Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 1
24 síður Takmark viðreisnaráætlunarinnar: Ný uppbygging atvinnuveganna Samtök atvinnurekenda og launþega beri ábyrgð á samningum um kaup og kjör Reynt að dreifa byrðunum rett- látlega á þjóðina Uppbötakerfið dauða- dæmt af reynslunni Framsögurœða Ólafs Thors forsœtis- ráðherra á Alþingi í gœr GENGISLÆKKUN er örlagaríkt skref, sem ríkisstjórnin stígur ekki með léttum hug. Hinsvegar er nú svo komið, að hún er eina lausnin, og þá er líka nauðsynlegt að hún verði framkvæmd með festu, og gerðar allar þær ráðstafanir, sem unnt er til að tryggja, að hún nái tilgangi sínum. Eg vona að allur almenningur skilji nauðsyn þess að slá skjaldborg um verðgildi íslenzku krónunnar og komi í veg fyrir að sú saga endurtaki sig, sem gerzt hefur hér á landi undanfarið, þegar á hverju ári var bitinn nýr biti úr verðgildi gjaldmiðilsins, án þess að nokkuð væri gert til þess að koma í veg fyrir áframhald þeirrar þróunar. Þannig komst Ólafur Thors, forsætisráðherra, m. a. að orði í gær, er hann hafði framsögu fyrir viðreisnartillögum ríkisstjórnarinnar í neðri deild Alþingis. Flutti forsætisráð- herra við það tækifæri geysiítarlega og yfirgripsmikla ræðu, þar sem hann rakti þróun íslenzkra efnahagsmála undanfar- in ár, gerði grein fyrir því hættuástandi, sem nú ríkir í efna- hagsmálum landsmanna og skýrði að lokum viðreisnartil- lögur núverandi ríkisstjórnar. TRAUST A GJALDMIÐLINUM Forsætisráðherra komst ennfremur að orði á þessa leið: Gengislækkun kann að virðast einkennileg Ieið til að vekja traust manna á gjaldmiðlinum, en sannleikurinn er sá að þá fyrst er von til þess að íslenzka krónan verði metin til jafns við annan gjaldeyri, þegar menn vita og skilja að hún er skráð á sannvirði. HIN MIKLA VIÐREISNARÁÆTLUN Undir lok ræðu sinnar komst Ólafur Thors að orði á þessa leið: „Ef sú mikla viðreisnaráætlun, sem ríkisstjórnin nú leggur fyrir Alþingi, nær þeim tilgangi, sem vonir standa til, og hann getur náðst á skömmum tíma, ef þjóðin sýnir aðgerðum stjórnar- innar skilning, þá er með því lagður grundvöllur að nýrri upp- byggingu atvinnuveganna á traustari grundvelli en við höfum þekkt um áratuga skeið. Islendingar geta þá slegizt í fylgd með þeim fjölmörgu þjóðum hins frjálsa heims, sem á undanförnum árum hafa bætt lífskjör sín meir og örar en nokkru sinni fyrr“. Framsöguræða forsætisráðherra fer hér á eftir í heild: Gengisbreytingin árið 1950 SNEMMA árs 1950 voru sam- þykkt frá Alþingi lög um gengis- skráningu,. en með þeim viður- kenndi Alþing hið mikla verð- fall, sem raunverulega var þá þegar orðið á giidi íslenzku krón unnar. Gengi krónunnar lækkaði þá um 42,6%, það er að segja er- lendur gjaldeyrir hækkaði í verði um 74,3%, svo að einn dollar hækkaði úr 9,36 kr. í 16,32. Það er óhætt að segja, að þeasari lagasetningu væri vel tekið af þjóðinni, enda var mönnum þá flestum orðið ljóst, að í óefni var komið og það hafta- og fisk- ábyrgðakerfi, sem Islendingar höfðu þá búið við um nokkurra ára skeið, gat ekki lengur staðizt. Hins vegar sætti það talsverðri gagnrýni, þegar gripið var til þess ráðs í ársbyrjun 1951 að koma á hinu svonefnda báta- gjaldeyriskerfi til að bæta úr mjög versnandi rekstrarafkomu Frarnh. á bls. 8 Soustelle hlýðir samvizkunni herst áfram fyrir frönsku Alsír PARÍS, 5. febrúar. —■ (Reuter) — í DAG gaf Debré, forsætis- ráðherra, út tilkynningu um breytingar á frönsku stjórn- inni. Tveimur ráðherrum, Jacques Soustelle, kjarnorku- og Saharamálaráðherra, og Bernard Cornu, póstmálaráð- herra, er vikið úr embætti vegna þess að þeir voru hlynntir byltingarmönnum í Alsír. Auk þess er Guillomat, landvarnaráðherra, fluttur úr því emhætti og gerður að- stoðarráðherra forsætisráð- herrans. Mun það stafa af því, að de Gaulle þótti hann heldur linur í aðgerðum gegn byltingarmönnum. Átti engan þátt i byltingunni Blaðamenn áttu í dag samtal við Soustelle og spurðu hvað han ætlaði nú að gera. Soustelle svaraði: „Ég mun halda áfram að vinna að því, að Alsír verði franskt, óaðskiljanlegur hluti af Frakklandi." Soustelle sagði að de Gaulle hefði viðurkennt það í stuttu samtali við hann í gær, að hann (þ. e. Soustelle) hefði engan þátt átt í byltingartilrauninni í Alsír. „Þess vegna“, sagði Soustelle, „er eina ástæðan fyrir brott- rekstri mínum að ég held fast við B-dagur LONDON, 5. febrúar. Reuter: — Brezkur almenningur er nú að verða óþolinmóður að bíða eftir B-deginum. Þessi merkilegi dag- ur er nú orðinn hvorki meira né minna en „tvær vikur“ á eftir tímanum“. Nú spá menn því, að B-dagur- inn verði n.k. miðvikudag. Líf- vörður brezku drottningarinnar hefur nú beðið í óratíma við fall- byssurnar í Hyde Park. Er ætl- unin að skjóta ótal fallbyssuskot- um þegar B-dagurinn kemur. þá skoðun mína, að Alsír eigi a5 vera franskt land. En þar get ég engu breytt, ég verð að hlýða minni eigin samvizku. Ég vil endurtaka og leggja meiri á- herzlu en nokkru sinni fyrr á aðvaranir mínar: f fyrsta lagi: enginn árangur mun nást fyrr en lögu.n lýðveld- isins er beitt af öllum styrkleika Frh. á bls. 22 á miðvikudag F.lippus drottningarmaður Kt einnig orðinn óþolinmóður. Hann dvelst nú í Buckinghamhöllinni hjá húsfrú sinni og má ekki leggja upp í nein meiriháttar ferðalög. Sú eina sem bíður róleg er sjálf hennar hátign. Hún veitir enn móttöku ýmsum gestum m.a. ræddi hún í morgun við nýskip- aðan sendiherra í Svíþjóð. Drottn ingunni stendur meira að segja alveg á sama um það, hvort B-ið verður S eða D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.