Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 22
22
MORCr/NBlAÐlÐ
Sunnudagur 13. marz 1960
í fréttunum
Skipakóngurinn frægi Onassis
virðist vera hinn mesti kvenna-
maður. Hann er skilinn við Tinu
konu sína og ástarævintýri þeirra
Maríu Callas er lokið, hún er
komin aftur til eiginmanns síns.
En um daginn sat hann á blóma-
babinu í Monte Carlo við borð
furstahjónanna, Rainiers og
Grace, og á móti honum gömul
vinkona furstafrúarinnar, leik-
konan Ava Gardner. Og eins og
sést á þessari mynd, höfðu þau
ekki augun hvort af öðru Ava
og Onassis. Þegar veizlan var
búin, bauð Onassis um borð i
„Christinu" og þaðan fóru fursta-
hjónin og Ava ekki fyrr en undir
morgun. Þetta þótti hin merkasta
frétt og myndir af þeim hafa síð-
an birst í blöðum á ítalíu, Frakk-
landi, Danmörku og víðar.
★
Hugh Gaitskell, leiðtogi brezka
verkamannaflokksins vill, þrátt
fyrir mikla andstöðu í flokkn-
um, draga úr þjóðnýtingarstefnu
hans. Hann sagði fyrir skömmu
efiirfarandi sögu: — Ákafur fylg
ismaður okkar var að halda ræðu
af sápukassa við Marble Aroh og
lýsti blessunum þess sem við
hefðum komið fram. Brátt kom
hann inn á heilbrigðismálin, sem
við höfúm óneitanlega skipulagt.
Með ákafa hrópaði hann:
— Nú eru í Englandi fleiri
börn en nokkurn tíma áður.
Hverju er það að þakka?,
Og svarið kom um hæl utan
úr áheyrendasalnum: — Einka-
framtakinu!
Það er engin smáábyrgð, sem
fylgir því að taka á móti drottn-
ingarbarni. Tveir af læknunum
TAPAÐ AÐ EILÍFU er það fé sem ekki kemur inn í fyrúrtæki yðar í dag. TAPAÐUR
ágóði kemur ALDREI aftur. Komið í veg fyrir ágóðatap, liggið ekki lengur með
vöruna en frekast er unnt, vextir eru háitr og dýrir fyrirtækinu, umsetjið hraðar.
Náið til kaupendanna á einfaldasta og ódýrasta hátt, auglýsið í VIKUNNI.
V I K A N kemur V I K U eftir V I K U inn á flest heimili landsins og er lesin af
flestum þeim sem kaupa vörur og þjónustu í landinu.
og ljósmóðirin, sem tóku á móti
barni Elísabetar, fengu líka fyrir
það Viktoríukrossinn. Þau voru
John Harold Peel, sem tekið hef-
ur á móti um þúsund börnum
áður (lengst til vinstri) og Vern-
on Frederiok Hall, yfirlæknir við
Kings Kollege Hospital í London.
Einnig hlaut Helen Tow, hin sex-
tuga ljósmóðir, sem líka tók á
móti fyrri börnum drottnmgar
(sjá mynd) Viktoríukrossinn.
Hinir læknarnir sem viðstaddir
voru, sjást til hægri á myndinni,
Lord Evans, hinn 57 ára gamli
heimilislæknir drottningar, og
Sir John Weir, hinn áttræði líf-
læknir hennar.
Mikið er nú rætt um nýútkomn
ar æviminningar Sir Anthony
Edens. Eitt af því sem menn velta
fyrir sér í því sambandi, er hve
mikið hann hafi fengið fyrir hand
r i t i ð. London l
Times, sem fékkl
fyrsta birtingar-1
rétt, fæst ekkil
til að gefa uppl
!ive dýru verðil
blaðið hafi keypt|
hann, en talaðl
sr um minnstl
100 þús. pund.l
A.ftur á móti<
dregur bandaríska tímaritið sem
birti minningarnar ekki dul á að
það greiddi 300 þús. dali fyrir
birtingarréttinn. Og þegar víð
bætast ritlaun frá fjölda landa, er
víst óhætt að álykta að Eden, sem
hingað til hefur verið lítt efnum
búin, sé að verða milljónari.
Önnur spurning hefur vaknað
í þessu sambandi: Hvernig fékk
ráðherrann fyrrverandi leyfi til
að nota svo mikið af leynilegum
ríkisskjölum? Því án þeirra hefði
bókin varla vakið aðra eins at-
hygli.
Véi'stjóra vantar
á netabát frá Reykjavík.
Upplýsingar í síma 34576.