Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. febrúar 1960 MORGUNBIAÐ1Ð 17 Gnoðarvogshúsin hefur Reykjavíkurbær látið byggja á árunum 1956 til 195S. — Þetta eru fimm húsasamstæður og 24 íbúðir í hverri. Flutt var í fyrstu íbúðirnar á árinu 1958 og eru kaupendur síðustu íbúðanna nú að ljúka við þær og flytja inn þessa dagana. (Ljósm.: P. Thomsen, kgl. hirðljósmyndari) Byggf yfir 17,500 manns í Reykjavík síðustu 5 ár jarsfjárnarfundi ÍBÚÐABYGGINGAR bæj arsjóðs Reykjavíkur voru teknar á dagskrá bæjar- stjórnarfundar í fyrradag, samkvæmt sérstakri beiðni bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins. — Hóf Guðmundur Vigfússon umræður og deildi á bæj- arst j órnarmeirihlutann fyrir að hafa unnið slæ- lega að þessum málum. Talaði hann digurbarka- lega og sparði lítt stóryrð- in. I lok máls síns gerði hann að tillögum sínum að bæjarstjórn skoraði á borgarstjóra og fjármála- ráðherra að stuðla að úr- bótum í þessum efnum. • Ræða Gísla Halldórssonar. Gísli Halldórsson, arkitekt, varð fyrir svörum af hálfu bæjarstjórnarmeirihlutans. __ Fórust honum m. a. orð á þessa leið: — Á síðustu 5 árum hefur verið byggt hér meira en dæmi eru til fyrr í sögu þessa bæjar. Lokið hefur verið við að byggja tæpar 3900 íbúðir, auk allmikiið af herbergjum fyrir einhlepinga. Meðal fjöl- skylda er hér 4—5 manns. Byggt hefur því verið fyrir um 17.500 manns á þessum fáu árum. Á sama tíma hefur fólks- fjölgunin orðið um 9600 manns, sem er 3% aukning að jafnaði árlega. Slík aukn- ing er mjög há miðað við önnur bæjarfélög, en þrátt fyrir það hefur verið byggt hér í Reykjavík fyrir um 7900 manns umfram fólksfjölgun. Um 1700 íbúðir hafa því ver- ið byggðar hér á 5 árum fyrir þá sem bjuggu í lélegu hús- næði eða voru í algjöru hús- næðishraki. • Eigið þak yfir höfuðið. Á þennan hátt hefur sem flestum bæjarbúum verið gef- inn kostur á, að eignast eigið þak yfir höfuðið, en það hef- ur ávallt verið stefna Sjálf- stæðisflokksins að hver og einn yrði sjálfbjarga á þessu sviði sem öðrum. En ef við athugum þróun- ina á undanförnum árum, sjá- um við að mikið hefur áunn- iztí þeim efnum. Árið 1940 voru hér alls 7775 íbúðir, en þar af voru aðeins 38% eign íbúenda. Árið 1950 er íbúðafjöldinn orðinn 12.823, en þá eru 56% af íbúendum orðnir eigendur að sínum íbúðum. Nú eru um 18000 íbúðir hér í bænum, þar af búa um 72% í sínum eigin íbúðum. Þetta sýnir glögglega a» Sjálfstæðisflokkurinn stefnir óðfluga að settu marki. — Á hverjum tíu árum fjölgar þeim bæjarbúum sem eiga sínar íbúðir um 17%, en þetta þýðir, að nú eru rösk lega fjórfalt fieiri íbúðir í eingaeign, en fyrir tuttugu ár- um. Með tilvísun til þeirra stað- reynda um byggingarfram- kvæmdir hér á undanförnum árum er fróðlegt að. gera nokkra athugun á því hvað þarf að byggja hér árlega. Samkvæmt þeirri fjölgun, sem átt hefur sér stað hér á undanförnum árum, svo og upplýsingum Hagstofu íslands mú gera ráð fyrir því að íbúar bæjarins verði eftir 10 ár um 95—100 þúsund. Næmi þessi fjölgun um 22.500 manns, eða um 2250 árlega. Svarar það til áframhaldandi fólksfjölg- unar um 3%. Fyrir þessa fjölg- un þarf að byggja 500 íbúðir Til útrýmingar herskálum og öðru heilsuspillandi hús næði væri eðlilegt að áætla byggingu 100 íbúða Vegna breyttra at- vinnuhátta, niður- rifs og endurbygg- ingu eldri þæjar- hluta væri hæfi- legt að áætla___ 50 íbúðir Árlega þarf því að byggja .......... 650 íbúðir. Ef þessi tala er lögð til grund- vallar fyrir síðustu fimm árin, WWWWWWW "-i-ii-ii"¦-¦•¦-u' j'.tjnrtitfTutjt, Kosningar á bæjar- stjórnarfundi A DAGSKRÁ bæjarstjórnar- fundar, er haldinn var í gær, voru kosningar í 19 liðum. — Voru eftirtaldir menn kjörn- ir til hinna ýmsu starfa, sem hér segir: Forseti bæjarstjórnar var kjör inn Gunnar Thoroddsen, fyrri varaforseti Guðmundur H. Guð- mundsson, 2. varafqrseti Gísli Halldórsson. Skrifarar bæjarstjórnar voru kjörnir Alfreð Gíslason og Einar Thoroddsen. Til vara Magnús Jó- hannesson og Guðmundur J. Guð mundsson. í bæjarráð úr hópi bæjarfull- trúa voru kjórin Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Björgvin Frederiksen, Magnús Ástmars- son, Guðmundur Vigfússon. Til vara Guðmundur H. Guðmunds- son, Einar Thoroddsen, Gísli Halldórsson, Magnús Jóhannes- son, Guðmundur J. Guðmunds- í byggingarnefnd voru kjörn- ir: Guðmundur H. Guðmunds- son, Gísli Halldórsson, Sigvaldi Thordarson. Til vara Einar Kristjánsson, Guðmundur Hall- dórsson, Þorvaldur Kristmunds- son. í heilbrigðisnefnd: Auður Auð- uns, Ingi Ú. Magnússon, Úlfar Þórðarson. Til vara: Björgvin Frederikssen, Sveinn Torfi Sveinsson, Friðrik Einarsson. í hafnarstjórn: Einar Thorodd- sen, Guðmundur H. Guðmunds- son, Þórður Björnsson, Hafsteinn Bergþórsson, Jón Sigurðsson. Til yara: Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Magnús Jóhannesson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðbjartur Ólafsson, Sigfús Bjarnason. í framfærslunefnd: Gróa Pét- ursdóttir, Guðrún Guðlaugsdótt- ir, Páll S. Pálsson Jóhanna Egils- dóttir, Sigurður Guðgeirsson. |Til vara: María Maack, Jónina Guðmundsdóttir, Kristín Sigurð- ardóttir, Jónína M. Guðjóns- dóttir, Elín Guðmundsdóttir. í stjórn lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurbæjar: Björg vin Frederiksen, Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, Alfreð Gíslason. Til vara: Einar Thoroddsen, Magnús Jóhannesson, Guðmund- ur J. Guðmundsson. Endurskoðandi reikninga í- þróttavallarins: Óiafur Halldórs- son. I stjórn fiskimannasjóðs Kjal- arnesþings: Guðbjartur Ólafsson. Endurskoðandi bæjarreikn- inga: Höskuldur Ólafsson, Ólafur Friðriksson, Ingi R. Helgason. Til vara: Svavar Pálsson, Kjart- an Ólafsson, prentari, Björn Svanbergsson. Endurskoðandi Styrktarsjóðs sjómanna og verkamannafélag- anna í Reykjavík: Alfreð Guð- mundsson. Endurskoðendur Músíksjóðs Guðjóns Sigurðssonar: Höskuld- ur Ólafsson, Hallgrímur Jak- obsson. í veitingaleyfanefnd: Jón Sig- urðsson borgarlæknir, Þorbjörn Jóhannsson. Til vara: Gunnar Helgason, Magnús Jóhannesson. I stjórn Samvinnusparisjóðs- ins: Björgvin Frederiksen, Magn ús Jóhannsson. sést bezt að við höfum byggt árlega hér í bæ um 200—300 íbúðir til endurbóta og niður- rifs á herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. • Stærri framkvæmdir óæskilegar. Það eru þessar staðreynd- ir sem sýna að það væri óæski legt að bæjarstjórn réðist í stærri framkvæmdir á þessu sviði en raun ber vitni um. — Slíkar framkvæmdir mundu sennilega frekar tefja fyrir skjótri úrlausn þessara mála, en flýta fyrir, því eins og ég ég gat um áður skiptir það miklu máli að hvtr íbúð sé sem stytztan tíma í byggingu. En það er því aðeins hægt að gera ef hæfilega margar íbúð- ir eru í smíðum miðað við þann mannafla sem fyrir hendi er hverju sinni. En eins og öllum er kunnugt hef- ur það nokkuð skort á að nauð synlegur vinnukraftur væri fyrir hendi til þess að leysa öll þau margþættu verkefni, sem biðið hafa úrlausnar. Að lokum vil ég gefa nokk- urt yfirlit yfir þann árang- ur, sem náðst hefur við út- rýmingu herskálanna. Þegar fyrstu ályktunartillögurnar í byggingarmálum til útrýming ar herskálum voru samþykkt- ar, var talið að hér byggju um 550 fjölskyldur í þeim. En nú hefur nýlega verið gerff at- hugun á því hve margar ibúð- ir væru enn eftir, og kom þá fram að þeim hefur fækkað um 325 íbúðir eða sem svarar 3/5 af þeim sem voru í notk- un í upphafi. Þetta er hinn jákvæði árang ur sem náðst hefur fyrir at- beina bæjarstjórnarinnar í þessum málum og mun eigi staðar numið fyrr en allir her- skálar eru úr sögunni. Endurskoðendur Samvinnu- sparisjóðsins: Hjörtur Pétursson, Ólafur Jóhannesson. I stjórn Verzlunarsparisjóðs- ins: Pétur Sæmundssen. Endurskoðendur Verzlunar- sparisjóðsins: Guðmundur Bene- diktsson, lögfræðingur, Böðvar Pétursson. Endurskoðendur sparisjóðsins Pundsins: Ragnar Lárusson, Jón- steinn Haraldsson. 17 bátar GRINDAVÍK, 1. febrúar: _ Héðan stunda nú róðra 17 bátar. Hafa bátarnir farið alls 193 sjó- ferðir og er samanlagður afli þeirra rúmlega 1375 tonn. Er afl- inn því nú 7 tonn á bát til jafn- aðar í róðri. DALVÍK, 30. jan. — 1 gærmorg- un lönduðu hér togbátarnir Sig- urður Bjarnason frá Akureyri, 12 tonnum og Björgvin 22 tonn- um, en þeir höfðu verið að veið- um 4—5 daga. Er þetta fyrsta veiðiför skipanna á þessu ári. Komu þeir inn vegna brælu á miðunum. — SPJ. Mildur vetur MYKJUNESI, 81. janúar. H É R er nú venjulegast austan- og norðaustanátt, nokkur snjór á jörðu, en vægt frost venjulegast. Veturinn hefur verið sérlega mildur til þessa. Snjó hefur aldrei fest til lengdar, en nokkur klaki er í jörð hér um slóðir. Þorrablót Heldur er dauft yfir skemmt- ana- og félagslífi hér um þessar mundir. Það er þó til tilbreyt- ingar, að í flestum sveitum eru haldin þorrablót um þorrakom- una. Þá er hangikjöt á borðum að þjóðlegum sið og svo sitthvað til skemmtunar. Þykir þetta upp- lyfting i fásinni vetrarins, eink- anlega hjá eldra fólkinu, sem sjaldan hefur tækifæri til að lyfta sér upp. Aðstaða til slíkra skemmtana er nú miklu betri í sveitum en áður var því við til- komu félagsheimilanna hafa skapazt skilyrði til fjölbreytts félagslífs. Högum er þó þannig háttað víða, að erfitt er að sinna félagsmálum á þeim tíma, sem eðlilegast væri vegna fámennis á bæjum. Unga fólkið er margt í skólum víðs vegar, en héðan úr sveit fara fáir í atvinnu á ver- tíð. En á síðari árum hefur það farið í vöxt hér, að ungir piltar fari í iðnnám til að afla sér rétt- inda í faglegum greinum. Kvikmyndavél Nýlega fór fram kvikmynda- sýning að Laugalandi. Var sýnd kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg og fleiri myndir. Allmargt fólk sótti sýninguna og var hinn bezti rómur gerður að henni. Hin bezta aðstaða hef- ur nú skapazt til slíkra sýninga hér því í haust keyptu barna- skólinn að Laugalandi og ýmis félög í þeim sveitum, er að skól- anum standa, kvikmyndasýning- arvél. Er hún hin vandaðasta og ríkir almenn ánægja með kaupin. Seinagangur Nýlega kom það fyrir að kvðld lagi, að rafstraumurinn rofnaði á raflínunni, sem liggur hingað í Holtin. Hafði hún slitnað og tók um 20 klst. að gera við hana. Allan þann tíma var blíðskapar- veður og verður betta að teljast mikill seinagangur, hafi ekki þurft annað að gera en tengja saman víra, en svo var sagt. Erfið afkoma Talið er nú, af þeim sem bezt vita, að illa hafi gengið fyrir mörgum bændum að slétta við- skiptareikninga sína um áramót- in. Hefur óðfluga stefnt í þá átt síðustu árin, að afkomumögu- leikar bænda þrengdust sv» að nú virðast blasa við vandræði hjá mörgum. Að vísu er bænd- um reiknað nokkuð fyrir sína framleiðslu, en rekstrarkostnað- urinn er orðinn það mikill að í óefni er komið. Múgavélar f þessum mánuði hafa allmarg- ir bændur hér um slóðir fengið „Viskon"-múgavélar. Hefur sú tegund múgavéla rutt sér til rúms siðustu misserin og eftir- spurn hvergi nærri verið full- nægt. Virðist hið mesta handahóf hafa ríkt í innflutningi múga- véla á undanförnum árum. Dýr- ar múgavélar, sem fluttar voru inn fyrir fáum árum þykja nú ónothæfar og eru lagðar til hlið- ar. Er mál til komið að Verk- færanefnd kynni sér hvað er að gerast í þessum málum og segi afdráttarlaust hvað er gott og hvað lélegt af þessu tagi. M. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.