Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 12

Morgunblaðið - 04.02.1960, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. febrúar 1960 fttttfrlftMfr tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsír.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið Á ÖRLAGA- STUNDU UTAN IIR HEIMI ] De Gaulle treystir engum betur DÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fyrir Alþingi í meg- indráttum þær tillögur, sem hún hyggst gera til lausnar íslenzkum efnahagsvanda- málum. Það er því orðið al- þjóð ljóst, hver úrræði ríkis- stjórnarinnar eru. En ekkert er þó eðlilegra en að það taki almenning nokkurn tíma að kynna sér og kryfja til mergj- ar þær fjölþættu upplýsingar og greinargerðir, sem fylgja þessum tillögum. Að þeim hefur verið unnið mánuðum og jafnvel árum saman af færustu sérfræðingum þjóð- arinnar á sviði efnahagsmála. ÚTTEKT A ÞJÓÐARBÚINU Núverandi ríkisstjórn hef- ur þannig látið þá úttekt fara fram á þjóðarbúinu og efna- hagsástandinu, sem vinstri stjórnin lofaði en sveikst ger- samlega um að framkvæma. Ríkisstjórnin mun leggja á það höfuðkapp, að kynna öll- um almenningi sem bezt þær staðreyndir, sem við blasa í þessum málum. Ber brýna nauðsyn til þess að þjóðin fái aðstöðu til þess að sjá og skilja, hver raunveruleikinn er í íslenzkum efnahagsmál- um í dag. Sá skilningur og sú þekking er beinlínis for- senda þess að fólkinu verði ljós nauðsyn þeirra ráð- stafana, sem nú er verið að gera. VIÐREISN ER EKKI ÁRÁS A LÍFSKJÖRIN Kjarni viðreisnarráðstafan- anna er eins og áður hefur verið bent á, að lagt er til að hin falska gengisskráning ís- lenzkrar krónu verði afnum- in, en hún í þess stað skráð á raunverulegu gengi og fram- leiðslan síðan rekin halla- laust. Alþjóð veit að krónan er fyrir löngu fallin. Sú geng- isbreyting, sem nú er verið að framkvæma er aðeins stað- festing á því, sem verið hefur að gerast á undanförnum ár- um. Vinstri stjórnin felldi gengið að minnsta kosti tvívegis. En hún tók þann kost að dulbúa gengisfell- ingu sína og segja þjóðinni ósatt um eðli ráðstafana sinna, sem sífellt höfðu í för með sér aukna verð- bólgu. Nú er þjóðinni sagt það hreinskilnislega, hvern ig komið er fyrir henni og hvað verið er að gera. Þetta, að þjóðinni sé sagður sannleikurinn um efnahags- mál hennar, er beinlínis frum skilyrði þess að hægt sé að hefjast handa um nauðsyn- legar viðreisnarráðstafanir. Tillögur ríkisstjórnarinnar miða að því að leggja nýjan og traustari grundvöll að af- komu allra landsmanna. Þær fela þess vegna í sér viðreisn, en ekki árás á lífskjör fólks- ins, eins og kommúnistar og Framsóknarmenn halda fram í hinum tryllta áróðri sínum, gegn hverskonar viðleitni, sem miðar að því að koma þjóðarbúinu á réttan kjöl eft- ir óstjórn og öngþveiti vinstri stjórnarinnar. HÆKKUN VERÐLAGSINS Vitanlega hefur gengis- breytingin í för með sér hækkun verðlagsins og þá fyrst og fremst á erlendum vörum. Þann sannleika verð- ur hiklaust að segja þjóðinni. Það þýðir heldur ekkert að dylja hana þeirrar staðreynd- ar, að fyrst í stað geta við- reisnarráðstafanirnar þrengt kosti verulegs hóps manna í þjóðfélaginu. En af hálfu ríkisstjórnarinnar er þó meg- ináherzla lögð á það að koma í veg fyrir að efnaminnsta fólkið í landinu verði harka- lega fyrir barði hinna nauð- synlegu aðgerða. í því skyni eru eins og kunnugt er skatt- ar stórlækkaðir, bætur al- mannatrygginganna hækkað- ar stórlega til aldraðs fólks og sjúklinga. Jafnframt er barn- mörgum fjölskyldum bættur upp hækkaður framfærslu- kostnaður með stórauknum fjölskyldubótum, þannig að jafnvel er gert ráð fyrir að hjón með þrjú börn séu ekki verr sett eftir gengisbreyt- inguna en fyrir hana. Framtíð íslenzku þjóðar- innar er nú undir því kom- in að hún taki þessum nauðsynlegu viðreisnarráð stöfunum skynsamlega og af þeirri ábyrgðartilfinn- ingu, sem vel menntaðri og þroskaðri lýðræðisþjóð ber að sýna á örlagastundu. Ef hún gerir það munu þær skapa grundvöll batnandi lífskjara og farsællar fram tíðar fólksins á íslandi. M E N N munu eflaust sammála um, að það sé fyrst og fremst persónulegt áhrifavald de Gaulle og sú virðing, sem hann nýtur með þjóð sinni, sem hafi ráðið úr- slitum um það, hve giftusamlega tókst að kveða niður uppreisn- ina í Alsír á dögunum, án þess að til stórátaka drægi. En margt bendir til, að það hafi verið Paul Ely, franski herráðsforinginn, sem lagði á ráðin um þær „bar áttuaðferðir", sem beitt var við uppreisnarmennina. ★ Síðast þegar Frakkar f Alsír og franski herinn risu sameigintega gegn stjórn heimalandsins, þótt- Paul Ely, herráðsforingi ist Ely tilneyddur að segja af sér. En það var eitt af fyrstu verkum de Gaulles, er hann hafði tekið við völdum, að setja Ely aftur í öll sín embætti. — Forsetinn veit, að geti hann treyst nokkrum af samstarfs- mönnum sínum til fulls í einu og öllu, þá er það Paul Ely. ★ Ely er 62 ára gamall. Hann fæddist í Saloniki í Grikklandi, þar sem faðir hans starfaði um skeið. Sem ungur drengur dvald- ist hann á Krít um nokkurra ára skeið, og þar mun hafa vaknað með honum sá mikli áhugi á hell- enskri menningu, sem æ síðan hefir einkennt hann svo mjög. Enn þann dag í dag er það helzta tómstundagaman hans — ásamt stangaveiði — að lesa verk hinna fornu grísku meistara og rit um 'Forn-Grikki og hellenska menn- ingu. — Ely hefir sérstæða „söfn- unarástríðu“ — hann safnar sem sé köttum og bréfdúfum í stór- um stíl! — Mörgum þykir han-n bera fá einkenni hermannsins og þykir undarlegt, að hann skyldi velja sér hermennsku að ævi- starfi. ★ Ely lauk námi í St. Cyr-herskól anum árið 1919, er hann hafði gegnt herþjónustu um skeið í fyrri heimsstyrjöldinni, en hann var sæmdur heiðursmerkinu „Croix de Guerre“ fyrir vask- lega framgöngu sina á vígstöðv- unum. í síðari heimsstyrjöldinni var hann majór í landhernum. Særðist hann illa sumarið 1940, og er hægri höndin honum ónýt síðan. — Eftir að Þjóðverjar sigr- uðu bandamenn í Frakklandi, gerðist Ely einn af helztu foringj- um neðanjarðarhreyfingarinnar svonefndu og drýgði þá marga dáð. Meðal annars fór hann alloft til Englands til þess að ráðgast við de Gaulle og flytja mikilvæg boð á milli. ★ Það var Ely, sem hafði á hendi yfirherstjórn í Indókína í síðasta þætti styrjaldarinnar þar. — Þeg ar það varð ljóst í marz 1954, að herir hans myndu ekki megna að sigrast á kommúnistaherjunum, fór hann til Bandaríkjanna til þess að leita eftir frekari aðstoð Frökkum til handa. Meðan á þeim samningi stóð, varð hins vegar ljóst, að gangi stríðsins yrði ekki snúið nema beitt yrði stórum flota sprengjuflugvéla — eða jafnvel kjarnorkusprengjum. í slík stórræði vildi Bandaríkja- stjórn ekki leggja, og Ely varð að snúa aftur við svo búið — til ósigursins. ★ Eftir að þeir atburðir gerðust í Alsír, sem leiddu til valdatöku de Gaulles, hefir Ely oft í ræðu og riti lagt áherzl-u á það, að ÞEGAR Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétrikjanna heim- sótti Bandaríkin í haust sneru hjón að nafni Leonas sér til hans og báru fram bón um það, að hann sæi svo um, að börnum þeirra tveim ,sem bú- sett eru í Lithauen, yrði veitt leyfi til að heimsækja þau í Bandaríkjunum. Börnin heita Regina, sem er tvítug að aidri, og Thomas, sem er 17 ára. Þau urðu við- skila við foreldra sína fyrir 15 árum — og hafa ekki séð þau síðan. Allar tilraunir for- eldranna til þess að útvega börnunum leyfi til að heim- sækja sig, höfðu reynzt árang- urslausar. En nú hafði Krús- jeff góð orð um að kippa þessu í lag — og skömmu eftir að hann kom aftur heim til Sovétríkjanna harst Leon- as-hjónunum bréf, þar sem skýrt var frá því, að börn þeirra mundu koma til Chica- go, þar sem hjónin eru búsett, í janúar 1960. Hjónin urðu að vonum harla glöð við þessi tíðindi — og hér sjást þau hampa bréfinu frá Krúsjeff, ásamt myndum af börnum sínum ,sem síðan komu til Chicago rétt fyrir mánaðamótin. franski herinn verði að vera ut- an við öll stjórnmál — megi elcki blanda sér í þau á nokkurn hátt. — Hann hefir látið í ljós þá skoðun við de Gaulle, að megin- hluti hersins mundi ætíð hlíða þeim fyrirskipunum, sem honum væru gefnar, en jafnframt lagt á það áherzlu, að vissar skipanir gætu lamað svo einingu hersins og brotið niður siðferðisþrek hans, að erfitt yrði úr að bæta. ★ Hin „hægláta” aðferð, sem við- höfð var til þess að brjóta á bak aftur uppreisnina í Alsír á dög- unum, þykir bera því vitni, að Paul Ely hafi lagt á ráðin um, hvaða baráttuaðferðir skyldu við- hafðar gegn uppreisnarmönnum. Talið er að Paul Ely, herráðsforingi hafi lagt á ráðin um baráttuaðferð franska hersins í Alsír um daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.