Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 22
22 MOHCTJTSJtLAÐlÐ Sunnudagur 17. jan. 1959 Nokkur orð a gefnu tilefni FYRIR nokkrum dögum gekk ég mér til yndis í fjörunni við Eiliðaárvog.. Það var lognkyrrð yfir öllu. Um Elliðaárbrú óku bifreiðir á keðjum vegna hálku á vegunum og þaðan barst mér til eyrna þetta þunga en blæbrigða- ríka umferðarhljóð, sem þó breytti skyndilega um tónstiga, er farartækin þutu yfir brýrnar á ánni. í flæðarmálinu tístu sendl ingar, rauðhöfðar og sandlóur, en á milli heyrðist kurr í æðarfugli og hvell hljóð tjaldurs. Að vit- um mér barst ilmur fjörunnar. Hugur minn hvarf til algjörrar hvíldar. Ég hlýddi á óm þúsund tónbrigða og fann angan, sem öllum þef er sætari — En snögg- lega var ég vakinn af hrottaleg- um hávaða. Þrír smádrengir sem voru í fylgd með mér höfðu fundið gamla ryðgaða tunnu, og voru farnir að berja hana utan með þrennskonar ásláttartólum, sem þeir höfðu fundið í fjörunni hjá Keili, bambusspriki, raf- magnsröri og steyputeini. Hér hófst hin frumstæðasta músik, sannkölluð náttúrusin- fónía, er tók alllanga stund að leika til enda, og það sem furðu- legast var, ég, sem aldrei hef skilið „æðri tónlist" í útvarpinu, skildi þessa meðfæddu túlkun drengjanna á „Náttúrudýrkunar- sinfóníu“ þeirra. Jafnvel ryðguð tunna getur gefið tilefni til hrifn ingar. Það var einmitt það, sem mér kom fyrst í huga, er ég sat við útvarpsviðtæki mitt s.l. mánu dagskvöld og heyrði Högna Torfason, fréttamann skamma listamennina okkar blóðugum skömmum fyrir allar þeirra hel- vítis ekki sen „fljótfærnis-‘-sam- þykktir, en gerist sjálfur þrátt fyrir það svo dómhvatur að gefa það ótvirætt til kynna að þeir sæki efnivið til verka sinna á ruslahauga borgarinnar, hreyki draslinu einhvern veginn upp og segi: „Gerið svo vel, góðir með- borgarar, hér hafið þið listaverk, eins og listaverk eiga að vera“. Svo virtist mér, sem Högni Torfason, kynni sér ekki hóf i vandlætningarræðu sinni í garð listamanna. Ég er honum um margt sammála. Kann því frem- ur illa, að listamenn séu með þetta samþykkta fargan og inn- byrðis dóma á verkum hvers annars. En gott og vel. Þeir um það. Sennilega er það örvandi sköpunargáfum þeirra, að engin lognmolla sé í kringum þá. En óþarft er, að vera með skítkast í garð þeirra fyrir því. Jafnvel ryðguð tunna í öllum sínum einfaldleik getur orðið þess valdandi að maður finni til hrifningar á öllu því sem í kring um mann hrærist. Sannur gagnrýnandi dæmir verk listamanns vegna verksins sjálfs og þeirra kennda sem það vekur í huga þess, sem kann að skilja það, annað sæmir ekki. Vel má vera að öll sú list sem af járnarusli er til orðin, angri listasmekk fréttamannsins, en óneitanlega hefði þó verið smekk legra hjá honum, að láta persónu legt mat sitt liggja á milli hluta, eftir það sem á undan var farið í erindi hans. Og allra sízt átti bann að sýna það mat, með því að víkja að verkum okkar örfáu myndhöggvara, er trúlega voru engir nærstaddir, er samþykktir listamannanna voru gerðar. Við vítum flest verknað þann, sem framinn var á „hlut þeim, sem settur var upp í Tjörninni“ á sínum tíma og okkur ber að svara slíku fólskuverki með því að koma þessu verki frk. Nínu Sæmundsson upp aftur hið allra fyrsta. Um það ættu allir borg- arar þessa bæjar að sameinast, hvað svo sem þeim um listaverk- ið sjálft. Skoðanir manna verða og eru ávallt misjafnar um flesta hluti. Um staðarval fyrir lista- veik er oít erfitt að dæma, fyrr en listaverkið hefur staðið nokk- urn tíma á þeim stað, er fyrst er álitin heppilegastur, og vitanlega er þá sjálfsagt að prófa nýjan stað fyrir verkið, ef sýnt þykir að það falli ekki inn í það um- hverfi, sem það var upphaflega álitið eiga heima í, við fyrstu athugun. Umhverfið er svo þýð- ingarmikið fyrir höggmynd, að hún getur jafnvel staðið og fallið fyrir áhrif þess. Þannig gæti t.d. Hafmeyjan, þótt hin fríðasta mær, ef hún stæði í beljandi straumiðu Elliðaánna, á sama hátt og hún þótti mesta óþokka- gyðja á lygnum fleti Tjarnar- innar. Mér skilst að öllu fremur hafi verið deilt um staðarval fyrir Hafmeyna,- en myndina sjálfa. Við höfum flutt flestar þær högg myndir, sem í dag prýða Reykja- vík, úr einum stað í annan. Þannig var Thorvaldsen látinn víkja af Austurvelli suður í Tjarn argarð, vegna þess að stytta Jóns forseta þótti henta þar betur, en upp á Stjórnarráðstúni. Jónas Hallgrímsson var fluttur einnig úr Lækjargötu suður í Tjarnar- garð. Járnsmiðurinn frá Iðnskóla húsinu að Snorrabraut. Þannig mætti nefna fleiri flutninga á listaverkum. Þeir menn, sem þola ekki ein- hver ákveðin listaverk, hafa eng an rétt til að eyðileggja þau fyrir öðrum, sem njóta þeirra. Við eigum ekki að dæma lista- verk á sama hátt og fjöll, sem standa þar óbifanleg, sem þau eru komin, hvort sem þau eru fögur eða ljót eftir mannlegri myndskynjun. Það er fremur fá- títt, að menn þoli ekki einhvern ákveðinn blómalit, en sé svo, eru menn yfirleitt fátalaðir um slíka ónáttúru og leitun mun um heims byggð alla að dæmi, sem því, er gerðist hér í Reykjavík fyrir tveimur árum, er maður einn traðkaði niður öll blóm á Austur velli ,er báru sterkbláan lit, vegna þess að hann kvaðst „ekki þola þennan helvítis bláma-‘. A sama hátt mun óvíða í veröldinni finnast hliðstæðara við eyðilegg- ingarathöfn þá er gerðist á Reykjavíkurtjörn, þegar ópóli- tísk stytta var af brjálsemi sprengd í sundur. Slíkan verknað trúir enginn heilbrigður maður, að listamenn þjóðarinnar leggi blessun sína yfir. Hvað þá heldur, að þeir eigi þar nokkra hlutdeild að. Slíkt væri þeim og listsköpun þeirra verra en dauðadómur. Hafliði Jónsson, garðyrkj ust j óri. Sveinbjörn Árnason Hin gömlu kynni gleymast ei" ÞAÐ spurðist fyrir nokkru, að Sveinbjörn Árnason ætti 40 ára starfsafmæli í dag. Hann hefur starfað í Haraldarbúð nær 40 ár og mun því mörgum Reykvík- ingum að góðu kunnur. En nú hefur Sveinbjörn keypt verzlun- ina Fatabúðina á Skólavörðustíg og hyggst halda þar áfram verzl- unarrekstri. Fréttamaður Mbl. brá sér upp Skólavörðustíginn og sá í gegn- um glugga verzlunarinnar, hvar S^einbjörn stóð með stórt skilti í höndunum, og stóð á skiltinu „Kynningarsala. Sveinbjörn tók vel á móti fréttamanni, sýndi honum skyrt- ur og slifsi, kvaðst vera orðinn allvanur að meðhöndla slík klæði. Báðum við hann að segja okkur eitthvað um störf sín á þessum fjörutíu árum. — Ég byrjaði hjá Haraldi Arnasyni sem sendill 17. janúar 1920 og var þar æ síðan við ýmis Störf. Arið 1926—1927 var ég í London að kynna mér útstilling- ar og verzlunarstörf og vann eftir það jöfnum höndum við afgr. og útstillingar ,eins og gerist í svona verzlun, unz önnur og meiri aðkallandi störf tóku allan minn tíma. Frá þessum tímum er margs að minnast. Verzlunarhættir allir hafa breytzt. Áður var verzlúnin frjálsari, meira vöruúrval en nú og aðallega betri vörur- Það hef- ur gengið á ýmsu innan verzlun- arinnar á þessu árabili, skin og skúrir skiptast á, en leiðinlegustu tímarnir voru skömmtunarárin. Þá voru ekki nægar vörur til að mæta þeim skömmtunarseðlum, sem gefnir voru út, og ef eitthvað kom, beið fólkið oft tímum sam- an við dyrnar áður en opnað var, og margir urðu að hverfa tóm- hentir heim. Þetta kom áreiðan- lega verst niður á þeim, sem minnst höfðu. Ástandið þá varð til þess, að setja svefnþorn í verzl unarstéttina og loddi lengi við eftir þessi ár hálfgert menningar leysi í verzlunarháttum. Vona ég að slíkt tímabil komi aldrei framar. Að sjálfsögðu hafa framfarir orðið örar innan verzlunarstétt- arinnar á þessum árum. Glæsi- lega innréttaðar sérverzlanir hafa þotið upp á síðari árum, og ég efast ekki um, að þær standist nútímakröfur um skilyrði og að- búnað til starfsins. Er þá ein- ungis eftir að fá vandaðri vörur. Sveinbjörn Árnason hefur starf að mikið í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Var hann formaður félagsins um skeið. Varð Svein- björn fyrstur manna hérlendis til þess að skrifa um útstillingar, en greinar hans um það efni, birtust í tímaritinu Frjáls Verzlun fyrir um 20 árum. Sveinbjörn kvað stór spor hafa verið stigið í rétta átt í kjara málum verzlunarstéttarinnar. Einnig væri mikilsverð sú ný- breytni, sem Verzlunarskólinn gert í starfsemi sinni, að hafa verklega kennslu fyrir afgreiðslu fólk. Muni það í framtíðinni hjálpa til að bæta kjör þess, — því að góður verzlunarmaður er gulls ígildi fyrir það fyrirtæki, sem hann vinnur hjá og um leið fyrir hann sjálfan, sagði Svein- björn. — Að lokum, sagði hann, vildi ég mega þakka öllum þeim, sem ég hefi starfað með og haft viðskipti við á þessum 40 árum, góð kynni, því að — hin gömlu kynni gleymast eL Þjóðviljinn löðrungar Dagsbrúnarstjórn Skýrt frá vanrœkslu hennar við innheimtu félagsgjalda LÝÐRÆÐISSINNAR í Dagsbrún lögðú fram í fyrradag framboðslista sinn við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs, sem fram fer í félaginu um næstu helgi. Voru á listanum nöfn nokkuð á annað hundrað félagsmanna eins og til- skilið er. — Þjóðviljinn skýrir í gær frá framlagningu listans og er staðfest ein alvarlegasta ásökunin, sem lýðræðissinnar hafa borið á stjóm kommúnista í félaginu. Andstæðingar kommúnista í Dagsbrún hafa lengi haldið því fram að mjög stórum hópi starfandi verkamanna væri haldið utan kjörskrár og réttindalausum í félaginu yfir- leitt, með því að ganga algjörlega fram hjá þeim við inn- 'heimtu féiagsgjalda eða halda þeim sem aukameðlimum, enda þótt þeir greiddu gjöld. Auðvitað er hér eingöngu um andstæðinga kommúnista að ræða, því aldrei virðist) gleymast að „innheimta“ hjá dyggum fylgismönnum þeirra. Þjóðviljinn virðist telaj þessi vinnubrögð sjálfsögð og alvanaleg, því í frásögn sinni af lista lýðræðissinna seg- ir blaðið: „AÐ VANDA voru margir frambjóðendur þeirra skuld- ugir við félagið.“ Ennfremur tekur blaðið fram, að listi lýðræðissinna sé „mjög svipaður og á UNDANFÖRNUM ÁRUM“. Það kemur sem sagt í Ijós, samkvæmt frásögn Þjóðvilj- ans, að vanrækt hefur verið að innheimta hjá fjölda starf- andi verkamanna. Það er langt gengið, þegar Þjóðviljinn kemst ekki hjá því að vekja athygli á ávirðingum sinna manna, og óþarft að taka fram, að frásögn blaðsins," þótt greinileg sé, skýrir aðeins brot af þeirri valdníðslu, sem kommúnistar beita til að halda völdum í Dagsbrún. Katla Frh. af bls. 3. gosunum. Árin 1625 og 1755 lagði öskuna austur yfir Skaft ártungu, sem lagðist í eyði. Og 1721 lagði öskuna í norð- vestur. Þá var askan fyrir austan Hvítá hestum í hóf- hvarf og í Biskupstungum sauðum upp fyrir klaufir. Tók og af bæinn í Hjörleifshöfða og var hann þá fluttur upp a höfðann. Gosið var í maí. Hefði það komið um sláttinn, hefði það valdið óskaplegu tjóni. Öskufall varð einnig mikið 1918, en því skolaði burt með snjónum um vorið. Bæi hefur ekki tekið af síð- an 1721. — Um leið og Katla byrjar, kemur vatnsflaumurinn með gífurlegum krafti niður yfir sandana. Kvaðst Sigurður giska á að vatnið yrði yfir 100 þús. teningsmetrar á sek. og yrði á meðan það stendur, þarna stærsta á í heimi. Af ólgunni hefur komið ylgja í sjóinn í Grindavík og bátar hafa skemmzt í Vestmanna- eyjum. Árið 1755 björguðu sex manns sér upp í Hafursey, á miðjum sandinum og skýldu sér þar í helli fyrir grjótregn- inu. Eftir mikla angist og þrengingar í 7 daga komust þau til bæja. í sama gosi fór- ust 11 hestar og 2 menn, þeg- ar eldingu sló niður í þá. Dag- inn eftir gosið komu Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, en þeir urðu fyrstir til að ganga á Kötlu. Með flóðinu berast geysi miklir ísjakar og grjót. Norð- an við Hjörleifshöfða liggur t. d. steinn, sem kom með hlaupinu 1918. Eftir stærðinni á honum, ætti hann að vega 900 tonn og hefur hann bor- izt 10 km. vegalengd. —• Ef Katla færi nú að gjósa og þið næðuð kvikmynd um af öllu saman, eins og af Heklugosinu, væri það ekki alveg heimsviðburður? spurði ég Sigurð, er við fórum að lækka flúgið yfir Reykjavík. — Jú, það væri alveg „unikum“, svaraði hann. — En það er bara svo ákaflega lítil von til þess. Þetta geng- ur svo fljótt fyrir sig, tekur sennilega ekki nema hluta úr degi. En Katla ’’ar sem sagt sak- leysisleg á svip og ofur mein- leysisleg að sjá síðastliðinn fimmtudag. Er ég kom niður í skrifstofu Mbl., hringdi Jón Eyþórsson: — Heyrðu, góða, þú skoðaðir vitlausan jökul. Skeiðará er að vaxa og komin jöklafýla af henni. Það eru Grímsvötn- in í Vatnajökli, sem eru að byrja að hreyfa sig núna. — E. Pá. Föndur kvenna EINS og á sl. vetri gengst Heim- dallur, F.U.S., fyrir föndurstarfi kvenna. Verður það í fyrsta skipti á þessum vetri ANNAD KVÖLD kl. 20.30 í Valhöll við Suðurgötu. — Verður fyrst um sinn lögð áherzla á bastvinnu. Vanur kenn- ari leiðbeinir þátttakendum. Þær, sem hug hafa á að taka þátt í þessu starfi félagsins í vet- urí tilkynni þátttöku sína á skrif stofu félagsins í Valhöll á morg- un. — Sími 17102. Annar Ísaí jarðar- togarinn kemst út í GÆRKVÖLDI fór Sólborg frá ísafirði út til veiða, en það ráð hafði verið tekið að sameina áhafnirnar af báðum togurunum, ísborgu og Sólborgu, til að fá nægilegan mannskap á annað skipið. ísborg kom í fyrrakvöld heim frá Færeyjum, en þangað hafði skipið farið til að sækja færeyska sjómenn. Kom enginn með skip- inu. Verður ísborgu nú lagt, þar til úr leysist um sjómannavand- ræðin. Sólborg hafði legið við bryggju á ísafirði vegna mann- eklu síðan á jólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.