Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUyfíLAÐIÐ Laugardagur 6. febrúar 1960 Stjórnarandstaðan og efnahagsfrumvarpið dregið gegn stefnu ríkisstjórnar- innar. Ógiftusamlega og sorglega hefði tekizt til um undirbúning þessa máls og meðferð þess og mikil væri sekt þeirra manna, sem færu gálauslega með æðstu málefni landsins. Ræða Gylfa Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, kvað gengisbreyt- Tónlistarkynning í háskólamim TÓNLIST ARK YNNIN G verður haldin í hátíðasal háskólans á morgun, sunnudag, 7. þ. m. kl. 5 stundvislega. Þar mun dr. Hall- grímur Helgason ræða um helztu stefnur og straumhvörf í tónlist 20. aldar, og flutt verða af hljóm plötutækjum háskólans verk eða kaflar úr verkum eftir þessa höfunda: Debussy (Nuages), Si- belius (Svanurinn frá Tuonela), Ravel (Bolero), Schönberg, Bar- tók og Sjostakovitsj (úr 10. sin- fóníunni). Greint verður frá imperssion- ismanum hjá Debussy og Ravel og sérstöðu Sibeliusar meðal nú- tímatónskálda, expressionisma Schönbergs og folkklórisma Bar- tóks og þeim skyldleika við hann, sem fram kemur hjá Sjostakovitsj. Aðgangur að tónlistarkynning- unni er ókeypis og öllum heimill. Cengisbreytingin 1958 meiri en nú — Frá Alþingi þeir að ærast, ef borið væri fram frumvarp um 3% kjaraskerðingu. Eini munurinn væri sá, að þá hefðu þeir verið í ríkisstjórn og ætlað sér að vera í ríkisstjórn áfram, en nú væru þeir utan- stjórnar. Gat ræðumaður þess að ■ "" —— ■■ skrifar ur daqleqa lifinu J * Faðir Leifs Heppna Fyrirtæki eitt hér í bænum var að ráða til sín starfsstúlk- ur um daginn. Og til að fá hugmynd um greind og al- menna þekkingu umsækjenda, var útbúinn spurningalisti, sem lagður var fyrir stúlkurn- ar. Ein spurningin hljóðaði svona: Hver er Eiríkur Kristó- fersson? — Faðir Leifs heppna, svaraði einn um- sækjandinn. ♦ Óánægja með miða- sölu Eftir símtölunum, sem Vel- vakandi átti eftir kl. 2 sl. mið- vikudag að dæma, var mikil óánægja með fyrirkomulagið á miðasölunni í Þjóðleikhús- inu þann dag. Auglýst var sala á aðgöngumiðum á tvær sýningar á barnaleikritinu „Ræningjarnir í Karde- mommubæ“, á síðdegissýn- ingu á sunnudag og kvöldsýn- ingu á föstudag. Leikritið ætlar sýnilega að verða ákaflega vinsælt, bæði fyrir fullorðna og börn, og miðar seljast upp á skömmum tíma. Því var fólk farið að standa í biðröð kl. að ganga 12 þenan dag, þó miðasalan hæfist ekki fyrr en kl. 1.15 Kona ein, sem fór að bíða kl. 11.30 og ekki fékk miða á sunnudagssýniguna, spurði hvernig á því stæði. Hún hafði verið að reikna út með- an hún beið, að hver mann- eskja fyrir framan hana þyrfti að taka meira en hálfan bekk á sunnudagssýningu, til að hún missti af miðunum. Svar- ið var: Það hafa verið tekn- ar pantanir í þrjá síma. Meðan fólkið í biðröðinni var afgreitt um tvær lúgur, var sem sagt svarað í 3 síma og teknir frá miðar fyrir fólk, sem sat heima hjá sér. Ein- hvern tíma var þó sá háttur hafður á, að ekki var svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir að miðasala hófst, ef að- sókn var svo mikil að fólk hafði staðið lengi í biðröð Af hverju skyldi því fyrirkoinu- lagi hætt? Ræningjarnir í Karde- mommubæ er sýnilega eins heppilegt og skemmtilegt barnaleikrit og frekast verður á kosið. Og ekki er það verra, að íslenzk börn eru orðin kunnug ræningjunum og öðr- um íbúum þessa skemmtilega bæjar gegnum útvarpið. Ef sögur eru skemmtilegar vilja krakkarnir heyra þær aftur og aftur og þykir ennþá meira gaman eftir því sem þau heyra þær oftar. Komið hafa fram tilögur um að geyma þetta leikrit og færa það upp við og við eða hafa það fast á sýningaskrá leikhússins. Það ætti reyndar að gera við öll þau barna- leikrit sem vinsælda njóta, því á þremur til fjórum árum, eru komnir upp nýir leikhúsgestir á bamasýningar. T. d. eru nú vaxnir upp krakkar, sem aldr- ei áttu kost á að sjá „Litla Kláus og stóra Kláus“. FYHSTA umr. um efnahags- málafrumvarp ríkisstjórnar- innar stóð yfir í neðri deild í gær. Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og er ræða hans birt annars staðar í blaðinu. Næstur talaði Eysteinn Jónsson, 1. þingmaður Aust- urlands, og þá Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra. Fleiri höfðu ekki talað kl. 7,30 í gærkvöldi, en þá var gert fundarhlé til kl. 9. Ræða Eysteins Eysteinn Jónsson rakti fyrst sögulegan inngang eða aðdrag- anda að þessu frumvarpi, sem hann kallaði svo. Taldi hann það tímabil frá því minnihlutastjórn Alþýðuflokksins kom til valda, hefði stjórnarstefnan frá því og allt til þessa dags verið samdrátt- arstefna, er væri í beinni and- stöðu við byggðastefnuna, sern Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir. Ræðumaður kvað þann vanda, sem við væri að glíma, minni nú en oft áður en peninga- valdið vildi nota þann vanda, sem fyrir hendi væri til að taka upp nýja stefnu, sem m.a. kæmi fram í lánapólitíkinni, þar sem ekki mætti að mati ríkisstjórn- arinnar taka lán til framkvæmda heldur aðeins kramvörulán, jafn- framt því, sm dregið væri úr verklegum framkvæmdum. ingu þá, sem nú væri á lögð minni en þá gengisbreytingu, er ríkisstjórn Hermanns Jónasson- ar hefði staðið fyrir vorið 1958. Ræddi hann nokkuð það óheil- brigða ástand, sem ríkt hefði í gengisskráningu á undanförnum árum og galla uppbóta- og styrkjakerfisins almennt, sem m. a. væri orsök þess, að togara flotinn hefði ekki verið endur- nýjaður á síðustu árum, en allt of mikill hluti þjóðarteknanna beinzt að óarðbærri framleiðslu. Ekki hægt að taka alvarlega Þá rakti ráðherrann afstöðu Framsóknarmanna og kommún- ista til gengisbreytingar og ann- arra nauðsynlegra ráðstafana á Panikráðstafanir og heljarstökk Um ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í heild komst þingmaður- inn svo að orði, að það væru panikráðstafanir og það sem rík- isstjórnin hefði kokkað væri fá- sinna. Nú ætti að taka heljar- stökk til að komast út úr upp- bótakerfinu, en ekki væri litið við þeirri leið að leggja það nið- ur í áföngum, og mundi ekki komið standandi niður úr því heljarstökki. Eysteinn Jónsson sagði að lokum, að Framsóknar- flokkurinn mundi beita sér ein- Eysteinn Jónsson dögum V-stjórnarinnar, eins og getið er á öðrum stað í blaðinu. Einnig bar hann saman þær ráð- stafanir ,er gerðar voru í efna- hagsmálum 1958 og þær sem nú liggja fyrir. Þá hefði framfærslu- vísitla hækkað um 19 stig og þeirri hækkun verið mætt með 5% grunnkaupshækkun. Þá hefðu Framsóknarmenn og kommúnist- ar samþykkt löggjöf um 5% kjaraskerðingu, en nú ætluðu Gylfi Þ. Gíslason lokum, að gengi krónunnar mið- að við útflutning hefði lækkað um 30% vorið 1958 og einnig um 30% miðað við innflutning. Nú væri gengisbreytingin, sem gert væri ráð fyrir, 20% miðað við útflutning og 31% miðað við innflutning, og þannig minni en sú gengisbreyting, sem ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar hefði lögleitt. Að þessu athug- uðu væri ekki hægt að taka al- varlega hina hörðu fordæmingu Framsóknarmanna og kommún- ista á þeim ráðstöfunum, sem nú ætti að gera. Lúðvík Jósefsson, 4. þ.m. Aust- urlands, tók fyrstur til máls er fundi neðri deildar var fram- haldið kl. 9 í gærkvöldi. í upp- hafi máls sína kvartaði hann vmd an því, að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa birt áætlun um hve miklar auknar álögur á lands- menn hinar nýju efnahagsráðstaf anir munu hafa í för með sér. Lúðvík Jósefsson Kvaðst hann vita, að þetta hefðu hagfræðingar ríkisstjórnarinnar getað reiknað rétt, því að þeir gætu reiknað einföld dæmi, enda þótt þeir bæru ekkert skyn á at- vinnuvegi þjóðarinnar og þekktu ekki mun á framstafni og aftur- stafni á skipi. Þá vék 4. þ.m. Austurlands í löngu máli að ræðu viðskipta- málaráðherra og var algerlega á öndverðri skoðun við hann um uppbótakerfið, sem nú ætti að leggja niður að undirlagi hag- fræðinganna, sem teldu það ur- elt, þó þeir, sem til þekktu, vissu betur. Hið nýja í þessum efnahags- ráðstöfunum taldi Lúðvík Jósefs son það, að nú ætti að velta öllu yfir á launþega án þess þeir fengju neitt í staðinn. Þá fór hann nokkrum orðum um gengís- breytinguna 1950, sem hann kvað margt illt hafa hlotizt af. Kekkonen skorinn upp HELSINGFORS, 5. febrúar. Reut er: — Kekkonen Finnlandsfor- seti liggur á sjúkrahúsi í höfuð- borginni. Hann gekk í morgun undir gall-uppskurð. Heppnað- ist aðgerðin vel og er fiorsetinn talinn á góðum batavegi. Ósigur komm- únista í Kerala NÝJA DELHI, 5. febr. — (Reuter) — INDVERSKI kommún- istaflokkurinn gaf í dag út tilkynningu, þar sem hann viðurkenndi og sætti sig við ósigur sinn í sambandsríkinu Kerala í Suður-Indlandi. Mið- stjórn flokksins segir hins vegar, að kosninga- úrslitin feli aðeins í sér tímabundinn sigur „aft- urhaldsaflanna“. Kommúnistaflokkur- inn hlaut nú aðeins 26 þingsæti af 126 á héraðs- þinginu, en hafði síðast 60 þingsæti. Flokkurinn og fylgifiskar hans héldu hins vegar at- kvæðahlutfalli sínu. Dregið í Vöru- happdrættinu í GÆR var dregið í 2. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dregið var um 785 vinninga að fjárhæð samtals 903 þús. kr. Eftirtalin Nr. 18642 kr. 200 þús. Nr. 6252 númer hlutu hæstu vinningana. kr. 100 þús. Nr. 46269 kr. 50 þús. Tíu þús. kr.: nr. 11961, 14887, 15480, 19445, 24412, 28474, 36221, 36221, 36271, 42340, 46061. Fimm þús. kr.: nr. 7481, 9353, 12607, 15832, 30451, 35650, 38698, 41269, 42833, 55413, 55915. Þúsund krónur: nr.: 833 8249 10518 15164 24107 25103 25444 26236 31350 32737 34645 35461 35487 37474 39307 39958 40120 40910 41153 41573 41736 41877 45077 46356 48989 49123 52523 52704 53031 53899 58733 60902 61239 62572 63781 (Birt án ábyrgðar) • SKÁK • HAFNARFJÖRÐUR ABCBEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 8.eöxdð ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH AKRANES 9. 0-0-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.