Morgunblaðið - 04.02.1960, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.02.1960, Qupperneq 17
Fimmtudagur 4. febrúar 1960. M O n G V N Tt r 4 fí IÐ 17 — Reynf að sföðvo Framhald af bls. 13. einkum eru bornir af öðrum. • Tenging kaups og vísitölu afnumin Jafnhliffa |>essu er lagt til, að tenging kaups við vísitölu framfærslukostnaðar sé num- in úr gildi. Þetta er nauðsyn- legt til þess að gera þá breyt- ingu tekjuskiptingarinnar, sem að framan getur, raun- haffa, og koma í veg fyrir þá öru verðbólguþróun, sem ann ars myndi hljótast af víxl- hækkunum verðlags og kaup- gjalds. Um þetta atriði eru á- kvæði í 24. gr. frumvarpsins. Það leiðir beinlínis af fyrir- komulagi, sem lögákveðið hefur verið hér á landi frá 1943 varð- andi verðlagningu landbúnaðar- afurða, að á meðan kaup verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna breytist ekki, breytist ekki kaup bóndans, og verð land búnaðarafurða hækkar ekki af þeim sökum. Á hinn bóginn verða bændur til samræmis við aðra að fá endurgreiddar í hærra vöruverði þær hækkanir á kostn aði rekstrarvöru sinnar, sem af gengisbreytingunni leiða. Um þetta atriði eru ákvæði í 25. gr. frumvarpsins. • Sérstaða togarasjómanna í samræmi við það, að kaup- hækkanir eiga sér ekki stað vegna þeirrar hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar, sem af gengisbreytingunni leiðir, er ekki gert ráð fyrir, að bátasjó- menn og togarasjómenn fái neina kauphækkun vegna þeirrar hækkunar fiskverðs, sem geng- isbreytingin hefur í för með sér. Um þetta eru ákvæði í 26. og 27. gr. frumvarpsins. Eins og drepið var á hér að framan, er ríkis- stjórnin þó þeirrar skoðunar, að togarasj ómenn hafi sérstöðu sam anborið við aðra launþega. l>eir hafa á undanförnu ári orðið fyr- ir tekjurýrnun, sem beinlínis stendur í sambandi við útfærslu landhelginnar. Það er ekki rétt- látt, að ráðstafanir, sem gerðar eru með framtíðarhagsmuni allr- ar þjóðarinnar fyrir augum, bitni þannig beinlínis á einni stétt manna. Ríkisstjórnin telur, að sú bætta afkoma togaranna, sem af gengisbreytingunni leið- ir, muni gera það kleift að hækka tekjur togarasjómanna. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórn- in ekki viljað setja ákvæði um þetta atriði í það frumvarp, sem faér liggur fyrir, heldur talið eðlilegast, að um það væri sam- ið á milli togaraeigenda og sjó- manna sjálfra. • Farmenn og flugmenn Þá hafa farmenn og flugmenn einnig nokkra sérstöðu í sam- bandi við efnahagsráðstafanirn- ar. Þeir hafa fengið huta launa sinna greiddan í erlendum gjald eyri með 30% yfirfærslugjaldi, þar sem skipafélögin og flugfé- lögin hafa tekið að sér greiðslu 25% af 55% yfirfærslugjaldinu. Þetta er vandamál, sem 'ráða verður fram úr með frjálsum samningum milli aðila og greiða léikvæði 28. gr. þessa frumvarps fyrir þeim samningum. • Aðstaffa námsmanna Um íslenzka námsmenn er- lendis gildir að sínu leyti svipað og um farmenn og flugmenn, að þeir hafa getað keypt erlendan gjaldeyri á sérstaklega hagstæðu gengi. Þau fríðindi munu nú að sjálfsögðu falla niður. Hefur ver ið ráð fyrir því gert í fjárlaga- frumvarpinu, að námsmönnum verði þetta bætt að nokkru með því, að námsstyrkir hækki í sama hlutfalli og verð hins er- lenda gjaldeyris, Þannig að styrkirnir geti haldizt óbreyttir í erlendum gjaldeyri, þrótt fyrir gengisbreytinguna. • Frjálsir samningar Engin ákvæði er aff finna í þessu frumvarpi varðandi grunnlaun. Ákvörðun þeirra verffur eftir sem áffur háff frjálsum samningum á milli atvinnurekenda og stéttarfé- laga. Þrátt fyrir þetta getur ekki hjá því farið, að viðhorfið í launamálum verði annað að lok- inni framkvæmd þeirra ráðstaf- ana, sem hér er gert ráð fyrir, heldur en það hefur verið um langt skeið undanfarið. Útflytj- endur hafa um margra ára skeið talið öruggt, að þeir gætu fengið sérhverja launahækkun, er þeir veittu starfsmönnum sínum, jafn aða með hækkun útflutnings- bóta. Á sama hátt hafa aðrir at- vinnurekendur miðað við það, að þeir gætu fengið sérhverja launahækkun endurgreidda í hækkuðu verði á vörum sínum og þjónustu. Þetta hefur orðið til þess, að æ ofan í æ hefur verið samið um launahækkanir, sem ekki áttu sér stoð í aukn- um framleiðslutekjum, og ekki gátu heldur leitt til breyttrar tekjuskiptingar þjóðarinnar. Slík ar launahækkanir eru launþeg- um gagnslausar, en leiða hins vegar til verðbólgu, og hafa þannig hinar alvarlegustu afleið ingar fyrir efnahagslíf landsins, þegar til lengdar lætur. • Grundvöllur Iaunahækkana Ríkisstjórnin telur, aff meff þeim ráffstöfunum í efnahagsmál um, sem þetta frumvarp felur í sér, muni nýtt viffhorf skapast. Útflytjendur verffa framvegis aff sæta ríkjandi gengi og geta ekki fengið aukinn launakostnað end- urgreiddan í hækkuðum útflutn ingsbótum. Þá er þaff einnig ætl- un rikisstjórnarinnar aff leyfa engar verffhækkanir á innlend- um vörum og þjónustu vegna launahækkana. Meff þessu móti getur því aðeins skapazt grund- völlur fyrir launahækkunum, að um sé að ræffa aukningu fram- leiðslutekna, sem launþeginn njóti góffs af fyrir sitt leyti í hækkuðu kaupi. Það er lika að- eins meff þessu móti, sem launa- hækkanir geta orðið launþegum til raunverulegra hagsbóta. Rússar lartgf á undan — segir von Braun Washington, 2. febrúar. — Eld- flaugasérfræðingurinn Wernher. von Braun sagffi í dag, aff síff- ustu eldflaugatilraunir Rússa hefðu sannaú' og sýnt, að þeir væru mörgum árum á undan Bandarikjamönnum í smíði lang- drægra eldflauga. Spáði hann því, að á þessu ári mundu Rússar koma mannaðri eldflaug á braut umhverfis jörðu og senda rannsóknartæki til tunglsins. Sagði hann, að Saturn- eldflaugin, sem Bandaríkjamenn hefðu á prjónunum, væri senni- lega helmingi minni en þær, sem Rússar væru að fullgera. Saturn yrði langstærsta eldflaug Banda- ríkjanna, en áætlað hefði verið, að hún yrði ekki fullreynd fyrr en 1964. Hægt yrði þó að flýta verkinu vegna aukinnar fjárveit- ingar Eisenhowérs. Saturn mun hafa afl, sem samsvarar 1,5 millj. pundum. — Ferðapistlar Framh. af bls. 8 blasir við manni í sinni síungu tign og ég hlakka til hins langa sumars sem ég á fyrir höndum í splríkju Attíku. Það er dálítið skrýtið til þess að hugsa, að á þessu fjögra sól- arhringa ferðalagi hef ég í raun- inni ferðazt um allar íslenzku árstíðirnar. Haustkalsi í París og Norður-ítalíu, vetrarhörkur í Júgóslavíu, indælt vorveður í Makedoníu og Þessalóníku og loks bezta íslenzkt sumarveður í Aþenu. Þrátt fyrir allt og allt sé ég ekki eftir þessu stranga ferða- lagi sem stundum var hart nær óþolandi. Það er alltaf nokkurs virði eftir á að vera nýrri reynslu ríkarL Efnahagsmálaráðuneyfið stofnað vonum seinna Frá umræðum á Alþingi EFN AH AGSMÁL ARÁÐU - NEYTIÐ nýja og ráðuneytis- stjórinn voru til umræðu á fundi sameinaðs þings í gær. Var tilefni umræðnanna fyr- irspurn frá Ólafi Jóhannes- syni um hver lagaheimild hefði verið fyrir stofnun ráðu Hrafnhildur Þórarinsdóttir. Starfs- frœðsla EINN af yngstu skólum Reykjavíkurbæjar er Haga- skólinn við Fornhaga. Hann er gagnfræðaskóli, sem hefur hátt á fjórða hundrað nemendur á skyldualdri en einnig stúlkur í 3. og 4. bekk. Er það einskonar verzlunar- deild, þar sem einkum er lögð áherzla á að búa stúlkurnar undir vinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. Er þeim kennd bókfærzla, vélritun, mál og ýmis hagnýt störf. Jafnframt náminu í fjórða bekk vinna stúlkurnar úti hja ýmsum stórfyrirtækjum í bæn um. Vinna þær yfirleitt tvo tíma á dag, alls í sex vikur. Ætlunin er að þær kynr.ist þ?annig ýmsum störfum, sem unnin eru í þessari at- Jónína Jónsdóttir. vinnugrein. Ein þessara stúlkna afgreiddi okur í Vest- urveri í gær. — Eina skrifblokk, takk — litla með gormi. — Ekki til, segir hún, en kemur með eina miðlungs- stóra, þessar eru minnstar. — Látum svo vera. Hvað heitir þú? — Hrafnhildur Þórarins- dóttir. — Ertu í fjórða bekk? — Já, verð gagnfræðingur í vor. — Hvað tekur svo við? Ætl- arðu í annan skóla? —Nei, sennilega ekki, nema þá húsmæðraskóla. — Hvernig líkar þér að vinna í búð? — Ágætlega, en við erum núna aðeins 5 daga á hverjum stað. Ég gæti vel hugsað mér að vera áfram, sagði Hrafn- hildur að lokum. í Verzlunarsparisjóðnum voru tvær stúlkur úr sama bekk. Þegar við komum inn og spurðum hverjar þær væru, var okkur bent á eina, sem greinilega var niðursokk- in í vinnu sína. Hún varð okk- ar ekki vör fyrr en ljósmynd- arinn hóaði í hana um leið og hann smellti af. — Fyrirgefðu að við réð- umst svona að þér. Hvað heit- ir þú? — Jónína Jónsdóttir. — Hvað ertu að gera? — Reikna út sparisjóðs- vexti. — Er það skemmtilegt verk? — Já, ágætt. Ég vildi gjarnan vinna við það lengur. — Ætlarðu að læra eitthvað meira? — Nei. neytisins og ádei’.a á rikis- stjórnina fyrir stofnun þess. Urðu allsnarpar umræður og var flutt 21 ræða um málið á fundinum. Af hálfu stjórnarandstöðunnar töluðu auk fyrirspyrjandans Ey- steinn Jónsson, Þórarinn Þórar- insson og Halldór E. Sigurðsson. Töldu þeir enga lagaheimild hafa verið fyrir stofnun ráðuneytisins og lög um embætti og skyldur starfsmanna ríkis og bæja hefðu verið brotin, er starf ráðuneytis- stjórans var ekki auglýst. Þá taldi einn þeirra stofnun efna- hagsmálaráðuneytisins algerlega óþarfa og hefði verið nær að fela Hagstofunni starf þess. Af hálfu ríkisstjórnarinnar töl uðu forsætisráðherra, dómsmála- ráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra. Bentu þeir á, að af 9 ráðuneytum hefðu fjög- ur verið stofnuð með lögum, en fimm án sérstakrar lagaheimild- ar. Sú framkvæmd hefði aldrei verið gagnrýnd og eftir venju- legri túlkun á stjórnarathöfnum mundi svo margendurtekið for- dæmi, án aðfinnslu eða brigzla, næg heimild fyrir stofnun hins nýja ráðuneytis meðan ekki væri sett önnur löggjöf. Hins vegar rriinntu þeir á, að Bjarni Bene- diktsson hefði á þingi 1957 flutt tillögu um að skipuð yrði milli- þinganefnd til endurskipuleggja og hafa eftirlit með stjórnarráð- inu, en það hefði þá mætt and- stöðu V- stjórnarinna'r undir for- ystu Eysteins Jónssonar. Starf ráðuneytisstj órans hefði ekki ver ið stofnað um leið og ráðuneytið. Hann hefði verið ráðinn í tíð V- stjórnarinnar og hefði sömu kjör nú og þá hefði verið samið um og aðeins væri um breytingu á starfi hans og ræða og því ekki ástæða til að auglýsa það. Talsmenn stjórnarinnar viku nokkuð að brýnni nauðsyn hins nýja ráðuneytis, sem stofnað væri vonum seinna. Kváðu þeir það hafa verið mikið happ fyrir þjóðina, er Jónas Haralz réðist í þágu íslenzka ríkisins og væri rík ástæða til að stuðla að þvi að hans nyti þar við sem lengst. Það væri fjarstæðukennd hugs- un að halda að Hagstofan gæti tekið að sér störf efnahagsráðu- neytisins, því hennar verksvið væri allt annað. — Arabia Framh. aí bls. 11 geta menn notið þess að drekka tært og kalt vatn, að vísu með svolitlu saltbragði. Þar getur maður keypt af Bedúínunum lamb og þeir eru til með að slátra því fyrir mann á stund- inni og flá það. Þar getur mað- ur síðan keypt heilmikið af döðl- um fyrir lítinn pening, farið með þær til tjaldbúða sinna út í jaðri vinjarinnar og kveikt upp bál, þar sem maður getur steikt lambið með sama hætti og Bedú- ínarnir gera það. Sólin gengur til viðar og maður undrast og hrífst af kyrrðinni, sem kemur yfir vinina. Við sólarlag fer Arabapresturinn, Múezzininn, að syngja og kalla til hinna sann- trúuðu ofan úr mínarettunni. — Hann syngur vers úr kóraninum með sinni einhljóma rödd en þó að sumu leyti lagrænni. Þetta er bezti tími dagsins, vegna þess að svalur vindur, eða kannski „ekki eins heitur" kemur frá eyðimörkinni og maður finnur ljóðrænu hinna gömlu Austur- landa, þar sem hún svifur yfir hinum gömlu rústum vinjar- innar. Domenico Palmara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.