Morgunblaðið - 16.03.1960, Síða 18

Morgunblaðið - 16.03.1960, Síða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1960 Gamla Bíó: VEIKA KYNIÐ Í>ESSI ameríska gamanmynd, sem tekin er í litum og Cinema- scope er byggð á leikritinu „The Women“ eftir Clare Boothe. — Fjallar myndin um hið sígilda efni, ástir og ótryggð. Kay Hill- ard var ein af vinsælustu söng- konunum á Broadway, en þegar hún giftist leikhúsmanninum Steve Hilíard, lagði hún sönginn á hilluna. Þau hafa nú verið í hamingjusömu hjónabandi í tíu ár og eiga eina dóttur, Debbie. En nú fer að kvisast um það meðal vinkvenna Kay að Steve hennar sé henni ótrúr og eigi vingott við unga og fagra dans- mey, Crystal að nafni, sem vinn- ur um þessar mundir við sýning- ar hans. Ein af vinkonum Kay, Sylvia, vekur hjá henni grun um þetta og síðar fær hún stað- festingu á þessu hjá blaðurskjóðu einni sem vinnur á snyrtistofu. Kay fer á fund Crystal, sem svar- ar henni aðeins hæðnisyrðum. Kay sér eigi annars kost en að sækja um skilnað. Hún fer til Enska bikarkeppnin I GÆR var dregið um það hvaða lið skuli mætast í 7. umferð bik- arkeppninnar ensku — undan- úrslitum. Úrslit urðu: Aston Villa gegn Wolverhamp- ton. Burnley eða Blackburn gegn Sheffield Wed. Reno, skilnaðarborgarinnar frægu og sest að á búgarði þar skammt frá meðan hún er að Ijúka málum sínum. Crystal not- ar tækifærið og klófestir nú Steve. Kay eignast á búgarðin- um tvær vinkonur, sem eru þar í sömu erindum og hún og seinna bætist við í hópinn Sylvia, sem er nú að skilja við mann sinn, sem dansmær ein hafði tælt frá henni. En þessi dansmær er ein- mitt stödd þarna á búgarðinum. Er þá ekki að sökum að spyrja. Allt kemst í uppnám og handa- lögmál milli Sylviu og dansmeyj- arinnar. En á búgarðinum er líka karlmannlegur kúreki, Buck Winston, sem hefur það starf með höndum að skemmta gest- unum með söng og gítarleik. — Gestirnir halda nú aftur til New York og fer Winston þangað einnig með Sylviu vinkonu sinni. En hann er ekki við eina fjölina felldur og það er Crystal, sem kynnist honum, ekki heldur. Verður vingott á milli þeirra og þegar Kay kemst að því, tekur hún til sinna ráða. Mynd þessi er býsna skemmti- leg og mjög vel leikin, enda koma þarna fram margar kunn- ar leikkonur, svo sem June Ally- son, sem leikur Kay, Joan Coll- ins, sem leikur Crystal, Dolores Gray, sem leikur Sylvíu og síð- ast en ekki sízt Agnes Moore- head, sem fer með hlutverk greifafrúar. Austurbæjarbíó: ÁSTARÆVINTÝRI KEISARANS ÞETTA er þýzk óperettukvik- mynd í litum og fjallar um stór- höfðingja þá, sem tóku þátt í Vínarkongressinum, sem háður var meðan Napoleon mikli sat á Elbu. Er meginefni myndarinnar um ástarævintýri Alexanders I. Rússakeisara með ungri og fríðri Vínarstúlku. Mynd um sama efni var sýnd hér endur fyrir löngu undir nafninu „Kongréssinn dans ar“, og munu margir eldrj Reyk- víkingar muna eftir þeirri mynd, því að hún var einkar skemmti- leg, en það er meira en sagt verð- ur um þessa mynd. Hún er sem sé ekkert annað en inantóm gljá- mynd eins og svo margar þýzkar ♦ + BRIDCE ♦ 4» ÞRIÐJA umferð sveitakeppni Reykjavíkurmeistaramótsins fór fram sl. miðvikudag og urðu úr- slit þessi. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen vann sveit Zóphaníasar Bene- diktssonar 60:27. Sveit Sigur- hjartar Péturssonar vann sveit Einars Þorfinnssonar 67:43. Sveit Rafns Sigurðssonar jafnt við sveit Agnars Jörgenssonar 50:48. Sveit Vilhjálms Aðalsteinsson- ar jafnt við sveit Hjalta Elíasson- ar 51:49. ÚRSLIT í 4. umferð: Sv. Einars vann sv. Stefáns 70:60 — Vilhjálms vann sveit Zóphaníasar .......... 68:34 — Sigurhjartar jafnt við sveit Agnars.......... 53:48 — Rafns jafnt við sveit Hjalta ........:...... 49:44 Að 4 umferðum loknum er staðan þessi: 1. sv. Rafns Sigurðssonar 6 st. 2. — Agnars Jörgenssonar 5 — 3. — Hjalta Elíassonar .... 5 — 4. — Sigurhj. Péturssonar 5 — 5. — Vilhj. Aðalsteinssonar 5 — 6. — Stefáns J. Guðjohnsen 4 — 7. — Einars Þorfinnssonar 2 — 8. — Zóph. Benediktssonar 0 — Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, var ákveðið að senda tvær sveitir frá fslandi til Olympíkeppninnar, sem fram fer á Ítalíu í aprílmánuði n.k. Voru Þátttakendur valdir á sl. ári og hófu þeir strax æfingar. Fyrir skömmu fóru meðlimir kvennasveitarinnar þess á leit við Bridgesamband íslands, að það leysti þá undan því að taka þátt í þessu móti. Voru þær á- stæður bornar fram, að sveitin væri ekki nægilega sterk til þátt- töku í slíku móti. Bridgesam- bandið varð við þessum óskum og mun því aðeins ein sveit fara til keppninnar. Hér er um að ræða mjög ó- venjulegt atvik, þ.e. að keppend ur, sem valdir hafa verið til þátt- töku, skorast undan því sökum þess að þeir hafi eigi getu til að mæta andstæðingunum. Væri vonandi að slíkur andi væri ríkj- andi í fleiri íþróttagreinum. Það er venja hjá góðum spil- urum að gera sér strax í upphafi spiis grein fyrir hvernig þeir ætla að haga úrspilinu. Athuga þeir þá allar hættur og reyna að komast fram hjá þeim, ef hægt er. kvikmyndir sem hingað berast nú á tímum. Það er mikið sung- ið í myndinni, en ekki vel og tilfinningasemin keyrir úr hófi. Og svo er leikurinn rétt í meðal- lagi. — Loftleidir Framh. af bls. 13 Þegar rifrildið stendur sem hæst kemur flugvél ofan úr skýjunum og lendir tignarlega á flugbraut- inni. Rödd vinar míns Berlin heyrisit nú í hátalaranum, þar sem hann tilkynnir að Loftleiða- flugvélin frá New York og Reykjavík sé nú lent klukku- stund á undan áætlun vegna mik ils meðvi.nds yfir Atlantshafi! Hinum rauðþrútna gesti finnst þetta athyglisvert, ekki sízt vegna þess, að þetta er fyrsta vélin, sem lent hefur í dag. Gest- urinn virðist nú gleyma reiði sinni og fer að spyrja þjóninn nánar um vélina. Jú, — Börje- son veit mikið um Loftleiðir og fer mörgum hrósyrðum um fé- lagið — og einnig hann virðíst hafa gleymt reiði sinni. Mér finnst gaman að þessu, ekki sízt vegna þess að gesturinn byrjar aftur ó steikinni og virðist hafa gleymt að hún var seig. Síðar spyr ég Beríin hvers vegna hann hafi lagt svona mikla áherzlu á að flugvélin væri á undan áætlun. Sven Beí'lin bros- ir og segir að svolítið grín sé ekkert úr vegi við og við. „Að vísu urðu þeir hjá SAS súrir, vegna þess að þeirra vél seinkaði ekki vegna veðurs, eins og til- kynnt var, heldur vegna þess að vélin bilaði í O^lo og tafðist þar þess vegna — en það vildu þeir ekki láta allt þetta fólk vita. Nú man ég eftir glottinu við matar- borðið, þegar skeytið kom. G. Þór Pálsson. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 I LESBÓKINNI hefst nú ið nýju íslenzk mynda- saga. Að þessu sinni höf- um við valið Grettis sögu, söguna um kappann gæfu lausa, sem lengst var í útlegð allra sekra manna. lafnóðum og myndasag- an birtist ættuð þið að lesa Grettis sögu sjálfa, þar er öll sagan sögð, en með myndunum er aðeins úrdráttur. Aftur á móti munu myndirnar gera ykkur auðveldara að skilja og meta söguna en ella. Myndirnar með Grettis sögu hefur Halldór Pét- ursson, listmálari, teikn- að, en hann teiknaði einnig myndasöguna úr Njálu. 'JUMBO litli hefur farið langt út í frumskóginn os nú er hann í vandræðum með að rata aftur heim til mömmu sinnar. Getur þú hjálpað honum? Kastað til marks ÞAÐ er alltaf gaman að kasta til marks, og ef þið þuríið emhvern tíma á góðum innan húss leik að halda, ætt- uð þið að reyna þennan. Náðu í þrjár niðursuðudósir í eld- húsinu, og raðaðu þeim upp í einu stofuhorninu. Ef þær eru tómar, áttu að snúa botninum upp. Síðan ákveð- urðu línu, sem standa á við, þegar kastað er á þær tölum, sem þú færð að láni hjá mömmu þinni. Hver þáttttakandi fær sex köst í einu, og það er auðvitað um að gera að fá eins margar tölur og mögulegt er til að lenda ofan á dósunum og staðnæmast þar. Það er ekki eins auð- velt og maður skyldi halda og það getur vel verið, að þið neyðist til að flytja stað- inn, sem þið kastið frá, nær markinu, til þess að ykkur takist að fá ein- hverjar af tölunum til að liggja kyrrar ofan á dós- unum. ★ Gátur i. Ýmist geng ég eða stend, þótt enga fætur hafi. Ei væri ég til íslands send, ef enga hefði ég stafi. II. Hvað er það, sem er minna en mús, hærra en hús; dýrara en öll DanmÖrk, ef það fengist ekki? ÆSIR og ÁSATRÚ 5. Dvergarnir smíðuðu líka spjót Óðins, „Gugn- ir“, sem alltaf hittir í mark. Á heimleiðinni kom Loki við hjá öðrum dverg. Loki sýndi honum þrjá kjörgripi. „Ekki getur þú smíðað neitt þessu líkt“, sagði hann. En dvergur- inn hélt því fram, að hann gæti vel smíðað nokkuð, sem væri ennþá meiri gersemi, Loks veðj- uðu þeir og Loki varð að setja höfuð sitt að veði. III. Þú munt geta þreifað á því við vinnu sína. Allan daginn er að slá og aldrei þarf að brýna. — ★ — Skrítlur — Hvaða ógnar vein er þetta? — Frúin er að drepa tímann með því að syngja. — Sá er lífseigur! ★ Prófessorinn: — Á ég að trúa því, að þér vitið ekki, hvenær Napóleon dó? Stúdentinn: — Hvernig ætti ég að vita það. Eg hafði ekki einu sinm hug- mynd um, að hann væri veikur. 6. Dvergurinn iagpi svínshúð á aflinn og lét bróður sinn blása smiðju- belginn. Bróðirinn átti að blása hvíldarlaust, hvað sem á dyndi, þar til svíns- húðin væri tekin úr eld- inum. >>0 breytti Loki sér í fluguliki og stakk bróður dvergsins í hendina. En þrátt fyrir sársaukann, sleppti hann ekki af smiðjubelgnum og hélt áfram að blása. ★

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.