Morgunblaðið - 13.03.1960, Qupperneq 24
61. tbl. — Sunnudagur 13. marz 1960
Reykjavíkurbrét
er á bls. 13.
Enginn Færeyingur
kemur með Gullfossi
UM hádegisbilið í gær var
Gullfoss nærri Færeyjum og
hefði siglt inn til Þórshafnar,
ef þar hefðu verið farþegar,
sem óskuðu eftir að fá far til
íslands, en svo var ekki. Um-
„Kolviðarhólsfélagið"
fær Kolviðarhól
«n endurbœfur verða að hefjast fyrir 1. júlí
BÆJARRÁÐ hefir fyrir nokkru
svarað nefnd þeirri, er var til
kjörin á fundi hér í Reykjavík
að gera ráðstafanir til að varð-
veita Kolviðarhól. Telur bæjar-
xáð að það geti fallizt á að gefa
félagsskap áhugamanna kost á að
fá húsin til varðveizlu, enda
verði þegar í stað hafizt handa
um endurbætur á því.
í svari sínu til „Kolviðarhóls-
vina-félagsins“, segir bæjarráð að
ef félagsskapur þessi sýni það að
ihann sé þess megnuugur að koma
Ihúsunum í viðunandi ástand og
sjái um að þau verði notuð í
einhverjum þeim tilgangi er
bæjarráð getur fallist á, sé þess
og að vænta að húsin á Kolviðar-
Ihóli verði afhent án endurgjalds
ásamt hæfilegri leigulóð eða
erfðafestulandi.
í bréfi „Kolviðarhólsvinafé-
1 lagsins" til bæjarráðs fyrir
i nokkru, var farið fram á að bær-
i inn léti leggja hitaveitu og raf-
L-
magn heim að Kolviðarhóli.
Þessu er vísað á bug.Slíkt myndi
kosta bæjarfélagið miklar fjár-
fúlgur.
Þess skal getið, að áður hefur
farið fram athugun á því að
leggja raflínu heim að Kolvið-
arhóli vegna annarar starfsemi
sem þar var þá fyrirhuguð, og
kom í ljós að slíkt fyrirtæki væri
mjög kostnaðarsamt.
Þá segir bæjarráð að félags-
skapurinn geti ekki vænzt fram-
lags frá bænum til varðveizlu
húsanna, því svo mikið sé fram-
undan er snertir varðveizlu sögu
legar minja í Reykjavík.
Að lokum er félagsskapnum
svo settur ákveðinn frestur til
að hefja endurbætur á Kolvið-
arhóli. Fresturinn er fram til 1.
júlí nk., en hafi félagið þá ekk-
ert aðhafzt muni húsin verða
brotin niður eins og bæjaryfir-
völdþi hafa þegar ákveðið.
Kappræðufundur
um efnahagsmáíin
HINN 11. febr. sl. sendi Æskulýðs
íylkingin í Reykjavík Heimdalli
félagi ungra sjálfstæðismanna í
Keykjavík bréf, þar sem farið
var fram á, að efnt yrði til kapp-
ræðufundar milli félaganna um
efnahagsmálafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar, sem þá lá fyrir
AlþingL Fulltrúum Heimdallar
var stefnt til samningafundar
þrem dögum síðar.
Á fundi þessum lögðu fulltrúar
; KEFL WIK
' SJÁLFSTÆÐISKONUR í
Keflavík eru minntar á félags
Nindinn í Sjálfstæðishúsinu
annað kvöld kl. 9.
Ávörp, kaffidrykkja, félags-
vist. — Góð verðlaun.
AKRANES
F. U. S. Þór heldur fund í
Hótel Akranesi kl. 4 í dag.
, Rætt verður um
EFNAHAGSMÁLIN.
Fra msögumenn:
Pétur Sigurðsson, alþm.
Már Elísson, hagfr.
' Allt Sjálfstæðisfólk velkomið.
ÆFR til að fundurinn yrði hald-
inn sem fyrst og áður en efna-
hagsmálafrumvarpið yrði af-
greitt frá Alþingi.
Fulltrúar Heimdallar töldu
frestinn of skamman og álitu að
málið lægi ljósar fyrir fundinum
að mánuði liðnum, þegar önnur
boðuð frumvörp um efnahagsmál
lægju fyrir Alþingi.
Á fundinum náðist ekki sam-
komulag um fundartíma, en báð-
ir aðilar lýstu yfir vilja sínum
til frekari viðræðna um væntan-
legan fund.
Skömmu síðar ritaði Heimdall-
ur Æskulýðsfylkingunni bréf,
þar sem þess var óskað að samn-
ingaviðræður yrðu teknar upp að
nýju um væntanlegan kappræðu-
fund.
Hófust þá sámningar að nýju
og varð samkomulag um að fund-
urinn yrði 15. marz. Síðar ósk-
aði Æskulýðsfylkingin eftir því
að fundinum yrði frestað og varð
samkomulag um að hann yrði
fimmtudaginn 24. marz í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 20.30.
Heiti fundarins er: Ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál
um. Ræðumenn verða þrír frá
hvorum aðila og ræðutíma skipt
í 4 umferðir.
Þetta er samkomulag fulltrúa
beggja félaga um fyrstu tilkynn-
ingu um fundinn.
boðsmanni Eimskips þar hafði
ekki borizt pöntun á fari frá
einum einasta færeyskum sjó
manni. Var þá ákveðið að
Gullfoss sigldi áfram beint til
Reykjavíkur.
LÍÚ barst í gærmorgun frá
ræðismanni íslands í Þórshöfn
skeyti þar sem m. a. segir, að um
leið og Fiskimannafélagið aflétti
banninu muni stjórn þess gefa
yfirlýsingu þess efnis að hún
ráði félagsmönnum sínum frá
því að fara til íslands.
Margir ætla að koma
I gær var aftur á móti vitað að
margir sjómenn myndu ætla sér
að koma hingað. LÍÚ mun um
leið og Fiskimannafélagið hefur
formlega aflétt banni sínu, gera
ráðstafanir til þess að togarar
sem eru í söluferðum komi við
í Færeyjum til þess að taka þar
færeyska sjómenn. Eins og stend
ur a. m. k. er erfitt að fá stærri
skip til flutnings á sjómönnum,
ef til þess kemur að margir leggi
leið sína í verið hér á landi.
Séð inn í verzlunina
Ný innréfting hjá
Magnúsi Benjamínssyni
ÚRSMÍÐAFYRIRTÆKIÐ Magn-
ús Benjamínsson & Co. hefur ný-
lega breytt húsakynnum sínum í
Veltusundi 3 og endurbætt þau
stórlega. Er innrétting verzlun-
arinnar hin smekklegasta í hví-
vetna, en að baki verzluninni
hefur verkstæðisrými úrsmið-
anna einnig verið aukið nokkuð.
Húsið í Veltusundi reisti
Magnús Benjamínsson 1887, en
áður hafði hann rekið úrsmíða-
fyrirtæki í steinhúsi við Hlíðar-
húsastíg, þar sem nú er Vestur-
gata 17. Þar stofnaði Magnús
fyrsta úrsmíðafyrirtæki er stofn-
að var hér á landi.
Magnús Benjamínsson var
óvenju listhagur maður. Bera
þess vott margar klukkur, sem
til eru eftir hann og prýða ýms-
ar merkisbyggingar þessarar
borgar, en auk þess smíðaði
hann með eigin höndum sextant
til að stilla klukkur sínar beint
eftir sólinni.
Myndin, sem fylgir, sýnir hina
nýju innréttingu hjá Magnúsi
Benjamínssyni & Co.
Fegurstu hverir landsins
friðlýstir
Vidurlög v/ð skemmdum á Hveravöllum
HVERIRNIR og hvermyndanirn-
ar á/Hveravöllum á Kili hafa nú
verið friðlýstir sem náttúruvætti,
og varðar það hér eftir sektum
að fremja á þeim hvers konar
skemmdir, t.d. með því að kasta
í hverina grjóti eða öðru því líku,
svo og við að brjóta kísilmola úr
hveraskálunum og yfirleitt allt
jarðrask á hverasvæðinu. Þetta
hefur verið tilkynnt í Lögbirt-
ingablaðinu.
I fréttatilkynningu frá Náttúru
verndarráði um þetta segir svo:
Það mun einróma álit allra. er til
þekkja, að hverirnir á Hveravöll
um á Kili séu fegurstu vatns-
hverir íslands. Veldur þar mestu
um hversu tært og fagurlitað
vatn þeirra er, einkum í Bláhver
og hvernum rétt austan við hann,
svo og, að kísillinn, sem hvera-
vatnið fellir út er hreinni og fag-
urlegar mynstraður en við aðra
hveri hérlendis. Eini hverinn,
sem kemst nokkurn veginn til
jafns við Hveravallahverina um
þetta tvennt, er „Gleraugnahver-
inn“, skammt frá Stóra Geysi, en
Hveravallahverirnir eru þó feg-
urri.
A síðari árum hefur ferða-
mannastraumur til Hveravalla
farið sívaxandi einkum eftir að
bílfært varð á sumrum milli
Norður- og Suðurlands um Kjöl.
Frá því bílfært verður á sumrin
efnir Ferðafélag Islands til ferða
á Hveravelli hverja helgi og hef-
ur, sem kunnugt er, reist eitt af
sæluhúsum sinum þar. Er það
upphitað með hveravatni. A því
befur borið allmikið síðari árin
og farið í vöxt, að unnin væru
skemmdarverk á hverunum,
kastað í þá grjóti, járnarusli og
öðrum óþverra. Hafa forráða-
menn Ferðafélagsins hvað eftir
annað orðið að hreinsa þetta
drasl úr hverunum. Einnig brjóta
menn kísilmola úr skálabörmun-
um til minja og er það til lýta.
Hafa verðir við sauðfjárverndar-
girðingarnar á Hveravöllum
reynt eftir getu að verja hverina,
þar eð engin lög hafa náð yfir
skemmdir á hverunum, er erfitt
að beita sér við það.
AUur umgangur frjáls
Friðun Hveravalla á auðvitað
ekki að verða í því formi að
Borun við Leirár-
laug
AKRANESI, 11. marz: — Eftir
nokkurt hlé er nú aftur byrjað að
bora eftir heitu vatni við Leir-
árlaug í Leirársveit. Og nú er
borað á vegum Melsveitinga. Bú-
izt er við að Akurnesingar taki
þriðju atrennuna við að bora, í
þeirri von að þarna fáist að lok-
um nægilegt heitt vatn handa
Akranesbæ. — Oddur.
bannaður verði umgangur um
hverasvæðið, heldur aðeins að
settar yrðu af náttúruverndar-
ráði reglur um umgengni á þessu
svæði, sem viðurlög væru við að
brjóta og að hafa yrði samráð
við náttúruverndarráð og sam-
þykki þess um alla mannvirkja-
gerð á þessu svæði.
Mikil fiskvinna
á Siglufirði
SIGLUFJÖRÐUR, 12. marz. —
Bæjartogarinn Elliði landaði hér
gær 24 Otonnum af fiski og
einslkom vélskipið Bragi af veið-
um með 35 tonn. Þessi 275 tonn
af fiski fóru til vinnslu í hrað-
frystihúsinu og skreið.
Síðan um helgi hefur verið
hér ágætisveður og sæmilegt sjó-
veður á miðum hér fyrir utan
og reytingsafli.
BREIÐDALSVÍK 12. marz. —
Hér hefur verið úrfellasamt að
undanförnu og er jörð alauð á
láglendi.
Hafnarey er að landa I dag
rúmum 30 lestum af fiski. Er
það í annað skipti sem hún land-
ar hér eftir netjaafla.
—P. G.
Sviplegt dauðsfall
á Breiddalsvík
BREIÐDAL’SVÍK, 12. marz:
— Eftir komu Herðubreiðar í
gær varð sviplegt dauðsfall hér
við höfnina. Verkamenn voru
komnir heim, nema Hallgrímur
Eyjólfsson, sem var að lagfæra
eitthvað við bryggjuhúsið, þegar
Baldur Pálsson, bifreiðarstjóri,
ók þar fram hjá eftir síðustu
vörunum.
Örfáum mínútum síðar, þegar
Baldur kom til baka, lá Hall-
grímur örendur við bryggjuhús-
ið. Læknir hefur staðfest, að
hann hafi dáið af hjartaslagi.
Hallgrímur avr 45 ára, ókvænt-
ur og barnlaus, en ól upp bróður-
son sinn. Hann var vandaður
dugnaðarmaður. —Páll.