Morgunblaðið - 24.02.1960, Side 23
MiðvífcudagUr 24. febrúar 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
Þessar tvær sigruðu í bruni kvenna á Vetrarleikunum. Sú til
hægri heitir Heidi Biebl frá Þýzkaiandi. Hún hlær meira, enda
hlaut hún gullið. Hin vinstra megin er hin fræga bandaríska
Fenny Pitou, eftirlætisgoð áhorfendanna. — Hún fékk silfur-
verðiaun. —
Linda Meyer frá Bandaríkjunum
braut annan stafinn. Féll hún
við það og braut hægra viðbein- i
ið. Var hún lögð inn á sjúkra-1
hús.
Þung raun
Stórsvigbraut kvenna var 1300
metra löng með 362 metra hæð-
armun. Allmikil ísing var á
nokkrum stöðum á henni, svo
keppendurnir urðu að standast
þunga raun. Margar féllu og
hættu keppni, þeirra á meðal
Heidi Biebl, sigurvegarinn í
bruni kvenna og Traudl Hecher,
sem varð þriðja í þeirri grein.
Úrslit:
1. Vvonne Riígg, Sviss ... 1:39,9 min
2. Penelope Pitou, USA . .. 1:40,1 —
3. Giuliana M. Chenal, ítal 1:40,2 —
4. Betzy Snite, USA....1:40,4 —
5-6. Annelise Meggl, Þýzkal. 1:40,7 —
5-6. Carla Marchelli, Ítalíu . 1:40,7 —
7. Therese Leduc, Frakkl. . 1:40,8 —
8. Anne M. Leduc, Frakkl. 1:41,5 —
9. M. Chamot-Herthod, Sv. 1:41,8 —
10. Sonja Sperl, Þýzkal. ... 1:41,9 —
Sv/ss fékk bœði gullin
í stórsvigskeppnunum
Penny Pitou, sárlasin, fœr eintóm
silfurverðlaun
SVISSNESK, ung og fögur
stúlka, að nafni Yvonne Rúgg,
var himinlifandi af gleði er hún
hafði sigrað í stórsvigi kvenna á
Olympíuleikunum. Það var ekki
nóg með það, að hún hefði unnið
landi sínu önnur gullverðlaunin,
heldur hafði Svissland með
þessu unnið sigur í stórsvigi bæði
karla og kvenna og það er mik-
ilvægt, því að þetta er uppá-
hanldsíþrótt þessarar Alpaþjóðar.
Uppáhald áhorfendanna,
bandaríska skíðadrottningin
Penny Pitou, varð nú að sæta
því sama og í bruni kvenna, að
verða nr. 2. Yvonne hafði tím-
ann 1 mín. 39,9 sek. en Penny
1 mín 40,1 sek.
Hamingjuósk frá Staub
Yvonne Rúgg varð feikilega
glöð er hún fékk að vita, að
hún hefði sigrað. — Eg get ekki
trúað því. Þetta var erfitt hlaup.
Mér fannst ég ekki vera vel
upplögð þegar ég lagði af stað.
Eg hélt að þetta væri vonlaust
en lagði af stað allt að einu. Svo
gekk mér svo vel með fyrstu
hliðin, að ég tók rögg á mig
og herti á ferðinni eins og ég
gat.
Yvonne er hraðritari að at-
vinnu. Hópur samlanda hennar
safnaðist í kringum hana til að
óska henni til hamingju og einn
þeirra fyrstu sem faðmaði hana
að sér var Roger Staub, sem
hafði unnið stórsvig karla dag-
inn áður.
Með hlta
Penny Pitou var mjög illa
upplögð, er hún hóf keppnina.
Segir flokksstjórí Bandaríkjanna,
að hún hafi verið með hita og
ógleði og er hún lauk þessari
keppni lagðist hún í rúmið. —
Þykir það vel gert af henni sár-
lasinni að vinna silfrið, þó að
hún hefði haft hug á því, að
vinna fleiri gull á þessum leik-
um, en trúlofunarhringinn einn
frá Zimmerman.
Það slys varð í keppninni, að
999
I D A G
er dagskráin þannig
í Squaw Valiey:
Svig karla.
500 m. skautahlaup karla.
Auk þess hefst keppni i
listhlaupi á skautum og ís-
hokkikeppnin heldur áfram.
00000000*000 0 0 0 0»
— 15 km ganga
Framh. af. bls. 22.
gleði — og ekki síður af þvi
að Östby var kominn í mark
sem fjórði maður.
Reyndustu skíðamenn á staðn-
um sögðu þetta göngueinvígi
mesta einvígi skíðasögunnar. Sjö
sekundur skildu að 1. og 3. mann
eftir 15 km keppni. Svíarnir sem
haft höfðu forystuna í byrjun en
urðu að gefa eftir, voru hvað
fyrstir að óska Norðmönnum til
hamingju.
Sagt að leikslokum
— Ég neytti ítrustu krafta
minna, en það nægði ekki, sagði
Jernberg. Ég vissi er að markinu
dró að tími Brusveens var betri
en minn (um senditækin) en við
því gat ég ekki gert, sagði þessi
reyndi göngumaður sem þótti lík-
legastur sigurvegari. Hann kom
sveittur og útkeyrður í mark og
sagði „Það var mikil mótstaða í
dag“. Og þar átti hann við
þunna loftið sem göngumennirn
ir eru allir óvanir þar sem þeir
liafa aldrei keppt svo hátt yfir
sjávarmáli sem nú. Ramgaard
iýsti þessu þannig. „Það var eins
og að ganga á vegg allan tím
ann“. En Svíarnir viðurkenndu
að þeir hefðu farið of hratt í byrj
un.
Úrslit í 15 km. göngu
1. Haakon Brusveen, Noregi 51,56 mín
2. Sixten Jernberg, Svíþjóð 51.59 —
3. Haknlinen, Finnlandi .... 52.03 —
4. Östby, Noregi ...... 52,18 —
Vaganov, Kússlandi ...... 52.18 —
6. Mantiran, Finnlandi ..... 52.46 <=»
Mig hefur dreymt — en aldrei
þorað að vona að Jbað rættist
sagði 38 ára gömul húsmóðir,
sem fékk bronsverðlaun
RÚSSNESKA stúdínan Lidya
Skoblikova var sú fyrsta á
þessum á þessum Vetrar-
olympíuleikum til að vinna til
tveggja gullverðlauna. Hún
vann sitt annað gull í 3000
m skautahlaupi í dag. En
henni mistókst að setja um
leið sitt annað heimsmet á
þessum leikum — þó skildu
aðeins 5/10 úr sek. hana frá
meti landskonu hennar, Sju-
kovu, sem hljóp á 5.13.8 í
Alma Ata. — Silfrið fór eins
og búizt var við til Rússa. —
Það var Valentina Stenina,
nýbakaður heimsmeistari i
skautahlaupi kvenna, sem
hreppti það. Hún er eigin-
kona Boris Stenin, sem einn-
ig er nýbakaður heimsmeist-
ari. —
Aldrei þoraff aff vona . . .
En alltaf kemur eitthvaö á
óvænt. Og í þetta sinn var þaff
í sambandi viff bronzverfflaun-
in. Það var 38 ára gömui
finnsk húsmóðir, sem vann til
þess, og fékk aff sjá fána
lands síns á verfflaunastöng-
inni.
Hún er elzt finnsku Olym-
píukcppendanna, þessi hús-
móðir frá Harjala. Og hún upp
lifffi stærsta augnablik lífs
sins og sins langa skautaferils.
„Það er þetta sem mig hef-
ur dreymt um, en aldrei þoraff
að vona að rættist" sagði Sevi
Huttunen er henni var lyft af
sterkum finnskum örmum þeg
ar sýnt var aff bronzið varð
finnskt.
„Ég er nú ekki lengur nein
ungpía“ sagði hún „og ég bjóst
við að þurfa að fara að hætta
þessu. En það er þessi íþrótta-
gleði, sem alltaf vaknar i mér
og gerir það að verkum aff ég
get ekki setið inni í stofu þeg-
ar isinn kemur“.
Gleðin var ekki minni
meðal Svía þegar sýnt var aff
Christina Scherling hafði orð-
iff í fimmta sæti á 5.25.5 sem
er næstum 15 sekundum betri
en liennar staðfesta sænska
met.
fsinn var mjög góffur en veð
ur í kaldasta lagi og mótvind-
ur á lokaspretti háffi nokkuff.
Úrslit í 3000 m skautahl. kvenna
1. Lydia Skoblikova, Rússlandi 5:13,3
2. Valentina Stenin, Rússlandi . 5:16,6
3. Sevi Huttunen, Finnlandi. .. 5:21,0
4. Takamizawa, Japan .........5:21,4
5. Christina Scherling, Svíþjóð . 5:25,5
6. Helena Piljaczyk, Póllandi. . 5:26,2
7. Eiwira Seroczynska, Póllandi 5:27,3
8. Jeanne Asworth, USA........5:28,5
9. Tamara Rylova, Rússlandi .. • 5:30,0
10. Yoshiko Takano, Japan......5:30,9
Klukkuskák við 10
meistaraflokks-
memi
AKUREYRI, 23. febrúar. — í
gærkvöldi tefldi Friðrik Ólafs-
son stórmeistari að hótel KEA
samtíma klukkuskák við 10
meistaraflokksmenn. Úrslit urðu
þau að Friðrik vann 5 skákir,
tapaði þremur og gerði 2 jafn-
tefli.
Þeir, sem unnu Friðrik, voru
Júlíus Bogason, Margeir Stein-
grímsson og Steingrímur Bern-
harðsson. —mag.
Fjöltefli
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistarl
teflir fjöl'efli við imglinga, 10—
16 ára, í K. R.-heimilinu í kvöld
kl. 8,00 e. h., og í Tómstunda-
heimilinu að Lindargötu 50, ann-
að kvöld kl. 8,00 e. h. Þátttak-
endur mæti stundvíslega og hafi
með sér töfl.
Fjöltefli þetta er liður í sam-
starfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur
og Taflafélags Reykjavíkur, en
þessir aðilar hafa starfað sam-
an að skákkennslu unglinga und
anfarin ár, í taflklúbbum víðsveg
ar um bæínn. Þar hafa ungling-
arnir notið tilsagnar þekktra
skákmanna, tekið þátt í kapp-
mótum og teflt fjöltefli
Öllum þeim mörgu, sem glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og kveðjusendingum á sjötugsafmæli mínu, flyt
ég mínar alúðarfyllstu þakkir.
Bjarni Björnsson, Vesturgötu 9
Hjartkær eiginmaður minn
AXEL GRlMSSON
fyrrverandi brunavörður,
verður jarðsunginn 25. ferbr. frá Laugameskirkju. At-
höfnin hefst með húskveðju frá heimili okkar kl. 1,15.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Marta S. H. Kolbeinsdóttir.
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
STEFANÍU INGIMUNDARDÓTTUR
Þórsgötu 21 A
er andaðist 19. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 26. febrúar kl. 10,30 f.h. — Þeim, sem vildu minn-
ast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Jóhann Stefánsson, Margrét Jóhannsdóttir,
Jón K. Jóhannsson.
Hjartkær sonur minn,
EIRÍKUR STEINGRÍMSSON
vélstjóri, Lönguhlíð 15,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26.
febrúar kl. 13,30. Athöfninni verður útvtirpað. Blóm vin-
samlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á skógrækt í Dverghömrum. Parísarbúðin
Austurstræti 8, veitir minningargjöfum móttöku.
Halla Eiríksdóttir
Hjartanlegéir þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför móður okkar og tengdamóður
VIGDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Kjaransstöðum.
Margrét Þormóðsdóttir, Haraldur Pétursson.
Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim, sem auðsýndu
mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
manns míns,
SKÚLA S. Þ. SfVERTSENS
María J.Sívertsea
Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu
GUÐMUNDU SIGURJÓNSDÓTTUR
Suðurlandsbraut 63
Júlíus Einarsson
Sigurjóna Júlíusdóttir, Þórir Björnsson,
Aðalbjörg Júlíusdóttir, Vilhjálmur Angantýsson,
Einar Júlíusson, Guðrún Ásgrímsdóttir,
Guðbjörg Júlíusdóttir, Einar Pétursson,
Sigurður Júlíusson, Ingrid Júlíusson,
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför
DAGBJARTS GUÐMUNDSSONAR
verkstjóra
Guð blessi ykkur öll.
Dagbjört Brynjólfsdóttir, synir og tengdadætur