Morgunblaðið - 24.02.1960, Page 13

Morgunblaðið - 24.02.1960, Page 13
Miðvikudagur 24. febrúar 1960 MORCfrNfíLAÐIÐ 13 Flogið yfir snjóiaust Island í lok þorra Mælifellshnjúkur. legt að fljúga yfir snjólaust ís- land að kalla, um miðjan febr- úarmánuð. Svo var ekki ófróðlegt að reyna nýju vélina hans Tryggva. Það var sjálfsagt að taka boð- inu. Vopnaðir myndavélum héld- um við þremenningarnir út á Reykjavíkurflugvöll og innan tíð ar var allt ferðbúið, benzín- geymar vélarinnar áfylltir, far- angur kominn um borð ásamt álitlegum pakka af Morgunblað- inu, því við vorum ákveðnir að gefa Vopnfirðingum kost á að lesa blaðið samdægurs og það kom út, sem mun sjaldgæft að hendi þar eystra, að minnsta kosti að vetri til. Tryggvi fékk nú leyfi til flug- taks og brátt vorum við í loft- inu. Á örskammri stundu vorum Brúin á Norðurá í Skagafirði. — ERTU með til Vopnafjarð- ar? Með þessari setningu er ég rifinn upp eldsnemma morg- un nokkurn um miðjan febrú- ar. Inni á gólfinu hjá mér standa tveir flugmenn, annar hefur starfið að atvinnu og flýgur sjúkraflugvél Norð- lendinga, sem svo er nefnd. Er það Tryggvi Helgason. Hinn er útvarpsvirki að starfi, en lærði og stundaði flug um alllangt árabil og varð meðal annars frægur fyrir að vera annar þeirra, sem lenti hjá fjallinu Sankti- Pétri á framanverðum Nýja- bæjarfjallgarði fyrir nokkr- um árum. Ég ræski mig, rís upp við dogg, lít út um gluggann og sé ágætan og sólfagran morgun og síðan á þessa góðkunningja mína, til þess að ganga úr skugga um hvort þeim væri alvara. Ég sá að svo var. — Jú, ég verð ferðbúinn eftir 5 mínútur. Þarf aðeins að hringja fyrst. — Allt í lagi, sögðu báðir í einu og hurfu út um dyrnar. ★ Þegar þeir voru farnir fór ég að hugleiða hvað ég hefði eigin- in skín glatt svo að brátt fer Stef án að kvarta yfir sviða á háls- inum. Við finnum hatt vel barða stóran, sem margt ævintýrið hef- ir séð og víða farið. Er nú börð- unum brett vandlega niður og Með Vopnfírðingum á flugvelli þeirra. lega að gera með að fara skyndi- för til Vopnafjarðar. Ekkert yrði stanzað og því lítinn blaðamat að finna. í björtu veðri var fróð- sé í Skagafirðinum, beinum við aðdráttarlinsunni að brúnni frægu á Norðurá hjá Silfrastöð- um. Framundan er hinn hrikalegi fjallgarður milli Skaga- og Eyjafjarðar og ber nú meira á snjónum en áður. Einhvers stað- ar á hægri hönd á Tryppaskálin fræga að vera, er við fljúgum yfir Hörgárdalsheiðina. Og nú blasa við okkur eggjamar upp af Hrauni í Öxnadal og Tryggvi gefur okkur færi á að mynda Hraundrangann öllum megin frá. Síðan rennum við okkur inn yfir Moldhaugnahálsinn með Hlíðar- fjallið og Stórahnjúk á hægri hönd. Við okkur blasir okkar kæri heimabær, Akureyri, og þar ætlum við að fá okkur í svang- inn. Við höfum verið 1 klst. og 23 mínútur á leiðinni frá Reykja vík og það þrátt fyrir allharðan mótvind og hringsól tvisvar sinn- um á leiðinni. □- -□ l\leð sjúkraflugvél IMorðurlands fil Vopnafjarðar við komnir í milli 5 og 6 þús. feta hæð og þar héldum við okkur alla leiðina norður. Ég sit aftur í vélinni en þeir flugkapparnir frammí. Milli þess sem ég virði fyrir mér lands- lagið og munda myndavélina af og til, gefst mér gott tækifæri að virða fyrir mér þenna „Rolls Royce“ loftsins, eins Piper Apache-flugvélin er stundum nefnd. Allur frágangur inni í vél- inni er að sjá mjög vandaður og nálgast í raun og veru „lúxus“. Að sjálfsögðu er hlýtt og nota- legt, þótt s úti sé 10—12 tiga frost. Ekki er það nú meira. Sól- Skarðsheiðin. Hringsólað yfir Vopnafjarðarkauptúni. þjónar hann ágætlega hlutverki sólhlífar. Ferðin norður yfir gengur með ágætum, hraðamælirinn sýnir, að mig minnir 140. Skarðsheiðin er fest á filmu, síðan reynt við Okið og jöklana í austri, en aðeins þangað er hvítt að sjá, annars staðar er ým- ist alautt eða í mesta lagi grátt. Eftir ótrúlega -skamma stund er- um við komnir norður í Húna- vatnssýslu austanverða og síðan opnast okkur alauður Skaga- fjörðurinn. Við erum nokkru sunnar en á venjulegri flugleið, enda flogið sjónflug því albjart er. Við sjáum Mælifellshnjúkinn fram undan og héðan er hann fremur lágkúrulegur ásýndum. Við festum hann á filmu til þess að eiga hann héðan frá að sjá líka, því áður höfum við myndað hann úr ýmsum áttum af landi. Því til sönnunar, að enginn snjór Tryggvi Helgason. Laust eftir kl. 2 e. h. erum við aftur komnir á loft og nú erum við fjórir í vélinni. Magnús Jóns- son bifvélavirki hefir bætzt í hóp inn. Stefnan er tekin austur yfir Vaðlaheiði og þá sjáum við að þoka liggur yfir landinu austan- Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.