Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 4
4
MORGUiyMAÐID
T,aue:a rdagur 6. febrúar 1960
I dag er 37. dagur ársins.
Laugardagur 6. febrúar.
Árdegisflæði er kl. 00,15
Síðdegisflæði kl. 12,43.
Slysavarðstofan er opin allan
sólarhringinn. — Læknavörður
L.K. (fyrii vítjanir), er á sama
stað frá kl. 18—8. — Sími 15030
Vikuna 6.—12. febrúar verður
næturvörður í Laugavegs-apóteki
Vikuna 6.—12. febrúar verður
næturlæknir í Hafnarfirði, Krist
ján Jóhannesson, sími 50056.
□ MÍMIR 5960287 — 1 Atkv.
13 Helgafell 5960257. IV/V. 2.
I.O.O.F. 1 = 141258 V4 = Pbl.
GBSMessur
A MORGUN.
Dómkirkjan: — Messa kl. 11 f.
h. Séra Jón Auðuns. — Barna-
samkoma í Tjarnarbíó kl. 11.
Séra Óskar J. Þorláksson. Messa
kl 5 síðdegis. Séra Óskar J. Þor-
láksson.
Laugarneskirkja: — Messa kl.
2 e.h. — Barnaguðsþjónusta kl.
10,15 f.h. Séra Garðar Svavars-
son. —•
Bústaðaprestakall: — Messa í
Háagerðisskóla kl. 5. — Barna-
samkoma kl. 10,30 árdegis á
sama stað. Séra Gunnar Árnason.
Neskirkja: — Barnamessa kl.
10,30 og messa kl. 2 e.h. — Séra
Jón Thorarensen.
Háteigsprestakall. — Messa í
hátíðasal Sjómannaskólans kl. 11
f.h. Athugið breyttan messutíma
vegna útvarps. Barnasamkoma
fellur niður. Séra Jón Þorvarðs-
son.
Hallgrímskirkja: — Messa kl.
11 f.h. Séra Sigurjón Árnason.
Barnaguðsþjónusta kl. 1,30 e.h.
Séra Sigurjón Árnason. Messa
kl. 5 e.h Séra Lárus Halldórsson.
Fríkirkjan: — Messað kl. 2 e.h.
Séra Þorsteinn Björnsson.
Fíladelfia: — Guðsþjónusta kl.
8,30_ Ásmundur Eiríksson.
Kaþólska kirkjan: — Lágmessa
kl. 8,30 árdegis. Hámessa og pré-
dikun kl. 10 árdegis.
Aðventkirkjan: — Júlíus Guð-
mundsson, skólastjóri, flytur
nokkur erindi í Aðventkirkjunni
um boðskap Opinberunarbókar-
innar. Hið fyrsta þeirra verður
flutt á morgun kl. 5 síðdegis, og
nefnist það Vonarrík framtíð. —
Sjá auglýsingu í blaðinu í dag.
Elliheimilið: — Guðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 10 árdegis.
Heimilisprestur.
Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl.
5 síðdegis, séra Charles W.
Strausser. Jöngkór og organisti
Lútherssafnaðarins á Keflavíkur
flugvelli flytja ameríska messu
með aðstoð sóknarprests, kirkju-
kórs og organista Hafnarfjarðar-
kirkju. — Kálfatjörn: Messa kl.
2. Séra Garðar Þorsteinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa
kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson.
Útskálaprestakali: — Messa að
Hvalsnesi kl. 2 e-h. — Sóknar-
prestur.
Hafnir: — Messa kl. 2. Barna-
guðsþjónusta kl_ 4. Sóknarprest-
ur. —
Keflavíkurkirkja: — Messa kl.
2. Séra Björn Jónsson. — Innri-
Njarðvíkurkirkja: — Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. — Messa kl. 5.
Séra Björn Jónsson.
Fíladelfía, Keflavík: — Guðs-
þjónusta kl. 4 e.h. — Haraldur
Guðjónsson.
Mosfellsprestakall: — Messa
að Brautarholti kl. 2. — Séra
Sigurðsson.
Reynivallaprestakall: — Messa
að Saurbæ kl. 2. Sóknarprestur.
Langholtsprestakall: — Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu
við Sólheima kl. 10,30 f.h. Messa
á sama stað.kl. 2 e.h. Séra Árelí-
us Níelsson. — Aðaifundur
Bræðrafélags Langholtssóknar
verður haldinn í safnaðarheimil-
inu við Sólheima að lokinni
messu.
VILLISVANIRIMIR -
+ Afmæli +
Frú Sigríður Kjartansdóttir
frá Holti undir Eyjafjöllum, nú
vistkona á Elliheimilinu Grund,
er 75 ára í dag. Hún dvelst í dag
á heimili sonar síns að Kambs-
vegi 29.
Sextug er í dag, 6. febrúar,
Guðríður O. Jónsdóttir frá Tröð
í Álftanesi. Hún er nú til heim-
ilis að Reykjavíkurvegi 21, Hafn
arfirði. —
m Brúðkaup
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Bessastaðakirkju af
séra Garðari Þorsteinssyni ung-
fri Auður Sveinsdóttir, Grund,
Álftanesi og Gunnar Guðmunds-
son, bifvélavirki, Miklubraut 5.
Heimili ungu hjónanna verður
að Þverholti 20.
í dag verða gefin saman í hjóna
band í Fríkirkjunni af séra Þor-
steini Björnssyni, ungfrú Guð-
rún Karlsdóttir, Víðimel 67 og
Benedikt Blöndal, cand. jur.,
Rauðalæk 42.
-rncð
niMyiuifcaffiMUs
Skipin
Eimskipafélag íslands h.f.: —
Dettifoss fór frá Gdansk 5. þ.m.
til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá
Rvík 4. þ.m. til Siglufjarðar og
Akureyrar. Goðafoss fór frá
Keflavik 3. þ.m. til New York.
Gullfoss fór frá Reykjavík 5. þ.
m. til Hamborgar og Kaupmanna
hafnar. Lagarfoss er í Reykjavík.
Reykjafoss fór frá Rostock 2. þ.
n. . til Reykjavíkur. Selfoss hef-
ur væntanlega farið frá Swine-
múnde 4. þ.m. til Rostock. Trölla
foss fór frá Siglufirði 30. f.m. til
Gdynia. Tungufoss kom til Grims
by 3. þ.m.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
og Esja eru í Reykjavík. Herðu
breið fer frá Rvík í kvöld vestur
um land í hringferð. Skjaldbreið
fer frá Reykjavík í dag vestur
um land til Akureyrar. Þyrill er
í Fredrikstad. Herjólfur fer frá
Vestmannaeyjum í dag til Rvík-
ur.
• 0
i
lc
Þökk fyrir jólakortið, frú Han^en
Já, þakka þér einnig, frú Olsen.
Enski verzlunarmaðurinn kom
mjög, mjög seint heim, og sá enga
aðra leið en að segja konunni
sinni eins og var.
—• Það kemur nú fyrir, sagði
hann, — að menn falla fyrir
freistingunni. Við vorum lengi
að vinna í skrifstofunni — og
svo varð ég veikgeðja, allt í einu,
að ég bauð einkaritara mínum í
Samlagningarvélarnar okkar era
í óiagi. Er nokkur hér, sem kann
að leggja saman?
næturklúbb að borða.
— John, sagði kona hans höst-
uglega. — Hvenær ætlar þú að
venja þig af því að skrökva að
mér — og hvenær ætlar þú að
hætta að spila póker.
Eimskipafélag Rvíkur h.f.: —
Katla hefur væntanlega farið, í
gærkveldi, frá Riga áleiðis til
Reykjavíkur. — Askja er á leið
til Reykjavíkur frá Cuba.
Hafskip: — Laxá fór í gær til
Vestfjarðarhafna.
H.f. Jöklar: — Drangjökull er
í Reykjavík. Langjökull fór frá
Vestmannaeyjum 3. þ.m. á leið
til Hamborgar og Austur-Þýzka
lands. Vatnajökull fór gegnum
Pentilinn í nótt á leið til Rvíkur.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
væntanlegt til Reykjavíkur á
morgun frá Stettin. Arnarfell er
í New York. Jökulfell er á Akra-
nesi. Dísarfell fór frá Akureyri
í gær til Breiðdalsvíkur. Litla-
fell er í olíuflutningum í Faxa-
Ævintýri eftir H. C. Andersen
flóa. Helgafell er í Keflavík. —
Hamrafell fór frá Skerjafirði 2.
þ. m. áleiðis til Batum.
^ Flugvélar
Flugfélag íslands h.f.: — Hrím
faxi fer til Oslóar, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar kl. 98:30 í
dag. Væntanlegur aftur til Rvík-
ur kl. 15:40 á morgun. — Innan-
landsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Blönduóss,
Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja. — Á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Húsavíkur og Vesi-
mannaeyja.
Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt
anleg kl. 7:15 frá New York. Fer
til Glasgow og Amsterdam kL
8:45. —• Leiguvélin er væntanleg
kl. 19:00 frá Kaupmannahöfn og
Osló. Fer til New York kl. 20:30.
Hún varð dauðskelkuð,
þegar hún sá andlit sitt í
vatninu, svo dökkt og and-
styggilegt var það orðið. En
þá vætti hún litlu höndina
sína og nuddaði ennið og
augun, og varð þá hörund
hennar aftur hvítt og skín-
andi. — Hún klæddi sig nú
úr öllum fötunum og óð út í
tært vatnið. — Yndislegra
konungsbarn en hún var ekki
til í öllum heiminum.
Er hún hafði klætt sig aft-
ur og hafði fléttað síða hárið
sitt, gekk hún að bunandi
uppsprettulind og drakk úr
lófa sínum. Síðan hélt hún
áleiðis lengra inn í skóginn,
en gerði sér þó ekki grein
fyrir því, hvert hún var að
fara. — Hún hugsaði um
bræður sína, hugsaði um al-
góðan guð, og var sannfærð
um, að hann mundi ekki yfir-
gefa sig. Hann lét villtu skóg-
areplin vaxa til þess að seðja
hina svöngu — og hann benti
henni á eitt slíkt tré, en
greinar þess svignuðu undan
þunga ávaxtanna. Þarna
neytti hún miðdegisverðar
síns, setti síðan stoðir undir
greinar trésins og gekk því
næst inn í skóginn, þar sem
hann var myrkastur.
Nóttin var koldimm, og það
glytti ekki í einn einasta ljós-
orm í mosanum. Hún lagðist
til svefns, hrygg í huga. —
Þá virtust henni trjágrein-
arnar yfir höfði sér víkja til
hliðar og guð horfa mildum
augum niður til sín, en litlir
englar gægðust yfir höfuð
hans og undir handleggi hans.
FERDIIMAND
Þar sagði hann sína vneiningu
Félagsstörf
Bræðrafélag Óháða safnaðar- .
ins: — Áríðandi fundur verður
haldinn í Kirkjubæ á sunnudag-
inn kl. 2.
jgy Ymislegt
Orð lífsins: — Drottinn lætur
ekki réttlátan mann þola hung-
ur, en græðgi guðlausra hrindir
hann frá sér. Snauður verður sá,
er með hangandi hendi vinnur,
en auðs aflar iðin hönd. Hyggin
er sá, er á sumri safnar, en
skammarlega fer þeim, er um
kornsláttinn sefur. (Orðskv. 10).
Stúdentar M.R. 1951: — Munið
skemmtifundinn í kvöld lcl. 9. —
Árshátíð og afmælishóf Snæ-
fellinga og Hnappdæla verður
haldið í Sjálfstæðishúsinu, föstu-
daginn 12. febrúar. — Fjölbreytt
skemmtiatriði.
• Gengið •
Soiugcngi:
1 Sterlingspund kr. 45,70
1 Bandaríkjadoilar ____ — 16,32
1 Kanadadollar ......... — 17,11
100 Danskar krónur ______— 236,30
100 Norskar krónur — 228,50
100 Sænskar krónur — 315,50
100 Finnsk mörk — 5.10
1000 Franskir frankar ___— 33,00
□-------------------------□
LJÓD DAGSINS
Yzt á Hornströndum keitir
Hornbjarg og Kópatjörn;
þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.
Um sumarnótt, er sveimar
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn,
hann situr rauður sem blóð.
Og örninn lítur ekki
oná hið dimma haf,
og horfir í himinljómann;
hafskipið sökkur í kaf.
Jónas Hallgrímsson.