Morgunblaðið - 13.03.1960, Side 17
Surmudagur 13. marz 1960
Monr.rnKnT 4 ÐIÐ
17
afði alltaf hugann við framtíðina
islendingurinn, sem undirbfó byggingu stál-
skipa fyrir nær fimmtiu árum
BÁRÐUR G. TÓMASSON,
skipaverkfræðingur, er 75 ára
í dag. í hálfa öld helgaði hann
uppbyggingu fiskiskipaflota
okkar líf sitt og krafta, með
óskiptum huga. Um ókomin
ár mun hans verða minnst
sem eins hinna fremstu braut-
ryðjenda íslenzkra skipa-
bygginga á fyrri hluta 20.
aldarinnar.
★
Bárður G. Tómasson er fædd-
ur á Hjöllum í Skötufirði í N-
ísafarðarsýslu 13. marz 1885.
Foreldrar h'ans voru Tómas Tóm-
asson, bóndi og sjómaður, og
Guðrún Bárðardóttir, frá
Hvammi í Dýrafirði, Jónssonar,
en alinn upp hjá móðurbróður
sínum, Guðmundi Bárðarsyni á
Kollafjarðarnesi í Strandasýslu.
Var það góður skóli ungum og
framsæknum mönnum. Hann
tók ríkan þátt í því, sem gerðist
í umhverfi hans, og snemma
hneigðist hugur hans að fram-
förum og nýjungum. 18 ára
gamall var hann ákvaðinn í að
gera skipabyggingar. að lífsstarfi
sínu. Mun það val hans á lífs-
starfi hafa verið sprottið af
áhrifum frá fósturföðurnum, sem
var einstakur hagleiks. og verk-
hyggj umaður, og hneigðist hugur
ihans því strax í æsku mjög að
tekniskum efnum, uppfinning-
um og nýjungum í hugviti.
Hann lauk sveinsprófi í skipa-
smíði í Frederikshavn á Jótlandi
1908, stundaði nám í stálskipa-
smíði í Helsingör Tekniske Skole
í þrjú ár og lauk prófi þaðan
1911. Starfaði í 5 ár í Englandi
við verkfræðileg störf, 1911—
1916, og luk síðarj hluta prófs
í „Naval Architecture“ við Board
of Education 1914. Hefir hann
verið félagi í „Institution of
Naval Architects“ frá 1916.
Að námi loknu fluttist Bárður
G. Tómasson hingað til ísafjarð-
ar, og starfaði hér »ð skipabygg-
ingum og skipaviðgerðum í nær-
fellt 30 ár. Hann var bæjarfull-
trúi frá 1930—34, starfaði mikið
í Iðnaðarmannafélagi ísfirðinga,
og var formaður þess um langt
órabil.
Bárður er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Filippía Hjálm-
arsdóttir frá Fremri-Bakka í
Langadal. Lézt hún eftir rúmlega
eins árs sambúð. Þeirra sonur er
Hjálmar R-, skipaskoðunarstjóri.
Síðari kona hans var Ágústa
Þorsteinsdóttir, en hún lézt á
sl. hausti. Ólu þau upp eina fóst-
urdóttur, Kristínu Bárðardóttur,
Guðmundssonar, bókbindara.
★
Fyrir nokkrum dögum fylgd-
umst við Bárður heim af Rotary
fundi, og bað ég hann að rifja
upp fyrir mig nokkrar endur-
minningar. Hann færðist í fyrstu
undan.
Bárður Tómasson er ekki orð-
margur um ævi sína og starf.
Yfirlætislaus, eins og hann er,
segir hann ekki meira en hann
er spurður um.
— Þú fékkst snemma áhuga
fyrir skipasmíðum?
— Já, frá því ég man fyrst eftir
mér langaði mig til að verða
skipasmiður. Ég mun hafa ver-
ið 10 ára gamall, þegar ég byrj-
aði að halda við hnoðnagla hjá
fósturföður mínum og móður-
foróður Guðmundi Bárðarsyni á
Kollafj arðarnesi. Ekki smíðaði
ég neinn bát á eindæmi, en mundi
hafa getað það strax eftir alda-
mótin, en mér virtist meiri fram
tíð í smíði ,stórskipa‘ (þilskipa)
og réðist því til Jóhanns Þorkels-
sonar, sem var skipasmiður hér
á ísafirði, og vann hjá honum
einn vetur við þilskipaviðgerðir.
— Ólst þú að nokkru leyti upp
á Kollafjarðarnesi?
— Ég var á Kollafjarðarnesi í
15 ár. Það var góður skóli. Guð-
mundur Bárðarson var ekki að
eins bátasmiður á við það sem
bezt gerist nú. „Verkfræðingur-
inn“ brauzt ætíð út í vinnubrögð-
um Guðmundar, en sonurinn,
Guðmundur Bárðarson, náttúru-
fræðingur gerði vísindalegar
rannsóknir.
Kristín Bárðardóttir, systir
Guðmundar Bárðarsonar, og
maður hennar, Guðmundur Jó-
hannesson bjuggu á Kirkjubóli í
Langadal við ísafjarðardjúp.
Veturinn 1890 dóu þau bæði frá
4 sonum, Bárði, Ólafi, Guðmundi
og Jóhannesi. Guðmundur Bárð-
arson var hreppstjóri og vanur
að gera upp bú. Nú kom það sér
vel, því að hann hafði hugsað
sér að leysa upp búið og taka
drengina í fóstur. Ég man vel
eftir því, þegar þessir 4 ungu
menn komu að Kollafjarðarnesi,
einkum þeim yngsta, Jóhannesi,
sem var jafnaldri minn. Á heim-
ilinu voru þá 3 jafnaldrar fyrir.
Kollafjarðarnes varð því brátt
samkomustaður ungá fólksins í
Kollafirði og Tungusveit.
Frændi minn var mjög hjálp-
fús einkum með að rétta fram
sína stóru örvandi hönd og kenna
mönnum, að „hjálpa sér sjálfir".
Ef það kom fyrir, að Guðmund-
ur var ekki heima, leituðum við,
sem yngri vorum, til Bárðar Guð
mundssonar eftir vinnu. Hann
mun hafa talið það óskráða
skyldu sína að annast um okkur.
★
Einhverju sinni segir Guð-
mundur okkur Jóhannesi að
koma upp á dal og grafa skurð.
Nokkru fyrir hættutíma segist
Guðmundur þufra að fara yfir að
Þorpum, en mælir okkur út og
segir okkur, að hætta þegar þvi
verki sé lokið. Þegar Guðmundur
kemur heim síðar um kvöldið,
spurðum við hann, hvernig hon-
um hafi líkað verkið. Svar: „Þið
gerðuð eins og ykkur var sagt“.
Hól var ekki fáanlegt fyrir
skyldustörf.
Dag nokkurn vorum við látnir
bera þara á handbörum á túnið
Sjálfur gerði Guðmundur við
túngarðinn. Við Jóhannes fór-
um þá að reyna kraftana með
því að láta sem mest á börurnar.
Sjáum hvar frændi kemur, stik-
ar stórt og segir: „Látið ekki
svona mikið á börui'nar. Þið eruð
óharðnaðir11.
Á Kollafjarðarnesi var jafnan
heimakennari áður en Heydals-
árskóli tók til starfa. Var Sigur-
geir Ásgeirsson heimiliskennari.
Hann hafði hlotið ágæta mennt-
un á Möðruvöllum hjá þeim
Stefáni Stefánssyni og Jóni
Hjaltalín. Möðruvallasveinar
voru ‘yfirleitt ágætlega mennt-
aðir.
'k
— Svo komstu til Ísafjarðar?
— Já, ég kom hingað haustið
1903 og var, eins og ég sagði þér
áðan, einn vetur við þilskipa-
viðgerðir hjá Jóhanni Þorkels-
syni. Um veturinn kynntist ég
dönskum manni, sem hét Niels
Pedersen, skipstjóri frá Frede-
rikshavn á Jótlandi. Ég lét í Ijósi
við Pedersen löngun mína, til
að fara utan og læra „stórskipa-
smíði“. Bauðst hann strax til að
hjálpa mér að fá vinnu hjá
manni, sem hann þekkti vel. í
október fór ég svo til bæjar-
fógetans, Magnúsar Torfasonar,
til að fá burtfararskírteini og
sigldi síðan með s.s. Skálholt með
400 krónur í vasanum, vel bú-
inn fötum, sem mín ágæta móðir
hafði útbúið.
í Frederikshavn var ég svo
í 4 ár við nám hjá Gh. Nielsen
í tréskipasmíði. Þar lauk ég iðn-
námsprófi við iðskólann. Lauk
við teikningu af og smíði á, sveins
stykki á tilsettum tíma. Var það
akkerisspilmöndull á skonnortu.
Smíðin var talin framúrskar-
andi góð og fékk ég silfurmeðal-
íu að launum, sem voru hæstu
verðl. Ekki var kunnugt um að
skipasmiðir gerðu sveinsstykki,
að minnsta kosti var þetta það
fyrsta í Frederikshavn, sem var
meðal stærstu skipasmíðastöðva
í Danmörku, með 4 stöðvar fyrir
stærri skip og auk þess nokkrar
bátasmíðastöðvar. .
★
Á meðan ég var í Frederiks-
havn var verið að undirbúa eina
stöðina fyrir stálskipasmíði. Datt
mér þá í hug að ég væri ekki
á réttri leið, ef skip yrðu héð-
an af smíðuð úr stáli. Að at-
huguðu máli kom það í ljós að
verkfræðileg kennsla í stálskipa
smíði var í Danmörku ekki ann-
ars staðar en á „Orlogsværftet“
og „Helsingör tekniske Skole“.
Ef til kæmi taldi ég þann síðar-
talda skóla henta mér bezt. En til
þess að komast inn á skólann
þurfti ég lítilsháttar þekkingu
í eðlisfræði og talvert í ensku,
því að aðalkennslubókin var á
ensku. Með reikning og annað
taldi ég mig komast í gegn, enda
gekk ég í framhaldsdeild við
skólann, þar sem kennd var stærð
fræði. f eðlisfræði og þó einkum
í ensku fékk ég stundakennslu
eftir getu, því að þótt ég aldrei
færi í skólann var ekki bagi að
bandi né byrðarauki að staf. í
„Helsingör tekniske skole“, var
ég innritaður um haustið 1908,
og útskrifaðist um vorið 1911.
Þar eignaðist ég ágæta félaga
og vini, sem ég hefi haldið sam-
bandi við æ síðan. Á lokapróf-
inu varð ég þriðji í röðinni með
73 stig. Sá hæsti hlaut 75 stig,
en vinur minn H. Hermann varð
annar með 74 stig. Hann varð
síðar verkfræðingur í Danmörku
og Póllandi og er mörgum fs-
lendingum að góðu kunnur fyrir
skipabyggingar sínar fyrir okk-
ur íslendinga. Varð hann for-
stjóri skipasmíðastöðvarinnar í
Alborg 1938, er hann kom heim
frá Póllandi, og hefur stjórnað
þeirri stöð síðan, en þar eru m.
a. byggð nokkur af skipum Skipa
útgerðar ríkisins, þar á meðal
nýja varðskipið, Óðinn. Kom
hann hingað til lands fyrir tveim
ur árum í boði Skipaútgerðar-
innar og kom þá hingað til ísa-
fjarðar.
★
Kennsla var góð á Helsingör
tekniske skole, en eins og á öðr-
um skólum vantar að mestu alla
tæknilega þjálfun, og til þess að
öðlast hana þótti mér vænlegast
að komast á teiknistofu í Bret-
landi. Sumarið 1911 vann ég á
skipasmíðastöðinni í Helsingör,
en fór svo til Englands um haust
ið. Var ég þá svo heppinn að
komast á skipateiknistofu og var
þar í 5 ár til miðsumars 1916.
Nokkru eftir að ég byrjaði kom
yfirmaðurinn að borðinu til mín
og tjáði mér að blýanturinn minn
væri of seinn. Svo geta má nærri
um afköstin. Þó var ég svo
heppinn að lenda í reikningsdeild
(design department), þar sem ég
var bezt undirbúinn.
í iðnaðarborgum Englands
eru víða ágætir tekniskir fram-
haldsskólar, þótt ekki hafi þeir
háskólaréttindi. Kennt er þar
alla daga og 5 kvöld vikunnar.
Námsgreinarnar má taka á hvaða
stigi, sem hæfir nemendanum.
Þarna var ég 4 ár í framhalds-
námi í skipasmíði og stærðfræði.
Strax og ég kom til Englands inn-
ritaðist ég í bréfaskóla I. C. S.
(International correspondense
schools). Var námsgreinin skipa
vélfræði, lestrarefnið var 2700
blaðsíður og auk þess talsvert af
teinkningum.
Síðasta árið, sem ég var í Eng-
landi, var ég ekki á skólabekk,
en hugsaði til heimferðar, og að
smíða þar stálskip. En hvernig
átti það að verða, þar sem engir
stálskipasmiðir voru og verkfæri
lítt fáanleg og rándýr? Leitt var
líka að hafa varið 8 árum til að
læra stálskipasmíði, en smíða
svo tréskip, sem ég hafði aðeins
varið 4 árum til að undirbúa
mig undir.
ic
Eins og kunnugt er var það
eins konar framhaldsskóli fyrir
skipasmiði að smíða skip með
járnböndum og trésúð. Þetta lét
ég mér að kenningu verða og
gerði teikningu af fiskikútter
með þessu fyrirkomulagi til við-
urkenningar flokkunarfélagsins
„Det Norske Veritas". Teikning-
in kom aftur samþykkt með
nokkrm breytingum, svo að ekk-
ert var til fyrirstöðu að smíða
skipið. Síðar á árinu 1916 átti ég
viðtal við forstjóra D. N. V., og
tjáði hann mér, að ekkert væri til
fyrirstöðu með að taka upp aftur
þetta smíðafyrirkomulag. Sjálf-
ur hafði ég ekki trú á því, nema
í framangreindum tilgangi. Skip
þetta var aldrei smíðað. Sjálfur
hafði ég hvorki peninga né láns-
traust, og þeir fáu aðrir, sem
höfðu peninga, vildu ekki leggja
fram peninga nema fyrirsjáan-
legur gróði væri á fyrirtækinu.
Opinber aðstoð 1916 var óhugs-r
anleg, sem myndi þykja sjálf-
sögð í dag.
★
— Varst þú ekki skuldum vaf-
inn, þegar þú komst svo heim
til íslands eftir 12 ára nám? Ekki
hafa 400 krónurnar enzt þér
lengi?
-— Nei, satt er það, vinur minn,
og ég er ekki frá því, að margir
hafi talið þetta nám mitt heldur
tilgangslítið. Menn höfðu ekki
gert sér þess ljósa grein í byrjun
aldarinnar, að tími stálskipanna
var að ganga í garð, ný veiði-
tækni með togurum og línvueið-
urum vr að gera byltingu í ís-
lenzkri útgerð.
Áður en ég fór til Englands
hafði ég hug á að stunda nám
mitt við „The Royal College“ í
Glasgow, og sótti ég um 1400
króna styrk til námsins til ís-
lenzkra stjórnarvalda. Þeirri
beiðni minni var aldrei svarað,
og olli það mér þá nokkrum sárs-
auka, og brustu þar vonir mínar
um að geta stundað nám mitt við
„The Royal College", eins og ég
hafði ætlað mér. Ég ákvað að
láta kylfu ráða kasti, sigldi til
Bretlands og aflaði mér allrar
þeirrar þekkingar, sem ég hafði
tök á, í byggingu stálskipa, þrátt
fyrir slæman efnahag.
í Danmörku aflaði ég mér tekna
á margan hátt, t. d. með viðgerð-
um á lífbátum og jullum, og yfir
leitt tók maður fegins hendi
Framh. á bls. 23
Samtal við Bárð G. Tómasson skipa-
verkfræðing 75 ára