Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 13
Liauerardagur 6. febrflar 1960 MORCUlKTtLAÐIÐ 13 Pétur Ottesen: — F»r til Landsins helga VI. Haifa — Aðalhafnarborg * Israels, þar sem gamli og nýi tíminn mætast Greinarhöf- undur við inn ganginn að musterinu með gulljtakinu í hlíð Kamel- fjalls. Sönn ást ÞESS eru mörg dæmi, að fólk elski aðra sjálfs sín vegna. Það þarf ekki að merkja, að tryggð sé ekki samfara þess konar ást. Eiginkona, sem elskar mann sinn sjálfrar sín vegna, gerir sitt bezta til að hjálpa honum í starfi hans. En aðeins ef það eykur orðstír hennar, fjárráð eða öryggi. Sumar mæður, sem unna börnum sínum einlæglega, hugsa miklu meira um, hvað synir þeirra og dætur verði foreldrunum til mikillar ánægju en um þörfina á að búa þau undir að lifa sjálfstæðu lífi. Ef soninn langar til að fá bækur í jólagjöf, and- varpar slík móðir og segir: „Eg hefði heldur viljað kaupa handa honum leikföng — eða hálsbindi.“ Ef dóttur þeirra langar til að ferðast, hugsar hin eigin- gjarna móðir ósjálfrátt: „Hvers vegna ferðast? Erum við ekki fullkomlega hamingjusöm heima?“ Ef eigin- maðurinn hefir ánægju af því að horfa á knattspyrnu eða knattleik einu sinni í viku, segir konan, sem myndi heldur vilja fara í kvikmyndahús eða leikhús: „Auðvitað þykir mér afskaplega vænt um hann, en hann hefir undarlegan smekk.“ Til allrar hamingju elska ýmsir á annan hátt, láta sér sem sé þykja vænt um fólkið sjálft. Kona, sem ber þess konar ást í brjósti, hugsar aldrei, þegar hún velur gjöf: „Vil ég gefa þetta?“ heldúr: „Langar þau til að fá þetta?“ Hún hefði ekki kosið, að pilturinn, sem dóttir hennar tekur fram yfir alla aðra, yrði tengdasonur hennar, en hún sættir sig við valið: „Þegar öllu er á botninn hvolft, er um ást hennar og líf að ræða, ekki mitt“. — Hún varð óttaslegin, þegar sonur hennar sagði við hana: „Eg ætla að verða list- málari.“ Henni hefði þótt öruggara að vita hann í fastri atvinnu. „En standi hugur hans raunverulega til þess arna, mun hann vinna vel. Það er betra að hvetja hann og styðja en veikja ásetning hans með því að leggja stein í götu hans.“ Þessi síðarnefnda ást er ein þess virði, að hún sé nefnd því nafni. Sönn ást gefur allt og biður ekki um mikið í staðinn. Ef til vill ofurlitla ástúð, dálitla virðingu og mjög lítið þakklæti. Ef eiginmaðurinn og börnin eiga þessa ást skilið, verða ástúð og virðing laun ósérplægninnar. En ástúðin og virðingin koma til sögunnar síðar meir og eru léttvægt atriði. Það var ekki þess vegna, að ástin var upphaflega gefin. Margir télja það erfitt og ef til vill heimskulegt að gleyma sjálfum sér öðrum til góðs. „Hvers vegna á ég að færa allar fórnirnar? Hvers vegna gerir eng- inn mér til geðs? Hvers vegna á ósérplægni að vera einhliða? Hvers vegna segið þér ekki börnunum að hugsa meira um hamingju foreldra sinna?“ Hvers vegna? Vegna þess að lífið er svona. Ellin annast æskuna. Æskan sér um sjálfa sig. Þar að auki veldur fórnin ekki miklum sársauka. Kona, sem elskar mann sinn, móðir, sem elskar börn sín, gerir sér tilfinningar þeirra svo ljóslega í hugar- lund, að þær verða henni veruleiki. Gjöfin, sem hún hefir valið af elsku sinni, veitir henni jafnmikla ham- ingju og þiggjandanum. Ferðin, sem þér féllust treg- lega á að fara aðeins til að þóknast börnunum, verð- ur ánægjuleg af sjálfu sér. Hvað gleður augu okkar meira en að sjá þá, sem okkur þykir vænt um, ham- ingjusama? Þessi síðarnefnda — og eina sanna — ást, er einnig rétta leiðin til að láta sér þykja vænt um sjálfan sig. J SÍÐUSTU tvo sólarhringana áður en við komum til Haifa höfðum við hreppt nokkurn andbyr, sem tafði ferð okkar. En þegar nær dró landi lygndi, og sigldum við í logni og glampandi sólskini upp undir hafnarmynnið, þar sem hafnsögumaður tók stjórn á skipinu og sigldi því inn í höfnina. Höfninni í þessari miklu siglingaborg er skipt í tvennt, annars vegar fyrir minni skip, þar sem Dranga- jökli var lagt að bryggju, en hins vegar er stórskipahöfn- in. Var hún að þessu sinni full af stórum hafskipum, sem mörg voru komin um langan veg. Utan hafnargarða biðu fjögur stærðar kaupför, sem eigi var rúm fyrir í höfninni. — ★ — í>að er tvennt sérstaklega, sem við fyrstu sýn vekur athygli þess, sem hefur ekki áður stung- ið stafni við í Haifahöfn, þegar að landi er komið. Það eru hin hávöxnu pálmatré, sem gnæfa við himin á yztu nöfum við höfnina, og hvolfþak eitt mikið og logagyllt á stórri byggingu uppi í fjallshlíðinni. • Unaðslegt útsýni Haifa-borg er byggð utan í og uppi á 600 metra háu fjalli, sem Karmel heitir. Er borgar- stæði þetta hið fegursta og til- komumikið, svo af ber. Vafasamt þykir Vafasamt þykir mér að nokkurs staðar á byggðu bóli muni fyrirfinnast borg, sem hef- ur upp á að bjóða slíkt útsýni sem er uppi á Karmelfjalli. Þeg- ar sólin hellti geislum sínum á þetta logagyllta musterisþak, þá rifjaði það upp í huga mínum lýsingu Sigurðar Breiðfjörðs á því í Númarímum, þegar Róma- borg í allri sinni dýrð birtist i fyrsta sinn fyrir augum Núma og honum varð starsýnt á kopar- þökin og glampa þann, sem af þeim bar í sólskininu; „Þegar úr heiði sólin sáir sínu gulli á koparþök“. En þetta þak er ekki úr kop- ar gjört, heldur er það úr skíru gulli. • Gamalt og nýtt Þessi hafnarborg með 210 þús. íbúa hefur eins og allt ann- að í ísrael tekið miklum fram- förum á síðasta áratugnum. Þetta er gömul borg, sem hefur um aldir verið aðalhafskipahöfn Palestínu og er það raunar enn. Þarna mætast gamli og nýi tím- inn. Eins og synir vaxa nú yfir- leitt langt upp fyrir höfuð feðra sinna, eins gnæfa nýju bygging- arnar í Haifa yfir þær, sem reist- ar voru aftur í rammri fomeskju, þótt vel beri þær aldurinn margar hverjar, og eigi vildum vér af þeim missa, svo sérstæð- ar sem þær eru, ef vér ættum þar hlut að máli. Þessum nýju byggingum hefur verið dreift um alla borgina, og enginn sérstak- ur borgarhluti sker sig úr í því efni, nema ef vera skyldi í efstu byggð borgarinnar, uppi í fjall- inu. Þar hefur síðustu árin verið reist mikið af tilkomumiklum nýjum byggingum í samfelldum röðum, sem bera við himin neð- an úr borginni að sjá. Skemmtanalífið hefur sótt á brattann og er ekki að undra, svo tilkomumikið sem það er og hressandi að njóta lífsins í því hreina og tæra lofti, sem menn anda þar að sér. Nýlega er búið að leggja rafknúna neðanjarðar- braut upp á fjallið, svo eigi tek- ur nema drykklanga stund að komast þessa vegalengd, sem allerfið þótti áður. • Stórbyggingar Það má segja að borgin skipt- ist í þrennt: flatlendið næst höfninni, svæði það, sem liggur miðhlíðis, en þar er nokkur slakki í fjallið, og svo efsta byggðin, sem er uppi á fjallinu. — Miklar og stórar vöruskemm- ur eru við höfnina og skrifstofu- byggingar. — Ein bygging er þar þó, sem að hæð og fyrirferð ber af flestum öðrum þar í grennd, en það er kornskemma mikil og mylla, og rís þar upp turn mik- ill, þar sem mjölið er blandað. ísraelsmenn framleiða ekki enn allar tegundir kornmatar, þótt kornræktin hjá þeim sé á hröðu framfaraskeiði. Flytja þeir inn kornið ómalað, laust í heilum skipsförmum og tilreiða það til notkunar í þessari stóru bygg- ingu. Er þetta vissulega til eftir- breytni og fyrirmyndar fyrir oss íslendinga, sem verðum að kaupa allan kornmat frá útlöndum. Með slíku móti mundum vér fá miklu betri og heilnæmari kornmat en oss berst nú malaður í sekkjum, og hefur okkur í þessu efni nokkuð borið af leið í seinni tíð, því að áður fyrr möluðum við rúg og bankabygg. En þetta er nú útúrdúr, sem þó raunar mætti vera oss nokkurt umhugsunar- efni. — Allmikill verksmiðju- rekstur er í borginni, auk þess sem þetta er mikil verzlunar- borg. 1 útjaðri hennar er olíu- hreinsunarstöð og sementsverk- smiðja í næsta nágrenni. Norski presturinn Per Faie Hansen • Söguríkur staður Vestan til í borginni gengur stór höfði út úr Karmelfjalli og nær þverhníptur næstum í sjó fram vestan hafnarinnar. Við höfða þennan, sem löngum hef- ur verið kallaður Franska Karmel, sökum þess hve Frakk- ar með Napóleon mikla í broddi fylkingar komu þar áður fyrr mikið við sögu, eru tengdar frásagnir um marga viðburði framan úr römmustu forneskju. Þar urðu oft mikil átök og hvert hofið og klaustrið á eftir öðru jafnað við jörðu og ný reist á rústunum. Napóleon mikli nam um skeið staðar í klaustri, sem þá var á þessum stað, var hann þá á herferð mikilli suður þar. — Er hann hélt áfram heimleiðis þaðan skyldi hann þar eftir hóp særðra og sjúkra hermanna, sem allir voru drepnir eftir brottför hans ásamt munkum klausturs- ins. Nú er þarna stórt klaustur með fallegri klausturkirkju, byggt úr ítölskum marmara, sem þangað var fluttur. Þar hafast nú við ítalskir munkar. Klaustur þetta er reist á rústum eldra klausturs. Hið upphaflega klaust ur, sem þarna var reist, er byggt á gröf Elía spámanns. Framan við klaustur þetta er stórt og mikið minnismerki til minning- ar um hina föllnu hermenn Napóleons Bonaparte. Þá er þar einnig myndastytta af Maríu mey, sem er verndardýrlingur alls Karmelfjalls. — Fremst á höfða þessum hefir deild úr sjó- her ísraelsmanna varðgæzlu. • Bústaður guðanna Af Karmelfjalli er, eins og fyrr greinir, mikið og gott út- sýni. Þaðan sést alla leið til landamæra Israels og Líbanons. Rís þar upp af ströndinni flug- hár og snarbrattur höfði, þar sem landamæraskilin eru. Ströndin frá Haifa að landamær- unum er mjög sendin, og er sandurinn þar, sem annars stað- ar í þessu landi, ljósgulur og Framh. á bls. 16. Útsýn frá Karmel-fjaUi. — Musteriff meff gullþakinu fremst .til hægri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.