Morgunblaðið - 16.03.1960, Page 20
V E Ð R I Ð
Sjá veðurkort á bls. 2.
63. tbl. — Miðvikudagur 16. marz 1960
Menntun
iðnaðarmanna. — Sjá bls. 11
Héldu allir a
Færeyja-miö
Stutt samtal við Jón Jónsson
skipherra á Ægi
KLUKKAN að ganga níu í gær-
kvöldi sigldi varðskipið Ægir hér
inn á lygna Reykjavíkurhöfn, en
hið gamla og trausta sikp hafði
verið á verði við síðasta lögbrota
svæði Breta hér við land. Frá
stjórnpalli á Ægi horfði Jón Jóns
son skipherra og menn hans á
Jón Jónsson, skipherra á Ægi
síðustu brezku togarana halda
undan. Var síðasti togarinn kom-
inn út fyrir línu klukkan 8,45 á
mánudagskvöldið.
Halda á Færeyja-mið
Tíðindamaður Mbl., er skauzt
sem snöggvast um borð í Ægi í
gærkvöldi, spurði Jón Jónsson
skipherra hvert hinir brezku
togarar hafi farið, þá er her-
skipin hættu að verja þá. •
— Við heyrðum að togararnir
myndu allir með tölu yfirgefa
miðin hér við land, líka djúp-
miðin, sjáðu til, sagði Jón, og þeir
ætluðu ekki að kasta vörpunni
aftur fyrr en þeir væru komnir
suður til Færeyja. Áður hafði
„commandörinn" á HMS Undine
skýrt þeim frá því, að er vernd
herskipsins ekki nyti lengur við,
yrði það skip, sem halda vildi á-
fram veiðum á fslandsmiðum, að
gera það algjörlega á eigin á-
byrgð. — Svarið frá togurunum
var sem sé, að þeir myndu halda
til Færeyja-miða.
140 körfur í hali
Það var enginn fögnuður meðal
skipstjóranna brezku, því á lög-
brotasvæðinu, sem var út af Ing-
ólfshöfða, komst aflinn upp í 140
Dómsmálaráð-
herra til Gesiíar
BJARNI Benediktsson dóms-
málaráðherra, fer í dag utan tii
þess að sitja ráðstefnuna í
Genf. Utanrikisráðherra, Guð-
mundur í. Guðumndsson, fór
utan í gær, ásamt Hermanni
Jónassyni, fyrrverandi forsætis-
ráðherra. Áður voru farnir þeir
Hans G. Andersen sendiherra,
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri
og Jón Jónsson fiskifræðingur.
Lúðvík Jósefsson, fyrrv. sjáv-
arútvegsmálaráðherra, sem er
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
sendinefnd fslands á Genfar-
ráðstefnunni, mun hins vegar
ekki fara utan fyrr en í næstu
viku.
Ráðstefnan verður eins og
kunnugt er sett á morgun.
körfur af fiski í hali. Einn tog-
aranna, sem var 17 mílur undan
landi, bað um að fá frestinn
lengdan, því svo mikil væri veið-
in þar. En hann var ekki veitt-
ur. Á þessum miðum var hvasst
orðið um miðjan dag, svo að
margir hinna minni togara og
eldri, urðu að hætta veiðum. En
meðal þeirra, sem lengst voru að
var Churchill, og síðasti togar-
inn, er fór út fyrir 12 mílna mörk
in var Lord Montgomery.
Hann er annar tveggja brezkra
togara sem teknir hafa verið
síðan Bretar hófu ofbeldisað-
gerðir sínar hér við land 1. sept.
1958, —
Skipzt á kveðjum
— Og þið heyrðuð litið sem
ekkert í brezka herskipinu svona
undir lokin?
— Jú, sagði Jón skipherra.
Þeir sendu okkur kveðju á
sunnudagsmorguninn. Loftskeyta
maður herskipsins sendi okkur á
ljósmerkjum kveðju „comman-
dörsins“, þar sem hann bar fram
ósk um að árangur mætti verða
á Genfar-ráðstefnunni — og svo
bætti hann við: — Ég vona að
þú fáir orlof. Ég svaraði þessu
með skeyti um að við væntum
þess að commandörin fengi frí
þegar hann kæmi heim.
Gat orðið enn alvarlegra
— Jón, en áður en ég fer, sagði
blaðamaðurinn, var þetta ekki
talsvert alvarlegt brot vestur við
Jökul, þegar þið komust í kast
við þann, sem eyðilagði netin
fyrir Óiafsvikurbátum?
— Jú, það var ljót aðkoma, og
ég veit að „commandörinn" á
herskipinu, sem verndaði lög-
brjótinn, leit alvarlegum augum
á þetta brot, þó „kallinn“ á tog-
aranum reyndi á eftir að gera
lí'ið úr þessu. Það hefði getað
orðið miklu alvarlegra, því tog-
ararnir voru það margir á þessu
iögbrotasvæði.
1 sömu svipan og blaðamaður-
inn var að kveðja skipherrann,
kom skeyti um að brezka her-
skipið „Undine“ myndi koma til
Færeyja fyrir hádegi í dag.
Námskeið um
atvinnu- og
verkalýðsmál
NÆSTI fundur á stjórnmálanám-
skeiðinu um atvinnu og verka-
lýðsmál, verður í Valhöll í kvöld
kl 8,30.
Gunnar Thoroddsen, ráðherra,
flytur fyrirlestur um fjármál.
Þessar myndir, sem tekn-
ar voru úr flnigvél Land-
helgisgæzlunnar, Rán, síð-
degis á mánudag, sýna tvo
brezka togara sigla á fullri
ferð út af lögbrotasvæðinu
við Eldey — en þaðan voru
þeir allir horfnir fyrir
kvöld.
/<S>-
Kosningu
í Frama í
lýkur
kvöld
Beðið fyrir
góðum
árangri
í TILEFNI hinnar alþjóðlegu ráð-
stefnu í Genf um réttarfar á höf-
unum og fiskveiðilögsögu, hefur
biskup íslands ritað öllum þjón-
andi prestum og próföstum þjóð-
kirkjunnar bréf og hvatt þá til að
minnast íslenzku fulltrúanna í
bænum sínum.
í bréfinu segir svo: „Vér Is-
lendingar eigum mikið undir því
að þar verði góðum, sanngjörn-
um og viturlegum ráðum ráðið.
Fulltrúar vorir á þessari ráð-
stefnu eiga vandasömu hlu(verki
að gegna. Ég vil því hvetja presta
og söfnuði þjóðkirkjunnar til
þess að minnast þeirra í bænum
sínum, og mælist til þess, að við
messur sunnudaginn 20. þ.m.
verði beðið fyrir ráðstefnunni og
réttlátum lyktum þeirra málefna
hennar, sem sérstaklega snerta
lífshagsmuni þjóðar vorra“
D----------------n
Tal vann
fyrstu skákina
Moskva, 15. marz:
FYRSTA skákin í einvígi þeirra
Botvinniks og Taís um heims-
meistaratililinn var tefld í dag.
Fóru leikar þannig að Tal
sigraði. — Næsta umferð verður
tet'ld á fimmtudag.
□--------------------□
STJÓRNARKOSNINGU í Bifreiðastjórafélaginu Frama heldur
áfram í dag. Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26, og hefst
kosningin kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 e. h. og er þá lokið.
TVeir listar eru í kjöri — A-listi lýðræðissinna og B-listi
kommúnista.
Bifreiðastjórar! Vinnið ötullega að sigri A-Iistans og tryggið
sigur hans. X—A-LISTINN.
r g
Jumbo
— ný barnasaga
MORGUNBLAÐIÐ hefir
undanfarið birt með mynd-
skreytingum ýmis af hinum
heimskunnu ævintýrum
danska skáldsins H. C.
Andersen, og hafa þau orð-
ið vinsæl meðal barna, sem
vænta mátti. — En nú er
þeim lokið, og í dag hefst
ný myndskreytt framhalds-
saga fyrir börn, sem við
vonum, að verði einnig hin-
um ungu lesendum til
ánægju,
Sagan er um litla fílinn
Júmbó, daglegt líf hans og
ýmis ævintýri, sem hann
og félagar hans lenda í. —
Júmbó litli er í skóla hjá
herra Leó, sem er hvorki
meira né minna en kon-
ungur dýranna — stórt og
myndarlegt ljón. Hann er
auðvitað ekkert lamb að
leika sér við, ef í það fer,
en yfirleitt er hann ákaf-
lega góður við litlu nem-
endurna sína.
Af skólafélögum Júmbós
koma þau rnest við sögu,
r-T 1 I n
sprelligosinn Teddi og
Mikkí litla, sem er bezta
vinkona Júmbós og hug-
hreystir hann, þegar á
móti blæs.
Myndirnar hefir franski
listamaðurinn J. Mora gert,
og vonum við að þær —
eins og sagan af honum
Júmbó, sem er mesta
gæðablóð, en stundum dá-
lítill hrakfallabálkur —
falli börnunum í geð.
Júmbó litli hefir enn einu
sinni orðið of seinn í skól-
ann. — Hvað ætli kennar-
inn, hr. Leó, segi nú? —
Sjá bls. 4.