Morgunblaðið - 09.03.1960, Blaðsíða 24
57. tbl. — Miðvikudagur 9. marz 1960
Ný flokkssaga
Sjá blaðsíðu 13.
Seinasta
silfurrefa-
!júið horfið
STYKKISHÓLMI, 5. marz. —
Um seinustu áramót var lagt
niður seinasta silfurrefabúið á
landinu, en það var á Saurum
í Helgafellssveit og er þar
með í bili lokið þessum at-
vinnurekstri, sem á tímabili
var mænt til sem stórkost-
legrar atvinnugreinar, enda
voru á tímabili hér í Stykkis-
hólmi og nágrenni refabú svo
tugum skipti.
Eitt af stærstu, ef ekki
stærsta refabú landsins átti
Sigurður Ágústsson alþingis-
’ maður, og rak hann það þar
til fyrir nokkrum árum, enda
fór þessum atvinnurekstri
hrakandi strax eftir 1940.
í>ess má geta að loðskinna-
framleiðendur fengu engar út-
flutningsbætur nema óveru-
legar, þegar flestir voru hættir
írekstri. — Fréttaritari.
Norræn leikara-
vika í Kaupmanna-
höfn
3>ESSA daga, 6.—13. marz, stend-
ur yfir í Kaupmannahöfn kynn-
ingarvika norrænna leikara, hin
svokallaða „Riohmond-vika“ en
þátttakendur búa á Hótel Rich-
mond í boði hr. W. Kesby, hótel-
eiganda.
Félagi ísl. leikara barst nýlega
boð frá Danska leikarasamband-
inu um að senda einn fulltrúa á
þessa „viku“ og varð Þorsteinn
Ö. Stephensen fyrir valinu, og
lór hann utan sl. laugardag.
Þetta er í 6. sinn að slík kynn-
ingarvika norrænna leikara er
íialdin í Kaupmannahöfn, tvær
ihafa verið í Osló og Stokkhólmi,
ein í Helsingfors og ein í Reykja-
vík, á siðastl. vorL
Neyðarkall barst írá
olíuskipi á Atlantshafi
Sennilega abeins gabb bandarisks
„radioamatörs"
U M kl. 11 í fyrrakvöld barst
hingað beiðni um að veita
aðstoð norsku olíuskipi, sem
sent hefði út neyðarkall rúm-
ar 200 sjómílur suður af ís-
landi. Fór veðurskipið India,
sem staðsett er skammt frá,
á staðinn, og einnig a. m. k.
ein flugvél frá Bretlandi og
önnur af Keflavíkurflugvelli.
Seinna kom í Ijós að hér hef-
ur sennilega verið um gabb
að ræða, skipið ekki einu
sinni til og benda líkur til að
„radíóamatör" í Bandaríkjun-
um beri ábyrgð á þessu
ósvífna kalli.
Skipið að sökkva með
67 menn
Hingað barst beiðnin
frá
Prestwick, enda átti skipið að
vera á flugbjörgunarsvæði Prest-
wick, en upphaflega hjálpar-
beiðnin kom frá strandgæzlunni
í New York, að því er Bjöm
Jónsson, framkvæmdastjóri flug-
öryggisþjónustunnar hér, tjáði
blaðinu í gær. í skeytinu var
sagt að norska tankskipið Vali-
ant, sem væri statt á 60° og 27’
n. br. og 23° 17’ a. 1., hefði sent
frá sér neyðarskeyti. Um borð
væru 67 menn, margir illa slas-
aðir. Væri skipið að sökkva og
mundi loftskeytamaðurinn geta
sent út í ca 15 mín. í viðbót.
En á þessum slóðum var mjög
slæmt veður í fyrrakvöld. Voru
skip beðin um að fara olíuskip-
inu til aðstoðar.
Bandaríska útvarpið á Kefla-
víkurflugvelli stöðvaði hvað eft-
ir annað útsendingu sína í gær-
kvöldi, til að koma áfram þess-
ari beiðni, en dagskrárlok voru
í ísl. útvarpinu kl. 23.10.
Veðurskip og tvær flugvélar
leituðu
íslenzkir aðilar rannsökuðu
strax og beiðni þessa barst, hvort
skipið væri á norskri skipaskrá,
en skrásetningarnúmerið hafði
verið gefið upp í Osló. Einnig
var leitað í skipaskrá Lloyds, en
skip með þessu nafni fannst á
hvorugum staðnum. Þá var sent
skeyti til Osló. og kom svar um
að skipið væri ekki til þar. —
Einnig var í fyrrinótt leitað til
brezka sendiráðsins.
Kl. 3.06 var hjálparbeiðnin aft
urkölluð frá Prestwick, en ekki
frá New York fyrr en undir
hádegi í gær. Var þá hafin rann-
sókn vestra á því hvernig á þessu
furðulega hjólparkalli stæði.
Framh. á bls. 23,
MáBfundur
MÁLFUNDUR verður í ValhöII í
kvöld á vegum verkalýðsráðs og
Málfundafélagsius Óðins. Hefst
hann kl. 8,30.
Vegaskemmdir í hlákunni
SNÖGGA hláku gerði um helg-
ina og hefur víða runnið úr veg-
um sunnanlands. í gær vann
Vegagerðin að því að lagfæra
vegina og er víðast hvar fært
orðið, með fáum undantekning-
um þó.
Krýsuvíkurvegur hjá Stefáns-
höfða var ófær eða illfær í gær.
En unnið var að viðgerðum og
reiknað með að vegurinn yrði
fær nú í morgun, að því er vega-
málastjóri tjáði blaðinu í gær-
kvöldi.
Hjá Elliðavatni hafði flætt
yfir veginn og var þar eins og
hafsjór yfir að líta í gær. Var
því ekki búið að kanna skemmd-
ir á veginum.
Þá var vatnselgur á Suður-
landsvegi hjá Núpi undir Aust-
ur-Eyjafjöllum, því þar rigndi
óhemju mikið í gær. En hægt
var að fara Skálaveg.
Á öðrum stöðum sunnanlands
munu vegir hafa verið færir í
gær.
Farið að
ryðja vegi
AKUREYRI, 8. marz: — Snjó
hefur tekið allmikið upp síð-
ustu dagana. Orðið er ágæt-
lega fært inn í Eyjafjörð, og
verið er að ryðja veginn út á
Svalbarðsströnd og út á Dal-
vík.
Þjóðvegurinn hefur verið
lokaður um skeið. Nú er jarð
ýta frá vegagerðinni lögð af
stað vestur um, og er ætlunin
að sækja bíl, sem vegagerðin
á von á að sunnan til Varma-
alíðar. Haldi áfram að þiðna
nun ýtan svo hreinsa veginn
betur á leið til baka til Ak-
ureyrar frá Varmahlíð.
—mag.
Leifur Eiríksson, nýja Loft-
leiffavélin, var á Reykjavíkur-
flugvelli í gær í fyrstu áætlun-
arferðinni yfir hafiff. Á laug-
ardag var hún á vesturleiff og
kom í gærmorgun frá New
York. Smá vélarbilun hafði
orffiff og tafðist vélin hér þess
vegna fram á kvöld, en þá hélt
hún til meginlandsins
Ljósm. Mbl. Ól.K.M.
Ánægjuleg árs-
hátíð á Akranesi
SJÁLFSTÆÆIISFÉLÖGIN á
Akranesi héldu árshátíð sina sL
laugardag á Hótel Akraness.
Njáll Guðmundsson formaður
Sjálfstæðisfélagsins setti sam-
komuna og stjórnaði henni.
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra, flutti ræðu. Ræddi
hann um efnaihagsmálaráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar, og gerði
glögga grein fyrir hinum ein-
stöku þáttum þeirra. Var gerður
mjög góður rómur að ræðu ráð-
herrans.
Þá fóru fram skemmtiatriði.
Frú Sólrún Ingvadóttir, söng
gamanvísur, og Ásmundur Guð-
mu'ndsson frá Auðsstöðum í Borg
arfirði flutti skemmtiþætti og
tókst þeim báðum með ágætum.
Síðan var stiginn dans.
Árshátíðin var fjölmenn og hin
ánægjulegasta í alia staði.
Dómaraembætti
slegið upp
EINN dómenda Hæstaréttar, Jón
Ásbjörnsson, mun senn láta af
störfum, er hann nær hámarks-
aldri embættismanna. Jón Ás-
björnsson varð hæstaréttardóm-
ari árið 1945.
í Lögbirtingi hefur embæltinu
nú verið slegið upp, með umsókn
arfresti til 23. þessa mánaðar.
Forseti fslands veitir embættið,
en þess er ekki getið í Lögbirt-
ingi frá hvaða tíma það verði
veitt.
Bóndi fann flöskuskeyti í fjörunni
og ísL. unglingar fd heimboð
til Bretlands og Kanada
Þetta er hinn nýi Stykkishólmsbátur, Þórsnes FH 108, er kom
í heimahöfn sína á fimmtudagsmorgun, eins og sagt hefur veriff
frá í blaðinu. Fréttaritari blaðsins tók myndina af bátnum,
jþar sem hann liggur viff bryggju í Stykkishólmi.
SEXTUGUR bóndi, Bragi
Jónsson í Hoftúnum í Staðar-
sveit ú Snæfellsnesi, fann í
desembermánuði sl. flösku-
skeyti á ströndinni. Utaná-
skriftin á bréfinu í flöskunni
var til Fredericks nokkurs
Ney, majors í Victoria í Kan-
ada, og sendi bóndinn bréfið
þangað. Viðtakandi var ákaf-
lega þakklátur og fékk brezka
sendiráðið í Reykjavík til að
færa bóndanum kærar þakkir.
í flöskunni var þakkarbréf
Frá þessu er sagt í brezka
blaðinu Evening Standard sl.
föstudag og Victoría Times í
Kanada 25. febr. síðastliðinn.
Flöskuskeytinu, sem hér um
ræðir, var varpað út af skipi
á Atlantshafi 18 mánuðum áð-
ur en það fannst. Hafði hópur
af kanadískum unglingum á
leið heim úr ferðalagi til Bret-
lands viljað á þennan hátt
þakka Ney majóri, sem er
stofnandi „Æskulýðssamtaka
samveldislandanna", fyrir að
hafa staðið að því að þeim
væri boðið til Bretlands. Síðan
félagsskapurinn var stofnaður
1937 hefur Ney majór gengizt
fyrir slíkum kynningarferðum
ungs fólks frá samveldislönd-
unum til Bretlands.
Majórinn varð glaður við að
fá bréfið og vildi þakka ís-
lenzka bóndanum, en þar sem
hann hafði ekki heimilisfang
hans, bað hann brezka sendi-
ráðið um að finna hann og
skila kveðju.
íslendingum boffiff í siglingu
Og í hinu brezka blaði lætur
hann hafa það eftir sér, að
hann sé nú að undirbúa ferð
unglinga frá samveldislöndun-
um til Bretlaads á árinu og
hafi hann beðið íslenzk stjórn-
arvöld um að tilnefna tvo ís-
lenzka unglinga, sem boðið
verði með jafnöldrum sínum
frá Kanada, Ástralíu, Nýja
Sjálandi og Suður Afríku í
ferð til Bretlands á árinu 1960.
„íslendingarnir verða auð-
vitað gestir félagsskaparins",
segir hann. „Þeim verður boð
ið að koma til Kanada fyrst
og fljúga síðan með hópnum
til Bretlands".