Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1960 í fáum orbum sagt Frafh. af bls. 8 — Onei, oft um það, stundum annað, t. d. var honum tíðhugsað til Benedikts gamla Sveinssonar, föður Einars skálds. Hann átti i erjum við hann fyrst framan af eins og þér vitið. f frumvarpi Benedikts var gert ráð fyrir þvi að hér skyldi vera landsstjón, sem væri staðgengill konungs og hefði sér við hlið ráðgjafa, sem bæru ábyrgð fyrir Alþingi. Dr. Valtý fannst mikið koma til Benedikts Sveinssonar, taldi hann mesta mælskumann á ís- landi og sagði að enginn maður í Danmörku jafnaðist á við hann í mælskulist: — Hann talaði allur, sagði dr. Valtýr, og kvaðst snemma hafa fundið að í viðureign við Bene- dikt yrði hann að vera rólegur: — Ekkert annað var fyrir mig að gera en vera rólegur, sagði hann, ,og bætti því þá gjarnan við, að mælska Benedikts hafi verið suðræn. Dr. Valtýr kom aftur — Þér sögðuð, að dr. Valtýr hefði verið bitur, þegar á leið. Hvers vegna helzt? — Hann bauð sig fram á Seyðis firði 1908 sem fylgismaður Upp- kastsins og var kosinn með naum um meirihluta, en Sjálfstæðis- menn sem hlutu meirihluta á þingi ónýttu kosningu hans, og í aukakosningu skömmu síðar var 'Sjálístæðismaðurinn séra Björn í Dvergasteini kosinn. En þegar umræður stóðu yfir í þing- inu um það að ónýta bæri kosn- ingu dr. Valtýs, reis Kristjan Jónsson, dómsstjóri, sá mikli júristi og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, upp til varnar dr. Val- tý og flutti merkilega ræðu í þinginu, þar sem hann hélt því fram, að dr. Valtýr hefði verið löglega kosinn og á honum yrði níðzt, ef kosning hans yrði dæmd ógild. Það var samt gert eins og ég sagði, og gramdist dr. Valtý það auðv>*að mjög — Á hvaða forsendum var kosningin dæmd ógild? — Það voru einhverjir form- gallar á fjórum seðlum, að mig minnir. En það sagði Kristján Jónsson að hefði ekkert að segja, því gallarnir væru óverulegir og ekki gerðir í því skyni að auð- kenna seðlana. Samkvæmt öllum anda laganna hefði dr. Valtýr verið löglega kosinn, sagði hann. — Hvernig tók nú dr. Valtýr þessum ósigri? — Mjög rólega. Hann gekk út úr þinginu, en gleymdi stafnum sínum og fór inn aftur og sagði um leið og hann tók stafinn: — Þetta veit á að ég kem hing- að aftur. Það gerði hann líka 1912, þá þingmaður Seyðfirðinga — Og svo var gerð tilraun til að bægja honum frá þingsetu síðar, var það ekki? — Jú, þegar það ákvæði var sett inn í stjórnarskránna að eng inn gæti orðið þingmaður nema sá sem búsettur væri hér á landi. Þá varð dr. Valtýr afarsár og tók að hallast að Knud Berlin og var mikill vinur hans upp frá því. Berlin var andstæðingur okkar íslendinga, en þó heiðarlegur andstæðingur má segja. En fyrst við erum farnir að tala um hann, langar mig að segja yður dálitla sögu, sem hann sagði mér sjálf- ur: — Þegar núverandi Sjálfstæð- isflokkur var stofnaður, hitti hann að máli prófessor Finn Jónsson á veitingastað einum í Höfn, en Finnur var mikill and- stæðingur skilnaðar eins og þér kannski hafið heyrt. Knud Berlin segir við prófessor Finn, að nú séu leifarnar af gamla flokki Hannesar Hafsteins orðnar skiln- aðarflokkur, eins og sjá megi á stefnuskránni. Svo bætir hann við: — Skal vi nu ikke være venn- er? Þá svarar Finnur Jónsson: — Skal vi tage det saa vold- somt? Annars sagði Kud Berlin við mig, að ef hann hefði ekki verið 1908, hefðu íslendingar fengið öllum sínum kröfum framgengt. Hann þakkaði sér að Danir hefðu ekki fallizt á sjónarmið íslend- inga. Sannleikurinn er sá, að Danir hefðu slegið sér mikið upp á því að ganga að kröfum íslend- inga þetta ár, því þá hefðu þeir haft algera sérstöðu meðal' ríkja heimsins um frjálslynda pólitík, en þeir báru ekki gæfu til þess. Mér hefur alltaf fundizt Knud Berlin fulltrúi þeirra manna, sem streitast á móti þeirri þróun, sem hlýtur að verða. — En segið mér eitt að lokum, dr. Björn: Hverjar teljið þér höf- uðskyssur dr. Valtýs í hans póli- tísku baráttu? — Dr. Valtýr gerði tvær skyss- ur. í fyrsta lagi að snúa ekki við blaðinu, þegar vinstri menn kom ust til valda í Danmörku og segja: — Nú er ný stjórn komin til valda í Damörku með frjáls- lyndari stefnu og því skulum við reyna að fá innlendan ráðherra. Ef hann hefði gert þetta, hefði hann orðið fyrsti íslenzki ráðherr ann, á því er enginn vafi. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að bú- izt var við því að dr. Valtýr kæmi heim sem nýskipaður ráðherra til að semja við aukaþingið 1902. Það er sagt, að Magnús Stephen- sen landshöfðingi, sem alltaf hafði verið andstæðingur Val- týskunnar hafi þá verið spurður, hvort hann ætlaði ekki að segja af sér, ef dr. Valtýr yrði ráð- herra: — Ég hef ekki fengið neina skipun um það, svaraði landshöfðingi. í öðru lagi gerði dr. Valtýr þá skyssu að taka ekki að sér formennsku Landvarnaflokksins. Ef hann hefði stigið skrefið til fulls og andmælt sterklega ríkisráðssetu íslandsráðgjafans, hefði hann að líkindum orðið leiðtogi Land- varnarflokksins. Hann situr á þingi 1903—07 og er þá mjög harður andstæðingur Hannesar Hafsteins, en 1908 snýst hann á sveif með Uppkastinu og 1909 er það hans gamli flokkur sem ó- nýtir kosningu hans. Þetta er ein kennilegur og að mörgu leyti EINS og skýrt hefur verið frá var yngra syni Elisabetar Bretadrottningar gefin nöfn sl. þriðjudag, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Var hann skírður Andrew Al- bert Christian Edward, en verður kallaður Andrew prins, og er sá fyrsti af brezka kon- óhappasæll ferill, sem endar með því að hann gerist andsnúinn ís- lendingum vegna þess að honum gremst framkoma þeirra í hans garð. Jón Jensson, sem áður hafði verið skeleggur valtýingur og fyrstpr þingmanna til að fylgia valtýskunni að málum, gerðist f ormaður Landvarnarf lokksins og lögskírandi, þegar heimastjórnar frumvarpið kom fram 1902 én Sigurður í Flatey, bróðir hans, talaði máli flokksins og greiddi einn þigmanna atkvæði gegn stjórnarfrumvarpinu. Landvarn- armönnum þótti of mikið kaup- verð fyrir heimastjórnina, að á- kveðið skyldi vera í stjórnar- skránni að bera þyrfti upp ís- landsmál fyrir konungi í ríkis- ráði Dana. Flokkurinn mótmælti þessu harðlega og dró að sér fylgismenn eins og segull stál og þá einkum æskufólk. Án hans hefði Uppkastið 1908 ekki venð fellt. í ísafold grein undir dulnefninu Corpus Juris til að verja val- týskuna: Það gerir ekkert til, þó íslandsmál séu borin upp í ríkis- ráði Dana, sagði hann, meira að segja vafamál, hvort önnur til- högun sé okkur heppilegri. En eitt megum við ekki gera, við megurri aldrei setja það í íslenzk lög, að fslandsmál séu borin upp í ríkisráði Dana, því þar með játum við okkur undir grund- vallarlög Dana. Á þessum for- sendum snerist Jón Jensson á móti heimastjórninni, því hann taldi að ríkisráðsákvæðin í stjórn arskrárbreytingunni 1904 væru sama og játning undir þessi grudvallarlög, eins og hann sagði í bæklingi, sem hann gaf út 1902. — Jón var merkilegur maður og ATHUCIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augiýsa ^ Morgur'daðinu en í öðrum blöðum. — ungakyninu sem ber það nafn 1 síðan árið 1413. Þetta er ein fyrsta myndin sem birt hefur verið af hinum unga prinsi, sem fæddist 19. febr. sl. Um 200 myndir voru teknar við þetta tækifæri, og fékkst leyfi til að birta sex þeirra. tók stjórnmálin með mjög þungri alvöru. 1908 var hann formaður Landvarnarflokksins en gerðist þá fylgismaður frumvarpsins. Ég held enginn hafi efazt um, að sannfæring hans hafi boðið hon- um *ð taka þessa afstöðu, en samt hafði framkoma hans engin áhrif á flokkinn, svo gallharður stóð hann gegn frumvarpinu. En þetta var föst og lógisk stefna hjá Jóni, að mínum dómi, því með frumvarpinu var ríkisráðs- málið leyst, því neitaði enginn maður, og frumvarpsandstæðmg- ar voru fúsir að viðurkenna að miklar tilslakanir væru í frum- varpinu. En þeir töldu böndin á hinn bóginn svo sterk, að betra væri að hafa óbreytt ástand um sinn. Á þingi áttu landvarnarmenn aðeins ein þingmann til 1908, en flokkurinn hélt áfram að vaxa utan þings og réð öllu á Þing- vallafundinum 1907, þar sem sjálfstæðiskröfur voru gerðar harðari en nokkum tíma fyrr. Um svipað leyti rann Land- varnarflokkurinn saman við flokk Björs Jónssonar og úr því varð Sjálfstæðisflokkurinn. Á þinginu 1909 var það harðast: kjami Landvarnarflokksins, sem réð kröfunum, en þá var lokið hlutverki Jóns Jenssonar í is- lenzkri pólitík, og var það á ýmsan hátt merkilegra en menn gera sér almennt grein fyrir. Jón Jenson var ekki mikill ræðumað- ur, málstirður nokkuð, og þess vegna var um hann kvéðið í Ai- þingisrímunum: Á hildarvengi höggfimur .... — Ég er vist áður búinn að segja „að lokum“, en verð að endurtaka það, því mig langar að vita skoðun yðar á einu máli til viðbótar: Trúði dr. Valtýr nokk- urn tíma á algeran skilnað Is- lands og Danmerkur? — Nei, ég held dr. Valtýr hafi lifað og dáið með þá sannfær- ingu, að sambandið við Dan- mörku væri Islendingum lífs- nauðsyn. Þessi sannfæring mot- aði hans pólitíska feril sem var tvinhaður úr tveimur höfuðþátt- um, frjálslyndri framfarapólitík fram að aldamótum. íhaldssemi þegar á leið æv ÍRÚÐIR b.s.f. F —— örfáiim íbúðum enn óráðsfafað í búsi II. byggingarflokks bsf. Frftmtaks. — 1 húsinu verða tv«r gerðir af íbúðum, herbergja 84 ferm. *g 4ra her- benrgja 103 ferm., við þetta bætist nál. 20 ferm. í sameign á íbúð. — Framkvæmdir við húsið hófust síðastliðið mimar, og er búið að vinna grunn og steypa sökkul og plötu. Verður húsið steypt upp með skrið- mótum í maí. — Allt erlent etni setn þarf tK að steypa upp hú«ið hefur verið keypt og er langt komið að vinna það, þ.e.a.s. tirnbur, skriðmót, steypustyrktarjárn, rafmagnsrör, gluggar, geislahitunarrör og þ.ul. — Allar nánari npplýsingar á skrifstofu félagsins að Sólheimum Xt í dag sunnudag, kl. 14.00—18.00 og næstu kvöld kl. 20,30—22,00. — Sími 35240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.