Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUIVBIAÐIÐ Sunnudagur 17. jan. 1959 Útg.: H.í. ’Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. | MANNLEGU lífi skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði. Síðastliðinn miðviku- dag ríkti mikill fögnuður og gleði meðal íslenzku þjóðar- innar. Þá barst sú fregn út, að togarinn Úranus, sem saknað hafði verið í nær 3 sólarhringa, og mjög var tek- ið að óttast um, væri fundinn, og skipshöfn hans heil á húfi. Á föstudagskvöld kom svo Úranus í höfn og var fagnað af miklum innileik. Aldrei er lífið eins mikils virði og þeg- ar hætta hefur vofað yfir. Aldrei er gleðin yfir endur- fundum eins djúp og einlæg og þegar óttinn hefur vaknað um það, að ástvinurinn á sjónum kæmi aldrei aftur að landi. Skuggi scfrgar og saknaðar En á sama tíma sem fögn- uður og gleði ríkti yfir fundi og heimkomu Úranusar, grúfði skuggi sorgár og sakn- aðar yfir mörgum heimilum suður á Reykjanesi. Hinn 5. janúar sl. fórst vélskipið Rafnkell frá Sandgerði með 6 manna áhöfn. Fjórar konur misstu eiginmenn sína og unnusta, aldraðir foreldrar misstu syni og fyrirvinnu. Nítján börn urðu föðurlaus. Svona djúpum sárum særa sjóslysin íslenzku sjávar- byggðirnar. Rafnkell var í sínum fyrsta róðri á þessari vertíð. Skip- stjóri hans var frábær sjó- maður og kunnur aflamaður. Skipverjar hans voru sam- hentir og dugandi sjórr__.n. Að fráfalli þessara rnanna er mikið tjón, ekki aðeins fyrir heimabyggð þeirra, heldur og fyrir þjóðina í heild. Hinzta kveðja í dag er þessara vösku sjómanna minnzt í Ut- skálakirkju. Þar safnast ástvinir þeirra, frændlið, vinir og nágrannar saman til þess að kveðja þá hinztu kveðju. Þangað leita einnig hugir íslenzku þjóðarinnar. Hún þakkar hinum horfnu sjómönnum lífsstarf þeirra, um leið og hún vottar ástvinum þeirra einlæga samúð í sorg þeirra. FRELSI EÐA „LEYFI" NÝLEGA var sagt írá því her í blaðinu, að sjóskrímsli hafi rekið á land við Ferret höfða í Frakklandi. Fyrsta myndin af skrímslinu hefur nú borizt og sýnir hún er vísindamenn rannsaka hræið. Var sagt frá því í fréttinni að skrímslið líktist mest sæfíl, þótt ekki megi greina það á meðfylgj- andi mynd. Ekki er kunnugt hvað rann- SjóskrímsH sóknir á skrímslinu hafa leitt í Ijós, hvort hér er um að ræða áður óþekkta skepnu, en væntanlega berast fréttir af því fljótlega. Sjóskrímsli hafa lengi þekkst í munnmæla sögum. Hafa þau ýmist sézt a regmhafi eða við strendurn- ar. En ekki ber sögunum sam- an um útlit skrímslann'a. í sumum eru skrímslin slöngu- laga og óhemju löng. Þannig skrifar til dæmis Svíinn Olaus Magnus árið 1555 um skrímsli, sem var ein og hálf míla á lengd. önnur skrímsli eru aft- ur stutt og digur. Þetta sem nú fannst var aðeins 4 metrar á lengd, en þriggja metra breitt. UTAN UR HEIMI SORG OG GLEÐl PR JÁLS verzlun" hefur lengi verið kjörorð dug- mikilla kaupsýslumanna. — Andstæðingar frjálsrar verzl- unar og frjáls framtaks yfir- leitt, hafa með áróðri sínum reynt að læða því inn í vit- und almennings, að þegar þetta frelsi væri fengið, þá myndi skapast tækifæri til að féflétta neytendur. Með þessum málflutningi er hlutunum algerlega snúið við. Frjáls verzlun er engum til meiri hagsbóta en einmitt hinum almenna neytenda. En nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna eru það einkum ýmsir kaupmenn, sem sýna mestan áhuga á þessu mikla velferðarmáli kaupendanna? 4 Græða á höftunum Hin margvíslegu höft, sem lengi hafa verið á verzlun- inni hér á landi, hafa átt mik- inn þátt í að rýra kjör þjóð- arinnar. Erfiðleikarnir í sam- bandi við þessa skipan mála koma þó greinilegast fram í starfi þeirra, sem stunda við- skipti. En því er ekki að leyna, að það eru margir, sem græða á höftunum. Þeir, sem eru mest innundir hjá ráðum og nefndum njóta ýmiss kon- ar fyrirgreiðslu, sem öðrum stendur ekki til boða. Þegar frjálsri verzlun hefur verið komið á, eru það allt önnur lögmál, sem ráða í við- skiptalífinu. Þá hagnast þeir einir, sem geta laðað til sín viðskiptamenn með góðum vörum og góðri þjónustu og allur almenningur nýtur góðs af. —• Keppni um „leyfi<£ Dugmiklir kaupsýslumenn trúa því, að þeir geti starfað við slíkar aðstæður og eðli- lega þykir öllum heilbrigðum mönnum ólíkt skemmtilegra að keppa um að veita sem bezta þjónustu, heldur en að vera alltaf að keppa um að ná í „leyfi“. Ein af tíu AMERÍSKA kvennablaðið „Mademoiselle" hefur kjörið sænsku leikkonuna Ingrid Thulin eina af ,,tíu konum ársins“. Ingrid Thulin hefur þegar lengi staðið á toppnum í sænskr' leiklist. 1 seinni tíð hefur hún mest leikið undir stjórn kvikmyndastjórans fræga, Ingmar Bergman og hefur skipað sér sess við hlið- ina á þeim Gretu Garbo og Ingrid Bergman. Bandaríkja- menn hafa mikinn augastað á þessari ljóshærðu stúlku — enda er hinn sérstæði persónu leiki Ingrid Thulins mikil mótsetning við dúkkur Holly wood, sem sumir segja að séu allar eins. Ingrid Thulin er ekki falleg í venjulegum skilningi, en andlit hennar ljómar af per- sónuleika. Hún byrjaði leik- feril sinn með því að leika hrekkjóttar stúlkur og náði miklum vinsældum í þeim hlutverkum. En svo virðis-t sem Ingmar Bergman hafi töfrað eitthvað nýtt fram i Ingrid, umbreytt henni í seið- andi konu — á sama hátt og hann hefur breytt hinum ótelj andi fallegu, sænsku leikkon- um, og má þar nefna Ullu Jacobsson og Maj Britt Nils- son. Ingrid Thulin er ættuð frá Solleftsá, sem er eitt af nyrztu hérðuðum Svíþjóðar og fékk snemma áhuga á leiklistinni. Hún lék í nokkur ár á ýmsum stöðum í Stokkhólmi, en fékk síðan fasta stöðu við bæjar- leikhúsið í Malmö. Hún er mjög hrifin af danskri leik- list og fer oft yfir Sundið til að vera viðstödd leiksýningar þar. Af dönskum leikurum metur hún Poul Reumert mest. Fyrir nokkrum árum gerði Hollywood Ingrid gott boð og stendur það tilboð enn. En Ingrid hefur ekki í hyggju að yfirgefa Svíþjóð og segir: — — Ég fer ekki á meðan ég fæ góð hlutverk hér heima. Þó getur verið að ég samþykki að leika erlendis einstaka sinn um, jafnvel í Hollywood, en alls ekki meir . . . Ingrid Thulin í hlutverki hrekkjóttu stúlkunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.