Morgunblaðið - 04.02.1960, Qupperneq 14
14
MORCUNBLAÐlh
Fimmtudneur 4 febrúar 1960.
Verðhœkkun á vöru-
birgðum bönnuð
Afnám vísitölukerfisins, ábreytt fiskverð
verðlagning landbúnaðarafurða
f ÞRIÐJA kafla efnahagsmála-
frumvarps ríkisstjórnarinnar eru
ákvæðin um afnám vísitölu-
uppbóta á laun, verðlag landbún-
aðarafurða, samninga sjómanna,
nýjar álagningarreglur, bann við
verðhækkun á birgðum inn-
fluttra vara og heimild til niður-
greiðslu á verðlagi. Eru þessi
ákvæði í 23.—28. grein frv. —
Fara þær hér á eftir:
•
Afnám vísitöluuppbóta
Óheimilt er að ákveða, að
kaup, laun, þóknun, ákvæðis-
vinnutaxti eða nokkurt annað
endurgjald fyrir unnin störf skuli
fylgja breytingum vísitölu á einn
eða annan hátt. Tekur þetta til
kjarasamninga stéttarfélaga og
til allra annarra ráðningar- og
vérksamninga, svo og til launa-
reg’lugerða og launasamþykkta
allra stofnana og fyrirtækja.
ákvæði í samningum um kaup og
kj®r. gerðum fyrir gildistöku
laganna um greiðslu verðlagsupp
béitar samkvæmt vísitölu, verða
ógilt, er lög þessi taka gildi, og
sama gildir um sams konar á-
kvæði í launareglugerðum og
launasamþykktum stofnana og
ftrrirtækja.
Nú er þrátt fyrir ákvæði 1.
málsgr. þessarar gr. ákveðið í
samningi stéttarfélaga eftir gild-
istöku þessara laga, að greidd
skuli verðlagsuppbót samkvæmt
vísitölu, og er þá slíkt ákvæði
ógilt og hlutaðeigandi vinnuveit-
endum er óheimilt að fylgja því.
Háð samþykki 6 manna
nefndarinnar
Frá 1. apríl 1960 er heimilt að
hækka mjólkurverð til framleið-
enda í hlutfalli við hækkun þá á
kostnaðarhlið verðlagsgrund-
vallar landbúnaðarvara 1959—
1960, sem leiðir af ákvæðum
þessara laga. Við ákvörðun þess,
hve mikil þessi hækkun sé og
hvenær hún skuli koma til fram-
kvæmda að því er snertir ein-
staka kostnaðarliði í verðlags-
grundvellinum, skal fylgja á-
kvæðum 2. og 3. málsliðs 1. máls-
grein 6. gr. laga nr. 68/1959.
(Sex manna nefndin fær,
þannig til meðferðar, hve mikil
hækkun á mjólkurverði skuli
vera og hvenær hún skuli koma
til framkvæmda).
Samningar sjómanna
Þar til nýir samningar hafa
verið gerðir milli bátasjómanna
annars vegar og útvegsmanna
hinsvegar um skiptaverð til báta
sjómanna á þorskveiðum, skal
miða aflahluti við það skipta-
verð, sem í gildi var í febrúar-
mánuði 1959, sbr. 9. gr. laga nr.
1/1959, um niðurfærslu verðlags
og launa. Jafnframt skal, við út-
reikning á aflahlutum eftir gild-
istöku laga þessara, reikna þá
liði, sem greiðast af óskiptu sam-
kvæmt gildandi samningum við
upphaf yfirstandandi vetrarver-
tíðar, á því verðlagi, sem var fyr-
ir gildistöku laganna.
Þar til nýir samningar hafa
verið gerðir um aflaverðlaun
togarasjómanna milli þeirra ann-
ars vegar og togaraútgerðar-
manna hins vegar, skal miða
við það fiskverð, sem í gildi var
í febrúarmánuði 1959, sbr. 9. gr.
laga nr. 1/1959, um niðurfærslu
verðlags og launa.
Verðhækkun á birgðum
bönnuð
Verðlagsyfirvöld skulu þegar
eftir gildistöku þessara laga setja
nýjar reglur um álagningu í
heildsölu og smásölu á innflutt-
um vörum, er miðist við það,
að álagning í krónum hækki
ekki nema sem svarar beinni
hækkun dreifingarkostnaðar
vegna ákvæða þessara laga.
Hækkun á verði innlendra iðnað
arvara og hvers konar þjónustu
vegna ákvæða þessara laga má
ekki eiga sér stað, nema með
samþykki verðlagsyfirvalda, og
hún má ekki vera meiri en svar-
ar þeirri hækkun tilkostnaðar,
sem leiðir af ákvæðum laganna.
Sama gildir um aksturtaksta
vörubifreiða, fólksbifreiða og
sendibifreiða og um flutnings-
gjöld skipa og flugvéla.
Þ'ýzkt menning-
arkvöld um
Bert Brecht
NÆSTA þýzka menningarkvöld
í þýzka bókasafninu að Háteigs-
vegi 38 (á heimili þýzka sendi-
kennarans) verður í dag kl. 9.
Mun þýzki sendikennarinn tala
um Bertolt Brecht og skýra verk
hans, og verður leikin hljóm-
plata með þáttum úr Túskildings
óperunni (Dreigroschenoper).
Bert Brecht, sem dó 1956 að-
eins 58 ára að aldri, var þekkt-
asta leikritaskáld Þjóðverja á
okkar tímum. Hann var aðalfröm
uður hinnar nýju leiklistar-
stefnu, sem kölluð er „episches
Theater". Um 1930 gekk hann i
kommúnistaflokkinn, og á valda
tímum Hitlers flúði hann til út-
landa og skrifaði þar nokkur af
þekktustu verkum sínum. Eftir
stríð varð hann leikhússtjóri í
Austur-Berlín. Sum af verkum
hans voru ekki aðeins leikin um
allt Þýzkaland, heldur einnig er-
lendis. Margir íslendingar hafa
séð Túskildingsóperuna, sem
leikin var hér í fyrra.
Þýzk menningarkvöld eru
fyrsta fimmtudag á hverjum
mánuði. Var áður fjallað um
Thomas Mann og Gottfried Benn.
Öllum er heimill aðgangur.
Bannað er að hækka verð á
birgöum innfluttra vara, sem
greiddar hafa verið á eldra
gengi, o3- sama gildir um verð
á birgðum iðnaðarvara, sem
framleiddar eru úr efni, sem
greitt hefur verið á eldra
gengi. Til birgða teljast í
þessu sambandi vörur greidd-
ar á eldra gengi, sem ekki
eru komnar í hendur innfiytj-
enda.
Ríkisstjórninni er heimilt að
verja fé úr ríkissjöði til þess að
halda niðri verði á vörum og
þjónustu.
Mr. R. J. Edwards og Mr. W. J. Owen.
Þeir flytja mál íslands
í brezka þinginu
EINS og frá hefur verið skýrt í
Morgunblaðinu eru hér staddir í
boði SÍS tveir brezkir þingmenn,
þeir William James Owen, þing-
maður fyrir Northumberland og
Robert J. Edwards þingmaður
fyrir Staffordshire.
f FYRRADAG bauð forstjóri
SÍS, Erlendur Einarsson, frétta-
mönnum að ræða við þingmenn-
ina á stjórnarskrifstofu sam-
bandsins.
Sagði hann, að ástæðan til
heimboðs gestanna væri sú, að
þeir væru báðir þingmenn
þess arms verkamannaflokks-
ins brezka, sem aðhylltist
samvinnustefnu frekar en þjóð-
nýtingarstefnu svo og að þeir
væru málsvarar íslands í fisk-
veiðideilunni. Þar sem allar upp-
lýsingar um fiskveiðideiluna,
sem fram kæmu í Englandi væru
nokkuð tilfærðar Bretum í hag,
hefði sér fundizt vel til fallið
að bjóða þessum mönnum að
kynnast málinu frá sjónarhóli ís-
lendinga.
Þingmennirnir hafa ferðazt
nokkuð um á vegum SÍS og skoð-
að fyrirtæki þess í Reykjavík,
á Selfossi og á Akureyri.
Þá flugu þeir yfir fiskimiðin
í flugvél Landheigisgæzlunnar.
Sögðust þeir ekki hafa séð neina
brezka togara, en herskipin
hefðu lónað ein og yfirgefin úti
fyrir ströndinni.
Þegar þingmennimir voru
spurðir um álit þeirra á landhelg
isdeilunni, tóku þeir skýrt fram,
að þeir töluðu ekki sem málflyt-
jendur stjórnar sinnar eða flokks,
Heimdallarfundur:
Fræðslulöggjöfin
Heimdallur, F. U. S. efnir í kvöld um málfundum, sem Heimdallur
til fundar um fræðslulöggjöfina
með tilliti til breytinga á henni.
Lúðvík
Stefán
Verður fundurlnn haldinn í Val-
höll við Suðurgötu og hefst kl.
20,30.
Framsögumenn fundarins verða
fjórir: Jakob R. Möller mennta-
skólanemi, Haraldur Gísla-
son verzlunarskólanemi, Lúðvík
Karlsson landsprófsnemi og Stef
án Snæbjörnsson iðnnemi. Að
loknum ræðum þeirra verða
frjálsar umræður.
Er fundur þessi annar af fjór-
efnir til á þessum vetri. Var
hinn fyrsti haldinn fyrir hálfum
mánuði. Umræðuefni þess fundar
var þegnskylda. Tóku margir til
máls og urðu umræður fjörugar.
Fundurinn í kvöld hefst eins
og áður er sagt kl. 20.30. Allir
Heimdellingar, og þá einkum
skólamenn, eru velkomnir á
fundinn.
heldur einungis sem tveir ein-
staklingar. En sem slíkir sögðust
þeir harma það mjög, hversu
deila Breta og íslendinga hefði
orðið alvarleg. Sögðust þeir hafa
fengið mun betri skilning á sjón-
armiðum fslendinga, bæði af því
að tala við íslenzka fiskimenn
strandgæzlumenn og ráðamenn
þjóðarinnar, en þeir hafa hitt hér
að máli þingmenn úr öllum þing-
flokkum.
Sögðust þeir nú skilja hve mik
ilvægt það væri fyrir efnahags-
afkomu íslenzku þjóðarinnar, að
hafa strangt eftirlit með fiski-
stofninum.
Þingmennirnir ætla að flytja
málið fyrir Neðri deild brezka
þingsins er heim kemur og
kváðust vona, að það hefði ein-
hver áhrif í þá átt, að sanngjarn-
ari stefna verði upp tekin af
hálfu Englandsstjórnar á fisk-
veiðiráðstefnunni í Genf.
Þeir Owen og Edwards skoð-
uðu hér einnig gróðurhús. Ed-
wards, sem er efnafræðingur að
menntun, tók sérstaklega fram,
að fslendingar ættu mikla auð-
lind, þar sem heita vatnið værL
Kvað hann mjög æskilegt fyrir
íslendinga að hagnýta hana
til hins ýtrasta og væri hún á-
reiðanlega þess virði að til hag-
nýtingar hennar væri varið
nokkru fé.
Þingmennirnir héldu heim-
leiðis í gær.
Allt brann á skommum tíma
GRUNDARFIRÐI, 3. febrúar —
Kl. 19 sl. mánudag kom upp eld-
ur í geymsluhúsi verzlunarfélags
ins Grund h.f. og brann það til
grunna á skömmum tíma. Lög-
reglurannsókn hefur farið fram
og kom ekki í ljós neitt, sem
benti á sérstök eldsupptök, en
allar líkur benda til þess að
kviknað hafi í út frá rafmagni.
Haraldur
Donir og
Norðmenn bíða
— segir Unden
STOKKHÓLMI 2 febrúar: —
Unden, utanríkisráðherra Svía,
sagði í dag, að ástæða sé tii að
ætla, að hvorki Norðmenn né
Danir muni færa út lögsögu-
landhelgi sína né fiskveiðiland-
helgi fyrr en árangur Genfai-ráð
stefnunnar verður Ijós. Ráðherr-
ann sagði, að álit Svía væri það,
að einstök ríki gætu ekki fært út
landhelgi sína nema hægt væn að
færa fram söguleg réttmdí.
Sænska stjórnin lýsti sig andvíga
því, að fiskveiðilandhelgi ríkja
nái út fyrir lögsögulandhelgina.
R-11171
hœsta
númerið
Á HVERJUM degi eru sem kunn
ugt er skráðir fleiri eða færri
bílar, ýmist nýir eða gamlir,
sem eigendaskipti hafa orðið að.
í gærdag var sett í umferð
hæsta Reykjavíkur-númer, sem
nú er á bíl. Platan ber númerið
R—11171.
Giskað er á, að bílar hér í
Reykjavík séu nú um 9000.
í húsinu var geymd þurr
skreið, ýmis áhöld og verzlunar-
vörur tilheyrandi Grund h.f., svo
og veiðarfæri tveggja báta.
í Grundarfirði er slökkvilið og
ein dæla til að slökva eld með,
en í þessu tilfelli var hún ekki
starfhæf sakir bilunar, þótt spgja
megi að það hefði ekki skipt
miklu máli, þar sem húsið var
alelda, er að var komið. Mikill
mannsöfnuður streymdi að bruna
staðnum þegar eftir kl. 19 og
10—15 mín. síðar féll þak hús-
ins og áður en klukkutími var
liðinn var allt brunnið. Vakað
var yfir brunarústunum næstu
nótt á eftir, til að forða nær-
liggjandi mannvirkjum.
Hús og það sem í því var, var
vátryggt.
Fimmtugur
Árni Bjarnarson
Akureyri
f DAG er Árni Bjarnarson bók-
útgefandi á Akureyri 50 ára.
Sakir rúmleysis í blaðinu verð-
ur afmælisgrein um hann að
bíða birtingar.