Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUISRLAÐIÐ Laugardagur 6. febrúar 1960 Hópar ísL írjálsíþróttamanna fara til Oslo, Róm, Winnipeg Schwerin, Varsjá Bukarest og Dresden UM síðustu helgi hélt stjórn Frjálsíþróttasambands íslands allfjölmennan útbreiðslufund í Framsóknarhúsinu hér í Reykja vík. örn Eiðsson, form. út- breiðslunefndar FRÍ, setti fund- inn, en síðan flutti Brynj. Ing- ólfsson, form. FRÍ, stutta ræðu. Rakti hann þar helztu verkefni sumarsins, sem virðist ætla að verða með þeim viðburðarrík- ustu í sögu frjálsra íþrótta á ís- landi. Að vísu hefur enn ekki verið gengið endanlega frá inn- anlandsmeistaramótunum, en þó mun ákveðið, að innanhússmeist aramótið fari fram 13. marz og Meistaramót fullorðinna um eða fyrir miðjan ágúst, bæði í Reykjavík. Eins og áður hefur verið skýrt fiá munu ísl_ frjálsíþróttamenn taka þátt í 4ra landa keppni í Oslo 20.—21. júlí n.k., en að því loknu (um mánaðamótin júlí— ágúst) er talið fullvíst, að álit- legum hópi ísl. frjálsíþrótta- manna og kvenna verði boðið til keppni í Kanada m.a. á íslend- ingadeginum í Winnipeg. Er hér um allnýstárlegt og glæsilegt boð að ræða, en nú eru einmitt liðin 35 ár síðan ísl. frjálsíþrótta menn hafa keppt þar vestra sbr. hina frækilegu frammistöðu Garðars S_ Gíslasonar á sínum tíma. I frjálsíþróttakeppni Olympíu leikanna í Róm 31. ágúst til 8. sept. munu að öllum líkindum taka þátt 5—8 íslendingar, en strax að leikunum loknum fer fram fyrsta landskeppni íslend- inga og A-Þjóðverja (B-liðs) 11. —12. sept. í borginni Schwerin. Auk þess má gera ráð fyrir að nokkrum íslendingum verði boð ið á Varsjármótið í júní. Búkar estmeistaramótið í sept. og Dresd enmótið í lok sept.. Að lokinni ræðu formanns fór fram verðlaunaafhending. Af- hentu þeir Jóhann Bernhard, varaform. FRÍ og Jóhannes Sölvason, ritari FRÍ, verðlaun fyrir Drengjameistaramót ísl. sl. sumar og ennfremur nokkra bik ara frá Meistaramóti íslands, þ. á.m. meistaramótsbikarinn, sem Vilhj. Einarsson hlaut fyrir bezta afrek mótsins. Þá fluttu stutt ávörp þeir Vilhjálmur Ein arsson, sem lagði áherzlu á gildi slíkra kynningarfunda svo og á nauðsyn þess, að innanlandsmót unum yrði sýndur verðugur sómi — og Benedikt Jakobsson, sem flutti hvatningar- og leið- beiningarorð til hinna ungu frjálsíþróttamanna. Að lokum var sýnd kvikmynd ■in frá EM í Stokkhólmi 1958 — og væri satt að segja ekki van- þörf á því að ísl. íþróttaunnend- ur ættu oftar kost á því að sjá og kynnast þeirri lærdómsríku og skemmtilegu kvikmynd. Skíðakemisla í Hveradölum VEITINGAMENN Skíðaskálans hafa ákveðið að haáa skíða- kennslu við skíðaskálann alla næstu viku og áfram milli helga eftir því sem færi leyfir. Mun TJlfar Skæringsson dvelja í Skíðaskálanum næstu viku og leiðbeina skíðamönnum, sem þangað sækja. Eftir hann taka við aðrir þaulreyndir skíðamenn. Snjór er nú nægur í skíðaskála brekkunni og færi ágætt. Skíða- lyftan er yfirleitt í gangi þegar skíðafiólk er þar og brekkan upp- lýst eftir að dimma tekur. Er þetta mjög ákjósanlegt tæki færi fyrir þá sem geta komið því við til þess að bæta skíðamennt sína. Notið snjóinn og sólskinið. Danir í úrslitum EVRÓPUKEPPNIN í Hand- knattleik nálgast lokin — á miðvikudag vann AGT, Aar- hus, lið stúdenta í París með miklum yfirburðum 20:11 (11:4). Úrslitin fara fram í París og keppa þar AGT við Dynamo Búkarest, en Dyn- amo Búkarest vann Göpping- en eftir harðan leik fyrir nokkrum dögum. InnanhiYsmeistara- mót íslands INNANHOSMEISTARAMÖT Is- lands fer fram í íþróttahúsi Há- skólans sunnudaginn 13. marz n.k. Keppt verður í hástökki án atrennu, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, stangar- stökki, hástökki með atrennu og kúluvarpi. Þátttaka er heimil öll um félögum innan vébanda FRl og ÍSÍ — og skal tilkynnt stjórn Frjálsíþróttasamband Islands, Pósthólf 1099, Reykjavík, fyrir 6. marz n.k. Hætta að trufla LONDON, 3. febrúar (Reuter). Rússar hafa tilkynnt sendiherra Breta í Moskvu að frá því í kvöld munu þeir hætta að trufla útsendingar brezka útvarpsins á rússnesku. Ekki var tekið fram hvort einn ig yrði hætt að trufla útsendingar til annarra austur Evrópuþjóða eða til Austurlanda. Talsmaður brezka sendiráðs- ins í Moskvu kvaðst fagna þess- arri ákvörðun, sem væri afleið- ing sáttmála er undirritaður var í London 1. des. sl. Árið 1956, snemma sumara^ hættu Rússar þessum truflunum, en tóku þær upp að nýju eftir byltingartilraunina í Ungverja- landi þá um haustið. — Soustelle Fram. af bls. 1. við kommúnistana og aðra svik- ara og stuðningsmenn hinna serknesku uppreisnarmanna. SOUSTELLE f öðru lagi, ég tel hættulegt að beita franska menn kúgun og hefnigirni, jafnvel menn sem orð ið hafa á mistök, meðan skæru- liðar, sem hafa ægilega glæpi á samvizkunni fá að ganga lausir. Loks vil ég benda á það, að Frakkland á aðeins einn fjand- mann í Alsír, og það er Fellag- ann eða hinir serknesku upp- reisnarmenn." Framh. af bls 11 um árum hafa bætt lífskjör sín meir og örar en nokkru sinni fyrr. Örlagastund upprunnin Það hlýtur að vera okkur öllum, sem beina og óbeina ábyrgð berum á því, að fs- land riðar nú á glötunarbarmi. svo að engu má muna, að f jár- hagslegt og pólitíkt frelsi þjóð arinnar glatist, meira gleði- efni en orð fá lýst. Háttvirtir alþingismenn! Örlagastund er upp runnin í lífi þjóðarinnar, sem nú stendur á vegamótum. Okkar er að vísa veginn — marka stefnuna. Önnur leiðin liggur fram af glötmnarbarminum, — Við embætti Soustelle sem kjarnorku og Saharamálaráð- herra tók Robert Lecour fyrr- um aðstoðar forsætisráðherra og við embætti landvarnarráðherra Pierre Messmer fyrrum land- stjóri Frakka í Vestur-Afríku. Parísarblaðið France-Soir skýT ir frá því í kvöld að komizt hafi upp um mjög alvarlegt samsæri hægri öfgamanna heima í Frakk- landi. Hefuir lögreglan fundið skjöl um þetta í húsrannsóknum og var það liður í samsærisáætl- unum, að ráðast á herbúðir í Frakklandi og ná vopnum úr þeim, m. a. skriðdrekum. í dag voru þrír kunnir stjórn- málaforingjar franskra land- nema í Alsír handteknir: Þeir voru Meningaud aðstoðarmaður Ortiz byltingarforingja, Robert Martel forseti 13. maí-hreyfing- arinnar og Jean Demarque, gam- all Poujadistaþingmaður, sem tók þátt í byltingartilrauninni í Algeirsborg og flutti margar æs- ingaræður í gjallarhom frá bæki stöð Ortiz. Turninn hallast LONDON, 2. febrúar: — Turn- inn á brezku þinghöllinni hall- ast um 4 þuml. Þetta var upp- götvað ekki alls fyrir löngu, en ekki hefur tekizt að sannprófa, hvort turninn hefur hallazt frá upphafi, eða hallinn sé nýtilkom- inn. Big-Ben er í þessum turni, sem er 102 ára gamall. hin til aukins öryggis og bættra lífskjara. Ég bið þing og þjóð að kynna sér málið til hlítar. Ríkisstjórnin og þinglið henn- ar telja valið vandalítið. Hin- ar framúrskarandi greinar- góðu upplýsingar, sem sér- fræðingar okkar hafa viðað að, sanna svo ekki verður um villzt: Aðeins eitt kemur til greina 1. Uppbótakerfið hlýtur fyrr. en varir að færa yfir þjóð- ina geigvænlegt atvinnu- leysi. 2. Til úrbóta er um ekkert val að ræða. Aðeins EITT kem- ur til greina: RÉTT SKRÁN ING KRÓNUNNAR. 3. Uni þjóðin aðgerðunum, bíða hennar góð og batnandi kjör. Frægasti dávaldur og hugsanaíesari Evrópu — Rœða Ólafs Thors • Dóleiðslu * Hugsonaíestur Dr. Pefer Lei & íris Lei Sýna listir sínar á Kvöldskemmtun Laugard. 6. febrúar kl. 77,30 eh. í Ausiurbæjarbíói AðgÖngumiðasala er í Austurbæja rbiói frá kl. 2 eh. Það er því höfuðtilgangur allra þessara aðgerða: 1. Að forða þjóðinni frá óhugn anlegu atvinnuleysi. 2. Að leitast við að kref jast þeirra einna fórna af þjóð- inni, sem með öllu eru ó- umflýjanlegar til að sporna gegn atvinnuleysinu, og gæta þess jafnframt gaum- gæfilega, að þeim verði alls ekki íþyngt, sem minnst hafa burðarþolið. 3. Að opna þjóðinni leið til batnandi lífskjara. Ríkisstjórnin biður þing og þjóð um aðstoð til að bjarga þjóðinni frá voðanum. Og jafn vel þá, sem líta úrræðin öðr- um augum en við gerum, sem að þeim stöndum, biðjum viS um að fresta mótaðgerðum um nokkurt skeið og gefa með því REYNSLUNNI FÆRI Á AÐ KVEÐA UPP SINN ÓLÝGNA DÓM. Mitt mat er, að þessi úrræði komi að haldi, ef þjóðin tekur þeim vel. Annars ekki. Mistakist þau, blasa við miklir örðugleikar og lang- varandi. ENGINN ÆTTI AiÐ SÆKJ- AST EFTIR AB BERA ÁBYRG® Á ÞEIM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.