Morgunblaðið - 16.03.1960, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 16. marz 1960
Húsið
nær
alelda
er
fjölskyldan bjargaðist
UM klukkan 11,30 í fyrrakvöld
kom upp eldur í íbúðarhúsinu
Vesturbær í Höfnum. Varð hús-
ið alelda á svipstundu og bjarg
aðist fjölskyldan sem þar bjó,
klæðlítil út úr brunanum. Húsið
brann og stendur nú kolsvört
tóftin uppi.
Heimilisfólkið var í svefni er
eldurinn kom upp. Drengur í
Garðbæ, Helgi Páll, 13 ára, sá
er eldurinn gaus upp í húsinu.
Hafði hann hlaupið yfir að Vest-
urbæ og barið upp. Fleiri komu
rétt á eftir, og var þá Konráð
Ólafsson, er þar bjó, að koma út
úr húsinu méð tvö börn sin fá-
klædd upp úr rúmunum. Börn-
unum var komið fyrir inni x bíl.
Kona Konráðs hafði gripið slopp
er hún hljóp út úr húsinu. Ein-
hverju af fötum tókst Konráði að
bjarga áður en eldurinn var orð-
inn svo magnaður að ógerning-
ur var að komast inn í húsið.
Þegar slökkviliðið í Keflavík
kom á vettvang, um miðnætti,
var þakið fallið inn í tóftina. Eitt
hús var í hættu vegna hins mikla
neistaflugs, sem var frá Vestur-
bænum, en það tókst að verja
þetta hús fyrir skemmdum.
Tjón Konráðs Ólafssonar, en
Áfengi hækkar
í GÆRMORGUN þegar vínbúð-
ir ÁVR opnuðu, var komið nýtt
verð á allar tegundir áfengis —
og það hækkað í verði. Áka-
vítið kostar 175 krónur, var áð-
ur á 145 kr. Brennivín hækkaði
um 30 kr., — upp í 170. Algeng-
ustu tegundir af „Skota“ hækk-
uðu úr 265 krónum í 315. —
Dýrasta skozka wiskýið Black
Label fór upp í 405 kr. — Ekki
hafði franskt koníjak hækkað
hlutfallslega jafnmikið.
í gærmorgun var Tóbaks-
einkasalan lokuð og mjxn hún
ekki opna aftur fyrr en á föstu-
daginn. Mun tóbak þá hækka í
verði.
Einar Thoroddsen
y fii hafnsögu-
maður
Á FÖSTUDAGINN var hélt
hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar
fund, en þar var ráðinn nýr yfir-
hafnsögumaður fyrir höfnina,
því Þorvarður Björnsson, núv.
yfirhafnsögumaður, lætur af
störfum 1. júlí n. k. er hann nær
hámarksaldri opinberra starfs-
manna. Um starfið sóttu aðeins
starfandi hafnsögumenn Reykja-
víkurhafnar, þeir: Einar Thor-
oddsen, Kolbeinn Finnsson,
Theodór Gíslason og Magnús
Runólfsson.
Hafnarstjórnarmenn, sem eru
sex, gengu síðan til atkvæða og
féllu þau þannig, að Einar Thor-
oddsen hlaut 4 atkv. en Theódór
Gíslason eitt.
hann vinnur á Keflavíkurflug-
velli, og konu hans, er mjög til-
finnanlegt. Þau fluttu inn í húsið
um síðustu áramót, áttu það
sjálf. Innbú þeirra, sem allt
bjann til ösku, var tryggt í íbúð
í Reykjavík og hafði tryggingin
ekki verið færð yfir í þetta nýja
heimili þeirra. Um eldsupptök er
ekki vitað.
Húsbruni mun ekki hafa orðið
í Höfnum síðan árið 1934 eða ’35.
Tómas Guðmunds-
son forseti PEN-
ldúbbsins
AÐALFUNDUR Pen-klúbbsins
var haldinn sl. sunnudagskvöld.
Gunnar Gunnarsson ritliöfundur,
sem verið hefur farseti kiúbbsins
sl. tvö ár eða frá upphaf', baðst
undan endurkosningu og var
Tómas Guðmundsson, skáld, kos-
inn forseti í hans stað. Var Gunn
ar Gunnarsson gerður heiðurs-
forseti félagsins.
Aðrir í stjórn Pen-klúbbsins
eru Kristján Karlsson, Svanhild
ur Þorsteinsdóttir, Steingrímur
Þorsteinsson, Lárus Sigux-björns
son og Matthías Johannessen.
Sl. sumar var Kristján Alberts
son, fulltrúi fslands á alþjóða-
þingi Pen-klúbbanna í Frankfurt
og flutti hann skýrslu um þingið
á aðalfundinum. Árið áður sat
Tómas Guðmundsson alþjóða-
þing samtakanna í Tokyo, en Pen
klúbburinn hér hóf störf fyrir
tveimur árum. Félagið heldur
reglulega fundi yfir veturinn.
/\ NA iS hnúiar
y SV50hnutar
Snjókomo
t OSi •
V Stcúrir
K Þrumur
Kuklaskil
Hitaski)
H HotS
L * LotgS
UM sjö leytið í gærmorgun
fóru skilin, sem á kortinu
sjást að nálgast landið og tók
þá að snjóa í Reykjavík, og
snjóaði stanzlaust fram að há-
degi. Var þá snjórinn orðinn
um 10 sm, en mæld úrkoma
var 11 mm á sama tíma. Má
af því sjá að nýfallinn snjór
er um það bil tíu sinnum fyr-
ir ferðarmeiri en vatn. Á eftir
skilunum kólnaði veðrið með
éljagangi.
Yfir Grænlandshafi er
grunn lægð, xem þokast aust-
ur. Austur af Nýfundnalandi
er víðáttumeiri lægð, einnig á
hreyfingu norð-austur.
Veðurhorfur í dag: Suð-
vesturland til Vestfjarða og
miðin: Vaxandi suðaustanátt.
Norðurland til Austfjarða og
xniðin: Léttir til með SV-golu.
Suðausturland og miðin: Vest
an kaldi, slydduél.
Veðdeild Búnaðar-
bankans verbi efld
Tillaga á Búnaðarþingi
STJÓRN Búnaðarfélags fslands
hefur á Búnaðarþingi lagt fram
svohljóðandi þingsályktimartil-
lögu um eflingu veðdeildar Bún-
aðarbanka íslands:
Búnaðarþing ályktar að skora
á ríkisstjórn og Alþingi að stuðia
að því að tekið verði á þessu ári
Fékk netin í skrúfuna
Fanney aðstoðar Eyjabát
Friðrik Ólafsson
skákineistari
SKÁKÞINGI Reykjavíkur er ný-
lokið með sigri Friðriks Ólafsson-
ar, sem vann allar skákir sínar og
hlauí 7 vinninga. Ingi R. Jóhanns
son varð annar með 514 vinning.
Þriðji varð Benóný Benediktsson
með 4*4 vinning, 4.—5. Jónas
Þorvaldsson og Bragi Þorbergs-
son, 3 vinn. hvor 6. Guðmundur
Lárusson 2*4 vinn., 7. Halldór
Jónsson IV2 vinn. og 8. Björn
Þorsteinsson, 1 vinning.
Sjö efstu mennirnir eru nú all-
ir í landsliðsflokki. Bragi og Guð
mundur eru þar nýir menn.
Vestmannaeyjum, 15. marz.
SÍÐASTLIÐNA nótt gerði mjög
hart veður að Vestmannaeyjabát
um, sem voru á miðunum bæði
norður og vestur af Eyjunum.
Veðrið stóð fram eftir nóttu og
fóru bátarnir ekki út á ný fyrr
en undir hádegi í dag, en venju-
lega fara þeir milli kl. 3 og 4
að nóttu.
Þeir bátar, sem höfðu lagt net
sín upp undir landi, höfðu þar
gott veður í gær, en þeir, sem
dýpra voru lentu í austan-veðr-
inu. M.b. Sindri var staddur á
miðum Vestmannaeyjabáta vest-
- Togaraeigendur
Frh. af bls. 1.
Á fundi sem haldinn var í dag,
þar sem mættir voru fulltrúar
togarasjómanna og togaraeigenda
héldu sjómennirnir því fram að
fiskmagnið ætti að dreifast milli
Grimsby, Hull, Fleetwood og
Aberdeen, en togaraeigendur
neituðu að fallast á nokkrar
breytingar frá því sem nú er.
Dennis Weleh, formaður félags
yfirmanna á togurum, sagði á
fundinum, að ef Islendingar ætl-
uðu sér að selja allt hið umsamda
fiskmagn í Bretlandi meðan
Genfarráðstefnan stendur yfir,
gæti það haft alvarlega árekstra
í för með sér.
Dagskrá Alb'mgis
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu þingi kl. 1,30. Tvö mál
eru á dagskrá:
1. Rannsókn kjörbréfs.
2. Fjárlög 1960, frv. Frh. 1.
umr.
ur af Eyjunum og var langt kom-
inn með að draga trossur sínar,
er hann fékk netin í skrúfuna.
Við það stöðvaðist vélin og gat
hann ekki af sjálfsdáðum komizt
til lands. Náði báturinn sambandi
við Fanneyju, sem er hér um þess
ar mundir við gæzlu. Kom hún
taugum yfir í Sindra og dró
hann x áttina til Vestmannaeyja,
og var komin undir Eyjar um
kl. 4 sl. nótt.
Veðurhæð var hér í gær og
fram eftir kvöldi 11 vindstig og
meiri undir miðnætti. Var veðr-
inu lítt tekið að slota, er Fanney
kom með Sindra að Eyjunum.
Var því ekki talið fæit að draga
bátinn inn í Vestmannaeyjahöfn
fyrr en klukkan níu í morgun.
— Fréttaritari.
Hættulegur leikur
unglingspilts
BORGARNESI, 15. marz: I gær
fór ungur piltur héðan á bát-
skrifli í smásiglingu. Ætlaði hann
að leika sér á grynningunum hér
fyrir utan, en lenti of langt frá
landi. Þegar hann hugðist snúa
við var vindur og straumur það
mikiil að hann gat ekki róið á
móti. Sá hann sitt óvænna og
réri undan og þvert og komst
þannig yfir í sker, sem er vestan-
megin í firðinam upp við land
skammt frá Þursstöðum. Komst
hann þaðan á ís til lands.
Til drengdns sást úr landi og
fóru tveir menn á árabát á
eftir tionum Sáu þeir hann lenda
á skerinu og fóru þangað, en
iiann var þs á Jeið til lands eít-
ir xsspöng. Var mesta mildi að
ekki hlauzt veira af, en vel sóst
n- e hættuiegar ieikur þetta get-
ur orðið. — H.
allt að 50 millj. króna erlent lán
handa veðdeild Búnaðarbankans,
og veiði ríkisábyrgð veitt fyrir
láninu og lánstíminn ákveðinn
eigi skemmri en 30 ár.
Þá verði og svo ákveðið í sam-
bandi við lántöku þessa, að ef
gengisbreyting yrði á lánstíman-
um, þá skyldi sá halli, sem af því
kynni að leiða fyrir veðdeildina,
jafnaður með fjárframlagi úr
ríkissjóði..
Pétor Ottesen, fyrrum alþing-
xsmaður, hafði framsögu fyrir til-
iögunni af hálfu stjórnar búnað-
arfélagsins, en auk hans talaði
Asgeir Bjarnason, alþm.
Sama og oð beita
Framh. af bls. 1
arhraun. Það orsakaðist hins*veg
ar á íslandi, Færeyjum og Græn
landi ef fiskveiðitakmörkin fást
ekki færð út. Ekki er hægt að
vænta þess að skynsemi og sann-
girni sigri af sjálfu sér, eins og
sést bezt á framkomu Breta
gagnvart íslendingum. önnur
lönd virða tólf mílna fiskveiði-
takmörkin við ísland, þótt þau
hafi ekki verið samþykkt. En
fiskifloti Breta hélt áfram að-
gerðum í íslenzkri landhelgi
undir herskipavernd. Þessi vald-
beiting gagnvart smáþjóð, sem
meira að segja er aðili ásamt
Bretum í Atlantshafsbandalag-
inu, er ekki barátta fyrir háleit-
um hugsjónum Breta, eins og
bezt kemur fram í aðgerðarleysi
hins sterka Bretlands gagnvart
tólf mílna lögsögu Sovétríkj-
anna, sem eru sterkari.
Samvinna nauðsynleg
Ekki verður auðvelt að leiða
til lykta sanngjarna kröfu Dan-
merkur, íslands og fleiri þjóða
á ráðstefnunni í Genf. Nauðsyn-
legt er að hafa öfluga samvinnu
við önnur lönd eins og Kanada,
Sovétrikin og Arabalöndin, sem
hafa sömu skoðun og við. Slík
samvinna getur orsakað nýjar
móðganir, en ekki er hægt að
komast langt í alþjóða-stjórn-
málum með því að viðhalda
hefðbundnum tepruskap.
Söluskatturinn
ræddur í neðri
deild
SÖLUSKATTSFRUMVARPIÐ
var tekið til 1. umræðu í neðri
deild Alþingis í gær, en 3. um-
ræðu um það lauk í efri deild
nóttina áður. Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra, fylgdi
frumvarpinu úr hlaði með ræðu.
Að henni lokinni hófust langar
ræður stjórnarandstöðunnar. —
Talaði Eysteinn Jónsson, 1. þm.
Austurlands, fyrstur, en næstur
Einar Olgeirsson, 3. þm. Reyk-
víkinga. Þá talaði Einar Sigurðs-
son, 3. þm. Austurlands, og flutti
jómfrúræðu sína á þingi. Að máli
hans loknu kvaddi Lúðvík Jós-
efsson, 4. þm. Austurlands, sér
hljóðs. Áformað var að ljúka um-
ræðunni í nótt.
Nýir þingmenn
TVEIR nýir þingmenn tóku sæti
á Alþingi í gær, þeir Unnar Stef-
ánsson, viðskiptafræðingur í
Hveragerði, og 1. varauppbóta-
þingmaður Alþýðuflokksins, og
Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri
ísafirði, 1. varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í Vestfjarðarkjör
dæmi.
Tekur Unnar sæti Guðmundar
I. Guðmundssonar, utanríkisráð-
herra, en Bjarni tekur sæti Her-
manns Jónassonar, 2. þm. Vest-
fjarða, en Guðmundur I. Guð-
niundsson og Hermann Jónasson
eru farnir á landhelgisráðstefn-
una í Genf.
Kjörbréf varaþingmannanna
beggja voru tekin til rannsóknar
og samþykkt á fundi sameinaðs
þings : gær.
Vantar mest á
togarana
EKKI einn einasti hinna stærri
báta í vélbátaflotanum liggur nú
bundinn vegna mannekiu. Hefur
nú, þegar framundan er aðal-
veiðitími vetrarvertíðarinnar,
margt manna, sem ekki hafa
stundað sjóinn jafnvel árum sam-
an, farið í skiprúm. Þá hafa
margir ungir menn, sem ekki
hafa lagt fyrir sig sjómennsku,
gerzt bátasjómenn. Mun því eins
og er a. m. k. ekki vera mikil
þörf fyrir færeyska sjómenn á
bátaflotann.
Öðru máli gegnir um togarana.
Erfiðlega hefur gengið að manna
þá sem kunnugt er, og myndu
færeyskir sjómenn, ef þeir fást,
verða ráðnir á togarana að lang-
samlega mestu leyti.
Hvöt
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Hvöt
heldur árshátíð sína í Sjálfstæðis
húsinu í kvöld. Hefst hún með
sameiginlegu borðhaldi kl. 7,30.
Árshátíðir félagsins enu alltaf
mjög ánægjulegar, og verður svo
vafalaust einnig nú. Ýmislegt er
til skemmtunar og dans á eftir.
Félagskonur eru velkomnar
með gesti sína.
Garðahrfippur
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í
Garðahreppi heldur spila-
kvöld í samkomuhúsinu á
Garðaholti annað kvöld,
fimmtudag, kl. 8,30.
Spilakvöld
| HAFNARFIRÐI. — Félagsvist
Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf-
' stæðishúsinu í kvöld og hefst kl.
8,30. — Verðlaun eru veitt.