Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. jan. 1959 M OR CllTS BLAÐÍO ö Garðar Guðmunds- son skipstjóri-Minning A ÞÚSUNDUM heimila var beðið milli vonar og ótta meðan gengið var úr skugga um það, hvort að happaskipið Rafnkell væri farið. Rafnkell var orðinn kunnur, ekki einungis meðal þeirra, sem eiga lífsafkomu sína, bjargræði og farsæld meðal þeirra, sem afla úr sjó, heldur og meðal bænda og búaliða. í>að var gaman að heyra fréttirnar af giftu þessa skips og giftu þessa skipstjóra fyrir alla þá, sem heil- um höndum og af ærlegum vilja vinna að því að afla vors dag- lega brauðs og byggja upp vora menningu. Og svo var leitinni lokið. Rafn- kell var farinn. Garðar Guð- mundsson, skipstjóri horfinn af stjórnpalli með elskulegu drengj- unum sínum, og þungur söknuð- ur og djúpur tregi greip okkur öll, sem vissum, hve dýrmætt mannsstarf þessi rúmlega fertugi drengskaparmaður hafði unnið. Garðar Guðmundsson, skip- stjóri, var sonur hins þjóðkunna dugnaðar- og athafnamanns, Guðmundar Jónssonar á Rafn- kelsstöðum, og ólst upp með honum og hans góðu frú, Guð- rúnu Jónasdóttur. Hann ólst þar úpp við þann anda manndóms og bjartsýns áræðis, sem ein- kenndi þetta heimili þegar á æskuárum þeirra hjóna, þó að úr litlu væri að spi’a. Hið blikandi haf, kyrrlátt og gott fyrir strönd- inni, tjáði áræðismönnum, eins og Guðmundi á Rafnkelsstöðum, hvaða fjársjóðir þar væru fólgn- ir og finna bæri, og þegar hóp- urinn þeirra hjóna vex upp, verður Garðar maðurinn, sem skilur þrá föður sins og gerist forbrjótur með þreki æskunnar, frábærri gleggni og drengskap, til þess að færa í veruleika starfs draum foreldra sinna. Á þennan hátt byggjast byggðir vorar og verða nýtt ísland, fært, dugandi og úrræðasamt, þrátt fyrir mannfæðina. Skólastjóri, sem kenndi Garð- ari og hafði hann undir höndum sem barn, segir mér, að í þessum vaska og glaðværa dreng hafi búið forustuhæfileiki, sem þegar kom fram í barnahópnum. Á leikveliinum, í glettum og gamni barnanna var Garðar orðinn for- ustumaður, sem kom skipan og sniði á leikinn. Og þrátt fyrir mikið þrek og galsa, bjó þá þeg- ar yfir kyrrlátri glaðværð, sem kunni að skipa hlutunum á rétt- an hátt. Þessi lærifaðir hans og skólastjóri segir: „Það getur oft verið þreytandi, eins og þú skil- ur, að kenna, en það verða hvíld- arstundir og gamanstundir á miili, þegar maður er svo hepp- inn að hafa sjálfkjörna formenn í némendahópnum". Garðar Guðmundsson var sjálfkjörinn formaður. Sumir af leikbræðrunum urðu hásetar hans, eða samverkamenn í landi, og öllum var hann vel og kom til giftu og farnaðar. Það ein- kenndi þennan hægláta og happa sæia afreksmann, að hann unni sér ekki hvíldar og friðar nema vita þeim vegna vel, sem voru með honum í starfinu. Hann byggði hús í Iandareign föður síns, færði þangað unga brúði og þar byggðu þau upp saman elskulegt og fagurt heimili. Rík- mannlegt í hófi, en búið öllum þeim þægindum, sem til þess þarf að geta látið öllum líða vel. En Garðar var ekki ánægður með að eiga sitt eigið hús, þar sem níu mannvænleg börn uxu upp í skjóli ástríkra foreldra. Hann vildi að mennirnir, sem með honum störfuðu á sjónum ættu einnig sín hús, ættu sitt frið- sæla heimili, þegar heim væri komið. Maður, sem reri með Garðari nokkrar vertíðir, segir mér, að hann hafi aldrei átt eins góðan verkfélaga, vin og föður. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég, „þú er þó eldri maður“. Hann svaraði: „Ég veit það ekki, hann hafði okkur einhvernveginn öll í höndunum“. Rafnkelsstaðaheimilinu þarf ekki að lýsa, Guðmundi Jóns-1 syni og Guðrúnu Jónasdóttur, og heldur ekki því, hverja þýðingu ( framtak, dugnaður og innilegur | mannleiki þeirra hjóna hefur verið byggðarlagi þeirra, Garð- inum, á undanförnum árum. Heimili Garðars reis þarna upp í landareigninni sem tákn þess, hvernig sonur eflir föður og fað- ir styrkir son, en innan dyra þess heimilis gekk húsfreyjan, Ása Eyjólfsdóttir úr Sandgerði. . Það er öllum mönnum vitanlegt að eftir öll æðrulaus átök, sem Garðar innti af hendi á sjónum, var það heimkoman til hennar, sem var fagnaðarefnið eftir erfiðisstundir og vökunætur. Og heimkoman til barnanna. Þegar Garðars og skipshafnar hans verður minnzt í Útskála- kirkju í dag, megið þið vera þess fullviss, Guðmundur á Rafn- kelssstöðum, Guðrún Jónasdótt- ir, Ása Eyjólfsdóttir og þið öll, sem eigið eftir góðum drengjum að sjá, að til ykkar streyma hlý- ir hugir, fyrirbænir og samlif- un, sem ég kann ekki að færa í orð. Það er ekki aðeins byggð- arlagið, sem finnur þennan sjón- arsvipti, heldur þjóðin öll. 1 drengilegu starfi hafa góðir drengir fallið. Það böl verður ekki bætt með neinum orðum. En þiggið þið, aðstandendur, lotningu okkar, virðingu og djúpa þökk. Sigurður Einarsson. ♦ V ♦ + BRIDGE ♦ * TVEIMUR umferðum er lokið í sveitakeppni meistaraflokks hjá Tafl- og bridgeklúbbnum og urðu úrslit þessi: 1. umferð Sv. Svavars Jóhannssonar vann sveit Þórðar Eliassonar 60:37 — Gísla Hafliðasonar Zóphusar Guðmundss. 65:55 — Aðalsteins Snæbjörnss. Hákonar Þorkelssonar 60:39 — Hjalta Elíassonar Þóris Sigurðssonar 59:46 — Agnars Ivars jafnt v. sv. Björns Benediktssonar 51:51 2. umferð Svavar vann Björn J0:31 Hjalti vann Agnar 75:42 Gísli vann Þóri 72:43 Hókon vann Zóphus 84:33 Þórður vann Aðalstein 66:36 Þriðja umferð verður spiluð næstkomandi mánudag. Að 6 umf. loknum í sveita- keppni Bridgefélags kvenna er röð 6 efstu sveitanna þessi: 1. sv. Ágústu Bjarnadóttur 698 st. 2. — Eggrúnar Arnórsd. 686 — 3. — Júlíönu Isebarn 676 — 4. — Vigdísar Guðjónsd. 674 — 5. — Þorgerðar Þórarinsd. 657 — 6. — Sigríðar Jónsdóttur 642 — 7. umferð verður spiluð 18. þm. Á siðasta Evrópumeistaramóti var leiksins milli Ítalíu og Eng- lands beðið með mikilli eftir- væntingu. Áhorfendur urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum. Leikurinn var mjög spennandi, en ekki að sama skapi vel spil- aður. Spilið ,sem hér fer á eftir er frá þeim leik og varð loka- sögnin sú sama á báðum borð- um, eða 3 grönd, sem norður átti að spila. ♦ A K G V K G 7 ♦ K 8 3 ♦ D 7 5 4 V D 9 4 3 413 ♦ A G 9 7 5 4 9 8 D 7 5 8 6 2 10 4 4 Á G 10 3 N V A * 10 9 6 4 V A 10 5 ♦ D 6 2 48 K 6 2 Við bæði borðin var útspilið það sama eða tigul 7, sem var drepið heima með kóngi, eftir að Vestur hafði látið tíuna í. Báðir spilararnir létu nú út lauf og drápu með kóngi í borði, en Vestur drap með ás og lét út tigul. A báðum borðum lét Aust- ur tigul 9 í og Suður drap með drottningu. Hér skildust leiðir. Shapiro lét aftur út tigul i von um, að andstæðingarnir spiluðu upp til hans, en það gerði Aust- ur ekki. Eftir að hann hafði tek- ið sína tigulslagi, lét hann út lauf. Shapiro fékk drottninguna, tók síðan ás og kóng í spaða og þar sem drottningin féll ekki í, varð hann tveimur niður. — Belladonna spilaði spilið öðru visi. I stað þess að láta út tigul í fjórða slag, eins og Shapiro, þá tók hann ás og kóng í spaða og lét því næst út spaða gosa. Vestur drap, lét há út lauf, en þar sem Belladonna svínaði hjartanu rangt, þá tapaði hann einnig spilinu. Eins og ljóslega sést, þá er auðvelt að vinna spilið með því að hitta rétt á að að svína hjart- anu, en það er hægara sagt en gjört. Nú er auðvelt að koma saman á Strönduin GJÖGRI, 12. jan. — Kvenfélag Árneshrepps hélt jólatrésskemmt un í samkomuhúsinu í Trékyllis- vik sl. sunnudag. Voru þar á ann- að hundrað manns, þar af 85 börn. Vantaði þá aðeins 17 til að öll börn hreppsins væru þar sam an komin. Er þetta alfjölmenn- asta jólatrésskemmtun, sem hald- in hefur verið hér, enda veður fádæma gott og auðvelt að kom- ast leiðar sinnar bæði á sjó og landi. Komu sumir gangandi á jólatréskemmtunina með smá- börn. Torfi Guðbrandsson, skóla- stjóri, og Pálína Þórólfsdóttir, stjórnuðu skemmtuninni, sem var bæði skemmtileg og fjölbreytt. Var farið kringum jólatré, sungn ir jólasálmar, m. a. af baraskóla- börnunum undir stjórn Torfa skólastjóra, og jólasveinn færði börnunum jólapoka og sælgæti. Síðan voru rausnarlegar kaffi- og súkkulaðisveitingar. - Regína. Nauðungaruppboð sem auðlýst var í 89., 91. og 93. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959 á hluta í húseigninni nr. 7 við Bugðu- læk, hér í bænum, eign Péturs Kr. Árnasonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavl: á eign- inni sjálfri, miðvikudaginn 20. janúar 1960, kl. 3% síðdegis. BORGARFÓGETINN í REYKJAVlK Byggingarlóð í eldri hverfum bæjarins óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „8190“. íbúð í Laugarásnum 5—6 herbergja hæð í nýju húsi að Laugarásvegi 5 er til sölu. Hæðin sem er um 140 ferm. er uppsteypt með miðstöðvarlögn að mestu, séreign í kjallara auk sameignar á þvotta- og ketilhúsum. Útsýni mjög glæsilegt. — Bílskúrsréttindi. — Eignin er til sýnis daglega kl. 13—16. Allar nánari upplýs- ingar auk skipulagsuppdrátta á staðnum. Isskápar Er kaupandi að ógangfærum skápum. Rafha-skápur og Westinghouse-eldavél til sölu. GUÐNI EYJÓLFSSON, sími 50777 Til sölu Taunus station 1959 vel með farinn og iítið keyrður Skipti á nýjum Volkswagen kemur tii greina. Bíilinn verður á „Hótel fslands“ stæðinu milli kl. 1—4 í dag (sunnudag) Afgreiðslusfúlka Viljum ráða ábyggilega afgreiðslustúlku í kjörbnð okkar á Laugavegi 164. — Upplýsingar á skrifstof- unni. Mjólkurfélag Reykjavíkur StúVka Sérverzlun í miðbænum vantar heilsuhrausta og ábyggi lega stúlku til afgreiðslustarfa, ekki yngri en 25 ára. — Afgreiðsla Mbl. tekur á rftóti umsóknum merktum: H—B —8198. Vinsamlegast gefið uppl. um menntun, fyrri atvinnu, aldur og símanúmer. Nauðungaruppboð verður haldið að Háteigsvegi 20, hér í bænum, mánudaginn 25. janúar n.k. kl. 1,30 e.h. eftir kröfu Árna Guðjónssonar hdl. o. fl. — Seldur verður bökunarofn, deigdeilari, ísbox og 2 glerskápar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETINN 1 REYKJAVfK Handí^a- og myndlistaskólinn Ný námskeið hefjast 20. janúar í bókbandi, útsaumi og myndvefnaði. Einnig má bæta við fáeinum nem- endum í tauþrykk og mosaik. Innritun í skrifstofu skólans, Skipholti 1, mánudaginn 18. janúar frá kl. 4—7 síðd. eða í síma 19821.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.