Morgunblaðið - 16.03.1960, Side 19

Morgunblaðið - 16.03.1960, Side 19
Miðvikudagur 16. marz 1960 MORCVNBLAÐIÐ 19 Búnaðarþing Á FUNDUM Búnaðarþings und- anfarna daga hafa mörg mál verið afgreidd. Á laugardag var samþykkt með samhljóða atkvæðum erindi dýravemdunarnefndar um að hafa eftirlit með því að gamlar girðingar séu fjarlægðar, svo að búfé stafi ekki hætta af þeim. í»á var gerð ályktun um að mæla með breytingu á jarðræktarlög- um, þannig að túnrækt í sand- jörð njóti sama styrks og hlið- stæð ræktun í öðrum jarðvegi. Framsögumaður var Jóhannes Davíðsson. Styrkir vegna votheysturna Varðandi styrkbeiðni Einars og Bjarna Eiríkssona til Alþingis til tilrauna með nýja gerð vot- heysturna, var afgreidd eftirfar- andi ályktun: í tilefni af umsókn bændanna í Miklaholtshreppi um styrk frá Alþingi til bygginga á votheysturnum úr Deborin-efni, mælir Búnaðarþing með því að Alþingi veiti ákveðna upphæð á fjárlögum til tilrauna varðandi byggingar í sveitum og ráðstafi ráðgefandi nefnd um húsbygg- ingar í sveitum fé þessu til ríkis- búa og þeirra bænda, er stofna til nýjunga í byggingamálum, sem nefndin telur ástæðu til að styrkja. — Framsögumaður var Sveinn Guðmundsson. í fyrri umræðu voru tvö mál, erindi Sigurgrims Jónssonar varðandi auknar rannsóknir bú- fjársjúkdóma og lög Búnaðarfé- lags íslands. — Framsögumaður Gunnar Guðbj artsson. Ályktun um silungsrækt Á fundi Búnaðarþings á mánu- dag flutti Pétur Gunnarsson, til- raunastjóri, erindi um heyverk- un. —. Þessi mál voru tekin fyrir til fyrri umræðu: Erindi Kvenfé- lagasambands íslands varðandi samstarf um heimilisráðunauta við Búnaðarfélagið. Erindi Bún- aðarsambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu varðandi leið- beiningar um meðferð dráttar- véla. Erindi Búnaðarsambands S-Þingeyinga um almannatrygg- ingar. Silungsrækt og fiskeldi Eftirfarandi ályktun var gerð" varðandi erindi Gísla Indriða- sonar um styrkbeiðni vegna sil- ungsræktar: Búnaðarþing telur sér ekki fært að veita styrk í þessu skyni, en mælir með því að Gísli Indriðason fái þá fyrir- greiðslu, sem gert er ráð fyrir í lögum um lax- og silungsveiði, vegna stofnunar eldisstöðva. Þá var afgreitt erindi veiði- málastjóra varðandi fiskeldi með eftirfarandi ólyktun: Búnaðar- þing mælir eindregið með tillög- um veiðimálastj óra til landbún- aðarráðuneytisins um að ríkið reisi fullkomna tilraunastöð fyrir lax og silung. Rannsóknir á Hvanneyrarveiki I gær, þriðjudag, var enn rætt samstarf Kvenfélagasambands ís lands og Búnaðarfélagsins, út- flutningur á stóðhestum til Kanada, leiðbeiningar um með- ferð dráttarvéla og reglugerð um kosningar til Búnaðarþings, og auknar rannsóknir á búfjársjúk- dómum. Var síðasttalda málið afgreitt með ályktun: Þótt upplýst sé, að nú standa yfir rannsóknir á Hvanneyrarveiki (Listeroldosis) í sauðfé í Tilraunastöðinni á Keldum og við Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans, vill Búnaðarþing leggja áherzlu á að þessum rannsóknum verði haldið áfram og þær auknar eftir föng- um. Bráðapest I sauðfé Til fyrri umræðu var erindi Búnaðarsambands Austurlands varðandi innflutning holdanauta og erindi Búnaðarsambands Eyj- arfjarðar um innflutning sæðis holdanauta og svína. Einnig er- indi Rannsóknarstofu Háskólans varðandi bráðapest í sauðfé og var það afgreitt með eftirfarandi ályktun: Þar sem á sl. hausti voru ó- venjumikil brögð að fjárdauða úr bráðapest eða öðrum líkum sjúk- dómi, bæði í bólusettu fé og óbólusettu, einkum á Suðurlandi, beinir Búnaðarþing því til stjórn ar Búnaðarfélags íslands, að hún hlutist til um við yfirdýralækni og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónstíg, að sjúkdómur þessi verði rannsakaður ýtarlega og framleitt öruggt bóluefni gegn honum, ef unnt er. Að lokum var rætt um heyverk un. Klemenz Kristjánsson hafði framsögu. Margir dúína- ungar „munaðar- lausir44 LÍTILL drengur 10 ára, dúfna- vinur mikill og dúfnaeigandi, varð fyrir barðinu á dúfnaþjóf- um í fyrrinótt. Drengurinn sem heima á að Sogamýrarbletti 43, kom í gærmorgun að dúfnakofan um sínum og varð þess þá strax var að dúfunum hafði fækkað. Er hann kom að hurðinni á kof- anum voru almargir dúfnaungar orðnir „munaðarlausir“. Höfðu dúfnaþjófarnir stolið 8—10 dúf- um og voru sumar þeirra með unga sína í hreiðrum. Telur drengurinn víst að þeir, sem stálu dúfunum hans, haldi þeim innilokuðum, því ella myndu þær fljúga beint heim aftur í sinn góða kofa. Kveðst drengurinn ekki trúa öðru en að þeir, sem tóku dúfurnar, sleppi þeim er þeir heyra um litlu ung- Með yfir 30 lestir AKRANESI, 15. marz. — 20 bát- ar eru á sjó héðan í dag. I gær bárust 322 lestir á land af 17 bát- um. Aflahæstir voru Sæfari 32,6 lestir, Sigurvon 31,7 lestir og Sig- rún 30,1 lest. Afli bátanna var ákaflega misjafn. — O. Verzlunarfélag Austurlands stofnað Aðsetur v/ð Lagarfljótsbrú MIÐVIKUDAGINN 9. marz sl. var haldinn stofnfundur verzlunarfélags að Helga- felli í Fellnahreppi, N-Múl. —• Fundarstjóri var Sveinn Einarsson, bóndi, Miðhúsa- seli. —• Helgi Gíslason, bóndi, Helga- felli, mælti fyrir stofnun félags- ins og var samþykkt einnróma að stofna félagið og hefja eins fljótt og auðið er byggingu slát- urhúss að Hlöðum við Lagar- fljótsbrú. Heimili félagsins og varnarþing verður í Fellna- hreppi, Norður-Múlasýslu. Mikill áhugi með féiags- stofnunina Margir fundarmenn tóku til máls og var mikill áhugi með fé- lagsstofnunina. Félaginu var gef- ið nafnið Verzlunarfélag Austur- lands. í fundarlok var kjörin stjórn félagsins en hana skipa: Helgi Gíslason, bóndi, Helgafelli, Sig- urbjörn Brynjólfsson, kaupm., Hlöðum við Lagarfljótsbrú, Þrá- inn Jónsson, bóndi, Gunnhildar- gerði, Þórður Benediktsson, skólastjóri, Egilsstöðum, og Þór- | ólfur Sölvason, bóndi, Snjóholti. í varastjórn: Sveinn Einarsson, bóndi, Miðhúsaseli, Ari Björns- son, kaupmaður, Egilsstaðakaup- túni. — Mikil snjókoma UM klukkan 7 í gærmorgun var rigning hér í Reykjavík. — Tveim tímum síðar var talsverð snjókoma. Það var um klukkan 7,30, sem skyndilega breytti úr rigningu í snjókomu. Snjóaði mjög mikið fram til klukkan lið- lega 10, en þá birti upp, gerði glaðasólskin og hið fegursta veð- ur, og hélzt það í allan gærdag. Mikið krap var á götunum og leiðindafæri fyrir gangandi, en bílarnir ösluðu elginn Vegna jarðarfarar Aðalbjargar Sigfúsdóttur verða sölubúðir okkar lokaðar allan daginn á morgun (fimmtudag). Kjötborg h.f. Búðargerði. Kjötborg h.f. Háaleitisvegi. Skrifstofa mín verður lokuð eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar. JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður. Lokað verður í dag eftir liádegi vegna jarðarfarar Davíðs Jóhannessonar. Magnús Th. S. Blöndahl hf. Sendisveinn óskast nú þegar. Uppl. í skrifstofunni Friðrík Bertelsen & Co hf. Slipphúsið — (vesturendi) Útför HELGU JAKOBSDÓTTUR Sturlu-Reykjum. fer fram frá Reykholtskirkju fimmtud. 17. marz kl. 2 e.h. Vandamenn. Jarðarför GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR Grjótagötu 12, fer fram fimmtud. 17. þ.m. kl. 3 e.h. frá Fríkirkjunni. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd ættingja og vina. Ólafur Jónsson. Eiginmaður minn DANDEL SIGURÐSSON frá Kolmúla við Reyðarfjörð, andaðist í Landsspítalanum 13. þ.m. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 1,30. Fyrir hönd aðstandenda. Guðný Jónsdóttir. Frænka mín Frk RAGNHILDUR JAKOBSDÓTTIR frá Ögri, andaðist í Bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur 13. þ.m. Kveðju- athöfn fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 16. þ.m. og hefst kl. 1,30. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Bálför verður gerð í Fossvogi. Jón Auðuns. Systir mín ELINBORG ÖSSURARDÓTTIR sem andaðist 10. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtud. 17. marz kll 10,30. Blóm afþökkuð. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd móður og systkina. Sigurvin Ossurarson. Útför, KRISTlNAR J. HAGBARÐ fyrrver .kaupkonu fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. þ.m. kL 10,30 f.h. Fyrir hönd aðstandenda: Jóhanu Bernhard, Ragnheiður S. Jónsdóttir Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar INGIGERÐAR MAGGY Fjóla Magnúsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Bolungarvík. Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR frá Hól. Ingibjörg Filippusdóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Guðrún G. Faaberg, Harald Faaberg, Sigríður Guðmundsdóttir, Pétur O. Nikulásson. Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR H. SCHEVING Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.