Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 16
16 MORCUTSBLAÐIÐ Laugardagur 6. febrúar 1960 Nýr glæsilegtr brunabíll fyrir Blönduós og 7 hreppa 'ihritc ótenfar um: * KVIKMYNDIR * * • 000 <;• 0 0 0 0 0-0 0 0% HAFNARBÍÓ: HAFNARFIRÐI: — í gær var fréttamönnum boðið að skoða nýjan slökkviliðsbíl, sem byggt hefir verið yfir hér á verkstæði brunavarnaeftirlits ríkisins. Er J>að bill, sem fer til Blönduóss, en auk þess er hann keyptur og verð ur notaður af sjö hreppum í Austur-Húnavatnssýslu. Er hér um geysimikið framfaraspor að ræða í sýslunni, því að þar hefir ekki áður verið slökkviliðsbíll, og brunavarnir af þeim sökum langt frá því að vera eins og æskilegt væri. Verður bíllinn staðsettur á Blönduósi, þar sem nú hefir verið reist 200 ferm. slökkvistöð. Er Einar S. Jónsson slökkviliðsstjóri og sér hann jafn framt um verklegar framkvaemd ir fyrir Blönduóshrepp. Er bíll þessi sá 26 sem smíðað hefir verið yfir hjá brunaeftir- litinu við Linnetsstíg undir stjórn Erlendar Halldórssonar. Hann er rússneskur að gerð og með drif- um á öllum hjólum. Framan til á honum er háþrýsti- og lágþrýsti dáela; fyrir aftan stýrishús hreyf- anleg dæla, sem flytur 650 mín. lítra. Þar er einnig vatnsgeymir, er tekur 840 lítra, 1000 metrar af slöngu, fjórir strigapokar, sem hver um sig tekur 1200 lítra af vatni og tvöfaldur stigi. Ýmis önnur tæki og útbúnaður er á bílnum, sem er ákaflega traust- lega og vandlega byggður. Er allur frágangur eins og bezt verð ur á kosið. Er áætlað að þessi slökkviliðs- bíll kosti rúmar 300 þúsund kr. Var hann keyptur, eins og aðrir bílar slíkrar tegundar, í sam- ráði við Brunabótafélag fslands, sem lánar bæja- og sveitafélög- um fé til kaupanna. Bílnum verð ur ekið norður eftir he.gma. Ekki var fyrir hendi mynd aí hinum nýja slökkviliðsbíl, en bíll sömu tegundar sést hér. Ut- búnaður á honum er þó í mörgu mjög frábrugðinn Blönduós-bíln- um, sem hefir t. d. miklu fleiri tæki. — Er myndin tekin fyrir utan smíðaverkstæði brunavarna eftirlits ríkisins við Linhetsstíg í Hafnarfirði. — G.E. Dracula. Þessi ensk-ameríska kvikmynd í litum, er gerð eftir skáldsögu Bram Stokers, en hann samdi söguna fyrir um fimmtíu árum. Fjallar myndin um greifann Drac ula, sem hefur hafizt við um aldir í höll sinni í Karpatafjöll- um. En skýringin á því, að hann hefur ekki dáið eins og aðrir menn er sú, að hann er blóðsuga, þ. e. nærist á blóði manna. En þjóðsagan segir, að þeir sem verði fyrir biti slíkrar blóðsugu, verði blóðsugur sjálfir, enda er ekki annað sýnna um tíma í þessari mynd að allt fólkið þar verði blóðsugur. Er það aðeins fyrir skjótar og öruggar aðgerð- ir manns að nafni Van Heelsing, sem ber þarna að í leit að vini sínum, sem hefur orðið Dracula að bráð, — að það tekst að bjarga V oii á ný j um bátum til Grundafjarðar GRUNDARFIRÐI, 3. febrúar: — í janúarmánuði réru 5 bátar frá Grundarfirði. Mest fóru þeir 18 og 19 sjóferðir og aflahæsti bát- urinn, Grundfirðingur II., skip- stjóri Elís Gíslason, fékk 101 lest og næsti bátur, Blíðfari, 100 lest- ir. Væntanlega verða bátarnir alis 8 og er m. a. von á tveimur nýjum bátum í verstöðina í þess um mánuði. — Emil. fólkinu frá örlögum þessa vinar Van Helsings. Um myndina verður ekki ann- að sagt, en að hún er ógeðslegur samsetningur, sem að minu viti á engan rétt á sér. Gegnir furðu að menn skuli taka sér fyrir hendur að búa til slíkt verk. GAMLA BÍÓ: Fastur í gildrunni. Þetta er bandarísk gaman- Nýr bátur til Keflavíkur KEFLAVÍK, 2. febrúar: — Sl. sunnudag kom til Keflavíkur nýr bátur, sem hefur hlotið nafnið Manni KE—99. Eigendur hans eru Hlutafélagið Keflavík, en þeir eiga fyrir bát, sem Nonni er nefndur og eru þeir nú báðir komnir í flotann, Nonni og Manni. Manni er byggður í Vestur- Þýzkalandi eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og er 75 -tonn að stærð. Hann er gerður úr eik, búinn öllum nýjustu og beztu tækjum til siglinga og fiskileit- ar. Aðalvél bátsins er Mannheim- dieselvél, 400 hestafla. Báturinn hefur nú hafið íínu- veiðar, en hann er einnig út- búinn til síldveiða o. fl. Ganghraði bátsins er 10 mílur og reyndist hann mjög vei á heimsiglingu. Skipstjóri er Þor- steinn Einarsson. — Helgi S. mynd tekin í litum og Cinema- scope, gerð eftir gamanleik, sem Max Shulman og Robert Paul hafa samið. Segir þar frá um- boðsmanni leikara í New York, Charlie Reader að nafni, sem er mjög eftirsóttur af ungum og fríðum konum. Hann er ókvænt- ur, en í þingum við margar stúlk ur í senn. Einn af vinum Char- lie’s frá fyrri árum kemur í heim sókn til hans og furðar sig á kvenamálum Charlie’s, því að hann vissi ekki betur en hann væri forhertur piparsveinn. En ung og fögur stúlka, Julie Gill- is, verður á vegi Charlie’s og hyggst hann gera hana að einni af mörgum ástmeyjum sínum. En þar bregst honum bogalistin í fysta sinn. Julie er heilbrigð stúlka og elskar Charlie, en hún vill ekki gerast ástmey hans. — Hann verður æ hrifnari af Julie og gerast nú kvennamál Char- lie’s ærið flókin og hefur það í för með sér að ástmeyjar hans fara frá honum. En hann finnur það að hann elskar Julie alvar- lega — og hef ég ekki þá sögu lengri. Frank Sinatra leikur Charlie með miklum ágætum. Julie leik- ur Debbie Reynolds vel og skemmtilega. Er hún óvenju- lega heillandi kona. Aðrir leik- arar fara og vel með hlutverk sín. Vil ég sérstaklega nefna David Wayne í hlutverki Joe Mc Call vinar Charlie’s. Mynd þessi er skemmtileg þó að hún verði ekki talin neitt afbragð. — hlaí.'j Framhald af bls. 13. íínn eins og hveiti. Mikil byggð er á þessu svæði, næstum sam- felldar raðir hvítra húsa, og nær byggðin sums staðar langt upp í fjöll þau, sem eru ofanvert við ströndina. Lengst í fjarska í austurátt sér hilla undir himinhátt fjall, fjall- ið Hermon, sem Arabar kalia konung fjallanna. Hermon er á landamærum Líbanons og Sýr- lands og ér 3000 metra hár, og eru hæstu tindar fjallsins ávallt snævi þaktir, þrátt fyrir hið milda loftslag og steikjandi sól- arhita að sumrinu. í fjallgarði þessum á áin Jórdan upptök sín og rennur þaðan í Genesaret- vatnið. í fornum trúarbrögðum austur þar er fjall þetta talið vera bústaður guðanna. • Eftirlíking Parþenons Miðhlíðis vestan til í borginni er garður einn forkunnarfagur. Skiptir vegur, sem liggur með- fram hlíðinni, honum í tvennt. 1 þeim hluta garðsins, sem er ofan vegarins, er stórt og mikið súlna- musteri, sem gert er sem eftir- liking af Parþenonhofinu á Akropólis í Aþenu. — Neð- an vegarins, er annað must- eri, sem fyrr er getið, og er þak þess úr skíru gulli og sagt er það hafi eitt út af fyrir sig kost- að hálfa milljón dollara. Garð þennan, ásamt byggingum þess- um, lét persneskur maður gera fyrir um það bil 20 árum til minningar um konu sina. Það kostar stórfé árlega að halda garði þessum við og gæta hans ásamt musterum þessum. Kostn- aðurinn við það er greiddur af ríkum Persum í Ameríku. Heiti þessa staðar er „Heilagur stað- ur“. Það er sértrúarflokkur inn- an Gyðingareglunnar, sem að þessu stendur, en fámennur. Sagt er, að tala þeirra sé um 130 þús. bæði í ísrael og Amer- íku. Garðurinn, ásamt bygging- um þessum, er listaverk, sem setur mikinn svip á borgina. Ráð- húsið, sem er stór og mikil bygg- ing, er ofarlega í fjallshlíðinni. * Átta daga hátíð Þegar við fórum þar hjá á leið okkar um borgina, stóð þar yfir mikil hátíð og var ænð margt manna þar saman kom- ið. Stór og fjölmenn lúðrasveit lék þar hátíðalög. Hátíð sú, sem þessa dagana stóð yfir í ísrael og kölluð er Hanukkahátíð, á sér sögulegan uppruna. — í stríðinu milli Rómverja og Gyðinga, er reis út af því, að Rómverjar vildu láta þá kasta trú sinni og taka upp þeirra trú, voru Gyðingar harla fámennir og lítt við því búnir að leggja til orrustu við Rómverjana. En foringi Gyðinga hvatti þá ein- dregið til þess að iáta í engu undan síga, en taka í þess stað upp baráttu fyrir trú sinni. Svo fóru leikar, að Gyðingar báru sigur úr býtum og ráku Róm- verja af höndum sér. En er orr- ustunni lauk var þrotið allt elds- neyti i landinu. Er Gyðingur færðu guði sínum fórnir í sigur- laun, fundu þeir við grátmúrinn í Jerúsalem litla krukku með olíu í, er endast mundi eina dagstund. En það kraftaverk skeði, að olían í krukkunni entist í átta daga, og þá var sá vandi leystur. Síðan þetta skeði hafa Gyðingar efna til hátíðar einu sinni á ári til minningar um at- burð þennan og stendur hátíðin í átta daga. Kertastjakar í ísra- el éru gerðir fyrir átta kerti og kveikja þeir á einu kerti á dag, unz full tala er komin og hátíðinni er lokið. Hátíð þessi fer fram um land allt með svip- uðum hætti og við höldum jól. Ekkert vín má um hönd hafa meðan hátíð þessi stendur yfir. — Hátíðlegur og virðulegur blær var yfir þessari samkomu, sem við vorum áhorfendur að, þarna við hið stóra og vegiega ráð- hús. • Góður fulltrúi 1 Haifa-borg hefir nú á annan áratug verið rekið norskt sjó- mannaheimili, sem norski prest- urinn Per Faie Hansen, veitir forstöðu. Þegar ég, ásamt tveim skipsfélögum mínum, heimsótti hann, blöktu þrir Norðurlanda- fánar yfir dyrum sjómannaheim- ilisins. Voru þetta fánar íslands, Noregs og Svíþjóðar, en skip frá ölum þessum löndum voru um þessar mundir í höfninni. Han- sen, ásamt tveimur norskum kon um, sem þarna starfa, tók mjög elskulega á móti okkur, og varð hann vel við tilmælum okkar um að aka okkur til Nazaret og að Genesaretvatni og ánni Jórd- an. Hansen prestur, sem er gáf- aður og gjörvilegur maður, vinn- ur þarna mikið og gott starf. Norðurlandamönnum, sem heim- sækja hann, en það gera þeir allir, sem til Haifa koma, finnst að þeir séu komnir heim til sín, þegar þeir hafa tyllt sér niður í hinum rúmgóðu og vistlegu stof- um hans. Að garði hans ber árlega um 6000 gesti, og flytur hann um þriðjung þessara gesta i bíl sín- um víðs vegar um byggðir ísra- els, þótt förinni sé oftast heitið til Jerúsalem og Nazaret. Eigi er hægt að kjósa sér betri föru- naut og fræðara um allt, er menna girnast að vita í þessu landi, og nær fróðleikur hans jafnt til þess, er að fornöldinni snýr, og hins, er þarna hefur ver- ið að gerast í seinni tíð. Lét Hansen mér í té margháttaðar upplýsingar um ísrael og hinar miklu og öru framfarir þar í landi. Það er gott fyrir Norður- löndin að eiga í þessu fjarlæga landi fulltrúa slíkan sem Hansen prestur er. • „Mislitt fé“ Um þessar mundir stóð yfir i Haifa sýning á 300 lifandi fisk- um úr Rauðahafinu. Allir eru fiskar þessar frekar litlir og flestir mjög skrautlegir að lit. Aðeins tvo fiska sá ég þarna, er líkjast okkar fiskum. Það var áll og skata, en þó var skatan mun minni en nokkur lótaska á vorum slóðum. Haifa er mikil siglingaborg, eins og að framan greinir. Þang- að koma sjómenn hvaðanæva úr veröldinni, hvítir og þeldökkir. Þessar aðstæður setja þarna, eins og annars staðar þar sem svipað er ástatt, nokkurn svip á skemmt analífið, einkum að kvöldlagi. Fjöldi veitingastaða er í borg- inni. En eftir að neðanjarðar- brautin upp á fjallið var byggð, hefur skemmtanalifið færzt mjög í aukana þar uppi. Þykir sjó- mönnum sem öðrum miklu eftir- sóknarverðara að hrista af sér hversdagsrykið uppi þar en niðri á flatlendinu. • Blíðubros og dýrar veigar Þegar komið er inn á þessa kvöldskemmtistaði er þar jafn- an fyrir hópur föngulegra ung- meyja, sem fagna gestum með blíðubrosi og mjög vingjarnleg- um tilmælum um, að þær megi tylla sér á skákina við hlið þeirra. Og þegar vingjarnleg hót þessara gleðikvenna hafa slegið á strengi gestrisninnar, siglir þar í kjölfarið, að þær telja sjálfsagt, að hinir nýju borðfélagar þeirra spari ekki við þær drukkinn, og láta ófeimnar í það skina, að þeim sé ósamboðið allt annað en hinar dýrustu veigar, og þykir sér sérstaklega misboðiö, ef sessunauturinn hyggst gera þeím lægra undir höfði en sjálfum sér um styrkleika drykkjarins. • Ekki er allt sem sýnist En því veita menn eftirtekt, að um leið og þjónninn hellir í glös kvennanna, afhendir hann þeim miða, er þær varðveita í pússi sinu. Hefur það komið í Ijós, að þessu miðakerfi er þann- ið varið, að það, sem hellt er í glös kvennanna, eru ekki dýrar veigar, þótt veitandinn verði að greiða þær sem slíkar fullu verði, Þvert á móti er mjöður þessara Evudætra litað sykurvatn. Mið- ann afhenda þær svo veitinga- manninum þegar lokið er gild- inu og fá endurgreiddan að ein- hverju eða öllu leyti verðmun- inn á hinu dýra víni og sykur- vatninu. Er þetta allt fyrirfram umsamið milli þessara kveld- glöðu kvenna og veitingamanns, sem þykir harla góð aðstoð þeirra til þess að drýgja við- skiptin. Sú saga flýgur, að mik- ið kapphlaup sé um það hjá veit- ingamönnum að hafa jafnan í sölum sínum tiltækar sem fríð- astar og spengilegastar ungmeyj- ar, sem líklegar séu til þess að ganga í augun á gestum. — ★ — Milli þess sem dreypt er á veigunum er dansinn stiginn und ir dunandi söng og spili, þar til yfir lýkur og hurð veitinga- stofunnar fellur að stöfum. Menn henda því á milli sín, hvað sem hæft kann að vera í því, að fyrir geti komið að þeim kunningsskap, sem þarna hefur þróazt við drykkju, dans og tóna, sé á stundum ekki að fullu lok. ið, þótt út sé komið, en hvað skeður þar á eftir — af því fara engar sögur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.