Morgunblaðið - 13.03.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 13.03.1960, Síða 1
24 siður Takast samn- ingar í Vestmannaeyjum, 12. marz. SAMNINGAFUNDUR hófst hér á föstudagskvöldið kl. 8,30. Á þeim fundi voru lagð- ar fram kröfur háseta og vél- stjóra á bátaflota Vestmanna- eyinga. Rökstuffningur þeirra krafna Eilíft sumar LONDON, 12. marz. Reuter Tassfréttastofan vitnaði í dag í grein, sem vísinda- maðurinn Valentin Cheren- kov ritaði í vísindablaðið „Izobretatel“, þar sem hann heldur því fram, að „ryk- hringur“ umhverfis jörðu, gerður af manna höndum, gæti gert það að verkum, að eilíft sumar ríkti á norð- ur hveli jarðar. Vísindamaðurinn sagði, að eldflaugar, sem færu á braut um jörðu gætu dreift 470 þúsund lestum af fin- gerðu „ryki“ og myndað þannig sams konar hring um jörðina eins og er um- hverfis Satúrnus. — Telur hann, að með þessu móti mætti safna ljósi og orku til þess að ylja og lýsa hnött okkar á hinum norðlægu breiddargráðum ár og síð. Eyjum? var sú, að sjómenn á neta- bátum hér í Eyjum hefðu lak- ari kjör en sjómenn á neta- bátum í verstöðvum við Faxa- flóa. Kom þegar fram ágrein- ingur milli samningnefndar sjómanna og útgerðarmanna um, live sá munur væri mikill. Um miðnætti urðu samninga- nefndirnar sammála um að Ieggja fram málamiðlunartillögu sem fela í sér samræmingu á kjör um Eyjasjómanna og Faxaflóa- sjómanna á netavertíð bátanna. Útvegsmenn munu halda fund um þessa tillögu síðdegis í dag og standa vonir til þess að úr því fáist skorið fyrir miðnætti í nótt, hvort á miðlunartillöguna verður fallizt eða ekki. Verkfall hefur verið boðað frá og með miðnætti á sunnudagskvöld. Bretar unum á London, 12. marz. (NTB-AFP) ALLIR brezkir togarar verða farnir af fiskimiðunum við strendur íslands fyrir mið- nætti hinn 14. marz (mánu- Bandaríkjamenn stolt- ir af Frumherja V. Washington og Jodréll Bank, Englandi, 12. marz. (Reuter) BANDARÍSKIR vísinda- menn, sem eru í sjöunda himni yfir hinu velheppnaða „geimskoti“, er „sólarplánet- unni“ Frumherja V var skot- ið á loft í gær, skýrðu frá því í morgun, að allt virtist ganga samkvæmt áætlun um ferðir gervitunglsins. — Þetta er af flestum talið merkasta afrek Bandaríkjamanna í geimrann sóknum til þessa. □--------------------------□ Sunnudagur 13. marz: Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Sr. Óskar J. Þorláksson: Trú siðgæði og MRA-hreyfingin. Svarti kardínálinn. — €: Úr verinu, eftir Einar Sigurðss. — 8: Karamanlís og asninn, eftir Sigurð A. Magnússon. — 10: Sitt hvað um erlenda sendi- menn í Reykjavík. — 12: Ritstjórnargreinar: Vinnufrið- ur — Moldin. — 13: Reykjavíkurbréf. — 17: Rætt við Bárð G. Tómasson, skipaverkfræðing 75 ára. — 22: Fólk I fréttunum. □--------------------------D • Hljóðmerkin greinileg Vísindamenn í Jodrell Bank- rannsóknarstöðinni munu áfram fylgjast með ferðum Frumherja V. Hljóðmerki hans eru mjög greinileg, og búast þeir við að heyra þau í 4—-5 mánuði, eða þar til hann er kominn allt að 80 millj. km. frá jörðu — og ná síð- an sambandi við hann á ný, er hann kemur aftur í svipaða fjar- lægð frá jörðu — en það verður ekki fyrr en 1963. • Kominn í 400 þús. km. fjarlægð. Enn sem komið er he'fir aðeins verið notaður 5 vatta sendir, en þegar gervihnötturinn er kom- inn nokkrar milljónir km. á leið sinni frá jörðu, verður hinn sterki Í50 vatta sendir hans „opn aður“ með merkjasendingu frá Jodrell Bank, en þaðan verður útsendingunum stjórnað. — Þeg- ar gervihnötturinn kom upp yfir sjóndeildarhringinn í morgun var hann kominn 240 þús. km. frá jörðu, og vísindamennirnir í Jodrell Bank töldu, að þegar hann „gengi undir“ í kvöld, hefði hann farið um 400 bús km. vega- lengd. hverfa morgun dag), að því er tilkynnt var í London í dag. — 'k — Þá gerist það í fyrsta sinn sið- an fyrstu brezku gufutogaramir voru smíðaðir fyrir 80 árum, að ekki verður ein einasta brezk fleyta á þessum fengsælu fiski- miðum. — Jafnvel á stríðsárun- um, bæði í fyrri og síðari heims- styrjöldinni, héldu brezkir tog- arar áfram að fiska á þessum slóðum. af mið- — til þess að stuðla að betra „andrúmslofti" á hafréttarráð- stefnunni í Genf, sem hefst hinn 17. þ. m. — Búist er við, að ráð- stefnan standi um það bil mánuð. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa brezku togararnir, sem eru yfirleitt frá útgerðarbæjunum Fleetwood, Grimsby og Hull, smám saman fært sig frá íslandi til miðanna undan Grænlandi og til Bjarnareyjar og Noregs. — Vanalega er hvað bezti veiðitím- inn á íslandsmiðum einmitt um þessar mundir. Blaðinu hefir borizt þessi skemmtilega mynd frá Vestmannaeyjum. — Sést er verið er að koma flök- unarvél inn í hraðfrystihús Vestmannaeyja. Er þetta fjórða vélin þessarar teg- undar, sem komið er fyrir í frystihúsinu. — Vélin var dregin upp brúna, sem sést á myndinni, en hún var smíðuð á einni nóttu, vegna þess að kranar bæjarins voru bilaðir. Vestmannaey- ingar deyja greinilega ekki ráðalausir. Viðstaddir köll- uðu mannvirki þetta til gamans „Brúna yfir Kwai“- fljótið. - ★ ~ Brezka togaraeigendasamband ið ákvað fyrir nokkru, að togar- arnir skyldu hverfa af miðunum Viðrœður þjóðaleiðtoga Vill lialda stjórn- málasambaíidi CONAKRY, Gíneu, 12. marz. — (NTB/AFP) — Sekou Toure, forseti Gíneu sagði í dag í sam- tali við fréttamann frá AFP- fréttastofunni, að Gínea vildi halda stjórnmálasambandi sínu við Vestur-Þýzkaland. Það yrði báðum þjóðum í óhag, að því væri slitið. PARlS og Bonn, 12. marz: (Reut- er) — Macmillan, forsætisráð- herra Breta, kom ásamt konu sinni til'Parísar í dag, og verða þau gestir de Gaulle Frakklands- forseta um helgina — halda heim annað kvöld. — Hér er ekki um opinbera heimsókn að ræða, en talið er, að þeir de Gaulle og Macmillan muni m. a. ræða við- horfin í sambandi við heimsókn Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovét ríkjanna til Frakklands. Hann kemur til Parísar á þriðjudag. — ★ — Dr. Adenauer, kanslari Vestur- Þýzkalands, hélt til Washington í dag, en hann mun dveljast í Bandaríkjunum um 10 daga skeið og ræða við Eisenhower forseta, varaforsetann, Nixon, og Herter utanríkisráðherra. — Frá Banda- ríkjunum mun Adenauer halda til Japans, þar sem hann dvelst nokkra daga. — Talið er að „her- stöðvar“ Þjóðverja á Spáni verði m. a. til umræðu í Washington. Fleiri fórnarlömb landskjálftans - Enrr einn finnst Rabat, Marokkó, 12. marz. — (Reuter) — HINGAÐ bárust fréttir í morgun um það, að enn einn maður hefði verið dreginn lifandi úr rústum Agadir. Þetta var bifvélavirki — og hann var heppnari en flestir hinna, sem grafizt hafa lifandi, því að þar sem hann lá voru matarbirgðir nokkrar í seilingar- lengd frá honum, svo að hann var tiltölulega vel á sig kominn, lifandi i Agadir er honum var bjargað. — Síð- ustu fimm dagana hafa fundizt 16 manns lifandi í rústunum, en landskjálftinn mikli varð hinn 1. þ. m. —®— Nú hafa borizt fregnir af því að landskjálftinn hafi einnig valdið miklum skaða og mann- tjóni í fjórum afskekktum þorp- um inni í landi, alllangt frá Aga- dir. í þorpum þessum munu sam- tals hafa farizt 279 manns og 145 slasazt. Verst lék landskjálftinn þorpið Ait Ourir, um 25 km norð austur af Agadir. Þar fórst 221, og 45 hafa fundizt slasaðir. í hin- um þrem þorpunum, Ait Accoub, Ano D’Feg og Teddert, fórust samtals 58 manns, en 100 hlutu meiri og minni meiðsl. —®— Hafa nú verið gerðar ráðstaf- anir til þess að senda hinu nauð- stadda fólki nauðsynlega hjálp. •v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.