Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. jan. 1959 MORCVISBLAÐIÐ 23 3. deild: Reeves (Southampton) .... Rowley (Shrewsbury) .... Stokes (Bradford City) .... 21 mark 4. deild: Holton (Watford) Uphill (Watford) 28 mörk Bond (Torquay) Þröttar-kosningarnar 1 DAG er kosið í Vörubílstjóra- félaginu Þrótti. Tveir listar eru í kjöri. B-listinn borinn fram af Sjálfstseðismönnum og A-listi, framborinn af kommúnistum. Þeir menn sem eru í aðalstjórn á B-lista að þessu sinni eru þrír gamalkunnir stjórnarmenn og hafa verið í stjórn Þróttar í lengri eða skemmri tíma — einn í 16 ár. Einnig er„ á íistanum 2 ungir og efnilegir menn, sem ekki hafa áður verið í stjórn. Varastjórn- armenn eru gamalkunnir stjórn- armenn. Forýstumaður A-listans að þessu sinni er hirm kunni bar- áttumaður vinstri manna í félag- inu, Einar Ögmundsson. Það skeði 21. janúar 1945, að nefndur Einar Ögmundsson var í fyrsta sinn kosinn formaður í Þrótti með 61 atkvæði, en þá var félagið mjög fjölmennt. Einnig var hann formaður 1946 og aftur 1948. En þá voru kommúnistar og aðrir fylgismenn hans í fé- laginu búnir að fá nóg af hans stjórnarafrekum í bili — og gáfu honum frí frá störfum í 10 ár. Þetta langa frí var Einari ekki að öllu leyti að skapi, því oft bauð hann sig fram til for. mennsku á þessum árum, eða allt þar til að atkvæði þau, er hann fékk við stjórnarkjör voru orð- in ískyggilega fá. Þegar Einar hætti, sendu vinstri menn fram annan mann, sem formannsefni. Maður þessi heitir Bragi. Litlu tókst honum betur, hann bauð sig fram sem formannsefni kommúnista í 4 ár — en féll alltaf. Þegar svo var komið málum hjá vinstri mönn- um, var það augljóst að öðrum ráðum varð að beita til þess að ná félaginu úr höndum lýðræðis- sinna. Svo skeði það í janúar 1959, að Einari tókst að fá tvo góða Al- þýðuflokksmenn til samstarfs og inn á sinn lista til stjórnarkjörs. Það eru því þessir Alþýðuflokks menn, sem lyftu kommúnistum upp í stjórnarstóla Þróttar, við síðustu kosningar. Nú er starfs- ár núverandi stjórnar að renna út — og því miður er ekki hægt að segja það að hún skilji eftir sig nein afrek, þó mörgu og miklu hafi verið lofað, þegar hún hóf göngu sína. Á því 10 ára tímabili, sem Sjálfstæðismenn og aðrir lýð- ræðissinnar höfðu stjórnarfor- ystuna í Þrótti hefur mörgum merkum áföngum verið náð. Ráðstefna Framh. af bls. 1. mannafundi í Aþenu í dag, að það væri óaðgengilegt fyrir Kýp- ur og gæti falið í sér fjárhags- lega hættu að ganga að fullu í brezka samveldið. Kvaðst hann hafa látið þessa skoðun í Ijós við Makarios, áður en hann héldi til Lundúna. Grivas sagði einnig, að land það, sem ætlað væri fyrir herstöðvar Breta á eynni, væri „ósæmilega" stórt. Er talið, að Makarios sé á sömu skoðun ■— en búizt við að Bretar séu ófúsir að slaka nokkuð eftir í því máii. Eins og fyrr segir, þótti vin- samlegur andi ríkja á ráðstefn- imni í byrjun, en blöð á Kýpur lýstu mörg svartsýni á árangur þessara viðræðna í morgun. — Hægri-blaðið Ethnos sagði, að þetta yrði hörð barátta fyrir Makarios, en hann mundi vissu- lega berjast til þrautar, þar sem honum væri fyllilega ljóst, hvað í húfi væri. — Rétt áður en ráð- stefnan hófst, gekk hópur Kýp- urbúa framhjá ráðuneytisbygg- ingunni, þar sem fundirnir eru haldnir, og báru þeir spjöld, sem á var letrað: „Kýpurbúar stefna að því, að erlendar herstöðvar í landinu verði lagðar niður“. Það er ekki ástæða til þess að ræða þau hér að neinu ráði, því það hefur svo oft verið gert, bæði á fundum fé'lagsins og í blaða skrifum. Þó má á það benda, að á áður- nefndu tímabili, náði félagið þeim samningum, sem það nú hefur. Á mörgum undanförnum árum hafa kommúnistar óspart rekið hnýfla sína í þessa samn- inga og talið þá úrelta og vonda. Á síðasta hausti var að sjálf- sögðu hægt að segja samningum upp og að sumra dómi gullið tækifæri. En staðreyndirnar tala, samningunum var ekki sagt upp — og talar þetta sínu máli um að- gerðarleysi vinstri stjórnarinnar. Einnig mætti nefna lög um há- markstölu vörubifreiða í Reykja vík, sem hafðist fram undir for- ystu Friðleifs Friðrikssonar á sínum tíma. Nú eru það stað- reyndir, að Sjálfstæðismenn og lýðræðissinnar eru í miklum meirihluta í Þrótti. En þeim hef- ur oft greint á í ýmsum málum, eins og eðlilegt er. Og vegna þessara misjöfnu málefna og sjónarmiða kusu margir Sjálfstæðismenn og aðrir lýðræðismenn kommúnista við síðustu stjórnarkjör í Þrótti. Þeir menn sem þetta gjörðu, töldu málum sínum betur borg- ið undir forystu kommúnista. En það eru einnig staðreyndir, að það hafa mjög margir ef ekki allir orðið fyrir miklum von- brigðum í þessu efni, því að þeirra áhugamál hafa ekki þok- azt fram um eitt fet — og lof- orð þau, er þeim var gefið hafa öll runnið út í sandinn. Nú erum við að ganga til kosn- inga í okkar stéttarfélagi og kjós um þá að sjálfsögðu á milli stefnumála og manna. Við sem erum á B-listanum höfum ekki skreytt okkur með neinum lof- orðum um stóraðgerðir, hvorkitil hægri né vinstri. Ég tel að öllum stjórnum verkalýðsfélaga beri að vinna fyrir félagsheildina eftir beztu getu, og þá sérstaklega að sameina hin sundurleitu sjónar- mið, því þau sannindi eru enn í fullu gildi — að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föll- um vér. Vinnum ötullega að sigri B- listans án allra blekkinga og fólsloforða, því slík vinnubrögð eru ekki nema sárafáum aðilum sæmandi. Heiðarlegur ósigur er betri en óheiðarlegur sigur. Pétur Guðfinnsson JAKARTA, 15. jan. — í tilkynn- ingu frá flota Indónesíu segir, að á tímabilinu janúar-október sl. ár hefði 191 skip verið tekið fyrir smygl og annað ólöglegt at- hæfi við strendur Indónesíu. HONG Kong, 15. jan. — Eldur eyðilagði í dag 250 kofa og smá hýsi hér. — 1100 manns urðu heimilislausir við brunann og nokkrir hlutu brunasár. Cnska knattspyrnan 26. UMFERÐ ensku keppninnar fór fram í gær og urðu úrslit leikjanna þessi: deildar Preston — Newcastle ............ Sheffield W. — Blackbum....... Tottenham — Arsenal .......... Wolverhampton — Manchester C. 1. deild: Bolton — Luton ...............frestað Burnley — Chelsea .............. 2:1 Fulham — Everton ................ 2:0 Leeds — West Ham ................ 3:0 Leicester — W.B.A................ 0:1 Manchester U. — Birmingham .... 2:1 N. Forest — Blackpool ........... 0:0 — Reykjavlkurbréf Frh. af bls. 13. hjálmur Þór yrði skipaður í hana. Enda mælti Einar Olgeirsson síð an í bankaráði Landsbankans með vali Vilhjálms í stöðuna. Og þrátt fyrir allar skammirnar um Vilhjálm nú hafa hvorki Einar né fulltrúi kommúnista í sjálfii Seðlabankastjórninni lagt til, að hann verði látinn hverfa úr starfi. Þvert á móti segir Ingi R. Helgason, seðlabankastjómar- maður kommúnista í Þjðviljan, um, 6. janúar: „-----Framsóknarfulltrúarn- ir í stjórn Seðlabankans báðir og ég getum sameinaðir myndað meirihluta í stjórninni-“. Þarna ber fulltrú' kommúnista fram beint tilboð um samvinnu við Vilhjálm Þór, sömu dagana og látið er sem hann sé réttræk- ur úr stöðu sinni! Þetba mál allt er alvarlegra en svo, að þar eigi við pólitískur skollaleibur. Þvert á móti verð- ur að halda svo á, að málið sé rannsakað til hlítar, og jafn- skjótt og fullnægjandi gögn liggja fyrir verða stjórnarvöld landsins, dómsmálastjórn jafnt sem aðrir, að taka þær ákvarð- anir, sem rétt lög segja fyrir um. 0000000000 0-0 0 0 0 0~\ Fóstbræður í fangelsi VÍN, Austurríki, 16. jan. —' ('lteuter). — Auvsturríska lög-_ reglan tilkynnti í dag að henni hefði tekizt að hafa hendur í hárinu á bófaflokki, unglinga, sem í voru 25 aust-i urrískir „fóstbræður“. Ein af „helgi-reglum“ fóstbræðra- lagsins var að blanda blóði í( romm — og drekka síðan blönduna! Meðlimir fiokksins eru a aldrinum 16 til 22 ára, og eru þeir álitnir hafa stolið úr, verzlunum, heimilum, verk- stæðum og jafnvel kirkjum í suðurhluta Austurríkís. Tveir meðlimanna hafa verið hand teknir, en hinir eru undir eft' irliti. Kveðst lögreglan vera á sporum annars bófaflokks, svipuðum þessum, sem rekur starfsemi sína í Vín. Skrifstofumaður Óskurn eftir að ráða mann til skrifstofu- starfa nú þegar. Kunnátta í ensku og vél- ritun er nauðsynleg. Umsóknir, er greini alduir, menntun og fyrri störf, skulu send- ar félaginu merktar: „Skoðunardeild“, eigi síðar en 23. þ.m. ^ T 'C*£AAU>A//r 2. deild: Aston Villa — Bristol Rovers ., Bristol City — Cardiff ...... Charlton — Hull ............... Derby — Stoke ................. Leyton Orient — Huddersfield ., Lincoln — Ipswich............ Liverpool — Sheffield U...... Plymouth — Middlesbrough....... Portsmouth — Brighton ....... Scunthorpe — Rotherham ...... Sunderland — Swansea ........ 1:2 3:0 3:0 4:2 4:1 0:3 3:2 2:0 2:1 0:1 3:0 2:2 2:2 2:1 4:0 Fyrir umferðina, sem fram fór í gær, voru þessir leikmenn markhæstir: 1. deild: Violett (Manchester U.) .... 25 mörk Greaves (Chelsea) .......... 21 mark McAdams (Manchester City) 19 mörk McCole (Leeds) ............. 18 mörk 2. deild: Clough (Middlesbrough) ..... 25 mörk McParland (Aston Villa) 21 mark Phillips (Ipswich) .!...... 20 mörk Hitchens (Aston Villa) ..... 19 mörk Að 26 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild: (efstu og neðstu liðin) Tottenham 26 14 8 4 57:30 36 Bumley 26 15 3 8 44:32 33 W olverhampton 26 14 3 9 67:50 31 Everton 26 7 6 13 37:49 20 Birmingham 26 6 5 15 33:50 17 Luton 25 5 6 14 28:46 17 2. deild (efstu eg neðstu liðin): Aston Villa 27 18 4 5 66:22 42 Cardiff 26 16 6 4 57:33 38 Rotherham 26 14 7 5 47:36 35 Plymouth 26 6 6 14 36:58 18 Bristol City 25 7 2 16 34:58 16 Hull 26 5 5 16 26:58 15 Schannong’s minnlsvurðar 0ster Farimagsgade 42, Kþbenbavn 0. Konan mín og móðir okkar INGIRlÐUR BERGSTEINSDÖTTIR lézt að Heilsuverndarstöðinni þann 15. þ.m. Sigurður Lýðsson og bðm. Móðir mín og tengdamóðir ELÍN PÉTURSDÓTTIR SNÆDAL frá Eiríksstöðum sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsett mánudaginn 18. þ.m. kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. — Athöfninni í kirkj- unni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna: Steinunn Vilhjálmsdóttir, Björgvin Sigurðsson Jarðarför BJARNA BJARNASONAR Snorrabraut 36 fer fram frá Fossvogskirkju má,nudaginn 18. janúar kl. 2 siðdegis. Útvarpað verður frá jarðarförinni. Auður Jóhannesdóttir, böra og tengdaböm Útíör konu minnar, móður okkar og mágkonu . SVEINBJARGAR G. JÓNSDÖTTUR frá Svínafelli Öræfum, Ásvallagötu 17 sem andaðist þ. 12. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn þ. 19 þ.m. kl. 13,30. •— Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeir, sem vildu minnast hinn- ar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Þórhallur Jónsson, Jón Þórhallsson, Ragnar Þórhallsson, Jón Bjarnason, Maðurinn minn KRISTMUNDUR JÓNSSON Barónsstíg 63 verður jarðsettur miðvikudaginn 20. janúar frá Fossvogs- kirkju kl. 2 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda: Jónina Jóhannsdóttir Þökkum innilega auðsýnda sgmúð við andlát og jarðar- för bróður okkar, VALDIMARS SIGURÐSSONAR Einnig þökkum við góða aðhlynningu við hann, lækn- um og starfsliði Bæjarspítalans. Systkinin og fjölskyldur þeirra Við þökkum hjartanlega öllum er auðsýndu okkur hlýhug og samúð, við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróðurs, JAKOBS SNORRASONAR múrarameistara, Spítalavegi 15, Akureyri Sérstaklega þökkum við Múrarafélagi Akureyrar og Bjarna Sveinssýni. Jóhanna Ólafsdóttir, Ólafur Jakobsson, Þórir Jakobsson, Brynhildur Axfjörð, Steinunn Snorradóttir, Sigfús Snorrason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.