Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1960 — Reykjctv'ikurbréf Framh. af bls. 13 Slíkar kröfur er næsta ólíklegt, að Færeyingar almennt mundu hafa gert sér til handa, en Pat- ursson til afsökunar má benda á hið félagslega vandamál, sem Svavar Pálsson, viðskiptafræð- ingur vakti máls á í útvarpinu ekki alls fyrir löngu og við ís- lendingar erum nákunnugir. Svavar benti á, að þegar menn væru komnir saman í félög, þá væri eins og þeir gætu í þess nafni gert kröfur, sem enginn einstakur félagsmanna 'mundi gera sér til handa persónulega, það væri eins og öll sanngirni og jafnvel mannúð og sjálfsagðasta kurteisi hyrfi, þegar talað væri í nafni félagsins. Sjálft samfélag borgaranna allra, ríkið, væri e. t. v. harð- snúnast, enda hlífðist það varla við að sækja heim síðasta stól fátækrar ekkju, sem ekki greiddi gjöld sín til þess, þó að naum- ast fyndist svopurkunarlaus fjár- heimtumaður meðal þegnanna, að hann iéki það eftir. En hvað sem þessu líður, þá fór Patursson hingað enga frægð arför, en Fæeryingarnir koma nú á flotann og eru boðnir vel- komnir af öllum íslendingum, sem vissulega vona að deilan hafi ekki spillt vináttú þjóðanna. Togaramenn fá bætt kjör Færeyingarnir fara flestir á togarana, enda hefur gengið verr að manna þá á bátana, þar sem kjör togarasjómanna hafa verið bágborin. Þess vegna var gert ráð fyrir því við efnahagsráðstafanirnar, að kjör þeirra yrðu bætt, þótt aðrar stéttir fengju ekki kjara- bætur. 1 samræmi við þá stefnu, að samningafrelsi ætti að ríkja á milli launþega og vinnuveit- enda var þó ekki ákveðið hver kjörin skyldu vera, heldur semdu aðilar um þau sjálfir. Samningaumleitanir hafa nú staðið yfir við yfirmenn, og munu kröfur þeirra vera all- miklu hærri en ráð var fyrir gert við efnahagsráðstafanirnar. Útgerðarmenn hafa ekki talið sig geta orðið við öllum kröfunum og hafa yfirmenn hótað verkfalli. Engu verður hér spáð um, hvort þessi deila leysist frið- samlega, en það er á valdi aðila sjálfra, hve langt þeir treystast til að ganga til samkomulags, því að þeir geta ekki vænzt þess að auknum útgjöldum verði velt yf- ir á aðra þegna, eins og tíðkaðist á tímum vinstri stefnunnar. Falleg og vönduð borðstofusett. Verð: stóll 980,00, borð 3.700,00. Skenkur 7 800,00. Ávalt mikið úrval af hverskonar húsgögnum. StéEBinn h.f. Laugaveg 66 — Sími 19170. Blússukjólar eru mikið í tízku. Höfum fallegt úrval úr margskonar efnum. Verð frá ko*. 475.00. Vesturveri. NÝTl veiíir yður fulíkomið permanent og greiðsíu að eigin vali—og það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vandann Hið dásamlega nýja Toni gerir yður e-nnþá auðveldara en yður gal aður grunað, að setja permanenl I harið heima og leggja það sið- an að eigin vild, — en það er Even-Flo hárliðunarvökvinn. sem leysir allan vanda: — þvl hann hæfir öllu hári og gerir það létl og lifandi. sem I raun og veru er aðal- atriði fagurrar hárgreiðslu. varanlegs og endingargóðs permanents. HVAÐ ER AUÐVELDARA? Fyigið aðeins þinum einföldu leiðbeining- um, sem eru i islenzku, og permanent yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve vel hef- ur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi. centle fyrir auðliðað hár 6uper fyrir erfitt hár REOULAB fyrir venjulegt hár VEIJIÐ TONI VIO VÐAR HÆFI. Látið Perlu létta störfin! SÍ-SLETT POPLIN (NO-IROMi MINERVAo **♦«**>* STRAUNING ÖÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.