Morgunblaðið - 16.03.1960, Qupperneq 17
Miðvikudagur 16 marz 1960
MORCVTSBLAÐIÐ
17
90 ára
Kristín Halldórsdóttir
írá Vestri-Reyni
f DAG á níræðisafmæli á Akra-
nesi grandvör heiðurskona,
Kristín Halldórsdóttir frá Vestri
Reyni í Innni-Akraneshreppi.
Við rætur Akrafjalls að
sunnanverðu, nálægt vesturenda
þess, standa tveir bæir hver
skammt frá öðrum. Liggja tún-
in saman og teygja sig spöl upp
í fjallshlíðina. Bæir þessir eru
Vestri- og Eystri-Reynir. Ofan
vert við bæina, mitt á milli
þeirra, skerst út úr f jallshliðinni
hæð allmikil klettum kringd að
framan, sem ber heitið Kastali.
Er af hæð þessari viðsýni mikið
og fagurt til suðuráttar. Blasir
þar við sjónum mikill hluti
byggðar hreppsins á strandlengj
unni og Hvalfjarðarmynnið og
syðri hluti Faxaflóa. Gat þaðan
að líta á árabátatímabilinu haust
og vor mikinn flota fiskibáta er
þangað sóttu á aflasæl fiskimið.
Lengra frá er fjallahringurinn:
Esjan, Hamrahlíð, Vífilfell,
Langahlíð, bakvörður höfuðstað-
arins og nágrennis, og endar
þessi fjallasýn á Reykjanesfjall-
garðinum. Allur þessi fagri og
tilkomumikli fjallahringur breið
ir faðminn á móti oss á Kastal-
anum og sleppir fyrst tökum á
oss þar sem Garðskaginn þrýtur
og við tekur ómælisvidd Atlants
hafsins þar sem blámóða fjar-
lægðarinnar ræður ríkjum.
Við þetta fagra útsýni ólst
Kristín upp og vann þar í föður-
húsum fram á þroskaaldur af
þeirri trúmennsku, árvekni og
húsbændahollustu, sem einkennt
hefur hið gagnmerka lífstarf
þessarar konu fyrr og síðar. For-
eldrar hennar voru: Halldór
Ólafsson bóndi í Vestri Reyni
og kona hans, Gróa Sigurðar-
dóttir. Áttu þau hjónin sex börn
og er Kristín ein á lífi þeirra
systkina.
Síðari kona Halldórs var Þór-
laug Sigurðardóttir og áttu þau
saman fjögur börn og eru tvö
þessara hálfsystkina Kristínar
enn á lífi. Það var miklum erfið-
leikum háð á þeim tíma á lítilli
jörð við frumstæð skilyrði að
sjá borgið uppeldi svo margra
barna, sem Halldór og konur
hans höfðu á framfæri. En dugn-
aður, útsjón og ráðdeild foreldr-
anna, og barna þeirra jafnskjótt
og þeim óx fiskur um hrygg, var
slíkur, að börnin komust án
hjálpar annarra vel til manns og
varð allt duglegt og athafnasamt
fólk í starfi sínu og stöðu. Og
víst er um það að eigi sparaði
Kristín krafta sína og alúð við
það að vinna heimilinu gagn og
stuðla að farsæld þess á allan
hátt. Og frábært var hve vel
hún reyndist stjúpu sinni í veik-
indum þeim er hún átti við að
stríða um eitt skeið ævi sinnar.
Mátti þar sem endranær glöggt
greina mannúð þá og mannkær-
leika sem henni var í brjóst bor-
in. Eftir lát Halldórs, föður Krist
ínar, fluttist fjölskyldan frá
Vestri Reyni. Var Kristín þá í
vinnumennsku um skeið, elskuð
og virt af öllum sem nutu starfs
hennar.
Síðustu áratugina hefir Krist-
ín átt heima á Akranesi. Hefir
hún verið þar í sjálfsmennsku
og ávallt mjög eftirsótt til hann-
irða og tóskaparstarfa á heim-
ilum. Er hún frábærilega hand-
lagin og útsjónarsöm við slík
störf og afkastamikil jafnan
meðan henni entist heilsa og
þrek, en það hefir hvort tveggja
nýtzt henni vel og lengi, þótt
nú sé hún, sem eigi er að undra,
nokkuð farin að Iáta á sjá í því
efni. En starfsþrá hennar og
starfsgleði er enn óskert og enn
tekur hún hendinni til við
saumaskap og hefir band á prjón
um og er sem áður eftirsótt til
slíkra starfa og í hvívetna au-
fúsugestur.
Hugur Kristínar hefir ávallt
stefnt að því að láta gott af
sér leiða i lifinu. Dagfar hennar
og hegðan öll hefur verið mjög
til fyrirmyndar um góða sam-
búðarh.ætti.
Það lýsir vel hug Kristínar til
þeirra sem sjúkir eru að tvíveg-
is hefir hún lagt af mörkum
nokkra fjárhæð er hún færði
sjúkrahúsinu á Akranesi að gjöf.
Hinir fjölmörgu vinir þessarar
góðu og vinsælu konu munu
minnast hennar í dag og senda
henni hlýjar kveðjur.
Eg sem þessar línur rita þakka
Kristínu löng og góð kynni og
mörg notadrjúg handtök hennar
á heimili minu og foreldra
minna.
Pétur Ottesen.
Keilir í Færeyjum
DANSKA útvarpið sagði frá því
í gær að togarinn Keilir frá
Hafnarfirði hefði komið inn til
Þórshafnar í gær og auglýst þar
eftir sjómönnum.
Blaðið leitaði í gær frétta hjá
eiganda Keili's Axel Kristjáns-
syni í Hafnarfirði, sem sagði að
Keilir mundi hafa komið til
Færeyja kl. 10 í fyrrakvöld.
Hefði hann átt að taka þar fær-
eyska sjómenn, sem þegar hafði
verið haft samband við. Var ekki
vitað annað en þeir biðu aðeins
eftir að banni Fiskimannafélags-
ins yrði aflétt. Hafði hann í gær-
kvöldi ekki fengið neinar fréttir
af skipinu frá því það kom til
Færeyja.
Cesfur til miðdegisverÖar
Gamanleikurinn „Gestur til *iiðdegisverðar“ hefur nú verið
sýndur 18 sinnum hjá Leikfélagi Reykjavíkur við ágæta að-
sókn. Næsta sýning verður fimmtudagskvöid kl. 8. — Myndin
sýnir Helgu Bachmann í hlutverki einkaritarans, Brynjólf Jó-
hannesson sem Sheridan Whiteside og Eirik Jóhannesson, leik-
ara úr Hafnarfirði, sem prófessor Metz.
4
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
1) Ásmundur hæruUngur
setti bú að Bjargi mikið og
reisulegt. Son áttu þau Ásdís,
er Grettir var kallaður.
Grettir óx upp að Bjargi,
þar til hann var táu vetra
gamail. Ásmundur bað hann
starfa nokkuð. Grettir sagði
sér það eigi mundu vera vel
hent og spurði þó að, hvað
hann skyldi gera.
Ásmundur svarar: »»I*ú
skalt gæta heimagása minna“.
Grettir svarar og mælti:
„Lítið verk og loðurmann-
legt“.
2) Síðan tók Grettir við
heimgásunum. Þær voru fimm
tugir og með kjúklingar marg
ir. Eigi leið langt, áður hon-
um þóttu þær heldur bág-
rækar.
Nokkru síðar fundu föru-
menn kjúklinga dauða úti og
heimagæsir vængbrotnar. —
„Fást mun þér verk ann-
að“, sagði Ásmundur.
„Fleira veit sá fleira reyn-
ir“, sagði Grettir, „eða hvað
skal ég nú gera?“
Ásmundur svarar: „Þú skalt
strjúka bak mitt við eld, sem
ég læt jafnan gera“.
3) Fór nú svo fram um
hríð, að Grettir heldur þess-
um starfa. *
Það var eitt kveld, að Grett-
Ir skyldi hrífa bak Ásmund-
ar, að karl mælti: „Nú muutu
verða af þér að draga sleniö,
mannskræfan“.
Grettir segir: „Illt er að
eggja óbilgjarnan*4.
Ásmundur mælti: „Aldrei
er dugur í þér“.
Grettir sér nú, hvar stóöu
Ujlarkambar í setinu, tekur
upp kambinn og lætur ganga
ofan eftir baki Ásmundar.
Hann hljóp upp og varð óður
við og vildi ljósta Gretti
4) Nokkurri stundu síðar
talaði Ásmundur til, að
Grettir skyldi geyma hrossa
hans. Grettir kvað sér það
betur þykja en bakeldagerð-
in.
„Þá skaltu svo að fara44,
sagði Ásmundur, „sem eg
býð þér. Hryssu á ég bleik-
álótta, er eg kalla Kengálu.
Hún er svo vís um veðráttu
og vatnagang, að það mun
aidrei bresta, að þá mun hríð
eftir koma, ef hún vill ei á
Jörð ganga.
Grettir svarar: „Þetta er
kalt verk og karlmannlegt.
4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 16. marz 1960.
Davíd Stefánsson:
Krummi
Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.
Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólelsk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum f jöðrum í sólskininu tjaldL
Krunk, krunk, krá.
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir og syngja.
Krunk, krunk, krá.
Fegri tóna hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
í kuflinum svarta hann krunka má,
unz krummahjartað brestur,
krummahjartað kvalið af löngun
brestur.
Krummi gamli er svartur,
og krumini er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.