Morgunblaðið - 24.02.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 24.02.1960, Síða 1
24 síður 47. árgangur 45. tbl. — Miðvikudagur 24. febrúar 1960 Prentsmiðja Mcrgunblaðsíns Viðreisnin í framkvœmd: Kjaraskerðing hindruð með stórfelldri eflingu almannatrygginga Hjón með fjögur börn fá kr. 10,400 Stefna óbreytt Alhert skaut skotum sex LONDON, 23. febrúar. — TALSMAÐUR brezka utan- ríkisráðuneytisins lét svo um mælt í dag, að ákvörðun togaraútgerðarmanna um að skip þeirra veiddu ekki við ísland meðan á Genfar-ráð- stefnunni stæði fæli ekki í sér neina viðurkenningu brezku stjórnarinnar á ís- lenzku 12 mílna landhelginni. Afstaða brezku stjórnarinnar hvað lögfræðilega hlið máls- ins snerti væri enn hin sama. Sagðist talsmaðurinn hins vegar vænta þess, að þessi á- kvörðun togaraútgerðarmanna yrði til þess að auka líkurnai fyrir því að Genfar-ráðstefnan yrði árangursrík, þ. e. að skyn- samleg og réttlát lausn fengist á deilunni um fiskveiðilandhelgi. Palliser á vettvang Samkvæmt tilkynningu frá sambandi brezkra togaraútgerð armanna skaut varðskipið Albert á brezka togarann James Barrie, er hann var að veiðum við ís- land fyrir tveimur dögum. Alberc skaut sex skotum, er togarinn var 5 mílur undan ströndinni, á vernd arsvæði, sem freigátan Palliser sá um. Varðskipsmenn hefðu gert tilraun til að ráðast til upp- göngu, en skipstjóri togarans lát- ið höggva á togvírana til að flýta undanhaldinu. Segir 1 tilkynningunni, að Palliser hafi þá komið á vett- vang og fylgt togaranum, sem er 666 tonn og hefur 20 manna áhöfn, á haf út. Frh. á bls. 9. á ári í fjölskyldubœtur Elli- og örorkulifeyrir til hjóna hækkar um 62,8%, barnalifeyrir um 43*^0, fæðingarstyrkur um 25% Frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi E I N N liður í ráðstöfunum þeim, sem fyrirhugaðar eru í efnahagsmálum þjóðarinnar, er stórfelld aukning á bóta- greiðslum almannatrygginga. I gær var lagt fram á Alþingi frv. ríkisstjórnarinnar um breytingu á almannatrygg- ingarlögunum, er felur í sér aukningu á þessum bóta- greiðslum. Helztu atriði frumvarpsins eru þau, að nú verða fjölskyldubætur greidd ar með hverju barni, 2600 kr. með fjórum börnum 10,400,00. Ms^ðralaun verða greidd með einu barni, og hækka verulega með fleiri börnum. Elli- og örorkulíf- eyrir til hjóna hækkar um 62,8%, en einstaklingslífeyrir hækkar um ca 44%. Barna- lífeyrir hækkar um ca 43% og fæðingarstyrkur um ca 25%. Fjölskyldubætur greið- ast að fullu úr ríkissjóði, sem einnig tekur á sig verulegan hluta af hækkun annarra bóta nema slysabóta. — Helztu atriöi frumvarps- ins fara hér á eftir og er gerður samanburður á Hrossin úti í Engey voru í góðum holdum. Þau voru forvitin er þau sáu til mannaferða, en styggð hljóp í þau, ef át'ti að ná þeim. í bak- sýn sést faðmur Reykja- víkur. Hvernig er útlits í Engey við bæjardyr Reykjavíkur. Um það fjallar grein á bls. 3. þeim greiðslum, er frv. gerir ráð fyrir og greiðslum þeim, sem eru í gildandi lögum. Fjölskyldubætur 1) Fjölskyldubætur verða greiddar með fyrsta og öðru barni í fjölskyldu, jafnháar fyr- Frh. á bls. 9. 106 inni- króaðir A-BERLÍN, 23. febrúar. — Um 300 björgunarliðar unnu baki brotnu í allan dag við að reyna að bjarga 106 námumönnum, sem eru innikróaðir í Karl Marx nám unni í Saxlandi. Þeir eru um kílómeter undir yfirborði jarðar. Sprenging varð í námunni á mánudag og logar þar nú mikill eldur. A.m.k. 17 menn létust við sprengánguna, 51 hefur verið bjargað. Margir voru mjög slas- aðir. — Björgunarstarfið er erfitt vegna hitans og geta björgunar- iiðar ekki verið niðri í námu- göngunum nema tvær stundir í senn. Vonin um að takast megi að bjarga mönnunum 106 er nú far- in að dofna. Dalai Lama selur gullið NYJU DELHI, 23. febrúar. — Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, sem dvalizt hefur landflótta hart nær ár í Indlandi, ætlar að seja hluta af gulldjásnum þeim, sem hann kom úr landi áður en Kínverjar tóku Tíbet. Það var arið 1951 að Dalai Lama fór að ótiast alvarlega um framtíð Tí- bet og sendi hann þá á laun megn ið af gersemum klaustursins i Lhasa úr landi. Var farið með dýrgripina á 1000 múldýrum til Sikkim, dvergríkisins á landa- mærum Tíbets og Indlands. Nú hefur Dalai Lama komið megni þessa auðs fyrir í Calcutta og hyggst selja það smám sam- an. Andvirðinu ætlar hann að verja til stuðnings tíbetskum flóttamönnum í Indlandi. Um 16,000 landa hans eru land fJótta í Indlandi og þrátt fyrir stranga landamæragæzlu kín- verskra kommúnista tekst að meðaltali 15—16 Tíbetum að flýja daglega yfir til Indlands. □- JMorgmW&íuíi Miðvikudagur 24. febrúar. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Við innsiglingu Reykjavíkur. — 8: Sagt frá jómfrúræðu Auðar Auöuns á Alþingi. — 10: Hvað er jarðvegur? — eftir Bjarna Helgason. — 11: íþróttir. — 12: Ritstjórnargreinar: Sjóðir land- búnaðarins — Nýlendukúgarar. — 13: Flogiö yfir snjólaust ísland í lok þorra. — 14: Kvennadálkar. — 15: Úr kvikmyndaheiminum. — Lesbók barnanna. — 16: Bridge. — Lesbók barnanna. — 22: íþróttir. -□

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.