Morgunblaðið - 13.03.1960, Page 6

Morgunblaðið - 13.03.1960, Page 6
6 MORGVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 13. marz 1960 ........ báturinn er búinn öllum nýjustu og fullkomnustu siglingatækjum", segir í hverri fréttinni á fætur annarri af nýjum bátum — og hér hafið þiff þau. Lengst til vinstri er sjálfvirkt fiskleitartæki, Asdic, þá er sjálfritandi dýptarmælir, simrad og loks vélstjórnartæki. Togararnir Fyrri hluta vikunnar gerði suð- austanrok og frátök hjá togurun- um, en síðari~hluta vikunnar hef- ur verið gott togveður. Skipin haldá sig aðallega á svæðinu frá Selvogsbanka að Víkurál, flest eru út af Breiða- firði og Víkurál. Aflinn hefur verið glompóttur, sum skipin fengið góðan afla, en aðrir lítið. Sem dæmi upp á góðan afla má geta þess, að Fylkir og Egill Skallagrímsson sigldu út í vikunni áleiðis til Englands með um og yfir 200 lestir af fiski. Hér við land er nú þó nokkuð af þýzkum togurum, og halda þeir sig aðallega fyrir sunnan land. Einnig er hér slangur af Englend- ingum, og eru flestir djúpt og grunnt út af Jökli. Fisklandanir s.l. viku: Jón Þorláksson .. 1431. 11 dag. Neptunus .......... 165 t. 12 dag. Pétur Halldórsson 143 t. 13 dag. Hvalfell .......... 611. 8 dag. Marz .............. 190 t. saltfiskur 17 t. 13 dag. Ingólfur Arnarson 145 t. 12 dag. Fisksölair erlendis: Geir............. 1641. £ 10.325 Keilir .......... 1631. £ 7.500 Reykjavík Róið var alla daga vikunnar nema þriðjudaginn, þá var land- lega, suðaustanstórviðri. Veður- reyndin hefur verið suðaustan og austanátt alla vikuna. Allir bátar eru nú búnir að taka net, en afli hefur verið mjög misjafn, en þó reytingur hjá öllum og ágætt hjá sumum. T.d. fékk Víkingur einn daginn 30 lestir 2ja nátta. Afli var yfirleitt góður upp úr miðri vikunni, al- gengt 15—25 lestir. Útilegubátar hafa komið inn 4 í vikunni með góðan afla. Hlut- skarpastur þeirra var Guðmund- ur Þórðarson með 95 lestir, Rifs- nes með 70 lestir og Helga og Hafþór með 50 lestir. Afla sinn fengu bátarnir undan Jökli. • Reknir út í mc»rgunkuldann Þ. F. E. segir á þessa leið í bréfi: — Hvers vegna er verið að þessu brauki með klukkuna? spyrja menn hver annan þeg- ar þeir eru úti að vinna, ýmist niðri við höfn, í götum, uppi á vinnupöllum eða þökum. Menn eru búnir að þreyja af skammdegið og fagna hækk- andi sól, en svo kemur vit- lausa klukkan og rekur þá öf- uga út í morgunkuldann. Heyrt hef ég, að þetta sé gert fyrir skrifstofufólk, en áreiðanlega ekki allt, því heyrt hef ég sumt af því láta óánægju í ljós. Og ekki þarf það að vera úti í kulda. Meiri hluta sumarsins er bjart allan sólarhringinn, og hvað er þá unnið við þetta? Og nær er mér að halda, að þeir sem stunda næturrölt láti sig klukkuna litlu varða. Væri nú ekki hægt að kippa þessu í lag svo við gætum verið réttir menn með rétta klukku árið 1960 og framveg- is. — Þ. F. E. Keflavík Línubátar reru alla vikuna, en netabátarnir voru í landi á þriðju daginn. Reytingsafli hefur verið á línu og fór vaxandi, eftir því sem á vikuna leið, og var ágætur í viku lokin, almennt frá 10 og upp í 15 lestir hjá bát. Beitt var loðnu alla vikuna. í netin hefur verið misjafnt. Fimmtudagurinn var bezti afla- dagurinn, þá komst einn bátur upp í 28 lestir, og annar var með 24 lestir, en svo var aflinn líka niður í 5 lestir, en almennt var hann þennan dag í netin 10—15 lestir. Línubátar eru einn af öðrum að skipta yfir á netin þrátt fyr- ir sæmilega góðan afla á línuna, þó munu nokkrir bátar róa áfram með línu eftir helgina og sjá bet- ur, hverju fram vindur með neta- fiskinn. Akranes Alla daga vikunnar var róið nema þriðjudag. Afli hefur verið mjög misjafn og allgóður hjá þeim, sem enn eru með línu,'allt upp í 16 lestir, Ásbjörn. Hjá netabátunum hefur verið mjög misjafn afli, komst hæst í vikunni upp í 34 lestir hjá tveim- ur bátum, Sigrúnu og Ólafi Magnússyni. Aflahæstu bátarnir frá áramót- um: Sigrún ............. 350 lestir Sv. Guðmundsson .... 312 — Böðvar.............. 295 — Sigurvon ...........291 — Ólafur Magnússon .... 263 — Vestmannaeyjar Alla vikuna var hvöss austan- átt og algjör landlega á þriðju- daginn og fáir á sjó á miðviku- daginn, aðra daga var almennt róið, en þó voru aldrei allir á sjó. Afli hefur verið mjög lítill í netin, enn sem komið er, allt nið- ur í 1 lest. Bátarnir eru nú að færa sig frá sandinum dýpra. Hafa þeir þar orðið lítils háttar • Lélegur barnaleikvöllur Móðir skrifar: Kæri Velvakandi! Mig íangar til að biðja þig að koma á framfæri miklu vandamáli, sem við mæðurnar í mínu hverfi eigum við að stríða. Ég bý við Miðtún og við þá götu á að heita að sé barnaleikvöllur, sem er ætlað ur öllum Túnunum og Höfða- borgarhverfinu. Því miður lítur helzt út fyr- ir, að þeir, sem hafa umsjón með leikvöllum bæjarins, hafi gleymt tilveru þessa leikvall- ar, og virðist hann vera hafð- ur útundan. Girðingu hefur enn ekki verið komið upp í kringum völlinn, en meðfram honum liggur mikil umferðar- gata, Nóatún. Þá eru leiktæki vallarins í ólestri. Af þessu leiðir, að við, mæð urnar hér í hverfinu, höfum hvergi friðland fyrir börnin okkar, en lifum í stöðugum ótta um að þau kunni að fara sér að voða, er þau eru að leik á þessum leikvelli. Vil ég leyfa mér að beina því til bæjaryfirvaldanna, hvort þau varir við fisk. Einn bátur, Leo, fékk á föstudaginn 21 lest í net- in. Undanfarin ár hafa bátarnir fengið góðan afla í netin út af Hjörleifshöfða og þaðan af aust- ar, fyrst eftir að loðnan hefur gengið, en nú brá svo við, að þetta brást alveg, og nú eru allir þeir, sem þangað fóru, farnir vestur aftur með netin að und- anskyldum einum bát, Gullborgu. Nokkrir bátar eru enn með línu, og hefur aflinn hjá þeim verið 6—8 lestir í róðri. Þessir 8 bátar hafa fengið yfir 300 lestir af fiski frá áramótum: Stígandi . 423 lestir Gullborg . 360 — Leo . 324 — Kári . 316 — Dalaröst NK . 313 — Reynir . 309 — Snæfugl SU . 308 — Eyjaberg . 300 — Einfaldir effa tvöfaldir hnútar Norðmenn nota við 60% af sín- um netum með einföldum hnút og 40% með tvöföldum. Hér er algengast að nota einfaldan hnút, ef nokkuð er orðið notað af tvö- földum. Rannsóknarstofa norska ríkis- ins á veiðarfærum telur, að net með tvöföldum hnút séu 10% sterkari og minni hætta á drag- möskvum. Slík net eru líka við sjái sér ekki fært í náinni framtíð, að gera hér úrbætur á og losa okkur við nagándi ugginn. — Konan, sem á börn. • Dularfullt hvarf á póstpoka í desembermánuði sl. sendi ég böggul (jólagjafir) í pósti frá Eskifirði til Reykjavíkur. — Nú, er ég er stödd hér af til- viljun í Reykjavík, kemst ég að því fyrst mér til mikillar undrunar, að umræddur bögg- ull hefir aldrei borizt viðtak- enda í hendur, — Er ég lét gera fyrirspurn til bögglapóst- stofunnar hér, hvernig á þessu stæði er þá tjáð að hvorki meira né minna en ellefu böggla hafi vantað í þessari ferð frá Eskifirði — Önnur svör voru ekki fyrir hendi — Getur það verið að póststjórn- in hafi ekki látið fara fram rannsókn í þessu máli — eða skyldi það vera meiningin að þegja þetta í hel og láta fjölda fólks verða fyrir miklu tjóni. Máske vill háttvirt póst- stjórn svara þessu. N. G., Eskifirði. 10% dýrari. Þar sem mest reynir á veiðar- færi í Noregi, við Andenes í Vest- urálnum, vegna mikils straums og harðra veðra, eru næstum ein- göngu notuð net með tveimur hnútum. Yfirburffir skuttogara 1) Veiðin gengur betur. Skuttog- arinn togar til muna betur. Hann dregur undan og á móti vindi. 2) Áhöfnin vinnur neðan þilja, og býður það upp á betri vinnuskilyrði, auk þess sem það er betra upp á gæði fisks- ins. 3) Skuttogararnir geta veitt í verra veðri en önnur fiskiskip. 4) öryggið er meira en hjá venju legum togurum, vegna þess að þeir eru borðhærri og á þeim er minni hætta á yfirísingu. Færeyingar til Kanada? Sagt er, að færeyskir sjómenn, sem vilja ekki fara til íslands, leiti nú fyrir sér að komast á kanadisk skip. Rán Breta í landhelgi fslendinga hefur nú kostað þá sem svarar 50 milljón- um króna. „Ævintýralegur afli“ Þjóðverjar segja frá ævintýra- legum afla í janúar og febrúar við Grænland og Labrador. Ódýrt hráefni Perú greiðir 25—30 aura fyrir kg. af fiski ,sem fer til fiskimjöls- vinnslu og nú veldur íslendingum mestum erfiðleikum á heims- markaðinum. Er þetta lægra verð en hér er greitt fyrir hráefni í fiskimjöl. Eru verksmiffjutogarar þaff, sem koma skal? Nýjasti skut- og verksmiðjutog ari Breta, Fairtry III., hefur nú nýlega verið afhentur í Leith. Hann er 2500 lestir að stærð með 2000 ha. diselrafknúinni aðalvél. Hægt er að frysta um borð 30 lestir af flökum á sólarhring, þ.e. 1200 kassa. Mannaíbúðir eru fyrir 95 menn. Það virðist greinilegt, að togara smíði erlendis er að snúast yfir í tveggja þilfara verksmiðjutogara með skutlagi. Þannig hafa nú 11 slíkir togarar verið pantaðir í Þýzkalandi. Freðfiskinnflutningur til USA 1959 1958 Kanada .. 34 þús. tn. 46 þús. tn. ísland .... 17 þús. tn. 14þús.tn. Noregur .. 5 þús. tn. 3 þús. tn. Danmörk .. 6 þús. tn. 4 þús. tn. Þýzkal..... 1 þús. tn. 2 þús. tn. Athyglisverffur dómur Margur maðurinn hefur oft og einatt borið sig illa út af veltu- útsvarinu og það ekki að ástæðu- lausu. Ranglátari skattur er ekki til í þjóðfélaginu, nema ef vei-a skyldi stóreignaskatturinn, sem frægur er orðinn af endemum, hvernig sem á hann er litið. Nýlega er genginn dómur í hæstarétti, sem Skeljungur h.f. höfðaði gegn bæjarsjóði Reykja- víkur, um endurgreiðslu á veltu- útsvari, tæpum 900 þúsundum króna. Skeljungur tapaði málinu fyrir báðum réttum. Athyglisverðast við dóm þenn- an er það, að niðurjöfnunarnefnd um virðist heimilt samkvæmt landslögum að taka upp allar eignir manna eða félaga með veltuútsvári á fáum árum. Hvar eru nú ákvæði stjórnarskrárinn- ar um friðhelgi eignaréttarins? Skeljungur sýndi fram á undir rekstri málsins, að með sama á- framhaldi í útsvarsálagningu yrði svo komið innan fjögurra ára, að allt stofnfé félagsins væri gengið til þurrðar. í þjóðfélagi, sem lögverndar slíkt, er ekki unnt að búast við, að heilbrigður atvinnurekstur þrífist til lengdar. Það er verið að setja ýmis lög, reglur og fyrir- mæli, sem miða eiga að því að efla traust manna á eignaréttin- um og krónunni og hvetja menn til sparnaðar, en svo á sér stað óátalið slíkt rán sem veltuút- svarið. Það er ekki von, að vel fari. Hver reynir eftir beztu getu að koma sér undan refsivendi slíkra laga og reglna, þótt margir séu ofurseldir og eigi sér enga undankomu. Allir þekkja hin ranglátu skattalög í þessum efn- um og hvernig skattarnir og út- svörin, svo ekki sé talað um veltu útsvarið, geta hirt tekjur manna 100% og gott betur, þegar því er að skipta. Nú er að vísu verið að gera nokkra leiðréttingu í þess- um efnum, en af hverju er verið að hanga í þeim slitrum, sem eftir eru að tekjuskattinum? Af hverju er skrefið ekki stigið til fulls, þegar eftir eru sjálfsagt ekki nema 20—30% af skattinum, en það hefur þó í för með sér að halda við skriffinnskunni. Fullt afnám tekjuskattsins myndi örva allt atvinnulíf í landinu og færa þjóðfélaginu margfaldar tekjur á við það, sem ríkið fær með því, sem eftir er af tekju- skattinum, og losa töluvert af starfskröftum, sem full þörf er fyrir á mörgum sviðum. Yeltuútsvarið er einhver mesta meinsemd í þjóðfélaginu, ef hér á að þrífast heilbrigður atvinnu- rekstur, og því fyrr sem það verður afnumið því betra. HAFNARFJÖRÐUR ABCBEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 28. Dxf6t — Gefiff. Hafnfirðingar þakka Keflvík- ingum fyrir skákina — og síðast. ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH AKRANES 25. Df3—í4. skrifar úr daglegq lífin*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.