Morgunblaðið - 09.03.1960, Page 8
8
Moncnvnr árttf)
Miðvikudagur 9. mara 1960
Dvalarheimili fyrir
aldrað fólk og sjúka
í Kaupmannahöfn
TTNDANFARIN ár hefur nokkuð
verið um það rætt meðal íslend-
inga í Kaupmannahöfn, að tíma-
bært væri að stofnsetja og starf-
rækja heimili fyrir aldraða ís-
lendinga, sem búsettir eru á
Noröurlöndum. Mundi hentúg-
asti staðurinn fyrir slíkt hæli
vera í Kaupmannahöfn eða í
næsta nágrenni.
Ennfremur hefur verið rætt
um það, að brýn þörf væri á að
hafa dvalarstað fyrir sjúklinga,
sem leita lækninga til Kaup-
mannahafnar, þar sem þeir gætu
dvalizt meðan þeir væru í rann-
sókn, og fyrir og eftir sjúkra-
húslegu, ef á þyrfti að halda. Oft
hefur borið við að sjúklingar, ger
samlega mállausir, hafa verið
sendir erlendis sér til lækninga
og heilsubótar, og átt engan sama
stað vísan. Hafa af þessum sök-
um oft hlotizt bein og óbein
vándræði af.
fyrir löngu hefði átt að komast
í framkvæmd, íslenzku þjóðinni
til gagns og sóma.
Sameigin-
leg gjöf
Norður-
landa
KAUPMANNAHÖFN: — Eins
3g getið hefur verið um í
fréttaskeyti, hafa 140 borgir
3g atvinnufyrirtæki á Norður-
löndum gefið Bandaríkjunum
2750 eintök af þriggja binda
ritverki „Scandinavia Past
and Present“. Það var mikill
leiður fyrir íslendinga, að
Stefáni Jóh. Stefánssyni sendi
herra var falið að afhenda Val
Peterson, sendiherra Banda-
ríkjanna í Kaupmannahöfn
þessa gjöf. Sendiherra íslands
gerði það við móttöku í banda
ríska sendiráðinu og lét þess
um leið getið, að hugmyndin
um að gefa út á ensku ritverk,
sem gæti frætt fólk um Norð-
urlönd, væri upphaflega kom-
in frá Norðurlandabúum., sem
hefðu flutzt til Ameríku og
vegni þar vel, en hafi ekki
gleymt ættjörðinni. Þeim sé
áhugamál, að sem flestum gef
ist kostur á að kynnast Norð-
urlöndum.
Sendiherrann gat þess einn- í
ig, að Edv. Henriksen, forstj. /
forlagsins „Arnkrone“, hafi 1
unnið með miklum áhuga að
útgáfu þessa ritverks, sem sé
einstætt, bæði þegar litið sé á
efni þess og hvernig það varc
til. Það hafi skapazt við .fram
lög frá öllum Norðurlöndum,
og ritfærustu menn þeirra lýsi
þarna sögu Norðurlanda,
menningu þeirra og Norður-
löndum á vorum dögum.
Vel Peterson þakkaði gjöf-
ina og sagði að hún mundi
styrkja vináttuböndin milli
Bandaríkjanna og Norður.
landa. — Páll Jónsson.
Hermann Guð-
mundsson endur-
kjörinn formaður
Hlífar
HAFNARFIRÐI. — S.l. sunnu-
dag hélt Verkamannafélagið Hlíf
aðalfun-d sinn. Á fundinum var
lýst kjöri stjórnar og annarra
trúnaðarmanna, og hafði komið
fram einn iisti, sem var frá upp-
stiliinganefnd og trúnaðarráði fé
lagrins. Voru þeir menn, sem á
þeim lista eru, sjálfkjörnir.
Stjórnina skipa þessir menn:
Hermann Guðmundsson formað-
ur, Pétur Kristbergsson ritari,
Ragnar Sigurðsson gjaldkeri, Sig
urður Guðmundsson varformað-
ur, Sigvaldi Andrésson varagjald
keri, Gunnar Guðmundsson vara
ntari og Helgi S. Guðmundsson
fjármálaritari. I varastjórn eiga
sæti þeir Bjarni Rögnvaldsson,
Hallgrímur Pétursson og Helgi
Kr. Guðmundsson.
Meiraprófsnáir
skeið
Gengizt fyrir samskotum
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grund, skýrði blaðamönnum frá
því, að nú væri málið aðeins
komið á rekspöl. Hefði hann og
tveir íslenzkættaðir menn,
séra Finn Tuliníus, Strö Præste-
gárd Skævinge og Jón Helgason,
stórkaupm., Rádmands Steins-
alle 17, Fredriksberg, ákveðið
að gangast fyrir samskotum á ís-
landi og á Norðurlöndum til þess
að koma upp sjálfeigarstofnun í
þessu skyni, — sem yrði dvalar-
heimili fyrir sjúklinga. Sagðist
hnn vonast til að undirtektir ís-
lendinga yrðu slíkar, að ekki líði
á löngu þar til hægt væri að opna
dvalarheimili þetta í Kaupmanna
höfn.
Fyrsta gjöfin hefur þegar
borizt
Síðan skýrði Gísli frá, að hann
hefði talað við marga menn um
þessi efni, m. a. núv. fjármála-
ráðherra Gunnar Thoroddsen,
sem þá var borgarstjóri, og væri
hann málinu samþykkur og sæi
nauðsyn þess að reisa þyrfti slíkt
hæli. Stefán Jóh. Stefánsson,
sendiherra væri einnig málinu
fylgjandi. Ennfremur sagðist
hann vænta styrks frá ríkinu, ein
staklingum og einstökum stofn-
unum. Þegar hefði borizt ein gjöf
að upphæð kr. 50 þús. kr. frá Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
En til þess að hægt væri að gera
hugmyndina að veruleika, þyrfti
helzt að safnast hér á landi um
það bil hálf milljón, sem yrði
stofnkostnaður hemilisins.
Þarflegt verkefni
í framhaldi þessa sagði Gísli,
að ætlunin væri að reka sjálfs-
eignarstofnun þessa til að byrja
með fyrir íslenzka sjúklinga og
dvalarhemili fyrir íslendinga,
sem búsettir eru á Norðurlönd-
um, ennfremur fyrir fólk, sem
um stuttan tíma þyrfti að dvelj-
ast í landinu við nám eða annað
slíkt. Síðan væri áætlað að auka
starfsemina í sambandi við dval-
arheimilið, koma á fót félags-
heimili, kirkjusal o. s. frv. Myndi
þetta í framtíðinni geta orðið
samkomustaður íslendinga í Dan-
mörku og á Norðurlöndum.
Að lokum sagðist Gísli vænta,
að menn litu á málið með skiln-
ingi og brygðust vel við. Þama
væri um að ræða verkefni, sem
Sundurþykkja
fríverzl.ríkja
LONDON, 8. marz. — NTB —
Fríverzlunarsvæði hinna sjö
Evrópuríkja EFTA, á nú við
æ meiri erfiðleika að stríða
vegna þess að Evrópumark-
aðslöndin sex hafa ákveðið
að hraða verulega efnahags-
legum samruna sínum. Er nú
svo komið, að tvö ríkjanna í
EFTA, Svissland og Austur-
ríki, hafa mjög mikla til-
heigingu til að segja sig úr
samtökunum og ganga í Ev-
rópu-markaðinn.
í dag komu hagfræðingar
ur EFTA-löndunum saman til
fundar í Vínarborg. Þeir eru frá
Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bret
landi, Austurríki, Svisslandi og
Portúgal. Munu þeir ræða hið
alvarlega ástand, sem hefir skap-
azt við það að Evrópu-markaðs-
löndin ætla að fara fram úr
EFTA og hraða mjög niðurfell-
ingu tolla.
Þegar EFTA var stofnað, var
við það miðað að tollalækkanir
í því yrðu samhliða og samtímis
tollalækkunum Evrópumarkaðs-
ins, og skyldi fríverzlunarsvæð-
ið þannig bæta upp markaðstap
EFTA-ríkjanna í löndum Ev-
rópumarkaðsins. Þessar fyrir-
ætlanir eru nú að fara út um
þúfur við ákvörðun Evrópu-
markaðsins um að hraða tolla-
lækkunum sínum.
Sumir í EFTA-ríkjunum eru
þess fýsandi að fylgja Evrópu-
markaðnum en hiklaust eftir og
flýta tollalækkunum, en þar á
móti kemur að mótspyrna fer
vaxandi, jafnvel meðal áhrifa-
mikilla aðilja, sem áður voru
hlyntir fríverzlun, eins og t. d.
brezkir iðjuhöldar. Fer ágrein-
ingur um þetta vaxandi, jafn-
framt því, sem það eru vonbrigði
fyrir smáríki, eins og Sviss og
Austurriki, að sjá að EFTA hefir
ekik orðið til þess að brúa bilið
til Evrópumarkaðarins, heldur
þvert á móti aukjð ágreininginn.
Á nú að reyna að sætta þessi
sjónarmið á Vínarfundinum, áð-
ur en efnahagsmálaráðstefna
OEEC hefst í París 29. marz.
AKUREYRI, 5. marz. - Námskeið
bifreiðastjóra til meiraprófs
stendur nú yfir hér á AkureyrL
Sækja það 29 bifreiðastjórar.
Kennzla fer fram í Verzlunar-
mannahúsinu og stendur frá kl.
5—11 daglega.
Forstöðumaður er Svavar Jó-
hannsson bifreiðaeftirlitsmaður,
en kennarar Vil'hjálmur Jónsson,
Gísli Ólafsson og Erlendur Kon-
ráðsson læknir. — Job.
Mikill rauðmagi — en
óveður hamlar veiði
DALVÍK, 5. marz. — Eins og
kunnugt er var hér einmuna blíð-
viðristíð framan af vetri og allt
fram undir þorraok en þá brá til
kaldrar norðaustan áttar með all
mikilli fannkomu með köflum.
Hefur viðrað svo þrjár vikur sam
fleytt. A þessum tíma hefur
kingt niður miklum snjó og veg-
ir verið lítt færir öðrum farar-
tækjum en dráttarbílum og jarð-
ýtum. Mjólkurflutningar hafa þó
aldrei tstöðvazt með öllu, þót
stur.dum hafi legið nærri.
fsaði fiskinn
um borð
AKRANESI, 7. marz. — Allir bát
ar héðan róa í dag. í gær sunnu-
aag, voru aðeins fjórir bátar á
sjó og fiskuðu frá tveim til fimm
lestir á bát. Á laugardaginn var
lönduðu 15 bátar héðan 122
lestum alls. Mestan afla hafði
Höfrungur 11. 27 lestir, sem
hann hafði fengið í netin í þrem
lögnum. Hann ísaði fiskinn um
borð. — Oddur.
8 ára telpa víyði nýja sundlaug
I GÆR var opnuð við hátíðlega
athöfn ný inni-sundlaug í Skóga-
skóla. Laugin er 6 sinnum 12 Yz
m að stærð.
Hátíðin hófst með því, að skóla
stjóri Skógaskóla, Jón R. Hjálm-
arsson, flutti ræðu og opnaði
laugiha. Lítil stúlka Olga Snorra-
dóttir, 8 ára, synti fyrstu ferðina
yfir laugina og Björn Björnsson,
sýslumaður og formaður skóla-
nefndar Skógaskóla veitti laug-
inni viðtöku fyrir hönd skóla-
nefndar.
Aðrir ræðumenn við þessa at-
höfn voru Ingólfur Jónsson, ráð-
herra, Páll Björgvinsson Efra-
Hvoli, sýslunefndarmaður, Aðal-
steinn Eiríksson, námsstjóri, Þor-
steinn Einarsson, íþróttafulltrúi
og Oskar Jónsson, fyrrverandi al
þingismaður í Vík. Lýstu ræðu-
menn ánægju sinni með þær
framkvæmdir, er unnar hefðu
verið.
Skólakórinn söng við athöfnina
undir stjórn Þórðar Tómassonar,
og að lokinni athöfn bauð skóla-
\tjórinn öllum viðstöddum t>'
kaff idrykk j u.
Nærri allar fleytur, sem þorsk-
veiöar stunda hafa legið í höfn-
um inni. Fóru þær fyrst út í
fyrradag eftir þriggja vikna land
legu og í dag mun vera sæmi-
legt veður á miðum. Annars hef-
ir rauðmagaveiði verið óvenju-
rnikii undanfarið þótt lítt hafi
verið unnt að sinna þeim veiði-
skap vegna ógæfta. — SPJ.
Eldsvoði í Burma
RANGOON, Burma, 7. marz. —
(Reuter). — Eldur brauzt út í
borginni Yandoon, sem stendur
við ósa Irrawaddy-árinnar, og
lagði 1500 heimili í eyði. — Er
tjónið metið á 6,3 milljónir doil-
ara. —•
Rúmlega 4.000 manns urðu
heimilislausir. Skipaferðir til
borgarinnar stöðvuðust og urðu
skipin að leggjast við festar úti
á fljótinu.
Eldsupptök voru þau að gas-
ofn sprakk þegar einn af borg-
arbúum ætlaði að fara að hita
sér kvöldverð. Hefur maðurinn
verið handtekinn, ásakaður um
kæruleysi.
Þeim hefur skilizt ágœti
bindindisseminnar
SÆNSKUR ungtemplar og æsku
lýðsfrömuður, Lars Oldén, hefur
dvalizt hér á landi undanfarnar
vikur. Kom hann hingað á veg-
um íslenzkra ungtemplara. Oldén
er yfirmaður föndurdeildar
sænsku ungtemplarasamtakanna
og hefur getið sér góðan orðstir
fyrir ötult starf að bindindis- og
æskulýðsmálum í landi sínu.
íslenzkir ungtemplarar með séra
Árelíus Níelsson í fararbroddi
kynntu Oldén fyrir fréttamönn-
um á dögunum. Lýsti Oldén á-
nægju sinni yfir komunni hing-
að og rómaði móttökur í hví-
vetna. Kvaðst hann hingað kom-
inn til að reyna að miðla ís-
lenzkum bindindismönnum af
reynslu Svía. Kvað hann mjög
mikið hafa áunnizt í Svíþjóð á
síðustu árum í baráttunni við
ofnautn áfengis og mörgum mann
inum hefði skilizt hvers virði það
væri að ástunda bindindissemi í
hvívetna. Aðspurður kvað hann
þó drykkjuskap mundi vera
meiri í Svíþjóð en hér á landi.
Þá lýsti Oldén aðstæðum bind-
indishreyfingarinnar í Svíþjóð og
skýrði frá hve drjúgan skerf rík-
ið og bæjarfélögin legðu til starf
seminnar með margvíslegu móti.
Lars Oldén
íslenzklr ungtemplarar sögðu
fréttamönnunum einnig nokkuð
frá högum sínum og starfsemi.
Kváðu þeir féleysi mjög standa
fyrir þrifum mörgu, sem þá lang-
aði til að koma í verk og eins
húsnæðisleysi til heilbrigðrar fé-
lagsstarfsemi