Morgunblaðið - 16.03.1960, Qupperneq 11
Miðvikudagur 16. marz 1960
MORGTJTSBLAÐIÐ
11
Árni Brynjólfsson:
Ir menntun
iönaöarmanna
fullnœgjandi
EFTIRFARANDI grein hefur
Árni Brynjólfsson formaður
félags löggiltra rafvirkja-
meistara skrifað í síðasta hefti
Vinnuveitandans. Greinin fjall
ar um menntun iðnaðarmanna
og leiðir til að bæta úr henni.
Eins og flestum mun kunnugt,
er námstími iðnnema ákveðinn
með lögum. Yfirleitt er námstím-
inn fjögur-ár, nema í nokkrum
framreiðslugreinum, t. d. hatta-
saumi, hárgreiðslu, kjólasaumi,
klæðskurði kvenna, ljósmyndun,
netjagerð og reiða- og segla-
saumi. í þessum iðngreinum er
námstíminn þrjú ár. í flugvéla-
virkjun er námstíminn hins veg-
ar fimm ár.
Hinum fjórum námsárum iðn-
nema er skipt á milli iðnskóla og
iðnmeistara. — Skólagangan er
étta mánuðir en afgangurinn eða
um fjörutíu mánuðir á að vera
verklegt nám hjá meistara. Þessi
hlutföli eru eins hjá öllum iðn-
greinum, þótt þörf þeirra sé mis-
munandi fyrir bóklegar menntir.
Skilyrði fyrir því að komast í
iðnnám eru þau, að vera fullra
16 ára, en þó má veita undan-
þágu, ef ástæða þykir til og taka
15 ára nema.
Iðnskólinn í Reykjavík gerir
þær kröfur við inngöngu í skól-
ann, að nemandi hafi miðskóla-
próf (hafi lokið prófi úr þriðja
bekk í gagnfræðaskóla), eða
standist inntökupróf í reikningi
og íslenzku.
Um það bil helmingur skóla-
tímans fer í að kenna nemum
undirstöðuatriði í reikningi, -ís-
lenzku og skrift, svo þeir geti til-
einkað sér það litla, sem komizt
verður yfir af faglegum fræðum
þann stutta tíma, sem skólanám-
ið stendur yfir. Með öðrum orð-
um, iðnskólarnir eru ekki, nema
að öðrum þræði fagskólar. Tungu
málakennslan er þó af svo skorn
um skammti, að hæpið er að
menn geti fylgzt með í starfs-
greinum sínum að námi loknu, en
eins og ljóst má vera þurfa iðn-
aðarmenn að geta lesið erlendar
fagbækur og tímarit, ef þeir eiga
að geta fylgzt með þróun iðnaðar
sinnar, en þróun margra iðn-
greina er ör og framfarir og breyt
ingar miklar.
Segja má að lágmark tungu-
málaþekkingar iðnaðarmanna
eigi að vera, að þeir geti lesið
nauðsynlegustu leiðbeiningar er
fyigja erlendum tækjum, sem
þeir þurfa að meðhöndla vinnu
sinr.ar vegna.
Iðnfræðslureglugerðin mælir
svo fyrir, að einungis eitt erlent
mál skuli kennt við iðnskólana.
Yfirleitt hefur danskan orðið
fyrir valinu, en hún hefur orðið
að víkja fyrir enskunni í þeim
íáu tilfellum, sem enskukennsla
hefur verið upp tekin, af brýnni
nauðsyn.
Það liggur í augum uppi, að
óheppilegt er að fella niður
dönskukennsluna, nema tryggt
sé, að nemarnir hafi aflað sér
nægrar kunnáttu í því máli áður
en í iðnskólana kemur, en án
enskukunnáttu er hins vegar
erfitt að brautskrá iðnaðarmenn,
a. m. k. í sumum starfsgreinum.
Þröngur stakkur
Af því, sem hér hefur verið
sagt má sjá, að skólanáminu er
sniðinn svo þröngur stakkur, að
ógerlegt er að komast yfir þá
faglegu kennslu, sem nauðsynleg
má teljast fyrir nútíma iðnaðar-
menn. Verklegi hluti námstímans
er í höndum meistaranna, en þeir
hafa yfirleitt ekki haft þá að
stöbu til menntunar, sem nauð-
synleg er til þess að hafa á hendi
kennslu. Svo er og hitt, að verk-
efnin eru oft ekki nógu fjölbreytt
til þess að nemum gefist tæki-
færi til að kynnast starfsgrein
sinni til hlítar.
Það má vera, að í einstaka iðn-
greinum sé núverandi kennslu
tími viðunandi en fullvíst er að í
öðrum er hann allskostar ófull-
nægjandi.
Því hefur stundum verið hald
ið fram, að eitt mesta keppi-
kefli iðnmeistara sé, og hafi ver-
ið að græða á iðnnemum, án þess
að kæra sig nokkuð um menntun
þeirra. Þessi fullyrðing á sér ekki
stoð, nema ef vera kann í ein-
angruðum tilfellum. í þessu sam
bandi ber þess að minnast, að
það voru iðnmeistararnir sjálfir,
sem fyrst komu hér á fót iðn-
skólum, þótt hið opinbera hafi nú
tekið að sér rekstur þeirra. Þó
er ólíklegt samkvæmt öllum
venjulegum viðskiptareglum, að
iðnmeistarar taki að sér kennslu
nema til þess eins að hafa af þeim
kostnað og fyrirhöfn, og sýnir
það enn, að ekki er ráðlegt að
blanda um of saman viðskiptum
og námi.
Hitt er svo víst að hagnaður,
sem verða kann af iðnnemum,
tapast margfaldur, ef brautskráð
ir eru fákunnandi sveinar, sem
varia eru færir um að inna þau
störf af hendi, sem þeim eru
ætiuð og þeir eiga að kunna.
Skortur á iðnaðarmönnum
Af þessum ástæðum hlýtur það
að vera kappsmál iðnmeistara að
mennta nema sína eins vel og
kostur er á, svo að þeir verði fær-
ir um að leysa þau störf af hendi,
sem iðngrein þeirra tilheyrir.
Undanfarin ár hafa iðnsveina-
félög unnið að því að fá fjölda
iðnnema takmarkaðan, umfram
það, sem lög mæla fyrir. I nokkr-
um iðngreinum hefur sveinafé-
iögunum tekizt að ná samningum
við meistarafélögin um takmörk-
un, sem venjulega er bundin við
ákveðna tölu nema.
Eins og ljóst má vera, getur
þess háttar takmörkun leitt til
skorts á iðnaðarmönnum, sem
veldur vandræðum.
Mikill skortur á iðnlærðum
mönnum leiðir til þess að óiðn-
lærðir menn hópast inn í inð-
greinarnar, sem aftur veldur
árekstrum, þegar eftirspurnin
minnkar. Svo er og hitt, að mikil
eftirspurn eftir faglærðum mönn
um setur vinnu þeirra á uppboð,
sem sprengir alla kaup- og kjara-
samninga.
A meðan ekki er um hæfnis-
próf að ræða, er engin trygging
fyrir því, að þeir nemar, sem í
iðnnám komast, séu hæfari en
þeir, sem frá verða að hverfa. Af
þessu leiðir, að, ef takmarka á
aðgang að iðngreinunum, á það
ekki að gerast með tölulegum tak
mörkunum, heldur með strangari
námskröfum og hæfnisprófum.
Með því móti geta allir, sem til
þess hafa löngun og hæfileika,
keppt að því að komast í þá iðn-
grein, er þeir óska, með því að
leggja á sig að uppfylla þær kröf
ur, sem gerðar eru. Með þessari
aðferð má fá hæfari nema og að
sjálfsögðu myndi tala þeirra tak-
markast við þá, sem uppfylltu
sett skilyrði.
Bóknám og þjálfun hugans
í þessu sambandi er rétt að
mmnast á skoðun, sem virðist all
útbreidd meðal almennings. Flest
ir iðnmeistarar þekkja það, að
þegar fólk biður þá að taka nema,
leggur það áherzlu á, að ungling-
urinn sé handlaginn, en getur
þess jafnframt, að hann sé ekki
jafn laginn við bóknám. Því sé
Rotterdam
Meira en 28.000 hús í Rotter
dam voru lögð í rústir, þegar
Þjóðverjar réðust á borgina
í maí 1940. Nálega allur mið-
bærinn og nokkur önnur borg-
arhverfi voru svo að segja
jöfnuð við jörðu. Seinna á
stríðsárunum gerðu Vestur-
veldin 125 loftárásir á borg-
ina-. Höfðu þær í för með sér
miklar eyðileggingar, sérstak-
lega á hafnarmannvirkjunum.
Rotterdam er nú að miklu
leyti risin úr rúsum. Ennþá
má þó sjá auð svæði. Nýtízku-
leg og glæsileg járnbrautar-
stöð er fyrsta nýja byggingin,
sem aðkomumaðurinn sér,
þegar komið er með lest.
Skammt frá stöðinni er hið
mikla Groothandelsgebouw,
sem varla á sinn líka í álf-
unni. 250 firmu eiga þar skrif-
stofur, og 6.000 manns vinnur
þarna daglega í húsinu eru
og 100 ára afmæli á þessu ári.
Þess vegna er efnt til þessarar
miklu sýningar.
Menn halda að fyrstu túlí-
panarnir hafi komið til Hol-
lands frá Tyrklandi. Háskóla-
bærinn Leiden tók fyrstur upp
ræktun þeirra í Hollandi. Sér-
staklega á seinni árum eru
þeir orðnir þýðingarmikil
hollenzk útflutningsvara.
H. u. b. 90 lönd í öllum
heimsálfum taka þátt í þess-
ari sýningu. Það er ekkert
smáræði, sem til hennar verð-
ur kostað. Er t. d. áætlað, að
bandaríska deildin ein kosti 1
milljón gyllina (1 gyllin jafnt
10 ísl kr.).
Sýningargestunum gefst
kostur á að sjá þarna marg-
vísleg blóm, sem þeir hafa
aldrei áður séð. Bandaríkin,
Holland og Japan sýna t. d.
rósir af algerlega nýrri teg-
ur turn. Efst á honum er 19 m
hátt siglutré. Stúlkan, sem
seldi mér mynd af turninum,
var mjög hreikin af því, að
hann var reistur á fáeinum
vikum. Á efstu hæð hans eru
veitingaskálar, sem rúma 300
gesti, og útsýhispallur fyrir
600 manns. Er þar víðáttumik
ið útsýni yfir borgina, höfnina
og Norðursjávarströndina við
ósa Maasfljótsins.
Turn þess sendur nálægt
höfninni og skammt frá þeim
stað, þar sem ekið er niður
í hin miklu jarðgöng, sem
gerð voru undir Maas á árun-
um 1937—42 og eru nálega 2
km löng. Turninn, sem nefn-
ist „Euromast", á ekki aðeins
að vera merki sýningarinnar
heldur líka tákn borgarinnar
eins og t. d. Eiffelturninn er
tákn Parisar.
„Euromast“ á að minna fólk
á höfnina í Rotterdam, „Euro-
port“, sem er stærsta höfnin
í álfunni og önnur stærsta í
aö rísa úr rústum
m. a. sýningarsalir, pósthús
og bílastæði. Er hægt að aka
upp á aðra hæð.
Tilkomumest er þó nýja
verzlunanhverfið, Lijnbaan.
Vegleg og stíl'hrein háhýsi
hafa þar verið reist við breið-
ar götur. Sjálfar verzlunar-
göturnar eru eingöngu ætlað-
ar gangandi fólki, sem getur
farið um þær án truflunar af
annarri umferð. Rotterdam-
búar eru með réttu stoltir af
þessu nýtízkulega borgar-
hverfi.
Rotterdam, sem er önnur
stærsta hollenzka borgin með
nálega % millj. íb., er nú í
óða önn að undirbúa mikla al-
þjóðlega blómasýningu, sem
verður opnuð hinn 25. þ. m.
Þetta verður stærsta blóma-
og garðræktarsýningin, sem
hingað til hefur verið haldin
í heiminum.
Árið 1560 komu fyrstu túlí-
panarnir til Hollands og árið
1860 var hollenzka ríkisblóm-
laukafélagið stofnað. Verður
þannig haldið upp á bæði 400
und. Alls verða þarna 200 000
rósir. í deild fsraels verða
plöntur, sem nefndar eru í
blblíunni. Hinn 350 ára gamli
kryddjurtagarður háskólans í
Leiden verður fluttur til
Rotterdam, meðan sýningin
stendur yfir. Árið 1952
sendi Hollendingurinn Claud-
ius Leidenháskóla 250 ólíkar
útlendar jurtir. Margar þeirra
voru sjaldgæfar. Seinna hafa
fleiri bætzt við. En það eru
ekki aðeins blóm og jurtir,
sem þarna verða sýndar, held-
ur líka margt annað, sem að
garðrækt lýtur.
H. 13. þ. m. leggur forn-
eskjulegur vagn dreginn af 4
hestum af stað frá Tyrklandi.
H. 25. þ. m. kemur hann til
Rotterdam með tyrkneska
túlípana. Þessi einkennilega
ferð á að vekja athygli manna
á sýningunni og um leið
minna fólk á, hvernig fyrstu
túlípanarnir komu til Hol-
lands.
Á sýningarsvæðinu hefur
verið reistur 102 m hár síval-
heimi. Það er búið að endur-
reisa hafnarvirkin eftir eyði-
leggingarnar á stríðsárunum.
Er verið að stækka höfnina,
sem á að ná svo að segja alla
leið út að Hoek van Holland.
í Rotterdam má alltaf sjá
fjölda skipa við hafnarbakk-
ana eða úti á Maas-fljótinu,
sem er ein af kvislum Rínar.
Þar eru glæsileg úthafsskip,
farþegaskip og vöruskip frá
öllum heimsálfum, en mikið
ber þarna á fljótsprömmun-
um. Fljótandi lyftikranar
flytja vörur milli úthafsskip-
anna og fljótsprammanna og
milli skipanna og vöruskál-
anna á hafnarbökkunum.
Sumir fljótaprammarnir eru
svissneskir. Sigla þeir upp og
niður Rín alla leiðina milli
Basel og Rotterdam. En fleiri
eru þýzkir og flytja vörur
milli Ruhrhéraðsins og Rotter
damhafnar. Mikið af þýzkum
iðnaðarvörum er sent til Rott-
erdam og flutt þar á skip.
Páll Jónsson.
alveg tilvalið fyrir hann að ger-
ast iðnaðarmaður. Ef til vill er
þessi skoðun of útbreidd og á
sinn þátt í því, hve iðnnámi er
lítill sómi sýndur.
Þróun sú, sem orðið hefur I hin
um ýmsu iðngreinum, leiðir það
af sér bóknám og þjálfun hugans
skiptir ekki minna máli, en þjálf-
un handanna og handlægni.
Meistarabréf fá iðnsveinar fyr-
ir fimm hundruð krónur, án þess
að uppfylla nokkrar kröfur aðrar
en þær, að hafa starfað þrjú ár
að iðn sinni. Þessum réttindum
fylgja skyldur, sem eru aðallega
tvíþættar, annars vegar er sú
skylda að búa iðnnemana eins vel
undir starfið og kostur er á, og
hins vegar skyldan við þá, er
kaupa vinnu iðnaðarmanna.
Gagnvart verkkaupanum ber
meistaranum að sjá svo um að
þau verk, sem hann lætur fram-
i kvæma, séu vel af hendi leyst og
við hóflegu verði. Öll réttinda-
barátta ætti því að stefna að því
að gera handhafa réttindanna svo
færa í starfsgrein sinni, að ekkert
efamál sé, að þeir séu færastir
um að framkvæma þá fagvinnu,
sem starfsgrein þeirra tilheyrir.
Þrátt fyrir góðan vilja er það
greinilegt, að meistarar í mörg-
um iðngreinum hafa ekki aðstöðu
til þess að veita nemum sínum
þá þjálfun, sem nauðsynleg er og
segja má, að iðnnemar hafi ekki
næga tryggingu fyrir fullkominni
menntun, með því fyrirkomulagi
sem mi er, en úr þessu mætti
bæta og á að bæta.
1 iðnnámsreglugerðinni er gert
ráð fyrir, að iðnfræðsluráð komi
á hæfnisprófum fyrir þá, er um
iðnnám sækja.
Hæfnispróf ásamt strangari
inngöngukröfum við iðnskólana,
myndu gera það fært að auka til
muna hina raunverulegu fag-
kennslu við iðnskólana. Varla er
hægt að gera ráð fyrir hæfnis-
prófum, nema í sambandi við for-
skóla, sem undirbyggju væntan-
lega iðnnema undir iðnskóla og
verklega þjálfun hjá meisturun-
um.
Námskeið
í sömu reglugerð er einnig svo
fyrir mælt, að iðnfulltrúar fylg-
ist með námsferli iðnnema hjá
meisturunum, fjölbreytni verka
og útbúnaði vinnustofa.
Væri þessum ákvæðum reglu-
gerðarinnar framfylgt myndi
þegar vera hægt að bæta iðn-
fræðsluna til muna.
Við iðnskólana þarf að koma
upp verklegum kennsludeildum
samhliða hinum bóklegu, svo vel
útbúnum, að tryggt megi teljast,
að nemarnir kynnist þar flestu
því, er námsgrein þeirra varðar.
Framh. á bls. 12