Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. febrúar 1960 MORCTJNBLAÐIÐ 3 0 0 0 0 0 0*0 I 0,+ 0 0 0 0 0 0 0 0 0 00 0 0 0 0 0 0 .0 0 0-** ann íslenzkur í KANADÍSKA vikublaðinu „The Sunday Sun Weekend Magazine“ var eigi alls fyrir löngu sagt frá íslendingi nokkrum, búsettum í Kanada, sem gekk að eiga japanska stúlku fyrir nokkrum árum. í blaðinu er íslendingurinn nefndur Kriss Kristinsson, og vitum við ekki frekari deili á honum. — Leyfum við okk- ur að endursegja hér stutt- lega frásögnina í hinu kana- díska blaði: ★ f>að gekk ekki hljóðalaust fyrir Kriss Kristinsson að kom ast í hjónabandið. — Ekki svo að skilja, að stúlkan hans, hin fallega, japanska Tomeko Yamaguchi, væri honum frá- hverf — síður en svo. En Kriss komst fljótt að því, eftir að hann kynntist henni, að sumir japanskir foreldrar a. m. k. eru ekki sérlega hrifn- ir af því að gifta dætur sínar mönnum af öðrum kynstofni. • Karl lítt hrifinn Faðir Tomeko, sem er op- inber starfsmaður í borginni Kobe í Mið-Japan, varð eigin- lega allt annað en glaður, þegar dóttir hans sýndi hon- um trúlofunarhringinn, sem Kriss hafði sent henni. Sann- ast sagna er mikið um hvers konar fordild og „snobbhátt" í Kobe, og er lítill samgangur milli hinna japönsku og vest- rænu íbúa staðarins. — Það var því kannski ekki svo mjög að undra, þótt Yama- guchi gamli væri ekki sérlega upprifinn yfir hinum „vest- ræna“ trúlofunarhring dóttur sinnar — og svo hafa honum iíka sjálfsagt komið í hug öll misheppnuðu „hermanna- hjónaböndin". • Góður skóli Kriss Kristinsson dvaldist um skeið í Japan á vegum kanadísks fyrirtækis, en er raunverulega íslendingur, sem fluttist til Kanada fyrir níu árum. — Hann þurfti að taka á allri sinni mælsku til þess að sannfæra Yamaguschi- hjónin um, að svo óskylt og ólíkt fólk sem þau Tomeko gætu lifað saman í farsælu hjónabandi. — En loks létu gömlu hjónin undan — og gift ingin fór fram. Það var fyrir þrem árum. Skömmu síðar héldu þau til Kanada og sett- HAMINGJUSOM FJOLSKYLDA: — Tomeko og Kriss Kristinsson ásamt syni sínum Bobby, sem nú er orðinn tveggja ára gamall. hún japönsk ust að í Montreal. — Fyrsta barnið þeirra, Bobby litli, fæddist á aðfangadag um fyrstu jólin, sem þau áttu heima í Kanada. Hjónabandið hefir reynzt þeim báðum góður skóli. Fyrst var að gera sér fulla grein fyr- ir þeim mismun á ýmsum svið um, sem hlýtur að vera á fólkil af svo ólíkum stofni. Síðan aðl læra, að slíkan mun er mjögl hægt að jafna með gagnkvæmi um skilningi og velvilja —f samkomulagi. — Þau vilja t.f d. bæði kenna drengnum móð-| urmál sín, en ef einhver mis-J klíð rís út af því, þá semjt þau bara um að leggja aðal-^ áherzluna á ensku að sinni. • Ekki karlmannsverk Sumt gengur Tomeko illai að fella sig við. Hún bíðuri alltaf eftir manni sínum, erj Vínveitingar hafnar í Silfurtunglinu VEITINGAHUSIÐ Silfurtunglið hefur nú fengið vínveitingaleyfi og hafði í gærkvöldi í fyrsta skipti opna veitingasölu, þar sem hægt var að fá mat og vín með, eins og á öðrum vínveitingahús- um í bænum. Silfurtunglið hefur starfað síð- an í júnímánuði 1955 og eru salar Reynir Sigurðsson leikur í Silfurtunglinu. kynni þess mjög vistleg. Hefur fyrirkomulagi nú verið breytt í samræmi við breyttar aðstæður, m. a. sett upp stórt barborð. Eftir að veitingahús, sem hafa vínveitingaleyfi fengu á sl. hausti leyfi til að hafa opið til kl. 1 tvö kvöld í viku, var ákveðið að breyta rekstri hússins í það horf. Er ætlunin að leggja áherzlu á að hafa á boðstólum ódýra sér- rétti og einnig verður hægt að fá máltíðir frá kr. 30,00. Tríó Reynis Sigurðssonar mun leika fyrir dansi og einnig létta sígilda tónlist, en auk hans eru í tríóinu Gunnar Guðjonsson og Jón Möller. Eru þeir allir nem- endur i Tónlistarskólanum. Einn- ig mun Ómar Ragnarsson skemmta í Silfurtunglinu fyrst um sinn. Eigendur Silfurtunglsins eru þeir Axel Magnússon og Sigur- geir Jónasson, sem einnig sér um rekstur veitingahússins. Flugslvs í Bólivíu LA PAZ höfuðborg Bólívíu, 5. febrúar. (NTB-Reuter) — Bólívísk farþegaflugvél fórst síð- degis í dag um 260 km suður af' La Paz, og með henni 60 manns. Vélin var eign bólívíska flugfé- lagsins Lloyd Aerea Bolivianc og var á leiðinni frá La Paz til Cochabamba. Þetta var fjögurra hreyfla vél. Er helzt að skilja að slysið hafi orðið með þeim hætti að kviknað hafi í einum hreyflin- um og varð af því sprenging. Flugvélin hrapaði og allir inn- anborðs fórust nema reifabarn eitt, sem hefur fundizt með lífs- rnarki. hann kemur heim frá vinnu, og heilsar honum með kossi. Hún segir: „Þær eru margar kon- urar hér, sem veita því varla eftirtekt, að eiginmaðurinn sé kominn heim, fyrr en þær þykjast þurfa á hjálp að halda við að bera á borðið." — Hún getur ekki hugsað sér að láts( Kriss hjálpa sér við húsverk-' in, segir að það sé „ekki karl-1 mannsverk". En þau hafa ekki orðið vör við neina kynþáttafordóma —, ekki síðan þau fóru frá Japan., Allir eru vinsamlegir viði Kristinssons-hjónin. — „Vin gjarnleiki og skilningur allra' hér hefir verið mér mikil hjálp og uppörvun," segir hún — brosir svo til Kriss og bæt- ir við: „ — og þá má ég vísti sízt af öllu undanskilja mann- inn minn.“ 000000000000000 0 Ekkert svar frá 435 manns í námugongum COALBROOK í S-Afríku, 5. tebrúar (Reuter).• — ÖH von er nú talin úti um að nokkur hinna 135 námumanna, sem lokuðust inni í kolanámu hér geti verið á lifi. í gær komst demantsborinn mikli og fljótvirki niður í námu- göngin, þar sem talið var að mennirnir væru. í dag oru hljóð nemar, sjónvarps-upptökutæki, ijós og ýmiss annar útbúnaður settur niður eftir borholunni nið- ur í gönginn, en ekki heyrðust né sáust nein merki þess, aff nokkur maður væri þar á lífi. Hróp gerð að Mikoyan HAVANA, 5. febrúar (NTB): — Til mótmælaaðgerða kom í dag í Havana, þegar Mikoyan aðstoðar forsætisráðherra Sovétríkjanna ætlaði að leggja kranz á leiði kúbönsku sjálfstæðishetjunnar Jose Marti. Mikill mannfjöldi hafði sainazt saman til þess að vera viðstaddur þessa athöfn og hlýða á ræður þeirra Mikoyans og Castros forsætisráðherra Kúbu. 1 miðjum hinum mikla mann- fjölda hófust skyndilega hróp mikil og mótmæli. Það voru and- kommúnistar sem hrópuðu í ein- um kór „Lifi Castro, — niður með Mikoyan og kommúnis- mann.“ Ætluðu mótmælamenn að ryðjast fram að minnismerk- inu og leggja sinn eigin kranz að því. Lögreglulið, sem nærstatt var tók það til ráðs að skjóta úr byss um upp í loftið til að hræða mótmælamenn. Við þessa atburði tók Castro undir arm Mikoyaris og leiddi hann áleiðis til sýning- arsvæðisins þar sem rússnesk sýning var opnuð. Lögreglan mun hafa handtekið yfir 20 manns. Komið og svarið Svertingi einn og hvítur mað- ur skiptust á um að tala gegn- um hljóðnema og gjallarhorn niður í göngin. Svertinginn ,sem talaði niður var nærri gráti a£ geðshræringu, enda höfðu tveir bræður hans lokazt niðri. Hann hrópaði m. a.: Komið ef þið heyrið rödd mína og svarið. Ef þið getið ekki hreyft ykkur, reyn ið að kasta kolamola, setja ein- hvern hlut á hreyfingu, verið ekki hræddir, við ætlum að hjálpa ykkur. Þannig hélt hann áfram að hrópa langa lengi, en það var ekkert svar, engin hreyfing, að- eins heyrðist rennsli í vatni í fjarlægð. Þetta urðu mönnum mikil vonbrigði, því að vonir manna lifnuðu í gær, þegar það kom í ljós að loft og nægilegt súrefni var í göngunum. Þrjóska svertingjanna Námumálaráðherra Suður- Afríku Johannes de Klerk til- kynnti í dag, að orsakir námu- slyss þessa yrðu rannsakaðar gaumgæfilega. Sérstaklega yrði rannsakað, hvort það væri rétt, að einhver dularfiull hrunhljóð hefðu heyrzt í námugöngunuin nokkrum dögum áður en slysið varð. Er sagt að margir svert- ingjar hafi þá neitað að fara nið- ur í því, en verið þröngvað til þess, öllum nema tveimur, sem hafi verið færðir í hlekki fyrir þrjózkuna. Stærsti kjarn- kljúfur heims GENF, 5. febrúar (NTB): — í dag var opnaður stærsti kjarn- kljúfur heimsins. Er hann eign kjarnorkustofnunar Evrópuríkj- anna og hefur verið komið fyr- ir í Genf. Hinn heimsfrægi danski kjarnorkufræðingur Niels Bohr studdi á hnapp og setti kjarnkljúfinn í gang. Kjarnkljúf urinn er afi gerðinni „Proton Synchrotron“ og hefur verið 6 ár 1 byggingu. STAKSTEIHAR „Þarf ekki að vera fc<rdæmanleg“ Tíminn birtir í gær kafla úr ræðu Hermanns Jónassonar, er hann hélt á fundi Framsóknar- félaganna í Reykjavík sl. miff- vikudagakvöld. í ræðu þessari kemst formaður Framsóknar- flokksins m. a. að orði á þessa leiff: „Gengislækkun út af fyrir sig, þarf ekki að vera fordæman- leg. Það sem máli skiptir er hvernig hún er framkvæmd". Jæja, Hermann Jónasson get- ur viðurkennt, að gengislækkun „þurfi ekki að vera fordæman- leg“. En „það sem máli skiptir er hvernig hún er framkvæmd", bætir hinn mikli veiðimaður viff. Þessi ummæli útleggjast greini- lega þannig: Ef lagt er á 55% yfirfærslugjald á alla gjaldeyr- issölu, eins og vinstri stjórnin gerði vorið 1958 og framkvæmir þannig dulbúna gengislækkun, þá er gengislækkunin alls ekkl „fordæmanleg“, að áliti Her- manns Jónssonar. Ef hins veg- ar þessn dulbúna gengisfelling vinstri stjórnarinnar er viður- kennd og íslenzk króna skráð á raunverulegu gengi hennar, þá er sú ráðstöfun „fordæmanleg“! Þessi yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins gefur vissu lega mjög góða hugmynd um hreinskilni og ærlegheit Fram- sóknarmanna. Margendurtekin slagorð Viðbrögð stjórnarandstöðu- flokkanna gagnvart viðreisnar- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar eru annars hin athyglisverðustu. Þeir hafa ekki til neins að grípa annars en margendurtekinna og útvældra slagorða, sem þjóðin er fyrir lifandi löngu orðin leið á. Hins vegar örlar hvergi á minnstu tilraun hjá Framsóknar- mönnum og kommúnistum til þess að benda á sínar eigin sjálf- stæðu leiðir og úrræði til lausnar vandamálunum. Þeir láta við það eitt sitja að hella stóryrðum úr skálum reiði sinnar yfir ríki- isstjórnina, sem tók við því botn- lausa öngþveiti, er úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar hafði leitt yfir þjóðina. Þessi framkoma stjórnarand- stöðuflokkanna getur vissulega ekki vakið traust meðal íslenzks almennings. íslendingar þurfa á öllu öðru frekar að halda nú en uppnámi og æsingum. Enginn er alvitur Enginn er alvitur, hvorki leiff- togar stjórnmálaflokka né aðrir dauðlegir menn. Öllum getur yfirsézt í einhverju, núver- andi ríkisstjórn eins og vinstri stjórninni. En núverandi stjórn hefur haft kjark og mann- dóm til þess að leggja fram skýrt mótaðar og ákveðnar tillögur til lausnar þeim miklu erfiðleikum, sem að þjóðinni steðja. Þessar tillögur eru gerðar í samráði við færustu hagfræðinga þjóðarinn- ar og á grundvelli víðtækra rann sókna á ástandi íslenzkra efna- hagsmála. Þjóðinni hefur verið sagður sannleikurinn um þetta ástand. Hún hefur sjálf fengiff tækifæri til þess að kynna sér það ofan í kjölinn og draga af því sínar eigin ályktanir. í til- lögum rikisstjórnarinnar er reynt að koma í veg fyrir yfir- vofandi atvinnuleysi og hrun. — AUir góðviljaðir og ábyrgir ís- lendingar verða að styðja hana í baráttu hennar gegn efnahags- legu hruni og viðleitni hennar til þess að leggja grundvöll aff bjartri og farsælli framtið á ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.