Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 22
22
M Oti C1I1S ni 4 ÐJÐ
Fimmtudagur 4. febrúar 1960.
Gabbaði slökkviliðið
á Slökkvistöðina og var sagt í
símann barnalegri röddu að hús-
ið við Skipholt 18 væri alelda.
Þótti slökkviliðsmönnum strax
kall þetta vafasamt, en eigi að
síður voru 3 mannaðir slökkvi-
liðsbílar sendir á vettvang eins
og venjulegt útkall væri um að
ræða.
Sími Slökkvistöðvarinnar var
þó ekki tekinn úr sambandi fyrr
en rannsóknarlögreglunni hafði
verið gert aðvart og tókst henni
að upplýsa hvaðan hringt var.
Enginn eldur hafði komið upp í
Skipholti 18.
Reyndist vera 12 ára drengur
Það reyndist vera 12 ára dreng
ur, er hringt hafði úr húsi
skammt frá Skipholti 18. Hafði
hann komist. í síma þegar mað-
ur, sem bjó í herberginu, er hann
hringdi úr, brá sér frá.
Sú deild rannsóknarlögreglunn
ar, sem fjallar um afbrot barna
hefir nú mál þetta til meðferðar.
De Caulle
hreinsar til
PARÍS, 3. febr. — (Reuter) —
Báðar deildir franska þingsins
hafa nú samþykkt að veita de
Gaulle úrskurðarvald næstu tólf
mánuði. Fær hann þar með víð-
tækari völd en nokkrum leiðtoga
lýðræðisríkis hafa verið veitt í
Evrópu í sögu seinni tíma.
De Gaulle kveðst nota þessi
miklu völd til þess m. a. að
hreinsa til meðal embættis-
manna, herstjórnar og ríkis-
starfsmanna í Alsír.
Málið upplýst
LOKSINS hefir tekizt að haf
upp á einum þeirra, er stunda
þann dýra og smekklausa leik
að gabba slökkviliðið, en um
slíkt hefir talsvert verið að und-
anförnu. Var hér um að ræða
unglingspilt, er kallaði út slökkvi
liðið með símahringingu.
Þótti grunsamlegt
Um kl. 7 í gærkvöldi var hringt
stjórnin hefur nú lagt fram, eða
er í þann veginn að leggja fram.
Séð yfir sal Sjálfstæðishússins á hinum glæsilega Varðarfundi í gærkvöldi. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
— Ræða Ólafs
T hors
Framh. af bls. 1.
Næst vék forsætisráðherra að
gjaldeyrisstöðunni og sannaði að
frá árslokum 1954 hefði hún
versnað um 300 milljónir. í þeim
efnum væru fslendingar einnig
lélegastir allra þjóða, sem kunn-
ugt væri um, að einni til tveim-
ur undanskildum, enda hefði
engu mátt muna að landið héfði
lent í greiðsluþrot um sl. áramót.
Bótakerfið dauðadæmt
Þar næst rakti forsætisráð-
herra -neð skýrum rökum, að
bótakerfið byggðist beinlínis
á auknum erlendum lánum og
versnandi gjaldeyrisstöðum.
Engin lán væru hins vegar fá-
anleg að óbreyttu kerfi. Þetta
skæri úr að kerfið væri dauða
dæmt þó ekki væri annað.
Ræðumaður færði þar næst
fram ýmis önnur rök, sem
sýndu veilurnar í þessu dauða
dæmda kerfi.
— Kerfið er því dauðadæmt,
sagði ræðumaður, en hvað á að
koma í staðinn? Sýndi hann fram
á, að ekki væri um annað að
ræða en að viðurkenna það fall
krónunnar, sem raunverulega
væri á orðin, en það væri um
20% miðað við núverandi meðal-
gengi útflutningsins. Væri miðað
við innflutninginn, væri gengis-
fallið hins vegar allmiklu meira.
Af þessu hlyti að leiða mikla
hækkun á vöruverði. Sú lækk-
Un krónunnar, sem V-stjórnin
hefði viðurkennt 1958 hefði
þó verið miklu meiri. Vísitölu-
hækkun, sem af þessu leiddi yrði
um 13 stig. Hún yrði hins vegar
greidd niður í tæp 3 stig og væru
allar niðurgreiðslur miðaðar við
að fjölskyldufólk, þ. e. hjón með
3 börn, aldrað fólk og öryrkjar
þyrftu engar byrðar að axla.
★ Skattalögin
Þá gerði ráðherrann grein fyrir
breytingum á • skattalögunum.
Drap á væntanlegt verzlunar-
frelsi, breytingar á tryggingar-
löggjöf og önnur helztu megin-
atriði þeirra frumvarpa, sem
Fórnir í bili óumflýjanlegar
Lauk forsætisráðherra hinni
ítarlegu og greinargóðu ræðu
sinni með því að skora á menn
að kynna sér málið til hlítar.
Þjóðin yrði að gera sér ljóst,
að með engu móti yrði um-
flúið að færa nokkrar fórnir
í bili. Á öllu riði að þjóðin
tæki þessum ráðstöfunum vel.
Ef hún gerði það mundiu fórn-
irnar verða tiltölulega
skammar og sóknin til auk-
ins öryggis og bættra lífskjara
ekki örðug eða löng. Ef hins
vegar þjóðin snerist öndverð
gegn þessum ráðstöfunum,
væri það eins víst og nótt
fylgdi degi að hennar biði
miklir og langvarandi örðug-
leikar og atvinnuleysi.
Ræðu forsætisráðherra var af-
burðavel tekið með miklu og
langvarandi lófataki. Fleiri tóku
ekki til máls sem raunar var ekki
kyn eftir hina yfirgripsmiklu
og ítursnjöllu framsöguræðu. Var
það mál manna að fundur þessi
hefði verið með allra glæsileg-
ustu Varðarfundum.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
Skyldi hann hanga í lausu lofti? Eða er hann galdra-
maður, sem hefur gert hluta af myndinni ósýnileg-
an? Það getur svo sem vel verið, því að þetta er
sirkussýning.
Reyndu að draga strik frá 1—45 og þá muntu sjá,
hvað það er, sem ekki sézt á myndinni.
hvort hún vildi ekki eiga
sína brúðu. „Nei“, æpti
Siddý. „Við getum átt
hana saman" sagði Rósa
„svo á ég líka aðra heima,
hún er nú ekki falleg en
ég get vel átt hana ef þú
vilt þessa“ bætti Rósa
við. „Nei, farðu frá mér,
þetta er allt þér að kenna,
hver heldurðu að vilji
irusludúkkuna þína“ org
iði Siddý. Rósa fór kjökr
andi heim til sín og hinar
fóru hver í sína átt.
Seinna um daginn kom
bílstjórinn með nýja
brúðu og gaf Siddý og
rétt á eftir kom pabbi
hennar heim úr vinnunni
með aðra. En þá fór
Siddý að hugsa um, hvað
allir væru góðir við sig
og fór að bera saman
hlutskipti sitt og Rósu.
Hún sá nú eftir, hvað
hún hafði verið vond.
Hún pakkaði annarri
brúðunni inn og skrifaði
utan á pakkann: Til Rósu,
frá verstu stelpu á ís-
landi. Svo sendi hún bróð
ur sinn með pakkann til
Rósu. Auðvitað varð Rósa
alveg í sjöunda himni.
Hún þakkaði drengnum,
hún hljóp og þakkaði
Siddý og hún þakkaði
líka guði í hljóði fyrir að
hafa getað afstýrt því að
Siddý lenti undir bílnum.
Upp frá þessu urðu þær
Siddý og Rósa beztu vin-
konur. Siddý komst að
því, að það er ekki allt
fengið með því að eiga fal
legar brúður.
Bigurður Grétarsson.
Skipalæk.
í síðasta blaði birtum
við nokkrar af skrítlun-
um, sem Guðrún Olga
Clausen sendi Lesbók-
inni. Hérna eru þær af
skritlum hennar, sem
ekki komust í blaðið síð-
ast:
Kennari: — Hvað er
beinagreind, Kalli?
Kalli: — Það er maður,
þegar búið er að taka inn-
yflin úr honum og snúa
ranghverfunni út.
★
— Anna, komdu strax
upp til að þvo þér kall-
aði mamma ofan af iofti.
— Ég vil ekki þvo mér,
svaraði Anna, fjögurra
ára hnyðra. Lofaðu henni
að þvo sér hérna niðri bjá
mér, sagði amma. Það er
alveg sama.
— Nei, sagði mamma
ákveðin. Hún á að iæra
að hiýða og koma upp,
þegar ég segi henni það.
Anna fetaði upp stigann
og var þungt hugsandi,
kom beint til mömmu og
spurði:
— Átt þú ekki Hka að
hlýða mömmu þinni?
★
Mamma: — Hvernig í
ósköpunum stendur á
þessu, allur rjóminn horf-
inn úr skálinni!
Ási: — É-é-ég veit það
ekki, mamma, en ég sá,
að hún kisa alveg kaf-
roðnaði, þegar ég korn
inn.
★
— Óttalega er harm lít-
ill hann bróðir þinn!
— Já, en hann er ekki
nema hálfbróðir minn.
★
Vertu svo blessuð og
sæl.
Guðrún Olga Clausen,
9 ára, Reykjavík.
vntu
skrita
mér
Ingibjörg Hallgríms-
dóttir, Búðardal, Laxár-
dal, Dalasýslu, óskar að
skrifast á við dreng eða
stúiku 13—14 ára, Skúli
Ljáðu mér vængi
Ur fyrstu sögu flugsins
15. „Graf Zeppelin" var
eitt hinna fáu loftskipa,
sem endaði ævi sína á
friðsamlegan hátt. Síðast
var því „lagt upp“ í
geypistóru skýli, þar sem
um ein milljón manna
kom til að skoða það.
Næsta stóra loftskipið,
sem Þjóðverjar byggðu,
„Hindenburg“, sprakk við
lendingu i Bandaríkjun-
um árið 1937. í því slysi
fórust 36 manns. Þjóð-
A. Sigurðsson, Skóla-
stræti 1, Sandgerði og
Guðmundur E. Friðriks-
son, Fagurhlíð, Sand-
gerði, við pilta eða stúlk-
ur, 11—13 ára og Sess-
elja Hákonardóttir Sunnu
braut 18, Akranesi, við
pilt eða stúlku 12—14
ára.
verjar gáfust þá upp á að
smíða'fleiri loftskip.
Svipaða sögu var að
segja um loftskip Banda-
ríkjamanna. Tvö brotn-
uðu í lofti, það þriðja
lenti í hvirfilbyl yfir
Atlanzhafi, þar sem 78
manns fórust og eitt fórst
yfir Kyrrahafi, Banda-
rikjamenn hættu nú
einnig að byggja stór
loftskip.
Skrítla
Maðurinn (sezt á bekk
við hliðina á litlum dreng,
sem fer að hágráta): —
Af hverju ferðu að gráta,
litli vinur?
Drengurinn: — Þú sett-
ist á eggin mín!