Morgunblaðið - 09.03.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.03.1960, Qupperneq 10
10 MORCVNBIJ ÐJÐ Mifivik’udagur 9. marz 1960 Y/FJ sem vmiium At 5 þjóð- \ernum Hús Byggingarsamvinnufélags prentara við Sólheima. Myndin er tekin af líkani af húsinu. 189 íhúðir á 15 árum Ftá starfsem! Byggingarsamvinnufélags prentara UM þessar mundir er Bygg- ingarsamvinnut'élag prentara 1S ára. Það var stofnað í apríl 1944 af 43 prenturum, en byggingarframkvæmdir hóf- ust árið 1945. Byggingarsamvinnufélagið hefur látið hendur standa fram úr ermum á þessum 15 árum. Það hefur hyggt alls 189 íbúðir en auk þess veitt 14 einstaklingum, sem byggt hafa sér íbúð sjálfir, ýmiss konar aðstoð. Byrjuðu smátt Fyrstu húsin, sem prentarar byggðu eru þrjú tveggja hæða tvístæð hús við Hagamel nr. 14— 24 með alls 18 íbúðum, 4ra og 2ja herbergja auk eldhúsa og bað- herbergja. Næsti áfangi var bygging fjöl- býlishúss að Nesvegi 5, 7 og 9. Er þar alls 21 íbúð, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, þar af er herbergi í risi í fjögurra herbergja íbúðunum og er eldun- arrými fyrir hvert þeirra. Þá var byggt fjölbýlishúsið nr. 54—58 við Hjarðarhaga. í rishæð þess eru nú 7 einbýlisherbergi, sem breyta má í íbúðir og verða þá í húsinu 29 íbúðir. í þessu húsi er vélaþvottahús sameiginlegt fyrir alla íbúa og fær hver fjöl- skylda afnot af því tvisvar í mán- uði, hálfan dag í einu. Eru þar allar þær vélar, sem nota þarf við þvott: Stór þvottavél, mið- flóttaaflsvinda, loftþurrkari, stór strauvél og pressa. Bygging háhúsa hefst Árið 1957—58 byggði félagið stórhýsi á horni Laugarness og Kleppsvegar. Er það hús í tveim álmum, Laugarnesvegur 116—118 er 4 hæðir, en Kleppsvegur 2—6 er 9 hæðir (hvorttveggja með kjallara). Er Kleppsvegarálman fyrsta íbúðarhúsið, sem byggt var hér á landi með skriðmótum og má segja að með tilkomu þessa húss hafi skapazt skilyrði fyrir notkun slíkra móta hér á landi. í þessu húsi eru 59 íbúðir 2—6 herbergja, auk verzlunarhúsnæð- is fyrir 2 verzlanir og samkomu- salar. í háhúsinu eru lyftur, véla þvottahús, sem enn er eftir að ganga frá og fleiri nýtízku þæg- indi. 14 hæða fjölbýlishús við Sólheima Síðustu framkvæmdir félags- ins til þessa eru bygging 14. hæða fjölbýlishúss við Sólheima. f hús- inu eru 62 íbúðir, 2, 3, 4 og 5 her- bergja auk baðs, eldhúss og smá- geymslu, en auk þess verður geymsla í kjallaranum fyrir hverja íbúð. Húsið er stjörnulaga og 5 íbúðir á hæð. í kjallara verða auk geymslna: Kyndistöð (í húsinu er geislahitun), 2 véla- þvottahús, frystiklefar og geymsla fyrir barnavagna og reið hjól. f þakhæð, sem er inndregin. eru 2 íbúðir og samkomusaiur með tilheyrandi eldhúsi, fata- geymslum og snyrtiherbergi. Á hverri hæð verður sorpbrennslu- ofn auk niðurfalls og í hverri íbúð er dyrasími, sjálfvirkt loft- net fyrir stutt-, mið-, lang- og ultrabylgjur auk sjónvarps. Þeg- ar er lokið við að einangra hús- ið, leggja vatns-, skolp- og hita- lagnir og múrhúðun þess hafin. Lyftur hafa verið pantaðar, verða þær tvær, önnur hraðgeng f’óks lyfta og önnur stór til sjúkra- og húsgagnaflutninga. Ef framkvæmdir stranda ekki á fjárskorti, er miðað að því, að unnt verði að flytja inn í íbúðirn ar síðari- hluta sumars. Ennþá eru óseldar 7 íbúðir í húsinu og eru þær í öllum stærðarflokkum. Virðast íþúðir þessar svara m;ög vel kröfum tímans um öll þæg- indi og óhætt er að taka fram, að útsýni þaðan er afar fagurt. Æskulýðsguðs- þjónustur vel sóttar MESSAÐ var í flestum kirkjum kirkjum landsins og víða í skóla húsum á hinum almenna æsku- lýðsdegi sl . sunnudag. Veður var víðast hvar gott og þátttaka mjög góð. í Reykjavík voru haldnar æskulýðsguðsþjónustur í öllum kirkjum og fjölmenn æskulýðssamkoma í Fríkirkj- unni á sunnudagskvöldið. Úr kaupstöðum berast þær fréttir, að þar hafi hvarvetna ver ið messað og skátar og annar æskulýður hafi tekið virkan þátt í guðsþjónustuhaldinu. Virðist mikil ánægja ríkjandi hvarvetna yfir vaxandi æskulýðsstarfi inn- jan kirkjunnar. 1 Byggingarsamvinnufélagi prentara eru nú 400 fullgildir félagsmenn af öllum stéttum, svo sem sjá má af því að stjórn þess skipa nú: Guðbjörn Guðmunds- son, prentari, formaður frá upp- hafi; Kjartan Júlíusson, skrif- stofumaður, ritari og meðstjórn- endur Kristján Kr. Skagfjörð, múrarameistari; Einar Hagalíns- son, húsasmiður og Magnús Odds son, bifreiðastjóri. Varaformað- ur er Björn Sigurðsson, bygginga meistari. Félagið hefur skrifstofu að Hagamel 18, en upplýsinga- stofu um íbúðir að Sólheimum 23, sími 35080. VERTÍÐIN í Eyjum stendur nú yfir. Þangað hefur fólk flykkzt í tugatali, nóg að starfa fyrir alla, sem. vettlingi Ígeta valdið. Og ungu stúlkurn- ar láta ekki sitt eftir liggja, vinnan er skemmtileg, kaupið aátt, einhver spenningur ligg- ur í loftinu. Gömlu konurnar keppast við. — Mikill er nú munurinn á vinnuskilyrðum nú og í þá gömlu, góðu daga, segja þær, þegar við stóðum hvernig sem viðraði í vask- inu, krókloppnar og vöskuðum í akkorði, þetta 400 á dag af ^ ^ ^ ^ m* .m' . málfiski og upp í 800 þær dug- legustu og ekki borgað nema tvær krónur á nundraðið — Og börnin skoppa í kring, horfa á fólkið vinna, bíða eft- ir því að stækka og verða virk ir þátttakendur. Og mitt í þessari hringiðu vertíðarinnar íslenzku lifa og hrærast nokkur erlend blóm. t hraðfrystistöðinni í Vest- mannaeyjum starfa nú stulkur frá fimm löndum. Grænlandi, Færeyjum, Danmorku, Noregi og Austurríki. Auk þess starf- ar þar einn júgóslavneskur karlmaður. Allt þetta fólk kann l;óm- andi vel við sig, og ein þeirra, sú færeyska hefur unmð í hrað frystistöðinni þrjár vertíðar. Þykja hinar erlendu meyjar hinir beztu starfskraftar. Hér sjáum við fjórar þeirra ásamt verkstjóranum, Stefáni Runólfssyni. Er hann að sýna stúlkunum réttu handbrögðin við snyrtingu á flökun og með- höndlun fiskjar. Stúlkurnar eru talið frá vinstri: Boletta (Grænlandi), Gunnvör (Fær- eyjar), Kirsten (Danmörk) og Annita (Noregi). Eldhúsið NÝLEGA er komin út bók, sem Búnaðarfélag íslands hef- ur gefið út, og nefnist „Eld- húsið“. Sigríður Kristjánsdótt- ir, húsmæðrakennari hefur séð um útgáfu bókarinnar, og í formála hennar segir: „í þessari bók verður aðal- lega fjallað um hentug eldhús, þar sem vinna má heimilis- störfin létt og auðveldlega. Húsmæður vilja oft hafa hver sína skoðun á því, hvernig eldhúsin eigi að vera. Rann- sóknir hafa þó sýnt, að þrátt fyrir ólíkar venjur í lifnaðar- háttum og mataræði, munu sömu grundvallaratriði í skipu lagi eldhússins henta flestum heimilum bezt“. I bókinni er m.a. drepið á skipulag eldhússins, niðurröð- un vinnusviða í eldhúsinu, góð ar vinnustöður, skápa og geymslu, lýsingu, loftræstingu, búr, þvottahús o. m. fl. Fjöldi mynda prýðir bókina, ennfrem ur teikningar af eldhúsum. Eyjarnar verði eign þeirra staðurinn á landinu, sem þannig er settur, að þar er ekki um ann- að neyzluvatn að ræða en regn- vatn. Um byggingu fjölbýlishúsa get- ur því ekki verið að ræða meðan þannig er ástatt þar sem hætta er á að vatnsspursmálið verði til trafala, ef margar fjölskyidur eru um sama húsþak. Þetta einka- vandamál Vestmanneying hefur verið leyst með því móti, að þenja byggðina óeðlilega mikið út. — Ég held, aff af því sem fram kemur í frv. og grg. þess og því sem ég hef hér sagt, verffi þaff talið augljóst og efflilegt, aff Vestmannaeyja- kaupstaður eignist kaupstaffar landið eins og aðiir kaupstaff- ir og bæjarstjórn fái á því full an ráðstöfunarrétt. Húsfyllir á Frelsi AFRÍKU-KVIKMYNDIN Frelsi var frumsýnd í Austur- bæjarbíói við mjög mikla aðsókn í gærkvöldi. Var hvert sæti skip- að í húsinu og þröng í göngum. Áður en sýning hófst gengu erlendu gestirnir fram á sviðið og kynnti prófessor Jóhann Hannesson þá og túlkaði orð þeirra, sem tóku til máls. Sýningargestir klöppuðu mynd inni lof í lófa og að sýningu lok- inni mælti Mr. Moerane hvatn- ingarorð til kvikmyndahúsgesta um ágæti siðvæðingarhreyfingar- innar. Úr ræðu Guðlaugs Gíslasonar sem hefðu ábúðarrétt á jörðum, eða leigusamning fyrir ræktuð- um löndum, gætu neitað að láía af hendi hluta af landi sínu og því gæti svo farið innan tíðar, að byggingarnefnd og bæjar- stjórn Vestmannaeyja hefðu eng ar lóðir að úthluta. Því væri nauðsynlegt fyrir bæjarstjórn- ina, að fá óskoraðan eignarrétt á landinu, sem fyrirsjáanlegt væri. að í náinni framtíð yrði tekið til skipulagningar og bygginga í Vestmannaeyjum. Njóti leigunnar Ræðumaður skýrði frá því, að bæjarsjóður Vestmannaeyja yrði árlega að leggja út verulegt fjár- magn til að gera lóðir byggingar- hæfar og hefði það í för með sér, að lóðaleiga hækkaði mjög. Yrði því að teljast eðlilegt og sjálf- sagt, að þeir áðilar, sem létu fjár magnið af hendi, nytu einnig hinnar hækkuðu lóðaleigu. Al- þingi hefði að vísu mætt þessu á undanförnum árum með því að heimila, að varið væri ailt að hálfri lóðaleigu úr Vestmanna- eyjum til varnar landbroti þar. Byggðin dreifð vegna vatnsskortsins — í Vestmannaeyjum þarf meira land undir byggingar en í öðrum kaupstöðum, hélt Guð- laugur Gíslason áfram máli sínu. Þar hafa á undanförnum árum einkum verið byggð einbýlishús. Stafar það af því, að Vestmanna eyjakaupstaður er víst eini kaup- FRUMVARP til laga um sölu lands í Vestmannaeyjum og eignarnámsheimild á lóðar- og erfðafesturéttindum var til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis nú um daginn. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, Guðlaugur Gíslason, Guðlaugur Gíslason 3. þm. Suðurlands, fylgdi frumvarpinú úr hlaði með ræðu. Erfitt að fá lóðir f upphafi máls síns tók þing- maðurinn fram. að byggingar- lóðir væru nú exiti iengur fáan- legar í Vestmannaeyjum, nema þær, sem teki.ar væru úr ábúð jarða eða af ræktunarlandi. Þeir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.