Morgunblaðið - 09.03.1960, Side 20
20
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 9. marz 1960
eitt andartak. Hún gekk, eins og
hún væri dregin áfram á ósýni-
legum vírum. Tennurnar boruð-
ust inn í varirnar og andlit henn
ar afmyndaðist af áreynslu og
kvölum. Hún gekk, kastaðist til
eins og skip í ókyrrum sjó, en
hún gekk — gekk í fyrsta skipti
ein, óstudd og hækjulaus. Krafta
verk viljans hlaut að hafa veitt
hinum dauðu limum hennar nýtt
líf. Enginn læknir hefur getað
útskýrt það fyrir mér, hvernig
því var farið, að þessi lamaða,
örkumla stúlka skyldi geta, í
þetta eina skipti, sigrazt á stirð-
leika og máttleysi hinna vanmátt
ugu ganglima sinna og ég get
ekki lýst því hverju það var líkt,
því að við störðum öll eins og
steinrunnin í frá sér numin augu
hennar, jafnvel Ilona gleymdi að
ganga á eftir henni ~»g veita henni
aðstoð. Hún skjögraði þessi fáu
skref, eins og knúin áfram af
innra ofviðri. í>etta var ekki
gangur, heldur flug, rétt fyrir
ofan jörðu, flögrandi, óstyrk flug
vængstífðs fugls. En vilji henn-
ar, þessi sagnarandi hjartans, rak
hana ómótstæðilega áfram, —
áfram. Hún var nú komin mjög
nálægt mér, með framréttar hend
ur, sem hún hafði, þar til nú, veif
að út frá sér, eins og vængjum.
Nú teygði hún þær, löngunarfull
og sigri hrósandi, í áttina til mín.
Hinir þjáningarfullu raunadrætt
ir á andlitinu hurfu nú fyrir
draumkenndu sælubrosi. Hún
hafði framkvæmt það, kraftaverk
ið. Aðeins tvö skref enn — nei,
aðeins eitt — síðasta skrefið. Ég
gat nánast fundið andardráttinn,
sem kom út á milli varanna, er
aðskildust í björtu gleðibrosi. —
Þá kom óhappið eins og örlaga-
ríkt reiðarslag. Þegar hún
breiddi út faðminn, of snemma,
til þess að njóta sem fyrst sælu
þeirra faðmlaga, sem hún átti í
vændum og hafði unnið svo fylli
lega fyrir, missti hún jafnvægið.
Hnén létu skyndilega undan, eins
og fæturnir hefðu verið sviðnir
í sundur með hár-beittri sigð.
Hún féll um koll rétt fyrir fram
fæturna á mér og hækjurnar
köstuðust glamrandi frá henni,
sín í hvora átt. Og í stað þess að
flýta mér til hennar og reisa
hana á fætur, eins og hefði verið
eðlilegas.t, hörfaði ég nokkur
skref aftur á bak, í ógnþrungnu
ofboði.
En þau Kekesfalva, Ilona og
Josef höfðu öll hlaupið henni til
hjálpar, þar sem hún lá kjökr-
andi á gólfinu, og án þess að
vera þess megugur að líta upp,
varð ég þess var að þau báru
hana í burtu. Það eina sem ég
gat heyrt var niðurbældur grát-
ur hennar, reiði og örvæntingar-
grátur — og hægt fótatak þeirra,
þegar þau fjarlægðust gætilega
með byrði sína. Á þessari einu
sekúndu var leiðsluhulan, sem
legið hafði allt kvöldið fyrir aug
unum á mér, rifin frá þeim og
á sama andartaki sá ég allt, £ hin
um skelfilega raunveruleika sín-
um. Ég vissi, að þessi heillum
flúna stúlka myndi aldrei hljóta
fulla bót meina sinna. Krafta-
verkið, sem þau höfðu öll vænzt
frá mér, hafði ekki gerzt. Ég var
ekki lengur Guð, heldur lítilmót-
legt mannpeð, sem með veikleika
sínum gerði ekkert nema valda
harmi og tjóni og sem með með-
aumkun sinni megnaði einungis
að auka eymd og vonleysi. Ég
vissi, vissi óhugnanlega vel, hver
skylda mín var. Nú eða aldrei
var tími til að halda trúnaði við
hana. Nú, eða aldrei, var tími til
að hjálpa henni, hlaupa á eftir
þeim, sitja við rúmstokkinn henn
ar, sannfæra hana, ljúga í hana,
segja henni að hún hefði gengið
ágætlega, að hún myndi fá fljót-
an og dásamlegan bata. En ég
hafði ekki lengur þrótt til svo
vonlausra blekkinga. Ég var grip
inn skelfingu, hræðilegum ótta
við þessi skelfilegu, biðjandi
augu, þessi augu sem loguðu af
ófullnægðri þrá og brennandi
ástríðum; ótta við óþreyju þessa
vitskerta hjarta, ótta við þessa
hræðilegu óhamingju sem var
mér algerlega ofjarl. Án þess
að stanza til að hugsa um hvað
ég var að gera, greip ég sverð
mitt og húfu og flýði í þriðja og
síðasta skipti, eins og afbrota-
maður, út úr húsinu.
Loft, hreint, ómegnað loft! —
Mér fannst ég vera að kafna. Var
nóttin raunverulega svona mollu
leg, eða var það vínið, allt vínið
sem ég hafði drukkið? Skyrtan
loddi eins og límd við líkama
hinn. Ég opnaði hálsmálið á
henni. Mig langaði mest til að
fleygja frakkanum mínum frá
mér, hann lá svo þungt á herðum
mínum. Loft, hreint og ómengað
loft, svo að ég kafnaði ekki. Það
var eins og blóðið í æðum mín-
um væri að reyna að brjóta sér
leið út í gegnum húðina, svo heit
var ólga þess og svo þung voru
æðaslögin í eyrum mínum. Tap-
tap, tap-tap. — Var það enn þetta
ógnþrungna hljóð í hækjunum,
eða einungis minn eigin æðaslátt
ur? Og hvers vegna hljóp ég
svona? hugsaði ég með mér. —
Hvað hafði komið fyrir? Ég varð
að reyna að hugsa. Hvað hafði
raunverulega skeð? Ég varð að
reyna að hugsa rólega, með still-
ingu. Ég mátti ekki hlusta á þetta
tap-tap, tap-tap, tap-tap. — Jæja,
ég hafði trúlofað mig, nei, þau
höfðu látið mig trúlofa mig. ..
Ég vildi það ekki sjálfur, mig
hafði aldrei dreymt neitt slíkt ..
og nú var ég trúlofaður, nú var
ég heitbundinn. .. En, nei .. það
gat ekki verið satt .. aðeins ef
hún fengi fulla lækningu, hafði
ég sagt gamla manninum og auð
vitað myndi hún aldrei fá fullan
bata. Loforð mitt skuldbatfr mig
því aðeins, að .. nei, það var alls
ekkert loforð. Það hafði ekkert
komið fyrir, alls ekkert. En
kyssti ég hana kannske ekki og
það beint á munninn? Ég ætlaði
ekki, að .. oh, þessi meðaumkun,
þessi bölvuð meðaumkun. Hvað
eftir annað höfðu þau veitt mig
með henni og nú sat ég endan-
lega fastur í gildrunni. Ég hafði
heitbundið mig og þau voru öll
vottar þess, gamli maðurinn, II-
ona og Josef. .. Og ég vildi það
ekki, vildi það ekki. .. Hvað í
veröldinni átti ég að gera?
Reyna að hugsa rólega. .. Oh,
þetta viðbjóðslega, eilífa tap-tap,
tap-tap. Það myndi halda áfram
að hljóma í eyrum mínum til ævi
loka. Hún myndi alltaf vera
hlaupandi á eftir mér á hækjun-
um sínum. .. Það hafði skeð, hið
óafturkallanlega hafði skeð. Ég
hafði leikið á þau, þau höfðu leik
ið á mig. Eg hafði trúlofazt. Þau
höfðu látið mig gera það....
Hvað var þetta? Hvers vegna
þutu trén áfram í einni ringul-
reið? Og stjörnurnar — hvað mig
sveið og verkjaði í augun. Ég
hlaut að vera eitthvað veikur í
þeim. Og það var eins og einhver
heljarþungi hvíldi á höfði mínu.
Oh, hvað loftið var rakt og mollu
legt! Ég átti að fara og kæla höf-
uðið á mér einhvérs staðar og þá
gæti ég hugsað skýrt og skil-
merkilega aftur. Eða drekka eitt-
hvað, skola þetta slepjulega,
beizka bragð úr munninum. Var
þetta ekki gosbrunnur fyrir fram
an mig á veginum — ég hafði svo
oft riðið fram hjá honum? Nei,
ég var fyrir löngu kominn fram
hjá honum, ég hlaut að hafa
hlaupið eins og vitfirringur, ef
dæma mátti eftir hjartslætti mín
um og æðaslögunum við gagn-
augun. Ég varð að fá mér eitt-
hvað að drekka og þá gat skeð,
að ég fengi vitið aftur.
Loks, þegar ég kom að fyrstu,
lágu húsunum, sá ég gult ljós
olíulampans skína út í gegnum
hálf-huldar gluggarúður. Oh, já,
nú mundi ég" það — þetta var
litla kráin, þar sem ökumennirnir
stönzuðu á morgnana til þess að
hita sér á einu vínglasi. Ég ætl-
aði að biðja um glas af vatni eða
einhverju beizku eða römmu, til
þess að þvo burt slímið úr kverk
unum. Ég varð að drekka eitt-
hvað, sama hvað það var. Um-
hugsunarlaust og með ákafa þess
manns, sem er að farast úr
þorsta, opnaði ég dyrnar.
Kæfandi lykt af ódýru tóbaki
kom á máti mér innan úr dauf-
lýstu stofunni. Innst í henni var
barinn með öllum sínum flösk-
um af ódýru víni, en fremst var
borð þar sem nokkrir vegagerð-
armenn sátu og spiluðu á spil.
Einn Ulani hallaði sér fram á
afgreiðsluborðið, sneri bakinu að
mér og skiptist á gamanyrðum
við veitingakonuna. Þegar ég opn
aði dyrnar, fann hann gustinn,
sem lagði inn í stofuna og leit
við. Þegar hann sá mig, kom undr
unarsvipur á andlit hans. Svo
rétti hann úr sér og sló saman
hælum. Hvers vegna var hann
svona undrandi og — hræddur?
Oh, auðvitað hélt hann að ég væri
foringi £ herlögreglunni og hann
átti að vera kominn heim í bragg-
ana fyrir löngu. Veitingakonan
virtist líka verða óróleg og verka
mennirnir hættu að spila. Ég hlýt
að hafa verið eitthvað undarleg-
ur. Nú fyrst, og helzt til seint,
datt mér í hug, að þetta væri
vafalaust ein af þeim veitinga-
krám, þar sem einungis kæmu
óbreyttir hermenn. Sem liðsfor-
ingi átti ég ekki að stíga fæti mín
um inn £ hana. Ósjálfrátt sneri
ég við og ætlaði að fara.
En veitingakonan var þegar
Skáldið oc| mamma litla
Heyrðu Tómas, hvernig væri lir mig að setja upp segulBands- I Á meðan þú ert í burtu! Hvað |Ég ætla að tala við Watson þing-
■8 þú leitaðir að góðum stað fyr- ‘tækði mitt á meðan ég er í burtu? 'áttu við? Hvert ert þú að fara? Imann.
komin og spurði auðmjúklega
hvað hún gæti gert fyrir mig. —
Mér varð ljóst að ég varð að bera
fram einhverjar afsakanir og
sagði henni því, að ég væri ekki
gæti fengið slicowitz og sóda-
gæti fengið slikowitz og sóda-
vatn. „Sjálfsagt, sjálfsagt", svar-
aði hún og flýtti sér burt. í fyrstu
hafði ég einungis ætlað mér að
standa við afgreiðsluborðið og
tæma þessi tvö glös í flýti, en
allt •£ einu byrjaði olíulampinn í
miðri stofunni að rugga, flösk-
urnar í hillunum að hoppa upp
og niður og gólffjalirnar að titra
og hristast undir fótum mér. Ég
riðaði á fótunum. „Betra að fá
sér sæti“, sagði ég við sjálfan
mig. Með veikum burðum tókst
mér að skjögra að auða borðinu.
Mér var fært svala vatnið og ég
drakk það í einum teyg. Oh, hvað
það var kalt og gott — óbragðið
í munninum á mér hvarf eitt and
artak. Svo flýtti ég mér að tæma
slibovitz-glasið og reyndi að
staulast á fætur. En ég gat það
ekki. Fætur mínir virtust hafa
fest rætur á gólfinu og það var
undarlegur, þungur niður í eyr-
um mér. Ég bað um annan
slibovitz. Einn vindling, hugsaði
ég með mér — og svo fer ég.
Ég kveikti £ vindlingnum. Ég
ætla bara að sitja hér í eina mín-
útu, eða tvær, hugsaði ég með
mér — og hugsa nánar um það,
aiíltvarpiö
Fimmtudagur 10. marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „A frívaktinni**, sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Fiskveiðilandhelgi Islands í hnot
skurn, — erindi (Gunnlaugur
Þórðarson dr. juris).
21.00 Einsöngur: Sigurður Olafsson
syngur með undirleik Fritz
Weisshappels.
a) ,,Utlaginn“ eftir Astu Sveins-
dóttur.
b) „Móðurhönd** eftir Astu
Sveinsdóttur.
c) ,,Land hamingjunnar“ eftir
Sigvalda Kaldalóns.
d) „Svala nótt“ eftir Jónatan
Olafsson.
e) „Reiðvísa" eftir Skúla Hall-
dórsson.
f) „Norður við heimskaut'* eftir
Þórarin Jónsson.
21.20 Upplestur: Steingerður Guð-
mundsdóttir leikkona les ljóð
eftir Jónas Hallgrímsson.
21.35 Einleikur á píanó: Asgeir Bein-
teinsson leikur verk eftir Fré-
déric Chopin.
a) Ballata í g-moll op. 23.
b) Fimm etýður úr op. 10 og 25.
c) Skerzó í cis-moll op. 39.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (21).
22.20 Smásaga vikunnar: „Dauði bók-
arans“ eftir Anton Tékov (Geir
Kristjánsson rith. þýðir og flyt-
ur).
22.30 Sinfónískir tónleikar:
Sinfónía nr. 7 í C-dúr eftir Franz
Schubert (Utvarpshljómsveitin í
New York leikur; Arturo Toscan
ini stjórnar. Dr. Hallgrímur
Helgason flytur inngangsorð.)
23.20 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 9. marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
Fréttir og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
XIII. (Höfundur les).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Föstumessa í Hallgrímskirkju
(Prestur: Séra Sigurjón Þ. Arna-
son. Organleikari: Páll Halldórs-
son).
21.30 „Ekið fyrir stapann”, leiksaga
eftir Agnar Þórðarson; III. kafli
Sögumaður: Helgi Skúlason; leik
endur: Ævar R. Kvaran, Herdí*
Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls-
son og Þóra Borg. Höfundurinn
stjórnar flutningnum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (20).
22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson)
22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
* 23.30 Dagskrárlok.