Morgunblaðið - 13.03.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.03.1960, Qupperneq 11
Sunnudagur 13. marz 1960 MOKCrNBLAÐIÐ 11 n Héðinshöfði, fyrsta húsið, sem reist var fyrir ræðismann í Reykjavík. Kidson, þegar við hittum hann á dögunum. — Starf mitt hér á stríðsár- unum var að fara með ís- lenzku tollþjónunum út í skipin, sem hingað komu. Annars hafði ég aðsetur í Hafnarhúsinu og hafði mikið samband við íslendinga. Margir Bretar töluðu íslenzku sæmilega á styrjaldarárunum. En það voru ekki allir, sem kunnu jafnvel við íslenzka matinn. Þú hefur heyrt um hermennina, sem reyndu að steikja skyrið. Mér fellur hins vegar vei við íslenzka mat- inn. Mér finnsc, að einhver Is- lendingur ætti að taka sig til og setja upp íslenzka matsölu i London. Þar eru allra þjóða veitingahús, sennilega vantar aðeins það íslenzka. Hefur ekki komizt upp á lagið Það bregzt varla, að út- lendingar nefni skyrið fyrst, þegar rætt er um íslenzkan mat. Það gerði líka David Timmins, annar sendiráðsrit- ari bandaríska sendiráðsins, þegar við hittum hann: — Konan mín verður veik, ef ég kem ekki heim með skyr á hverju kvöldi, sagði hann og brosti. — Ég hef hins vegar aldrei komizt upp á lag ið með að borða skyrið. En hangikjötið og osturinn ykkar finnst mér góður. Við banda- rísku sendiráðsmennirnir er- um hins vegar í þeirri sér- stöku aðstöðu að geta keypt allt í bandarískri sölubúð hér, þ. e. a. s. suður á Keflavíkur- velli. Þó er það margt sem við kaupum í Reykjavík, aðallega nýmetið. Eru friðhelgir Starfsmenn annarra sendi- ráða flytja töluvert af nauð- synjum sínum frá útlöndum, því að tolla- og skattfrelsi sendiráða til skrifstofu- og heimilishalds eru meðal gagn- kvæmra sérréttinda erlendra sendimanna. Þeir bera sér- stakt vegabréf og þeir njóta eins konar friðhelgi, því m. a. má ekki handtaka þá nema þeir séu staðnir að éinhverj- um ólöglegum verknaði. Það vakti t. d. miklar umræður í dönskum blöðum fyrir nokkru er bandarískur sendiráðsmað- ur í Kaupmannahöfn ók á veg- faranda með alvarlegum af- leiðingum. Danska lögreglan ætlaði að taka manninn og færa hann til blóðrannsóknar, en þegar hann framvísaði vegabréfi sínu' gat lögreglan ekkert aðhafzt. Venjulega leiðin til þess að fjarlægja „óæskilega“ sendi- menn er sú að krefjast brott- farar þeirra innan ákveðins tíma og hefur slíkt gerzt all- oft í samskiptum austurs og vesturs. Hins vegar mun það aldrei hafa gerzt hérlendis né varðandi sendimenn íslands erlendis. Rússunum gengur hetur David Timmins sagði, að Bandaríkjamönnunum gengi ekki jafnvel með íslenzkuna og kunningjum þeirra í brezka sendiráðinu. Enginn bandarísku diplómatanna tal- ar íslenzku sem Bretarnir, en nokkrir lesa eitthvað. Banda- ríkjamennirnir hafa samt ís- lenzkukennara og tvær kennslustundir í viku. Rússunum gengur heldur skár, því þar eru tveir, sem tala íslenzku. Þeir hafa haft íslenzkukennara öðru hvoru TASS-maðurinn Kugujenko hefur verið hér síðan 1956, talar íslenzku sæmilega og þar að auki hefur kona háns fætt honum son á Fæðingar- deild Landsspítalans. Reche- tov hefur verið hér skemur, en hann hafði lært undir- stöðuatriði íslenzkunnar í Moskvu áður en hann kom hingað. Siggi og Bjössi tala ensku Kugujenko er ekki einn er- lendra sendimanna, sem eign- azt hefur erfingja á fslandi: Þeir eru fjölmargir og m. a. fæddust tvö börn bandaríska sendiherrans Muccio hér. — Böm bandarískra sendiráðs- manna eru það mörg, að þeir hafa komið á fót skóla fyrir þau yngstu, en eldri börn sendimanna eru yfirleitt í skólum í heimalandinu. Yngri bömin eiga að sjálfsögðu marga leikfélaga hér meðal íslenzkra barna. Og engin hætta er á því, að börnin skilji ekki hvert annað þó móður- málin séu ólík. Mark litli Timmins, sem er sex ára, sagðist m. a. leika sér mikið vjð Sigga, Bjössa og Jóhann á Ægissiðunni — og líka einn stóran strák, sem á reiðhjól. Mark sagðist ekki tala ís- lenzku, en sagði, að Siggi og þeir hinir töluðu ensku. Bardot ekki sú sama og áður Verkefni erlendra sendiráða er alls staðar það sama: Að koma fram sem fulltrúi lands síns, reka upplýsingastarf- semi, bæði um heimalandið og fyrir það — og veita ýmsa fyrirgreiðslu í sambandi við viðskipti. ferðalög og annað slíkt. Samgangur mun vera töluverður milli vestrænu sendiráðanna í Reykjavík, en minni milli þeirra og hinna austrænu, eins og að líkum lætur. Sendiráðsfólk ver frí- stundum yfirleitt mikið á eig- in heimilum eða í sameiningu með löndum sínum og ferðast mikið um landið á sumrin. Sækir líka töluvert ýmsar skemmtanir í Reykjavík, svo sem hljómleika, leiksýningar og kvikmyndahús. Rússnesk- ur sendiráðsmaður sagði t. d. eitt sinn við mig: — Jerry Lewis og Dean Martin eru uppáhalds kvik- myndaleikararnir mínir. Ég hef líka mjög gaman af Brig- itte Bardot, þó ekki jafnmikið eftir að hún giftist. Var í Kóreu Það er hægt að finna skemmtilegar hliðar á öllum málum. Danski sendiherrann hér, Bjarne Faulson er t.d. af íslenzkum ættum og þekkti hér marga áður en hann kom hingað sem sendiherra. Og hann var m.a. einn þeirra, sem áttu þátt í að upplýsa Blech- ingbergsmálið svonefnda í Bonn þar sem hann starfaði áður. Dóttir norska sendiherr- áns, Bjame Börde er gift Har- aldi Kröyer, forsetaritara, Frú in hafði áður farið víða, verið í Japan og San Francisco, þar sem faðir hennar var aðalræð- ismaður. — Muccio, sem hér var sendiherra Bandaríkjanna um skeið, var sendiherra í S- Kóreu, þegar stríðið stóð þar og mun næst fara til Guate- mala. Sir Francis Shepherd, sem var brezkur aðalræðis- maður hér í stríðslok, var sendiherra í Teheran, þegar Mossadeq gerðiuppreisnina og Shepherd kom þar mikið við sögu. Kazemi, utanríkisráð- herra Mossadeqs var um skeið sendiherra í Stokkhólmi og jafnframt á íslandi. Austurlandafræðingur Hent hefur verið gaman að því að brezkum blöðum, að Austurlandasérfræðingar veld ust ætíð í sendiherrastöður Breta á íslandi. Svo mikið er víst, að Greenway, sem hér var brezkur sendiherra, hafði verið í Japan. Gilchrist, sem hér var til skamms tíma, hafði áður verið í Thailandi, og nú- verandi sendiherra Breta, Andrew Stewart, hefur líka starfað í Austurlöndum. Aðrir halda sig eingöngu við norðlægar slóðir svo sem núverandi sendiherra Banda- ríkjanna, Tyler Thompson, enda varð reykvískt skíðafólk furðu lostið að sjá þau hjónin fara braut svigmanna á skíða móti ekki alls fyrir löngu. Þau gáfu skíðagörpunum sjálfum lítið eftir. Nær 300 í Parísarsendiráði Bandaríkjanna Á alþjóðlegan mælikvarða eru sendiráðin í Reykjavík fáliðuð, en að líkindum sett- um við enn eitt heimsmetið, ef miðað væri við fólksfjölda á íslandi. Sendiráð stórveld- anna eru víða æði fjölmenn og sem dæmi má- nefna, að í bandaríska sendiráðinu í Lond on, Upplýsingaþjónustu Banda ríkjanna og öðrum þeim stofn unum, sem sendiráðinu fylgja, vinna yfir 250 manns. Þar er að sjálfsögðu ekki meðtalið skyldulið. — Og við sendiráð Bandaríkjanna í París eru starfsmennirnir enn fleiri. Þetta er samt aðeins lítill hluti alls þess fjölda, sem starf ar í utanríkisþjónustu Banda- ríkjanna heima og erlendis. Og ef að líkum lætur eru hin stórveldin engir eftirbátar Bandaríkjamannna. Sum hafa að vísu ekki jafnmarga menn í þjónustunni, en öllum finnst þeim kostnaðurinn við utan- ríkisþjónustuna einum of mik ill. Jafnan er rætt um að gera ráðstafanir til að draga úr kostnaðinum, en eins og banda rískur sendiráðsmaður sagði: Útgjöldin aukast jafnt og þétt hvað sem öllum sparnaðará- formum líður, því alltaf koma ný verkefni, sem þarfnast nýrra starfskrafta. Sitt hvoru megin við Lækinn Og víðar er rætt um að draga saman seglin. í Kaup- mannahafnarfréttum var m.a. greint frá því á dögunum, að þar væru menn að hugleiða hvort ekki væri óhætt að kalla heim sendiherrana á Norður- löndum. Ástæðan fyrir þessum bollaleggingum mun m.a. vera sú, að ýmsir Danir telji nor- Frú Unnur Börde Kröy- er, dóttir norska sendi- herrans. rænt samstarf orðið það víð- tækt og margþætt að hægt yrði að komast af án sendiráð anna. En töluvert fölnaði borgar- blærinn á Reykjavík, ef sendi ráðin hyrfu eitt af öðru. Eins og nú horfir er samt ólíklegt, að öll sendiráð verði lögð nið- ur í bráð, því að óbreyttu heimsástandi munu Rússar telja fulla nauðsyn á sendi- mönnum í Yesturbænum og Bandaríkjamenn á sínum í Austurbænúm. — h. j„ h. Petcr Kidson, a n n ar ritari brezka sendi- ráðsins, v a r hér á styrjald- arárunum og talar síðan ís- lenzku, e n eins og marg- ir aðrir brezk ir sendiráðs- m e n n hefur hann verið í Austurlönd- um, Japan og Singapore. TIL SÖLU Hús og íbuðir í smíðum Höfum til sölu allar stærðir ibúða í smiðum frá 2ja herbergja upp I 7—8 lierbergja. Hafið samband nú á meðan verðið er hagstætt Austurstræti 14. IH. hæð Sími 14120 og 34933

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.