Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVISBLAÐ1Ð Sunnudagur 17. jan. 1959 Aldarminning Chekovs í DAG eru 100 ár liðin frá fæðingu Antons Chekovs, hins heimsfræga rússneska rithöfundar. Hann fæddist 17. janúar 1860 í bænum Taganrog við Azovshaf í Suður-Rússlandi. Hann var sonur verzlunarmanns, en afi hans hafði verið ánauð- ugur. Sköpunarár Chekovs voru tiltölulega fá, því að hann var uppkominn er hann skildi loks köllun sína en dó ungur, aðeins 44 ára. Verk þau er hann samdi á minna en tveim áratugum nægðu til að skipa honum á bekk með mestu skáldum Rússlands og alls heimsins. ★ Chekov var óhamingjust-m- ur í æsku og þá þegar fékk hann fyrst snert af berklum sem lögðu hann að lokum í gröfina. Hann var einn sex systkina. En gagnstætt aðals- ættuðu rithöfundunum Turg- enev og Tolstoi, er síðar varð vinur Chekovs, var hann kom inn af bændaættum. Afi hans hafði verið ánauðugur land- seti, en keypt fjölskyldu sinni frelsi fyrir 700 rúblur á hvern fjölskyldumeðlim. Faðir hans hafði gerzt heildsali í Tagan rog, en viðskiptin gengu bág- lega. Faðirinn gerði börnum sínum lífið leitt með þving- uðu bænahaldi, tíðum húð- strýkingum og ströngum aga. Anton Chekov var 16 ára, þegar faðir hans varð gjald- þrota og fjölskyldan flúði til Moskvu undan lánadrottnun- um. Anton varð einn eftir í Taganrog til þess að Ijúka menntaskólanámi og varð hann nú að sjá fyrir sjálfum sér að öllu leyti. Það gerði hann með því að stunda tíma- kennslu og vinna íhlaupa- vinnu hjá kaupmönnum bæjar ins. Þetta voru ár fátæktar og örðúgleika, en Anton stóð sig eins og hetja og skrifaði jafnvel glaðleg og uppörvandi bréf til fjölskyldunnar í Moskvu. Þessi ár notaði hann vel lil að mennta sig og til þess að hefja sig markvisst upp úr þeim takmörkunum eða höml- um, sem uppruni hans og stélt höfðu sett honum. ★ Hann var 19 ára þegar hann sneri loks til Moskvu og sett- ist í læknadeild Moskvu-há- skóla. Við komuna til Moskvu „eiginkona“ hans en ritstörf- in „hjákona" hans. En ritstörf- in fóru smámsaman að bera árangur og hann komst á fasta samninga um að skrifa í viku- blöð. Árið 1884, er hann var 24 ára lauk hann læknisprófi. Aldrei stundaði hann lækning- ar reglulega, en vann oft að þeim bæði í Moskvu og í sjúkrahúsum út um sveitirnar. Margar sögupersónur sínar tók hann ljóslifandi út úr því umhverfi sem hann kynntist nú, bæði menntadrambslegum listamönnum í Moskvu og bændum sveitanna. Og þó frægð hans færi nú vaxandi, leit hann á ritstörfin sem al- gert aukastarf, þar til árið 1886, að smásaga hans „Skóg- arvörðurinn“ varð þess vald- andi, að eldri og mjög mikils virtur rithöfundur að nafni Grigorovich, sendi honum hamingjuóskir og réð honum til að ávaxta vel þá miklu rithöfundahæfileika, sem hann byggi yfir. ★ Chekov varð sem þrumu- lostinn af undrun er hann fékk orðsendinguna og svar- aði: — Ef ég er búinn hæfi- leikum sem ber að meta, þá verð ég að viðurkenna, að ég hef ekki kunnað að meta þá hingað til. Mér fannst ég kannski hafa einhverja hæfi- leika, en hef vanizt því að á- líta þá heldur litla. Fram að þessu hefur viðhorf mitt til álíta nú að hafi tekið flestu eða öllu öðru fram sem til var þeirrar tegundar í heimsbók- menntunum, bæði að hand- bragði og stíl og að sérkenni- legri persónusköpun. Sögurn- ar voru fullar af tilbrigðum og það sem gefur þeim e.t.v. mest gildi er hve í þeim felst sterk lýsing á mannlifinu í allri nekt þess. Smásögur Chekovs eru sí- gildar og snerta mann.egar til finningar um allan iieim. Þó verður að telja, að skáld- skapur Chekovs nái mestri fullkomnun og þroska í þýð- ingarmestu leikritum hans. Það eru sérstaklega fjögur leikrit hans sem verða að telj- ast meðal perla í heimsbók- menntunum: ,,Mávurinn“, — „Vanya frændi", — „Þrjár systur“ og „Kirsuberjagarð- urinn“. í fyrstu áttu leikhús- gestir erfitt með að skilja og meta þessi leikrit hans, en þau höfðu slegið í gegn fáum árum áður en hann lézt, og naut Chekov síðustu árin mik- illar virðinga og vinsælda. ★ Chekov hefur sjálfur lýst þannig viðhorfum sínum til lífsins og skáldskaparins. „Það helgasta af öllu heil- ögu sem ég þekki er manns- líkaminn, heilinn, hæfileik- arnir, andagiftin, ást og per- sónulegt frelsi — að vera frjáls og laus við ofbeldi og lygar í hvaða formi sem þær kunna að vera. Ef ég hefði Rithöfundurinn er ekki sœtabrauðssali heldur nraaður sem þarf að efna samning við samvisku sína komst hann að því að fjárhags ástæður fjölskyldu hans voru miklu verri en hann hafði ætiað. Hann leitaði því fyrir sér um aukavinnu til þess að hjálpa systkinum sínum meðfram náminu. Það var mest af tilviljun, að hann fór að skrifa fyrir blöð í Moskvu. Það vildi svo til, að meðan Chekov hafði dvalizt í Tag- anrog hafði hann sent bróður sínum Alexander heimagert vikublað, sem hann kallaði ,Stamarinn“. Þetta var grin- blað, sem Anton handskrifaði í frístundum sínum og apaði eða stældi þau grínblöð, sem þá voru helzt í tízku. Eo Alex ander bróðir hans, haiði tekið suma smellnustu brandarana og selt þær grínblöðum í Moskvu. Nú þegar Chekov var kominn til Möskvu og þurfti á peningum að halda, þá víkk- aði hann einfaldlega þessa starfsemi og skrifaði ótöluleg- an grúa af skrítlum, hnytti- yrðum, gamanþáttum og hneykslissögum úr samkvæm- islífinu undir ýmsum dulnefn- um. ★ Chekov tók þessi ritstörf sín alls ekki hátíðlega. Hann leit á læknisfræðina sem köll- un sína, en skriftirnar voru aðeins aukatekjulind. Jafnvel þegar hann hafði unnið sigur og frægð var læknisfræðin ritstarfa verið sérstaklega kæruleysislegt og tilviljana- kennt. Eg man ekki eftir einni einustu sögu, sem ég hef eytt meira en 24 klst. í. Eg skrif- aði „Skógarvörðinn“ í bað- húsi. Eg hef ritað smásögur mínar, eins og blaðamaðurinn skrifar stutta frétt af hús- bruna, vélrænt, með aðeins hálfri meðvitund og án þess að taka nokkurt tillit til les- endanna eða sjálfs mín. Eg hef í hyggju að hætta þessum flýtisverkum, þó ég geti það ekki alveg strax. Það er erfitt að komast út úr sín- um daglega vanagangi. Mér er sama þó ég svelti sjálfur — ég hef þegar reynt það, — en ég verð að hugsa um fjölskyld- una. Eg nota frístundirnar til ritstarfa, tvær eða þrjár klst. á dag og nokkurn tíma að næturlagi. Næsta sumar, þeg- ar ég hef meiri frítíma og framfærslukostnaðurinn verð- ur lægri, þá ætla ég að snúa mér að alvarlegri verkefn- um . . ★ Og Chekov stóð við þau orð sín Hann hætti að birta sög- ur undir dulnefnum, dró úr hinni feikilegu framleiðslu, sem hafði verið hundrað sög- ur á ári og fór niður í um 10 á ári. Hann tók að rita hinar snilld arlegu smásögur, sem menn verið mikill listamaður, hefði ég viljað fylgja þeirri stefnu. Eg er ekki frjálslyndur, ekki íhaldssamur, ekki fylgismaður þróunarkenninganna og ekki munkur. Það eina sem mig langar til að vera, er frjáls listamaður. Eg hata ofbeldi og lygi í sérhverri mynd. Yfir- drepsskap, heimsku og stjóm- leysi er ekki aðeins að finna á heimilum millistéttafólks og á lögreglustöðvum. Eg sé það líka í vísindum, í bókmennt- um og meðal ungs fólks. Mér virðist að skáldsagna- höfundur eigi ekki að reyna að gerast dómari yfir sögu- persónum sínum og samtali þeirra, heldur eigi hann aö vera óhlutdrægt vitni. Lista- maður má aðeins byggja á því sem hann skilur. Rithöfundurinn er ekki sæta brauðssali, snyrtisérfræðingur eða trúður. Hann er maður sem þarf að efna samning við samvizku sína og skyldurækni og hversu mikið ógeð sem hann hefur á því, þá verður hann að sigrast á vandlæti sínu og flekka hugmyndaflug sitf með óhreinindum lífsins. Efnafræð ingurinn þekkir ekkert sem heitir óhreinindi og rthöfund- urinn verður að vera eins óhludrægur. Hann verður að afneita öllum persónulegum viðhorfum til lífsins. Það þarf ekki annað en að líta á þá rit- höfunda, sem við teljum ó- dauðlega eða jafnvel góða, — þeir beztu eru raunsæismenn og lýsa lífinu eins og það er, og það er meðvituð viðleitni í öllu sem þeir rita, svo að menn finna að þeir eru ekki aðeins að lýsa lífinu eins og það er, heldur lífinu eins og það ætti að vera“. ★ Sjúkdómurinn sem hann hafði tekið í æsku versnaði nú stöðugt. Árið 1904 fór Chekov á heilsuhæli í Bad- enweiler í Þýzkalandi og með honum Olga, kona hans, sem var þekkt leikkona í Moskvu og er enn á lífi . í Badenweiler andaðist Chekov 44 ára að aldri. Dauða stund hans lýsti kona hans svo: „Læknirinn kom inn og sagði mér að gefa honum kampavín. Anton settist upp og sagði hátt og alvöruþrung- ið á þýzku, sem hann gat þó lítið talað: „Ich sterbe“ (Eg dey). Svo lyfti hann glasinu, horfði á níig, brosti dásamlega og sagði: „Það er langt síð-. an ég hef smakkað kampa- vín“. Hann tæmdi glasið, lagð ist hægt niður á hægri síð- una og þagnaði fyrir fullt og a'H. Og hin hræðilega þögn næturinnar var aðeins slitin af skrjáfinu frá vængjum svarts fiðrildis, sem var alltaf að fljúga á rafmagnsperuna og berjast til ,og frá um hor- bergið“. Þrjár systur er frægasta leikrit Chekovs. — Leikfélag Reykjavíkur sýndi það hér 1957. Hér sjást systurnar þrjár (Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Helga Valtýsdóttir og Kristín Anna Þórarinsdóttir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.