Morgunblaðið - 26.01.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 26.01.1960, Síða 20
20 MORCVNfíLAÐIÐ Þriðjudagur 26. jan. 1959 „Jæja, hlustið þér þá vel, kæri Vinur. Pabbi vildi að við ækjum þangað í bifreiðinni. En þá er ferð inni lokið allt of fljótt og auk þess er það leiðinlegt. Þá mundi ég eftir því, að Josef hafði sagt okkur frá greifafrúnni, gamla flóninu sem átti höllina, hræðileg manneskja — og hvernig hún ók alltaf út í hestvagninum, stóra, fjórhjólaða ferðavagninum, þess- um ljósmálaða í vagnhúsinu. Bara til þess að sýna öllum að hún væri greifafrúin, lét hún beita fyrir hann, jafnvel þótt hún ætl aði ekki lengra en til stöðvarinn- ar. Enginn annar hér um slóðir hefði þorað að láta sjá sig í slík- um forngrip. .. Hugsið þér yður bara hvað það yrði gaman að aka einu sinni út, eins og gamla greifa frúin. Gamli ekillinn hennar er hérna ennþá — oh, þér hafið aldrei séð gamla manninn...... Hann er búinn að lifa hér í fjöldamörg ár á eftirlaunum. Þér hefðuð bara átt að sjá hann, þeg- ar við sögðum honum að við ætl- uðum að nota gamla ferðavagn- inn — hann staulaðist titrandi á fætur og grét af einskærri gleði yfir því að hann skyldi eiga eft- ir að lifa svo merkilegan atburð enn einu sinni. Þetta hefur allt verið undirbúið. Við leggjum af stað klukkan átta. Við förum öll mjög snemma á fætur og þér gist- ið að sjálfsögðu hérna í nótt. Þér getið ekki neitað því. Þér verðið látinn sofa í mjög skemmtilegu herbergi niðri og Piszta sækir allt sem þér þarfnist, til herbúð- anna. — Já, vel á minnst, hann verður klæddur eins og þjónn á morgun, eins og hann klæddist venjulega á dögum gömlu greifa- frúarinnar. .. Nei, engin mót- mæli. Þér verðið að gera okkur þessa ánægju. Við tökum engin mótmæli gild..“ Og þannig hélt þessu áfram. Ég hlustaði gersamlega ringlaður og hafði enn ekki áttað mig til neinn ar hlítar á þessarri óskýranlegu breytingu, sem orðið hafði á Edith. Rödd hennar var breytt og tal hennar, venjulega svo slitrótt, var nú létt og liðugt. — Andlitið, sem ég þekkti svo vel, virtist ger- samlega ummyndað, hinn sjúk- legi fölvi hafði nú þokað fyrir nýjum og hraustlegri roða. Og nú sáust engin merki um önuglyndi eða óþreyju í fasi hennar. Það var örlítið ölvuð ung stúlka sem sat fyrir framan mig með glampa í augum og fjörlegt bros á vör- um. Nauðugur viljugur varð ég líka fyrir áhrifum frá þessarri ofsagleði, sem veikti innra mót- stöðuafl mitt, eins og öll önnur víma. Kannske, sagði ég við sjálf an mig, er þetta satt eða verður satt. Kannske hef ég alls ekki blekkt hana, kannske fær hún raunverulégan bata svona fljótt. Þegar öll kurl koma til grafar, þá hef ég ekki beinlínis logið neinu, eða a .m. k. ekki miklu. Dr. Condor hefur í raun og veru lesið eitthvað um furðulega lækn ingu og hvers vegna skyldi hún þá ekki veitast þessarri glaðlegu, auðtrúa stúlku líka, þessarri til- finninganæmu veru sem varð svo hamingjusöm, svo áköf og æst, ef aðeins var minnzt á hugsanlegan bata? Hvers vegna að reyna að eyða þessarri gleði, sem hafði svo óskiljanleg áhrif á hana, bæði andlega' og líkamlega ,hvers vegna að kvelja hana með efa- semdum mínum? Hafði aumingja stúlkan ekki kvalið sjálfa sig nóg? Og alveg eins og ræðumað- ur, sem hrífst af þeim ákafa sem hans eigin, innantómu glamur- yrði vekja, þannig festi nú trúin, sem mínar eigin ýkjur sköpuðu, smátt og smátt rætur í huga mín- um. Og þegar Kekesfalva birtist loks, hitti hann okkur öll glöð og áhyggjulaus, þar sem við sát- um masandi og gerðum áætlanir rétt eins og Edith hefði nú þeg- ar fengið fullan bata. Hvar gæti hún aftur lært að sitja á hesti, spurði hún. Og myndum við liðs- foringjarnir veita henni tilsögn og hjálpa henni. Já, og ætlaði pabbi hennar nú ekki að gefa prestinum peningana, sem hann hafði lofað, til byggingar á nýju kirkjunni? Og meðan hún bar fram þessar kæruleysilegu spurn ingar, sem allar gengu út frá full- um bata hennar, sem sjálfsögð- um staðreyndum, hló hún og spaugaði svo fjörlega og ábyrgð- arlaust að andstaða mín var al- gerlega þögguð. Og það var fyrst, þegar ég var einn í her- berginu mínu um nóttina, sem ég heyrði veikt aðvörunarhögg á vegg hjarta míns: Voru vonir hennar ekki helzt til ýktar? Var það ekki skylda mín að fletta tál hjúpnum af þessarri hættulegu bjartsýni? En ég neitaði að láta þessar hugsanir stjórna orðum mínum og gerðum. Hví skyldi ég hugsa um það, hvort ég hefði sagt of mikið eða of lítið? Jafnvel þótt ég kynni að hafa gengið lengra, en heiðarlegt gat talizt, þá höfðu samt ósannindi mín gert hana hamingjusama. Og það gat aldrei verið glæpur að gera manneskju hamingjusama. Það fyr§ta sem ég heyrði, þeg- ar ég vaknaði morguninn eftir, í notalega herberginu mínu sem bjartir greislar morgunsólarinn- ar skinu inn í, var ómur af glað- legum hlátri. Ég flýtti mér að glugganum og sá allt heimilisfólk ið standa niðri í húsagarðinum og stara á hinn stóra ferðavagn gömlu greifafrúarinnar, sem ber- sýnilega hafði verið fluttur út úr vagnhúsinu um nóttina. Þetta var hinn furðulegasti fornminja- safnsgripur, smíðaður í Wien handa forföður Oroczar greifa, fyrir hundrað, jafnvel hundrað og fimmtíu árum. Meginbolur vagnsins, sem var verndaður með haglega gerðum fjöðrum fyrir höggum hinna stóru hjóla, var málaður á líkan hátt og gam- alt veggfóður, með hjarð- og lík- ingamyndum. Vafalaust höfðu lit irnir, sem voru nokkuð grófir, verið skærari og bjartari upp- runalega, en höfðu nú bliknað. Inni í hinum silkifóðraða vagni voru allskonar hugsanleg þæg- indi, svo sem lítil borð, sem hægt var að leggja saman, speglar og ilm-flöskur. f fyrstu virtist manni þetta stóra leikfang lið- innar aldar, einhvern veginn óraunverulegt, eins og leikhúsa- áhald. Vélfræðingur frá sykur-verk- smiðjunni var að bera olíu á hjól in með sérstakri vandvirkni, jafnframt því sem hann reyndi járngrindina með hamrinum sín- um. A meðan voru hestarnir fjórir, sem skreyttir höfðu verið með marglitum blómhringum og sveig um, aktygjaðir, en það verk gaf Jonak, gamla vagnstjóranum, á- gætt tækifæri til að sýna hina miklu þekkingu sína. Hann var í upplitaða einkennisbúningnum sínum og virtist furðulega lipur í snúningum, þrátt fyrir gigtina. Nú var hann að kenna yngri mönnunum, sem enga hugmynd höfðu um það, hvernig aka átti svona fereykisvagni, enda þótt þeir kynnu að ríða á hjólhesti og gætu jafnvel stjórnað bifreið, ef þess gerðist þörf. Það var líka hann, sem hafði bent matreiðslu- manninum á það kvöldið áður, að þegar greifafjölskyldan tæki þátt í fetes-champétres, þá yrði jafnvel á afskekktustu stöðum að framreiða málsverði og aðrar hressingar eins ríkulega og sam- vizkusamlega og í borðsal hall- arinnar. Undir umsjón hans var þjónninn því að láta rósofna borð dúka, þurrkur og silfurborðbún- að niður í kassa sem allir báru Orosvar-skjaldarmerkið. Það var ekki fyrr en að þessu loknu, sem kokkurinn fékk leyfi til að koma með hinar raunverulegu vistir: steikta kjúklinga og svínslæri og brauðkollur, nýbakað brauð og heil-margar flöskur, sem allar voru í stráhylkjum, svo að þær stæðust hættur hinna ósléttu vega og kæmust óbrotnar á leið- arenda. Ungur piltur var sendur sem staðgengill matreiðslumanns ins, til þess að bera á borð og hon um var valinn staður aftast í vagninum þar sem greifalegur þjónn hafði áður fyrr staðið við hliðina á einkennisbúnum manni með fjaðrahatt á höfði. Vegna allrar þessarrar við- hafnar fékk undirbúningurinn á sig leikarasvip og þar sem frétt- in um þessa undarlegu skemmti- ferð okkar hafði verið fljót að berast út um nágrennið, var eng- Skáldið og mamma litla 1) Það var hann Friðrik! Hann vill. að þrívíddar-hljómlistinni. 3) . . . . heldur hann að það sé pláss viðkomum til hans í kvöld og hlustum 2) Hvað meinar maðurinn .... fyrir þriðju víddina í þessari litlu íbúð. á nýju grammofónplötuna hans með r í ú ó 1 THATfe STRANGG... HE OW THE SAMH THING ONCE BEFORE/ SAV MARK, HOW ABOUT LETTING ME 8RING IN SOME GROCERIES FOR A CHANGE? . ^ HEV THE N PLANE/... IT'S ORCLING LOWER/ WHERE'ð SOMETHING TO FLAG HIM 1 POWN WITH? J r OKAV. SUE... SLIP ON A VOUR BATHING SUIT AND GATHER SOME OF THOSE BULRUSH ROOTS IN THE LAKE/ J TOO LATE, BARRY...HES HEADING BACK THE WAY HE CAME/ WE'RE POING OKAY, BARRY/ LET HIM GO/ Sjáðu flugvélina. Hún lækkar flugið. Hvar er eitthvað til að veifa með? Of seint Baldur, hann er far- inn aftur. Þetta var einkennilegt. Hann hefur gert nákvæmlega eins áð- ur. , Okkur gengur ágætlega Bald- ur. Lofaðu honum að fara. Heyrðu Markús, hvernig væri að leyfa mér að tína í matinn? Allt í lagi Súsanna. Farðu í baðföt og safnaðu rótum niður við vatn. inn skortur á áhorfendum til þess að vera vitni að þessarri skemmtilegu sjón. Sveitafólk i marglitum sunnudagsklæðum, hafði komið frá næstu þorpum, hrukkóttar, gamlar konur og grá hærðir karlar með hinar ómiss- andi leirpípur sínar frá þurfa- mannastofnununum. En fyrst og fremst voru það berfættu börnin heilluð og frá sér numin, sem létu augun hvarfla frá blómskreyttu hestunum upp til ökumannsins í ekilssætinu, sem lét hina leynd- ardómsfullu beizlistauma renna um visnaðar, en þó sterkar greip- ar sínar. Ekki urðu þau minna hrifin af að sjá Peszta, sem þau sáu venjulega í bláa einkennis- búningnum sínum, en sem nú stóð klæddur greifalegum þjóns- búningi með glansandi silfur- veiðihorn í hendinni, tilbúinn að gefa brottfararmerkið. — Er við höfðum snætt morgunverð, geng- um við loks út að hinu skraut- lega farartæki og uppgötvuðum okkur til hinnar mestu skemmt- unar, að við vorum sjálf langtum hversdagslegri og skrautlausari sjón, en hinn viðhafnarlegi vagn og glansandi þjónarnir. Kekes- falva var dálítið skringilegur, þegar hann klifraði stirðlega, lík- astur svörtum storki í gamla, dökka frakkanum sínum, upp í þennan vagn, sem bar skjaldar- merki annarrar ættar. Helzt hefði ég viljað sjá ungu stúlkurnar í búningum frá rococo-tímanum, með púðrað hár, svarta fegurðar- bletti á kinnunum, marglita blæ- vængi í höndum og sjálfur hefði ég eflaust orðið miklu skrautlegri útlits í skínandi hvítum reiðbún- ingi frá dögum Maríu Thereziu, en í bláa einkennisbúningnum mínum. Piszta lyfti veiðihorninu að vörum sér. Hinn hvelli hljómur þess hvað við og var svarað með bendingum og kveðjum vinnuhjú anna sem höfðu safnazt saman umhverfis vagninn. Því næst sveiflaði vagnstjórinn svipunni af mikilli leikni, svo að það kvað við hár smellur. Stóri vagninn tók snöggan kipp, svo að við köst- uðumst hlæjandi hvert í fangið á öðru. En hinn ágæti ökumaður okkar stýrði hestunum af mikilli leikni út í gegnum hliðið, sem okkur virtist nú allt í einu svo ískyggilega þröngt, þar sem við sátum í hinum breiða vagni. En allt gekk þetta eins og í sögu og á næsta andartaki vorum við komin út á þjóðveginn. , , . , . $porif> yftur hbrup fi rcilli tnaj-gra vorzjana! dÖkUÚOL (í ÖUUM «W)M! - AusfcurgtrseCi SHlItvarpiö Þriðjudagur 26. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. «— 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00—13.15 HádegisútVarp. — (12.25 Fréttir og veðurfregnir). 15.00—16.30 Midegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Tónleikar: Harmonikulög. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson kand. mag.) 20.35 Utvarpssagan: „Alexis Zorba'* eftir Nikos Kasantzakis 1 þýðingú Porgeirs Þorgeirssonar; I. lestur (Erlingur Gíslason leikari les). 21.00 Tónleikar: Þjóðlög frá Israel. 21.30 Erindi: Vormerki andlegs þroska (Grétar Fells rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.