Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 6

Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 6
6 MORCIJTSBLAÐIÐ Fímmtuclagur 4. febrúar 1960. Myndun 20 milljón doll- ara varagjaldeyrissjóðs Miiguleikar til jbess að draga úr gjald- eyriserfiðleikunum og viðskiptaófreisinu 1 GREINARGERÐ efnahagsmála frumvarps ríkisstjórnarinnar er í kaflaniim um grjaldeyris- og viðskiptamál, bent á það, að sú leiðrétting gengisskráningarinn- ar, sem frv. gerir ráð fyrir geti að sjálfsögðu ekki í einu vet- fangi leiðrétt þá erfiðu gjald- eyrisaðstöðu, sem landið er nú komið í. Jafnvel þótt greiðslu- hallinn hyrfi samstundis, gæti það tekið mörg ár að byggja upp gjaldeyrisforða að nýju, er vaeri naegilega stór til þess að gjald- eyrisviðskiptin gætu gengið með eðlilegum hætti. Allan þann tima myndu hömlur á innflutn- ingi og gjaldeyrissölu verða til þess að draga úr þjóðarfram- leiðslunni, frá því sem ella hefði getað orðið. SAMVINNA VIÐ TVÆR ALÞJÓÐASTOFNANIR Til þess að koma í veg fyrir þetta, segir í greinargerðinni, hefur ríkisstjómin snúið sér til tveggja alþjóðastofnana, sem hafa m. a. því sérstaka hlutverki að gegna að hjálpa meðlimum sínum að komast yfir gjaldeyris- örðugleika af því tagi, sem ísland á við að etja. Þessar tvær stofn- anir eru Alþjóðagjaldeyrissjóður inn í Washington og Efnahags- samvinnustofnun Evrópu í París. Hefur ísland verið meðlimur beggja þessara stofnana, frá því að þær voru settar á stofn 1944 og 1947. Fjöldi landa hefur hag- nýtt sér þann möguleika, sem þessar alþjóðlegu efnahagsmála- stofnanir veita til ýmiskonar efnahagsaðstoðar og uppbygg- ingar. L.Í.Ú. segir; Engai írekari viðræður við fœreysku sendinefndina SAMKVÆMT upplýsing- um frá Landssambandi is lenzkra útvegsmanna i gær verður ekki um frek- ari samningaviðræður milli þess og færeysku sendinefndarinnar að ræða að þessu sinni. í fyrradag gengu Fær- eyingarnir á fund LÍÚ og héldu enn fram kröfum um betri kjör til handa færeysku sjómönnunum en íslenzkir sjómenn hafa samkvæmt gildandi samn ingum. LlÚ vísaði þessum kröf um algerlega á bug. — Landssambandið er samn ingsbundið, hvað kjör sjó manna snertir, við sjó- mannafélögin í landinu og færeyskir sjómenn, sem hingað ráðast, verða að gerast félagar í sjómanna félögunum þar sem þeir hljóta vinnu. Getur LIÚ því ekki gert neina sér- samninga við þá. Þáttur LÍÚ í ráðningu Færeyinga hingað er því einvörðungu fyrirgreiðsla sem óháð er kjörum þeirra. í greinargerðinni segir síðan á þessa leið: TÓLF MILLJ. DOLLARA YFIRDRÁTTARLÁN „Ríkisstjórnin telur sjálfsagt, að ísland færi sér nú í nyt þau skilyrði, sem þátttaka þess í Efnahagssamvinnustofnuninni veitir til þess að draga úr gjald- eyriserfiðleikum landsins. Hafa átt sér stað viðræður við Efna- hagssamvinnustofnunina um þetta mál, og stendur íslandi til boða að fá yfirdráttarlán hjá Ev- rópustofnuninni til tveggja ára, er nemi allt að 12 millj. Banda- ríkjadollara. Er í þessu frum- varpi farið fram á heimild Alþingis til þess að taka þetta lán. LOSAÐ ÚR ERFIÐLEIKUM Með því að hækka „kvóta“ sinn hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og fá umrætt yfir- dráttarlán hjá Evrópusjóðn- um, myndi landinu skapast gjaldeyrisvarasjóður, er næmi um 20 millj. Bandarikjadoll- ara, eða nálægt einum þriðja af árlegum innflutningi. Þetta myndi losa Iandið úr þeim miklu gjaldeyrisörðugleikum, sem það annars myndi eiga við að stríða næstu mánuði og jafnvel ár. Þær upphæðir, sem notaðar eru af „kvótanum", eða af yfir- dráttarláninu, verða að endur- greiðast innan nokkurra ára, en á því ættu ekki að verða örðug- leikar, svo framarlega sem þær efnahagsráðstafanir, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, bera til ætlaðan árangur. Ef á þarf að halda síðar meir, er svo að nýju hægt að kaupa gjaldeyri hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, og fá yfirdráttarlán hjá Evrópusjóðn- um. Má því segja, að um varan- legan gjaldeyrisvarasjóð sé hér að ræða, sem mjög geti dregið úr þörf íslands að koma sér upp sín- um eigin gjaldeyrisvarasjóði. afnAm haftanna Með þeim gjaldeyrisvarasjóði, er þannig hefur fengizt, verður ekki lengur þörf á þeim inn- flutningshöftum, sem hér hafa lengi verið. Þessi höft hafa aldrei til lengdar megnað að draga úr heildarinnflutningi til landsins, eins og hinn mikli greiðsluhalli undanfarinna ára ber ljósast vitni. Hefur reynsla íslands í þessu efni verið sú sama og ann- arra landa. Innflutningshöftin, og þá einkum þau höft, sem bank- arnir hafa sjálfir sett á gjald- eyrisafgreiðslur, hafa hins vegar verið óhjákvæmileg nauðsyn i tímabundnum gjaldeyriskrepp- um, sem skapazt hafa vegna þess, að enginn gjaldeyrisvarasjóður var til. Þar sem slíkur varasjóð- ur verður nú fyrir hendi, verður haftanna ekki lengur þörf af þessum ástæðum. JAFNKEYPISVIÐSKIPTIN Á hinn bóginn verður nauðsyn legt að halda uppi höftum að ein- hverju leyti vegna hinna þýðing- armiklu viðskipta Islands, sem fara fram á jafnkeypisgrund- velli, einkum við Austur-Evrópu. Þessi viðskipti hafa á undanförn- um árum numið um það bil ein- um þriðja hluta af bæði útflutn- ingi og innflutningi. Ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að innflutningur frá þessum löndum myndi dragast verulega saman, ef um fulla samkeppni yrði að ræða á milli hans og inn- flutnings frá öðrum hlutum heims. En ef innflutningur minnkar frá þessum löndum, hlýtur útflutningur til þeirra að gera það einnig, og það myndi skapa atvinnulífi landsins mikla örðugleika. Af þessum sökum telur ríkisstjórnin nauðsynlegt, að þær vörur, sem að miklu leyti eru keyptar frá jafnkeypislönd- um, verði eftir sem áður háðar leyfisveitingum. 10—15% AF HEILDAR- INNFLUTNINGI I reynd myndi þetta þýða, að innflutningur þessara vöruteg- unda yrði lítt takmarkaður frá jafnkeypislöndunum eins og ver- ið hefur undanfarið, en mjög tak- markaður frá öðrum hlutum heims. Ekki er hægt að segja um það, hve mikill hluti innflutn ingsins þyrfti að vera háður leyfum, en gera má ráð fyrir, að það yrði ekki meira en 40% (að skipum og bátum ekki meðtöldum). Af þessum 40% yrði mikill hluti fluttur inn frá jafnkeypislöndunum, þannig að innflutningur sam- kvæmt leyfum frá frjálsgjald- eyrislöndum yrði varla meira en 10—15% af heildarinn- flutningi. INNLENDUR IÐNAÐUR Tillit verður einnig í þessu sambandi að taka til hagsmuna innlends iðnaðar, þar sem sumar greinar hans hafa notið allmik- illar verndar innflutningshafta. Verður framkvæmd sérstök athugun á þessu vandamáli, og er það ætlunin, að nokkur tími líði, þar til þær iðnaðarvörur verði gefnar frjálsar, er hættu- legar gætu orðið innlendum iðn- aði í samkeppni. Jafnhliða þessu verða gerðar veigamiklar breyt- ingar á stjórn gjaldeyris- og inn- flutningsmála, sem gera fram- kvæmd þeirra mála alla miklu einfaldari og ódýrari en verið hefur. Norskt björgunar- skip Norska Björgunarfélaginu bættist í síðasta mánuði nýr isbrjótur, sem einnig er einn af stærstu dráttarbátum heims ins. Er þetta björgunarskipið „Herkules“, sem verður stað- sett við Oslófjörðinn. Skipið er knúið fjórum 12 strokka díeselvélum, sem hver um sig framleiðir 1100 hestöfl, og er ganghraðinn rúmar 15 mílur. Um borð eru, auk íbúða fyrir áhöfnina, sjúkrastofur, viðgerðarverkstæði og ibúðir fyrir skipbrotsmenn. S vartagilsmáli ð fyrir hœstarétt I GÆR var tekið fyrir í Hæsta- rétti mál, sem vakti stórmikla athygli á sínum tíma, svonefnt Svartagilsmál. í októbermánuði 1957 komu þeir að Svartagili, bræðurnir Reynir og Sveinbjörn Hjaltasynir, til heimilis hér i Reykjavík. Voru þeir báðir ölv- aðir. Til átaka kom milli þeirra og Markúsar bónda Jónssonar. Allt í einu varð þess vart að eldur var laus í bænum, og varð við ekkert ráðið. Taldi Markús bóndi komumenn hafa kveikt í bænum. Voru bræðurnir hand- teknir, mál höfðað gegn þeim og í marzmánuði 1959 var í undir- rétti kveðinn upp dómur í mál- inu gegn þeim, en það höfðaði ákæruvaldið. í undirrétti var dómsniðurstaðan byggð á fram- Ægir fylgist með síldargöngu ÆGIR, skipherra Þórarinn Björnsson, fór út í morgun, til að fylgjast með göngu vetrar- síldar við Suður- og Suðvestur- land. Ætlast er til að skipið sinni þessum verkefnum í febrúar- mánuði fyrst um sinn. burði Sveinbjarnar um það, að Reynir bróðir hans hefði í ölæði borið eld að bænum á Svartagili. Var Reynir dæmdur í tveggja árra fangelsi, en Sveinbjöm í 8 mánaða fangelsi. Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti. — Talsmaður ákæruvaldsins, Þorvaldur Þórar- insson hrl., og talsmaður Svein- björns, Jón Skaftason hdl., luku ekki sóknar- og varnarræðum sínum í gærdag. Mun málflutn- ingur því halda áfram í dag og flytur þá varnarræðu fyrir Reyni, Einar B. Guðmundsson hrl. — 5KÁK HAFNARFJÖRÐUR B C ii E F G H ú.r skrifar # daqleöci lifinu | Enginn rómantískur staður Ég átti fyrir nokkrum dög- um alvarlegar viðræður við eldri borgara þessa bæjar. Það sem við höfðum aðallega áhyggjur af þann daginn, var að ekki væri nokkur heillandi staður lengur í þessum 70 þús. manna bæ, þar sem ungt fólk gæti gengið í rómantískum " hugleiðingum á síðkvöldum. Maðurinn kvaðst á sínum yngri árum hafa ,rómanserað‘ í Örfiriseynni, og hefðu marg- ir bundist þar heitum á fögr- um tunglskinskvöldum. En nú væru þar bara verksmiðjur og drasl. Velvakandi sagði, að unga fólkið hefði haft miklu meira dálæti á Tjörninni á sínum ungdómsárum. Það væri svo fjári mikið kul við sjóinn. En eldri borgarinn lýsti því þá yfir, að nú væri meira að segja búið að lýsa upp allan Hljómskálagarðinn, svo hvergi væri svo mikið sem hægt að stela einum kossi á þeirri leið. | Suður Laufásveginn Það var Tómas skáld Guð- mundsson, sem benti okkur á lausnina með ljóðlínunum „gengið suður Laufásveginn". Það er sjálfsagt það sem ung- ir borgarar þessa bæjar munu gera í framtíðinni, ganga suð- ur Laufásveginn og upp á Öskjuhlíðina. Ég hefi aldrei verið almennilega sáttur við Hitaveitugeymana þar. En nú sé ég að þeir hafa verið settir þar af mikilli forsjálni. Við þá má alltaf fá skjól á hvaða átt sem hann er, meðan horft er á tunglið og norðurljósin, og ekki er það verra að hafa kannski svolitinn yl í bakið. ABCDEFGH C D E F AKRANES 8. Ddl—f3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.