. Eru þau tekin eftir hand- riti höfundar, en bæta að vísu litlu við stærð hans, þó vel sé afsakanlegt að taka þau með. Það mun vera öllum ljóðaunn- endum ljóst, að Fornólfur, alías dr. Jón Þorkelsson, var ágætt Ijóðskáld, þó hann notaði til skáldskaparins aðeins fáar og strjálar tómstundir frá vísinda- iðkunum sínum. En hann var eins og kunnugt er gífurlega afkasta- mikill, hamhleypa til vinnu og skildi eftir sig mikið ævistarf sem vísindamaður. Sjálfur kemst hann svo að orði um þetta í kvæðinu „Forspjallsorð": „— Ég hef morrað mest við það að marka og draga á land“. Og endar það kvæði svo: „Ég geri það af gamni mér að gutla á Boðnar flóð, er þreyttur ég á öðru er, og um mig stundin hljóð. Þótt einhver verði ýtingin, er óviss lendingin. Dr. Jón var að vísu ekki af- kastamikill í skáldskap, sem varla er von þegar tekið er tillit til aðstæðna hans, en það sem hann lét frá sér fara er margt með snilldarbrag. Kvæði eins og „Björn Guðnason í Ögri og Stefán Biskup", „ögmundur Biskup á Brimara Samson", „Vís- ur Kvæða-önnu“, og „Mansöng- ur Svarts á Hofsstöðum um Ólöfu Loptsdóttur", eru allt saman listaverk sem ómögulegt er að gleyma og munu eiga fyrir sér aldalangt líf í íslenzkum bók- menntum. Kvæðið um Björn Guðnason og Stefán biskup er ef til vill bezt allra kvæða í bókinni, og þar hygg ég persónuleika skáldsins koma skýrast fram. Telja kunn- ugir að lýsingin á persónu Björns í Ögri passi ágætlega á dr. Jón sjálfan: „— bæði af honum gust- ur geðs og gerðar-þokki stóð“. „Mér eru fornu minnin kær, meira en sumt hið nýrra, það, sem tíminn þokaði fjær — það er margt hvað dýrra en hitt sem hjá mér er; hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælki fer“. Og svo hópast að skáldinu svip- ir fyrri tíða: Björn í ögri, en „sá var seggurinn ríkur“, — það er auðséð að hann hrífst mjög af þessum gamla vestfirzka hroka- gikk, sem stóð uppi í hárinu á kirkju og klerkum með hinum mestu ágætum. En hann kann eigi að síður vel að meta „Stefán Jónsson stoltarmann“, sem stýrði klerkalýði, og vissulega hefur hann fundið til skyldleika við hann einnig, því að svo segir um hann: „ — kveð ég allir kalli hann kennimanna prýði, sóma lýðs og lands, harður bæði og Ijúfur í lund, lærður suður í Franz. Honum var lagin ekki ein, animarum cura, vissi hann flesta vísdómsgrein, versificatura kunni hann klerka best, þar með kirkju og kristinlög, - kom þar upp á mest. Að málum fylgl og metnað bar mjög, er trúði hann sönnum, stórbokkum hann stríður var, steigurlætismönnum gaf hann lítil grið, en vægur þeim, sem hafði hann, í höndum öllum við“. Við kynnumst honum þegar hann er kominn heim af þingi, „Þrætu eftir langa við ýtna afar- menn“, og svíður karli sárt að ráða ekki við Björn í Ögri. Sýnir kvæðið hvernig reiði hans vex og hann ákveður að hefna nú smánar kirkjunnar og ráða að þessum mótstöðumanni sínum. Síðan er safnáð liði samkvæmt skipan biskups og síðan haldið á blíðum sumardegi norður og vestur: eygir ærinn á velli ábótann þar mikla, Sunda- og Sunnanmenn. — Stór á hesti, glóir á gula lokka, göfgi í svipnum, blönduð hörku og þokka; hvort að lafi leggja bönd og sokka er litlu skeytt, — en klárin fær að brokka. Það er mikilli og skýrri mynd brugðið upp í þessu eina erindi. — Fara þeir nú þrjú hundruð saman að Ögri og hyggjast taka hús á Birni. En er þeir koma vestur verður þeim ekki um sel, Dr. Jón Þorkelsson því að fyrir eru fjögur hundruð manns: „Kemur hik á hersing biskups fríða, heldur þykir varlegra að bíða, því drótt grástökkuð hylur völlu víða, — verður sumum bilt við fram að ríða“. Bíða nú biskupsmenn og tjalda utantúns, en biskup fer sjálfur við tólfta mann heim á bæinn. Gengur Björn á móti honum, einnig við tólfta mann, og takast þar heldur kaldar kveðjur þótt gætt sé kurteisi á yfirborði. Horfði þar þóttafullir hvor á ann- an, en þorðu ekki að hefja pat- aldur. Þykir biskupi harður stakkur á herðum bónda, en hann svarar því til, að engan spyrji hann, hvernig hann klæði sig eða fólk sitt. Því næst býður hann biskupi til borðs með sér, þótt hann telji fátæklegt í ranni sín- um og fátt boðlegt. Þiggur bisk- „Undir Ármannsfelli upp sér jóreyk hnykla, flotna-fjöld í senn, íiETJUR HAFRÓTI EFTIR JAN de HARTOG er bókin sem góðar sjómannakonur velja handa eiginmönnum sínum. Það verður enginn fyrir vonbrigðum sem fær þessa sjóferðasögu í jóla- gjöf. Þessi bók segir á hispurlausan og oft bráð- fyndinn hátt frá lífi sjómannsins á höfum úti í blíðu og stríðu. Hún segir frá æðrulausum mönnum sem gegna skyldustörfum sínum hvað sem á gengur, sigrum þeirra og ósigrum við óblíð náttúruöfl úthafanna. Það verður rætt um þessa bók til sjós og lands á ókomnum dögum. HETJUR í HAFRÓTI hefur komið út í fjölda útgáfum á flestum tungumálum. HETJUR í HAFRÓTI er bók, sem allir sjó- menn og aðrir þeir, sem sjóferðasögum unna, mundu kjósa sér. HETJUR í HAFRÓTI er 328 blaðsíður í stóru broti í góðu bandi og prentuð á úrvals pappír. T' • W "k » ] hy up það með semingi eftir nokk- urt orðaskak og eftir að menn hafa á milli þeirra geng'' •■eð sáttarboð, menn sem: „málið vilja bræða og kærunum koma í pung“. Takast loks sáttir nokkrar og ganga þeir til borðs biskupsmenn. Það er ekki bóndi, sem kann að berja sér og þrátt fyrir það, að Björn hafi talað um sjálfan sig sem lítinn kotungmann, eru í Ögri stofur stórar og lýsingin á húsunum mjög skemmtileg. Þetta er eitt af ríkustu heimilum lands ins og ákaflega ríkmannlegt. Seg- ir nú frá borðræðum þeirra biskups og eru þær nú með meiri spekt en áður, en þó segir Biörn eitt sinn: „Heldur heitan flóað hafið þér mér á þingum í margri málaklíð, en einkum hefur mig ógað við yrðum formælingum og blöskrað bannorð stríð; skeggjuna þar ráku þér . hinst í hnyðju, — harðmannlega gengið var til yðju, — að hreppsvist mér í helvítinu miðju þér hösluðu fyrir blístru í píslarsmiðju“. Mál dr. Jóns er bæði fagurt og hljómmikið, í því er rammur safi hinnar fornu íslenzku og víða ágætlega að orði komist. Ljóða- smiður er hann góður, veríficat- ura kunni hann manna bezt. — Vísur Kvæða-Önnu eru mjög gott kvæði, en fyrir því er þessi for- máli: „Tuttugu vetrum seinna en Kvæða-Anna var merkt, kom svó mikit hallæri á fslandi, að hón lánaði þingeyraklaustri sex véttir smjörs". (Ur Nýja-annál fjórtánhundruð tuttugu og fjög- ur). Einnig þetta ljóð, um ógæfu- sama konu, sem verður fyrir barð inu á hörku tímans, er mjög vel ort og gefur góða innsýn í hugs- unarhátt þessarar fornu aldar. Mest að vöxtum er Mansöngur Svarts á Hofsstöðum um Ólöfu Loptsdóttur. Svartur þessi var skáld Ólafar ríku og flytur henni í elli þeirra beggja Mansöng þennan, þar sem hann rifjar upp líf hennar og Björns eiginmanns hennar, fjallar það meðal annars um ferð þeirra hjóna til Dan- merkur, er þau voru tekin af skozkum ræningjum undir Orkn- eyjum, en þangað hröktust þau fyrir veðrum, og frá þeim tekið allt er þau höfðu meðferðis. Náðu þau rétti sínum síðar hjá Dana- konungi, er gat heimt aftur eig- ur þeirra og sæmdi Björn aðals- tign í hinni sömu ferð. Þá segir og frá vigi Björns og hefndum þeim er húsfrúin tók eftir hann á enskum. — Þetta er hressilega ort og skemmtilegt kvæði og marg sprettir góðir í því. En hressing er ávallt að lesa kvæði dr. Jóns, svo sem Gríms Thom- sen, því sami heiði himininn og hreina loftið er í veröld beggja. Enn eitt kvæði vil ég minnast á í safni þessu, en það er „Minna“. Kveður höf. J>að til fóstru sinnar gamallar, er hlúði að honum í bernsku, sendi honum sögur og Ijóð og huggaði hann þegar þess þurfti með. Jón ólst ekki upp hjá foreldrum sínum, heldur var hann tekinn í fóstur fárra daga gamall og naut þar naumast móðurblíðu af fóstru sinni, en aftur á móti hjá Minnu, gömlu vinnukonunni á bænum, sem tók ástfóstri við drenginn. Kvæði þetta er að ýmsu ólíkt ljóðum þessa manns, innilegra, mildara og hlýrra, þó án allrar tilfinningasemi, sem var mjög fjarlæg skáldinu. Góð eru einnig eftirmælin eft- ir Ólaf Davíðsson og raunar mörg fleiri, sem ekki skal um fjallað. Viðbætirinn, hin nýju kvæði sem ekki voru í Vísnakverinu gamla auka ekki hróður skálds- ins að verulegu leyti, eins og fyrr er að vikið, en eru þó sum góð, t.d. eftirmælin um föður skálds- Framh. á bts. 2a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.